Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
t
„Tfvir héldurSu aé vilji drcJztx^þettcL
eftircú þó ert búinn Ctö busla, i þvi?*
flensa smitandi, maður!
HÖGNI HREKKVlSI
jg
„ HÆTTA — ÓTtSAUSTlNZ ÍS."
BREF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Of mikið gert úr áhrifum Piagets
Frá Gunnari Þorgrímssyni:
í LESBÓK Morgunblaðsins 27. febr-
úar má lesa grein eftir Helgu Sigur-
jónsdóttur sem hún kallar „Kenning-
ar Piagets". Þarna er ráðist fremur
harkalega á þennan svissneska
heimspeking, sálfræðing og uppeld-
isfræðing sem væri hann einskonar
„skólaskrímsli". Allt mögulegt illt
er bitnað hefur á börnum og ungling-
um er rakið til kenninga Jeans Pia-
gets.
Það er rétt að Piaget vann að
greindarprófum barna, en að kenn-
ingar hans hafi tafið fyrir vexti og
viðgangi barnaskóla eða jafnvel
komið í veg fyrir eðlilega þróun
skólakerfa almennt er ekkert annað
en hrein bábilja.
Jean Piaget (1896-1980) var sem
sagt einu ári yngri en Anna, yngsta
dóttir Freuds. Það er því ótrúlegt
að Piaget hafi getað heilaþvegið
lærða kennara.
Nútíma skólagenginn einstakling-
ur sem hættir við að gera sinn vís-
indalega lærdóm að trúarbrögðum,
hvort heldur hann les Piaget, Freud,
Jung, Flavell eða aðra slíka, er ann-
að hvort alger skussi eða hefur geng-
ið í alveg sérstaklega slæman skóla
með hálfgerð fífl fyrir kennara.
Helga virðist vera mjög ánægð
með gagnrýni Arnórs Hannibalsson-
ar á kenningar Piagets, en þegar
gagnrýni Arnórs er athuguð vand-
lega verður ljóst að hann hefur aldr-
ei tekið raunverulegt próf í almennri
rökfræði. Það væri að minnsta kosti
áhugavert að fá að sjá próf hans í
þeirri grein.
Agúst H. Bjarnason segir á einum
stað í ritum sínum:
„Eins og menn kunna að tala og
tala rétt, áður en þeir nema mál-
fræði, eins geta menn hugsað rétt,
áður en þeir nema rökfræði. En þar
með er ekki sagt, að þeir kunni að
greina rétt mál frá röngu, né held-
ur, að þeir geti gert sér grein fyrir,
í hveiju rétt hugsun er fólgin."
Það má læra ýmislegt gott af
bókum Piagets og enn nú á dögum
vitna ýmsir þekktir sálfræðingar í
rit hans með góðum árangri, og al-
veg án þess að hafa gert kenningar
hans að trúarbrögðum. Hinn þekkti
enski kvensálfræðingur, Janet Say-
ers, vitnaði nýlega mjög jákvætt í
Piaget í nýrri bók sem fjallar um
„mæður sálgreiningarinnar".
Á dögum Ágústs H. Bjamasonar
var Háskóli íslands á réttri leið í
heimspekilegum efnum. Ég efast um
að svo sé nú á dögum.
GUNNAR ÞORGRÍMSSON,
Norrköping, Svíþjóð.
ÞAKKIK
Frá Sigurði Hauki Guðjónssyni:
SKYLDI þá hafa órað fyrir því 2.
september 1956, er þuldu bænakvak
sitt við fyrstu skóflustungu að Lang-
holtskirkju, hverjar blessunardaggir
áttu eftir að dijúpa yfir staðin?
Fyrsta safnaðarheimili íslenskrar
kirkju reis. Hjörtu sem brunnu af
þrá til að rétta framtíð þjóðar sól-
stafi í vefinn fylltu sali. Safnaðar-
starf, engu öðru líkt, kærleikanum
einum vígt, sýndi skrúð sem aðeins
í draumheimi höfðu birst áður. Eitt
þessara brama opnaðist undir tón-
sprota organistans unga, Jóns Stef-
ánssonar. Fyrr en varði var hann
með „hljóðfæri" söngara sem hann
lék á svo fólk varð allt að eyrum.
Ekki aðeins mennsk eyra heyrðu,
því til „himins hásals" hefir hljóm-
urinn líka borist. Svarið var helgi-
dómur með hljómgæði, eins og þau
geta orðið best.
Þetta era ekki skrumorð okkar
sem staðnum unnum, heldur sam-
hljómur þeirra er best kunna skil
á. Margur hefir fastar að orði kveð-
ið, til dæmis Henning Jensen orgel-
smiður hjá Frobeniusi er stundi: „Ef
ég ætti aðeins eftir að smíða eitt
orgel til viðbótar vildi ég gera það
í Langholtskirkju.
Hversu stolt má íslensk þjóð ekki
vera af starfí frumheijanna er lögðu
hjörtu sín og trúarvissu í að rétta
henni slíkt djásn í faðm sem Lang-
holtskirkju.
