Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
Jón Kr. Jóhannsson
verslunarstjóri,
Þórshöfn - Minning
Fæddur 4. ágúst 1923
Dáinn 6. mars 1993
Þegar mér barst sú frétt að Jónsi
mágur væri dáinn hugsaði ég strax
með mér: Þórshöfn verður ekki söm
eftir sem áður, svo samofínn var
hann hringiðu kauptúnsins og því
sem þar var að gerast hverju sinni
og vildi helst hvergi annars staðar
vera. Hann var aldrei kallaður ann-
að en Jónsi meðal Þórshafnarbúa,
~-en fullu nafni hét hann Jón Kr.
Jóhannsson fæddur 4. ágúst 1923
að Hvammi í Þistilfírði. Eg rek
ekki ætt hans hér frekar, það verða
mér aðrir fróðari til þess.
Ég man fyrst eftir Jónsa þegar
ég var smápolli á Þórshöfn. Þá var
Jónsi einn af örfáum bflstjórum á
staðnum og man ég vel hvað við
strákamir dáðum þessa menn og
reyndum hvenær sem við gátum
að fá að sitja í. Það var oftast auð-
sótt mál, ef til vill hef ég haft sér-
stöðu þar sem hann var tilvonandi
mágur minn. Jónsi var mikið nátt-
úrubam og átti ég þess kost að
fara í æði marga veiðitúra með
honum, bæði í lax, til ijúpna og þó
ekki væri nema að skreppa út á
fjörðinn og ná sér í nokkrar ýsur í
soðið. Ég minnist þess er við fórum
eitt sinn sem oftar í laxveiði við
Hafralónsá í Þistilfírði, ásamt öðr-
um mági mínum, höfðum við barið
ána allan daginn án þess að verða
varir, en Jónsi lét okkur gestina að
sunnan eina um ána og snerti ekki
stöng fyrr en undir kvöldið er við
vorum að búast til heimfarar og
búnir að gefa upp alla von. Þá vor-
um við staddir við svokallaðan
^elduhyl, sem mér fannst nú ekki
tilkomumikill, en viti menn, minn
maður landaði sjö löxum á örfáum
mínútum (þessi saga er dagsönn),
beint fyrir framan nefíð á okkur.
Þótti okkur súrt í broti og ekki laust
við örlitla öfund, en eins og svo oft
áður þegar veiðimennskan var ann-
ars vegar kunni hann virkilega sitt
fag. Að vísu læddist að okkur sá
grunur að brögð væru í tafli, en
Jónsi átti það til að vera svolítill
hrekkjalómur þegar sá gállinn var
á honum, en hvað um það, hann
var sigurvegari þann daginn, svo
að ekki varð um villst.
Mæja og Jónsi eignuðust þijá
drengi, sem nú eru fullorðnir menn
'^.g miklir dugnaðarforkar og mætir
þjóðfélagsþegnar hver á sínu sviði.
Við hjónin kynntumst vel þeim
efnivið sem í bömum þeirra bjó því
að um tíma dvöldu þeir hjá okkur,
allir þrír, er þeir voru hér fyrir sunn-
an, ýmist við nám eða störf sem
ekki síst átti þátt í því að tengja
fjölskyldur okkar enn frekari bönd-
um.
Við höfðum ráðgert ásamt eigin-
konum okkar að fara til Bandaríkj-
anna í maí og vera viðstödd út-
skrift yngsta sonar Jónsa, Hregg-
viðs Jónssonar, sem útskrifast þá
frá Harvard-háskóla í Boston, en
margt fer öðruvísi en ætlað er, þessi
ferð verður samt sem áður farin
og veit ég að Jónsi verður með
okkur í huganum, því hann fylgdist
vel með sínum bömum og þeirra
velgengni.
En menn sigra ekki alltaf og svo
fór að maðurinn með ljáinn sigraði
að lokum, allt of snemma að okkur
finnst, en fáum engu ráðið þar um.
