Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 2
2
MORGÚIÍBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 - - ~ ■
Morgunblaðið/Magnús Gísla.
í Staðarskála
ÞRÍR af landshornamönnun-
um að snæðingi í Staðarskála
þar sem þeir komu við í gær
á leið sinni til Hveravalla.
Vélsleðameimimir
Til Gríms-
vatnaídag
Hundraðhestaflageng-
ið, hópur 5 vélsleðamanna
sem eru á leið þvert yfír
landið, komu til Hvera-
valla seint í gærkvöldi.
Krapapyttir töfðu för
þeirra og veðrasamt var á
Holtavörðuheiði. Þeir fé-
lagar munu halda áieiðis
til Grímsvatna í dag.
„Það var mikið rok á Holta-
vörðuheiði og upp við Snjófjöllin
en lyngdi þegar við komum á
Amarvatnsheiðina,“ sagði Ólaf-
ur Sigurgeirsson, einn fimm-
menninganna. Hann sagði að
krapapyttir hefðu tafið för
þeirra félaga, sérstaklega eftir
að dimmdi. Ljósin á sleðunum
lýsa fram um 50 metra og sagði
Olafur að eina ráðið væri að
vera góður á gjöfinni þegar
krapinn birtist.
Þeir félagar gistu á Hvera-
völlum í nótt. í dag er ætlunin
að ná til Grímsvatna en ætlunin
er að gista í skála Jöklarann-
sóknafélagsins á Grímsfjalli í
nótt.
Forseti Alþýðusambands íslands um versnandi afkomu sjávarutvegsins
Frekari rök fyrir samniiig-
um án verðlagsbreytinga
BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands,
segir að nýjar tölur Þjóðhagsstofnunar um versnandi af-
komu sjávarútvegsins ýti enn frekar undir að farin verði
sú leið í kjarasamningum sem rætt hafi verið um að
unda förnu að meginhluti þeirra áfanga sem kynnu að
nást komi eftir öðrum leiðum en með beinum kauphækkun-
um. í því sambandi megi nefna lækkun virðisaukaskatts á
matvæli og þetta ætti að verða til þess að Vinnuveitenda-
sambandið og Vinnumálasambandið legðust á sveif með
Alþýðusambandinu hvað það varðaði.
„Ég held að enn séum við allir
þeirrar skoðunar að ef það eigi að
ná einhveijum árangri í atvinnumál-
unum þá sé nauðsynlegt að gera
nýjan kjarasamning hið allra fyrsta.
Rökin fyrir því að gera kjarasamning
án mikilla verðlagsbreytinga hafa
enn styrkst," sagði Benedikt. Að-
spurður hvort hann teldi raunhæft
við þessar aðstæður í sjávarútvegin-
um að gera kjarasamning sem mið-
aðist við fast gengi, sagði Benedikt
að ASÍ hefði lagt til ýmsar aðrir leið-
ir síðastliðið haust en gengisfellingu,
meðal annars vaxtatekjuskatt, há-
tekjuskatt og stórhert skattaeftirlit.
Ríkisstjómin hefði ekki beitt neinu
af þessum úrræðum í neinni alvöru
og því teldi hann fulla ástæðu til
þess að bursta rykið af þessum úr-
ræðum núna og athuga hvort þau
dygðu ekki til þess að komast hjá
nýrri gengisfellingu. „Mér finnst
nauðsynlegt að það verði skoðað til
hlítar áður en farið verður að taka
undir í grátkómum úm nýja gengis-
fellingu," sagði Benedikt ennfremur.
Ekki ástæða til að rengja
Þjóðhagsstofnun
Hann sagði aðspurður að það
væri engin ástæða til þess að rengja
niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar um
versnandi afkomu sjávarútvegsins.
„Það hvemig framhaldið verður fer
að verulegu leyti eftir því hvemig
stjómvöld halda á og það hefur ekk-
ert breyst við þessar nýju tölur,“
sagði Benedikt. Hann sagðist eiga
von á því strax eftir helgina að heyra
formlega frá stjómvöldum varðandi
tillögur aðila vinnumarkaðarins í at-
vinnumálum. „Við erum auðvitað
mjög óánægð með ef samskiptin við
stjómvöld verða með þeim hætti sem
félagsmálaráðherra hefur gefið tón-
inn um; að afneita hugmyndum sem
settar voru fram af vinnuhópum okk-
ar,“ sagði Benedikt.
Framleiðsla
mjólkur
minnkar
FRAMLEIÐSLA á mjólk dróst
saman um tæp 5,5% á síðasta ári
i kjölfar nýja búvörusamningsins,
og á árinu minnkuðu birgðir
mjólkurvara um 10,5%.
Um 1,1% samdráttur varð í heild-
arsölu mjólkurvara miðað við fitu-
grunn á síðasta ári miðað við árið
1991, en þetta er helst rakið til þess
að meira seldist af fitusnauðari
mjólkurvörum en minna af fituríkari.
Morgunblaðið/Júlíus
D-vaktin á æfingu
D-VAKT Slökkviliðsins í Reykjavík var á æfingu á Rauðarárstígn-
um í gær fyrir utan Hótel Reykjavík. Um var að ræða hefð-
bundna æfíngu þar sem vaktmennimir æfðu sig í reykköfun,
björgun fólks og notkun körfubfls í eldsvoða. Slökkviliðsmenn
æfa reglubundið við stórhýsi í borginni.
