Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 14

Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Óráð í efnahagsmálum er aðför að sjálfstæði Islands Um brjálaða þróun í efnahagsmálum og batamerkin borðliggjandi Við erum í svipaðri stöðu og Færeyingar fyrir fimm árum. 5. grein eftirArna Johnsen Um iangt árabil hélt verðbólgan íslensku þjóðfélagi í heljargreipum, ruglaði dómgreind fólks verulega og skemmdi þjóðarsálina. Fjárfest- ingargleði og efnishyggja voru í allsheijar darraðardansi og veruleg- ur hluti af þeim aðgerðum sem nú eiga sér stað í efnahagsmálum bæði hjá stjómvöldum og fyrirtækj- um eru beinar afleiðingar tímabils þar sem snaran hengdist að sjálf- stæði þjóðarinnar. Mál var því kom- ið að slaka á klónni og hreinsa til, skapa grundvöll undir merkjum aðhalds og hagsýni en þó fyrst og fremst að menn sitji við sama borð. Efnahagsleg áhættuaðferð undan- farinna áratuga minnir mjög á frá- sögnina í Sneglu-Halla þætti þar sem þeir voru að karpa fyrir framan Haraid Noregskonung Sneglu-Halli og fjóðólfur. Gengu frýjunarorðin á milli og kemur þar er Þjóðólfur segir Halla nær að hefna föður síns en eiga sennur við sig í Noregi. Halli svarar að vel láti Þórólfi að tala svo stórmannlega, því engan viti hann jafngreypilega hafa hefnt föður síns. Konungur hváði, en Halli svaraði: „Hann át föðurbana sinn.“ Rakti Halli síðan söguna af því þegar Þorljótur faðir Þórólfs sótti sumargamlan kálf sem gjaf- mildur bóndi gaf fátækum mannin- um. Þá Þorljótur kom heim með kálfínn í taumi og hald í lykkju á enda taumsins hófhann kálfínn upp á allháan túngarðinn og beitti hon- um þar en sjálfur fór hann inn fyr- ir garðinn þar sem grafíð hafði verið niður til torftekju í garðinn. Það ólán dundi yfír að kálfurinn valt út af garðinum, en lykkjan á taumsendanum brást um háls Þor- ljóts og hengdust þeir sitt hvorum megin á túngarðinum, kálfurinn og bóndinn. Voru báðir dauðir er til var komið. Bömin drógu síðan kálf- inn heim og gerðu til matar og taldi Halli að Þjóðólfur hefði óskert sinn hlut af honum fengið. Þjóðólfur brá þá sverði að Halla en segir ekki frekar af því en víst leiðir það snöru og ósjálfstæði yfír íslenska þjóð ef hún hefur ekki vit og dug til þess að hafa klár sín mál og nýta mögu- leika í stað þess að sóa, hnýta end- ana upp og hafa þá ekki lausa eða méð ólánslykkjum. Blákaldar staðreyndir um batamerki í efnahagsmálum Verðbólga á síðasta ári var sú minnsta sem mælst hefur hérlendis í 32 ár, eða 2,4% á mælikvarða framfærsluvísitölu. Nái efnahags- stefna stjómvalda fram að ganga er áætlað að verðbólgan verði um 4% á þessu ári. Heildartekjur ríkis- sjóðs árið 1992 námu 103,4 millj- örðum króna, en að raungildi hækk- uðu þær um 0,4 milljarða frá árinu áður þótt skatttekjumar hafí lækk- að um 0,5 milljarða. Útgjöld ríkis- sjóðs árið 1992 námu 110,6 millj- örðum en frávikið frá fjárlögum var 0,9 milljarðar og þarf að leita langt aftur til þess að fínna jafn lítið frá- vik. Útgjöldin lækkuðu að raungildi um 5,3 milljarða kr. frá árinu áður, en þar af nam lækkun rekstrar- kostnaðar um tveimur milljörðum króna. Rekstrarhalli ríkissjóðs á árinu 1992 nam 7,2 milljörðum kr. Á árinu 1991 nam hallinn 12,5 milljörðum kr. og lækkaði því á milli ára um 5,3 milljarða króna. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðla- banka í árslok 1992 var jákvæð um 2,4 milljarða króna, en í árslok 1991 var 6,1 milljarðs yfírdráttur þar hjá ríkissjóði. Þá er reiknað með því að hallinn við útlönd nemi um 9 milljörðum kr. á þessu ári, en var um 15 milljarðar í fyrra og 19 milljarðar 1991, segir í upplýs- ingariti frá fjármálaráðherra um aðgerðir gegn atvinnuleysi. Hvers vegna er vfenáms þörf? í ársiok 1980 námu erlendar skuldir íslendinga rétt um 400.000 kr. á hvert mannsbam, en í lok sið- asta árs höfðu erlendar skuldir meira en tvöfaldast og námu 870.000 krónum á hvert manns- bam. Nú skulda íslendingar mest allra OECD-þjóða og em í svipaðri stöðu og Færeyingar fyrir aðeins fímm ámm. íslendingar hafa mætt neikvæð- um þáttum í stjómun og aðstæðum með sífelldri erlendri lántöku, að- ferð sem er glapræði nema að vissu marki og við emm löngu komin yfír það