Jónsi var við bestu heiisu alla tíð
og því kom andlát hans öllum að
óvömm. Við njótum ekki lengur
glaðværðar hans og glettni sem
hann átti í svo ríkum mæli og ger-
ir hann ógleymanlegan í okkar
huga, skapgerð hans var einstök
og ég fullyrði að óvini átti hann
ekki til.
Ég vil að lokum þakka mági
mínum fyrir alla þá natni og um-
hyggju sem hann sýndi foreldrum
mínum meðan þau lifðu og var þeim
ómetanleg stoð.
Systur minni, bömum, tengda-
bömum og bamabömum vottum
við okkar innilegustu samúð. Guð
blessi ykkur öll.
Gói.
Það er erfitt að trúa því að Jón
tengdafaðir minn skuli vera farinn
í sitt síðasta ferðalag. Það svo
stuttu áður en við vomm byijuð að
skipuleggja ferð hans og annarra
ættingja til Ameríku, í heimsókn
til okkar hjónanna. En skyndilega
breytist allt og hverfulleiki lífsins
kemur í ljós. A andartaki kollvarp-
ast áætlanir og eftirvænting og
gleði breytast í söknuð og sorg.
Ekki lá fyrir Jóni að koma til okkar
í heimsókn, í stað þess hefur hann
nú farið í þá ferð sem ekki verður
skipulögð fyrirfram.
Vettvangur Jóns var ætíð við
Þistilfjörðinn í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Hann sleit bamsskónum að
Hvammi þar í sveit, en fluttist síðan
til Þórshafnar á Langanesi þegar
aldur og viska leyfði. Á Þórshöfn
giftist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðnýju Maríu Jóhannsdótt-
ur, og eignaðist með henni þijá
syni. Tveir þeirra, Jóhann og Rafn,
búa á æskuslóðum, en yngsti sonur-
inn, Hreggviður, er að ljúka námi
í vor frá háskóla Vestanhafs.
Jón unni heimaslóðum og naut
sín vel þegar komið var út í þing-
eyska náttúm. Þegar færi gafst var
áhugamálinu sinnt og haldið var
af stað út í náttúruna, helst þangað
sem von var veiði. En áhugi hans
á umhverfinu einskorðaðist ekki við
veiðar. Hann var sánnkallaður
viskubmnnur um staðhætti fyrir
norðan sem og um ýmis önnur
málefni. Það var gaman að heyra
frásagnir hans sem fluttar vom á
kjammiklu og góðu máli. Hugsunin
var orðuð í rólegheitum og með
yfirvegun, en kveðið var fast að
þegar hin ýmsu málefni vom rædd.
Þó svo að Jón hafí verið dulur
um margt og seinn til náinna kynna
einkenndist viðmót hans ætíð af
velvild og góðsemi. Með sínu já-
kvæða hugarfari þar sem aldrei var
sagt styggðaryrði um náungann var
gott að njóta samvista við Jón. Nú
þegar hann hefur gengið á vit feðra
sinna fyllist ég söknuði yfír því að
samverustundimar yrðu ekki fleiri.
Dapurleika yfír því að ófædda bam-
ið okkar fær ekki að kynnast afan-
um sem með sínu trausta rólega
yfírbragði hændi bömin að sér.
Elsku Maja, nú hefur sorgin sótt
þig heim. Þessi undarlega tilfínning
sem oft særir svo djúpu sári og
skilur eftir sig tómarúm. Á slíkum
stundum getum við leitað huggunar
í því að tíminn sefar sorgartárin
og upp mun birta um síðir. Eftir
mun standa minningin um tryggan
eiginmann og félaga.
Ég geymi í hjarta mér fölskva-
lausa minningu um góðan mann
sem ég kveð með þakklæti og virð-
ingu.
Hlín.
Hið lokkandi frelsi. Hið leiftrandi fjör,
ljúfasta hnoss á mannsins fór,
fáksins dansandi fætur.
Hans leikur við tauma léttur og ör
nær langt inn í hjartarætur.
(Þ.A.)