Íslensk-kínverska lakkrisverksmiðjan tekur til starfa í Guangzhou
Fj órir íslendingar verða
meðal 150 starfsmanna
100 miiy. hlutafé
Hlutafé fyrirtækisins er 1,4 millj-
ónir bandaríkjadala, eða um 100
millj. íslenskra króna. Stjóm fyrir-
tækisins skipa tveir fulltrúar kín-
versku eigendanna og tveir íslend-
ingar; Gísli Baldur Garðarsson
hæstaréttarlögmaður og Björgólfur
Jóhannsson.
Lakkrísverksmiðjan er samstarfs-
og sameignarverkefni íslenskra og
kínverskra aðila sem kom til vegna
þess að kínversk stjómvöld hafa á
undanfömum árum hvatt til sam-
starfs erlendra aðila við heimamenn.
Framleiðsla Scandy Candy á þessu
ári er áætluð 1.000 tonn. Fyrirtækið
kynnti framleiðslu sína á alþjóðlegri
sælgætissýningu í Köln í janúar og
í framhaldi af því hefur að sögn ver-
ið undirritaður dreifingarsamningur
við danska, norska og sænska aðila
um sölu á a.m.k. 400 tonnum á þessu
ári.
Ljónadans
í dag hefst formlegur rekstur með
athöfn að viðstöddum 200 gestum,
auk starfsmanna. Borgarstjórinn í
Guangzhou, Li Zhi Liu, ásamt Árna
Johnsen, alþingismanni, opna rekst-
urinn formlega með því að klippa á
sérstaka hátíðarborða að kínverskum
sið eftir að verksmiðjan hefur verið
hyllt með Ijónadansi.
LAKKRISVERKSMIÐJAN Scandínavian Guangzhou
Candy Company tekur formlega tii starfa í dag, laugar-
daginn 13. mars klukkan 8 að íslenskum tima, I Guangz-
hou, höfuðstað Guangdong-fylkis í Suður-Kína. Scandy
Candy, eða SGCC, eins og verksmiðjan nefnist, er í eigu
Unimark á íslandi, sem á 50% á móti kínversku ríkisfyrir-
tæki. Starfsmenn verða á bilinu 120-150, þar af fjórir
íslendingar.
í dag
Lestrarkeppnin
Stúlka í Laugamesskóla skipulagði
sjálf þátttöku í Lestrarkeppninni 21
Gulrætur
Sveppalyf reyndust ekki síður vera
í innlendum gulrótum en innflutt-
um í könnun Hollustuvemdar 25
Gjaldþrot K. Jónssonar
Freistað að finna nýja aðila til að
reka verksmiðju K. Jónssonar 28
Leiðari
Unimark á lögheimili á Akureyri
og er í eigu einstaklinga og fyrir-
tækja á íslandi. Framkvæmdastjórar
við undirbúning rekstursins hafa ver-
ið Halldór Jóhannsson og Stefán
Jóhannsson en stjómarformaður er
Pétur Bjamason. Stefán mun annast
framkvæmdastjóm á rekstrinum í
Kína. Ekki er frágengið hveijir hinir
íslensku starfsmennimir verða.
l-ggnrtg
* 0>' O O M ■ L, A OiléirDSl®
Rjúfum þögnina 24
Menning/Listir
► Svipbrigði fjallanna - Færeysk
list - Frá Beethoven til Atla -
Norsk og íslensk tónlist á Grieg-
hátíð - Með jákvæði hugarfari
Lesbók
► Menningarlegt átak á Hótel
Borg- Wagner: Tónsnillingur með
skrýtnar skoðanir- Tilgáta til
skýringar á Fróðárundrum- Ný-
skólastefnan: Sérfræðingaveldið.
Hæstaboð
í Softís á
gengi 29
GENGI hlutabréfa í hug-
búnaðarfyrirtækinu Softís
hf. hélt áfram að hækka í
gær á hlutabréfamarkaði
en í gær voru skráð fjögur
kauptilboð að markaðsvirði
rúmlega 1.800 þúsund
krónur á gengi frá 13,00
til 29,00, sem er hæsta verð
sem skráð hefur verið í
hlutabréfaviðskiptum á
Opna tilboðsmarkaðinum,
skv. upplýsingum sem
fengust hjá Kaupþingi í
gær. Engin bréf í fyrirtæk-
inu voru hins vegar boðin
til sölu.
Eitt tilboð barst á genginu
13,00 að markaðsvirði 104 þús-
und kr. Annað tilboð var á geng-
inu 15,00 að markaðsvirði
300.000 kr., þriðja tilboðið var
á genginu 25,00 að markaðs-
virði 400.000 kr. og síðasta til-
boðið sem barst í gærdag var
35.000 krónur að nafnvirði á
genginu 29,00, sem er
1.015.000 krónur að markaðs-
virði.
Heildamafnverð hlutabréfa í
Softís nemur 33 milljónum
króna og þar af á fyrirtækið
sjálft rúmlega eina milljón kr.
og stendur ekki til að selja það
á næstunni, að sögn Jóhanns
Péturs Malmquist, stjómarform-
anns fyrirtækisins.