Einn þeirra var Vilhjálmur
Bjamason forstjóri, sem kvaddur var
frá kirkju sinni 11. febrúar sl. Allt
frá fyrstu skóflustungu til vígslu
helgidómsins, 16. september 1984,
var hann í forsvari' byggingarnefnd-
ar. Leiftrandi eldmóður hans, hag-
sýni og kunnátta leiddu hann og lið
hans allt til gerðar musteris sem
lyft getur hjörtum til flugs frá amstri
daganna að hástóli þess kærleikans
Guðs, sem yfir okkur vakir.
Á útfarardegi sínum minnti hann,
og ástvinir hans, okkur á að enn er
smíð ekki lokið. Feimin störðum við
á orgelið litla, sem stendur þarna,
að láni, og nakinn vegginn, þar sem
orgel, er musterinu hæfír, á að
prýða. Tendraðir af hugsjónaeldi
Vilhjálms réttu vinir og aðstandend-
ur fram gjafir í Orgelsjóð Langholts-
kirkju. Fyrir það þökkum við hrærð,
Vilhjálmur Bjarnason forstjóri
eins öllum þeim er styðja okkur í
því ætlunarverki, að ómöldur veg-
legs hljóðfæris í Langholtskirkju
lyfti sálum í gleðiheima.
Þökk til skaparans er menn eins
og Vilhjálm gaf og gefur.
F.h. orgelnefndar Langholtskirkju
SIGURÐUR HAUKUR
GUÐJÓNSSON
Víkveiji skrifar
Obilgirni þess fólks, sem hefur
að starfi að sekta náungann
fyrir bifreiðastöður, ríður á stund-
um ekki við einteyming. Víkveiji
lenti í því síðastliðinn þriðjudag, að
þurfa að skreppa inn í verzlun við
Laugaveg og lagði á auðu bílastæði
rétt við Stjörnubíó. Erindi Víkveija
var að skila í fataverzlun fötum,
sem Köfðu verið fengin að láni.
Víkveiji yfirgaf bíl sinn og skauzt
inn í verzlunina. Lítið var að gera
þar inni og gerði Víkveiji því lítt
annað en segja til nafns og skila
fatnaðinum. Að svo búnu skundaði
Víkveiji út að bíl sínum, þar sem
ung stúlka stóð þá við bíl hans með
kaskeyti á höfði og var að troða
gíróseðli undir þurrkublað bílsins.
Víkveiji vildi ræða við stúlkuna,
sem stransaði á brott sem mest hún
mátti.
Það er í raun ótækt ef menn
mega ekki skjótast inn slíkra erinda
sem Víkvetji gerði án þess að þurfa
að greiða sérstaklega fyrir það. Auk
þess voru öll önnur stæði þarna við
Stjörnubíó auð, svo að ekki er unnt
að halda því fram að í þessu tilfelli
hafi Víkveiji verið að upptaka stæði
fyrir öðram, sem greiddu fyrir
stæðin. Svona framkoma er í senn
óþolandi, þar sem viðkomandi
stúlka hlýtur að hafa séð viðkom-
andi fara inn í verzlunina, því að
svo stutt stund leið frá því er Vík-
veiji yfirgaf bifreiðina og þar til
hann var aftur kominn að henni.
xxx
etta atvik minnti Víkveija á
annað slíkt, sem Víkveiji lenti
í fyrir fjölda ára. Hann stöðvaði
bifreið sína og þurfti að skreppa inn
í verzlun. Lögregluþjónn horfði á
hann leggja bifreiðinni og gerði
enga athugasemd við. Víkveiji fór
inn í verzlunina og kom út að vörmu
spori og var þá lögregluþjónninn
allur á bak og burt, en sektarmiði
fyrir ólöglegt bifreiðastæði kominn
undir þurrkublaðið.
Víkveiji hringdi í lögregluna um
leið og færi gafst og skýrði sitt
mál, hvort lögregluþjóninum hafí
ekki borið að benda Víkveija á að
hann væri að bijóta reglur um stöð-
ur bifreiða og þar af leiðandi koma
í veg fyrir brotið — í stað þess að
bíða eftir því að viðkomandi öku-
maður hyrfí til þess að geta sektað
hann. Yfirlögregluþjónninn, sem
hlustaði á útskýringarnar, var sam-
mála Víkveija og kippti málinu í lag
og því var eytt. Hann sagði að fyrst
og fremst væri það skylda lögregl-
unnar að koma í veg fyrir brotin,
en starf hennar væri ekki að sitja
fyrir vegfarendum og reyna að
hanka þá.
Nú er lögreglan hætt að sinna
stöðumælasektum, en þess í stað
er sett í það starf ungt fólk, sem
greinilega á mikið ólært í mannleg-
um samkiptum. Það virðist hafa það
eitt í huga eins og lögregluþjónn-
inn, sem hér er lýst að framan, að
geta með einhveiju móti hankað
náungann og haft af honum fé. Það
er að minnsta kosti mat Víkveija
eftir reynsluna síðastliðinn þriðju-
dag.
xxx
íkveija varð það á í blaðinu í
gær að fara vikuvillt í umfjöll-
un sinni um samkeppni íslenska
markaðsklúbbsins um athyglisverð-
ustu auglýsingu sl. árs. Allt annað
stendur nema hvað umrædd eftir-
vænting auglýsingamanna frestast
þar af leiðandi til næsta föstudags.
Beðist er velvirðingar á þessu
glappaskoti.