Laugardaginn 6. mars sl. var
veður fagurt, sólskin og hlýtt enda
notuðu margir sér veðrið til útivist-
ar. Jón Kr. Jóhannsson, eða Jónsi
eins og hann var kallaður, var einn
þeirra. Fór hann í útreiðartúr. En
er hann var nýstiginn af baki hné
hann niður og var allur. Þegar at-
vik gerast svo skjótt, verður áfallið
þungt og menn setur hljóða, fínnst
lífíð mikið breytt og söknuður er
sár.
Þannig varð okkur flestum við,
starfsfélögum hans, þennan laugar-
dag og í huga okkar komu fram
svipmyndir frá liðnum árum.
Jónsi var góður starfsmaður, og
sinnti starfí sínu af trúmennsku og
ist skrifstofumaður hjá Kaupfélag-
inu.
Sú eldri okkar naut örugglega
góðra orða afa Péturs er hún fékk
sumarstörf hjá Kaupfélaginu, enda
afí Pétur hátt skrifaður og vel lið-
inn. Hann afí Pétur var vel hag-
mæltur og gaman var að fá heilu
ljóðabréfin frá honum er við syst-
óeigingirni, og var hann máttar-
stólpi fyrir Kaupfélag Langnesinga
og mikil gæfa fyrir það að njóta
starfskrafta hans svo lengi, sem
raun varð á.
Starfsfélagi var hann heill, bæði
í leik og starfí, frásagnarlist hans
var slík að unun var á að hlýða,
og eigum við margar góðar minn-
ingar frá árshátíðum og skemmti-
ferðum Starfsmannafélagsins, en
þar var Jónsi hrókur alls fagnaðar.
Bömum þótti vænt um hann og
segir það kannski meir en mörg
orð, enda gaf hann sér tíma til að
tala við þau og hlusta á þeirra svör.
Að hafa sannan áhuga á kjömm
annarra og fylgjast með daglegu
lífi samferðarmanna sinna er mikils
virði og gerir hvem einstakling
stærri í hugum manna. Þannig var
Jónsi, allt vildi hann vita og þó allra
helst fréttir af búskapnum í sveit-
inni og aflanum úr sjónum. Jákvæð-
ur var hann og víðsýnn og átti
landsbyggðin góðan málsvara í hon-
um.
Gæfumaður var hann í einkalíf-
inu, enda unni hann heimili sínu
mikið, frístundimar vom notaðar
til að fegra það og bæta jafnt úti
sem inni, enda ber það þess vott.
Starfsmenn Kaupfélags Langnes-
inga senda Maríu eiginkonu hans,
sonum þeirra ásamt fjölskyldum,
innilegar samúðarkveðjur.
Þökkum fyrir samstarfíð. Hvíl
þú í guðs friði.
Starfsfólk Kaupfélags
Langnesinga.
Kveðja frá Kaupfélagí
Langnesinga
í dag er til moldar borinn Jón
Kr. Jóhannsson, verslunarstjóri
byggingarvöruverslunar KL á Þórs-
höfn.
Nú er skarð fyrir skildi. Úr
„Jónsabúð" númer tvö er horfmn
nafngjafínn. Það lýsir Jóni að vinnu-
staður hans tók nafn af honum, en
ekki hann af staðnum. Hans verður
saknað, hlýlegra kveðja, lifandi og
hressilegra tilsvara og persónu-
umar voram langt í burtu. Afí Pét-
ur var alltaf tilbúinn að hjálpa. Eitt
sinn er sú yngri okkar átti að flytja
ávarp á hátíðarsamkomu samdi afí
Pétur fyrir hana ávarp í ljóðformi.
AIls þessa minnumst við með miklu
þakklæti.
Á efri ámm tók afí Pétur bílpróf
og keypti sér fólksbíl. Þau vom ófá
skiptin sem við systumar fómm
með í bíltúr út á Eyju og síðan var
keyptur ís handa öllum. Þetta var
einn af föstu punktunum í tilver-
unni. Við finnum núna að það hafa
verið forréttindi að fá að alast upp
í svo nánum tengslum við ömmu
og afa.
Amma lést árið 1972. Eins og
hjá öðmm Vestmannaeyingum urðu
straumhvörf í lífi afa við eldgosið
1973. Eftir það fluttist hann ekki
til Eyja aftur. Síðar kvæntist hann
Þorbjörgu Sigurðardóttur og
bjuggu þau í Reykjavík. Hún lést
fyrir nokkram ámm og síðustu
æviárin bjó afí Pétur á Droplaugar-
stöðum, þar sem hann lést eftir
langa og erfíða sjúkdómslegu.
Afí Pétur starfaði mikið innan
safnaðar Sjöunda dags aðventista
og var sannfærður í sinni trú. Við
systumar þökkum fyrir öll árin og
blessuð sé minning hans afa Péturs.
Ásta og Gyða Arnmundsdætur.
töfra, sem seldu okkur hiklaust
hamar sem við vissum ekki að okk-
ur vantaði, í stað skiftilykils sem
okkur vantaði, en var ekki til, og
við héldum sæmilega ánægð á brott
og dagurinn var strax orðinn líf-
legri.
Um nær hálfrar aldar skeið hafði
hann unnið hjá þessu samvinnufyr-
irtæki okkar. Þó með hléum en aldr-
ei slitnaði þráðurinn. Fyrst var hann
bflstjóri og utanbúðarmaður, kjöt-
matsmaður, hrognasaltari og raun-
ar hvað sem þurfti. Síðustu tuttugu
árin veitti hann forstöðu byggingar-
vömdeild KL og var þar mikill fyrir-
greiðslumaður, oft við erfíðar að-
stæður, en slíkt óx honum ekki í
augum. Um langt árabil og til dán-
ardægurs var hann deildarstjóri
Þórshafnardeildar KL og fjölda
annarra trúnaðarstarfa gegndi
hann fyrir sína heimabyggð. Hann
hafði lifandi áhuga á öllu umhverfi
sínu og ákveðnar skoðanir á þjóð-
málum. Vel var Jón máli farinn og
lét skoðanir sínar hiklaust í ljós við
hvern sem var. Var þó oft manna-
sættir.
Við vissum raunar að líða tók
að venjulegum starfslokum, þar
sem sjötugsafmælið nálgaðist óð-
um, en engan óraði fyrir að kallið
kæmi svo fljótt.
Hafðu þökk fyrir mikið og far-
sælt starf hjá KL.
Eftirlifandi eiginkonu, sonum,
tengdadætmm, bamabömum og
öðmm aðstandendum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Stjórn Kaupfélags
Langnesinga.
Þær vora heldur óvæntar frétt-
imar sem biðu mín heima þegar
ég kom úr stuttri ferð til útlanda
aðfaranótt sl. mánudags, að föður-
bróðir minn, Jón Kr. Jóhartnsson,
hefði orðið bráðkvaddur um helg-
ina. Nokkram dögum áður hafði
ég síðast tekið í höndina á honum
eftir ágætan fund á Þórshöfn þar
sem hann lét sig ekki vanta og
lagði sitt til málanna, tæpitungu-
laust að venju.
Nei, það gerir ekki alltaf boð á
undan sér þegar sláttumaðurinn
slyngi lyftir orfinu.
Jón var fæddur að Hvammi í
Þistilfirði, þriðji í röð átta systk-
ina, en af þeim komust sjö til full-
orðins ára. Sonur hjónanna Jó-
hanns Jónssonar frá Hávarðsstöð-
um og Kristínar Sigfúsdóttur konu
hans frá Hvammi. Þar í Hvammi
ólst upp stór bamahópur við lítil
efni og systkinanna beið því
snemma eins og alsiða var á þeim
tíma að hjálpa til eftir því sem
kraftar og þroski leyfðu.
Jón fór snemma að vinna og
fékkst við margt. Um og fyrir
fermingaraldur fór hann að sækja
vinnu við það sem til féll, svo sem
vegavinnu og störf í sláturtíð, til
að létta undir með heimilinu. Hann
stundaði nám í Héraðsskólanum
að Laugum veturinn 1942-43 en
dvaldist síðan nokkuð í Reykjavík
næstu vetur. Hann fluttist til Þórs-
hafnar 1945 og hóf störf sem vöra-
bifreiðastjóri, fyrst hjá Kaupfélagi
Langnesinga, en síðar á eigin bfl.
Hann var verkstjóri á Heiðarfjalli
í allmörg ár, en hóf síðan aftur
störf hjá Kaupfélagi Langnesinga
og var þar verslunarstjóri um langt
árabil og allt til dauðadags.
Jón giftist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Maríu Jóhannsdóttur, 31.
mars 1956, en þau höfðu nokkm
áður hafíð búskap á Þórshöfn. Þau
eignuðust þijá syni, Jóhann Am-
grím, f. 27. nóvember 1955, Rafn,
f. 17. nóvember 1957, og Hreggv-
ið, f. 18. júní 1963.
Jón var vinsæll maður og vel
látinn af samferðarmönnum, enda
einstaklega hressilegur f samskipt-
um og yfírleitt hrókur alls fagnað-
ar þar sem hann fór. Ýmislegt gat
borið á góma þegar leiðin lá í versl-
unarerindum í „Jónsabúð", en eitt
var alveg víst og fyrirfram gefíð
að ferðir þangað vom aldrei leiðin-
legar.
Jón bar aldur sinn vel, var kvik-
ur í hreyfíngum og varðveitti í sér
talsvert brot af stráknum til hinstu
stundar. Meðal fyrstu minninga
minna sem honum tengjast eru um
Minning
Pétur Guðbjartsson
Fæddur 14. júlí 1904 Gott var að leita til afa Péturs
Dáinn 28. febrúar 1993 þegar eitthvað bjátaði á, því að
Þegar okkur barst fréttin um að
hann afí Pétur væri dáinn komu
strax upp í hugann margar og góð-
ar minningar.
Afí, Pétur Guðbjartsson, fæddist
og ólst upp á Tálknafírði. Rúmlega
tvítugur kom hann til Vestmanna-
eyja í atvinnuleit. I Eyjum kynntist
hann ömmu okkar, Vigdísi Hjartar-
dóttur. Hún bjó á Norðfírði, en var
orðin ekkja og var með dætur sínar
tvær í Eyjum, þar sem hún stund-
aði vinnu. Afí og amma hófu bú-
skap í Vestmannaeyjum og afí Pét-
ur gekk dætmnum Kristínu og
Báru í föðurstað. Amma og afi eign-
.uðust eina dóttur, Emu, sem þau
~"trriisstu af slysfömm í fmmbemsku.
Amma og afí ólu upp sem sinn eig-
in son Ottó Laugdal.
Við systumar sem þetta skrifum
voram svo lánsamar að alast upp í
næsta húsi við ömmu og afa. Það
leið vart sá dagur að við væmm
ekki meira og minna hjá ömmu og
afa.
hann var einstaklega bamgóður.
Þau vom ófá skiptin sem honum
tókst að hugga litla bamssál með
sínu ljúfa viðmóti. Þegar við lítum
til baka sjáum við hversu allar
æskuminningar okkar em nátengd-
ar samskiptunum við afa Pétur.
Afí Pétur var höfðingi heim að
sækja og þær vom glæsilegar veisl-
umar sem hann útbjó. Enn munum
við jólaboðin. Afí Pétur var kjötiðn-
aðarmaður og vann lengi hjá Vöra-
húsinu og síðar hjá Kaupfélagi
Vestmannaeyja. Ein aðaltilhlökk-
unin fyrir jólin hjá okkur systmnum
eins og öðmm í Eyjum í þá daga
var að skoða jólaútstillingarnar í
verslunum bæjarins. Fremstur í
flokki var hann afí Pétur með sína
frábæm útstillingu í matvöradeild
Vöruhússins, þar sem heilt jóla-
sveinaævintýraland birtist. Afi Pét-
ur var greindur og vel lesinn og
sjálfmenntaður maður og hafði sér-
staklega fallega rithönd. Það kom
honum að góðu gagni er hann gerð-