mark. Frá árinu 1987 hef- ur hagvöxtur í helstu viðskiptalönd- um okkar íslendinga aukist um 15%, þ.e. atvinna hefur aukist fyrir vinnufúsar hendur, en á íslandi hefur vinnufúsum höndum fjölgað en atvinna dregist saman og lands- framleiðslan hefur dregist saman um 3% á þessu tímabili. Minnkandi afli og versnandi sam- keppnisstaða innlendra fyrirtækja gagnvart erlendri samkeppni em helstu ástæður efnahagssamdrátt- arins. Spáð er að þorskaflinn verði 200 þús. tonn í ár, eða helmingi minni en 1987. Heildarverðmæti þorskaflans hefur minnkað um 15% að raunvirði frá 1987 ogþegar sjáv- arafli skapar um 80% af öllum út- flutningsverðmætum þjóðarinnar þá er þetta feiknarlega stór biti. Á meðal 24 OECD-ríkja var ís- land í 6. sæti árið 1987 miðað við þjóðartekjur á mann, en árið 1990 var ísland komið niður í 16. sæti og kann að hrapa niður í 18.-19. sæti á þessu ári samkvæmt spám. Til þess að hagvöxtur náist á ný og lífskjör þjóðarinnar batni til framtíðar er aukinn útflutningur ein meginforsendan. Heildarút- flutningur jókst um 21% á tímabil- inu 1980-1991, eða um tæp 2% á ári að meðaltali. Á sama tíma jókst útflutningur OECD-ríkjanna um 63%. Útflutningsverðmæti á íslandi hefðu því þurft að aukast um 40 milljarða króna til að halda í við meðaltal aukningarinnar hjá OECD. Það jafngildir 54% af sjávar- vöruútflutningi landsmanna, eða Árni Johnsen „Einn af þeim veiga- miklu þáttum sem kall- aðir hafa verið upp- safnaður fortíðarvandi er ákvarðanir um fjár- festingar upp á tugi milljarða króna sem reyndust meira og minna sóun.“ fímmföldu framleiðsluverðmæti ísal árið 1991. Allan síðasta áratug hafa útgjöld þjóðarinnar aukist meira en þjóðar- tekjumar og það er skýringin á samfelldum halla á viðskiptum við útlönd, umframeyðsla sem á tíma- bilinu 1984-1993 nemur alls um 103 milljörðum króna eða um 10,3 milljörðum króna á ári í eyðslu hjá þjóðinni umfram það sem aflað var. Sem dæmi til samanburðar er þetta svipuð tala og við eyðum í nýja bíla á tveimur árum. Gífurleg erlend lán vegna umframeyðslunnar Afleiðing þessarar umframeyðslu er hin gífurlega skuldasöfnun er- lendis og í ásiok 1993 er talið að erlendar skuldir þjóðarinnar verði 237 milljarðar króna og fari í fyrsta sinn yfír 60% af landsframleiðslu. Á þessu ári er talið að erlendar skuldir aukist um 10 milljarða króna eða um 27 milljónir króna á dag. Þetta er ekki björguleg þróun og svo eru sumir með draumóra í kjaramálum þegar við erum að beij- ast við að halda í horfinu og ná okkur út úr brimgarðinum. Við eig- um öll færi á að snúa vörn í sókn, en því aðeins að menn haldi ró sinni og láti ekki kröfugerð fara fram úr möguleikunum. íslendingurinn hefur löngum haft tilhneigingu til þess að segja að sig varði ekkert um ríkissjóð, það sé mál einhverra annarra, en því miður er máið ekki svo einfalt. Við getum ekkert lokað augunum fyrir því að greiðslubyrði erlendra lána hefur þyngst frá ári til árs. Af útflutn- ingstekjum sjávarafurða fer nú lið- lega önnur hver króna til greiðslu afborgana og lána. Á árinu 1993 er um að ræða 37,5 milljarða króna, eða jafngildi árstekna 37 þúsund launamanna, sem er tæplega fjórð- ungur af vinnuaflinu í landinu. Að frádregnum halla á viðskipt- um við útlönd árið 1980 námu fjár- festingar landsmanna 27,6% af þjóðartekjum, en á árinu 1992 var þetta hlutfall komið niður í 15,4% og má ætla að verði svipað á þessu ári. Hluthafaskrá íslandsbanka flytur Starfsemi Hluthafaskrár íslandsbanka hefur verið flutt frá Bankastræti 5 að Armúla 7, 3. hæð. Nýtt símanúmer Hluthafaskrár er 91-608000 og bréfsímanúmer er 91-608551. ÍSLANDSBANKI Skuldir heimilanna hafa þrefald- ast á 10 árum, námu 95 milljörðum króna 1980, en stefna í 290 millj- arða króna á þessu ári. Miðað við sama tímabil er eignaaukning heim- ilanna minni en aukning skulda og síðasta áratuginn hafa heimilin því íjármagnað hluta neyslu sinnar með lántökum. Þótt skatttekjur ríkissjóðs hafí hækkað um 24 milljarða á árunum 1984-1991 jukust útgjöldin um 38 milljarða króna, en frá árinu 1984 nemur halli ríkissjóðs 61 milljarði króna eða 7,6 milljörðum hvert ár. 750 ársverk fyrir 18.000 manns Eitt það alvarlegasta er að frá árinu 1986 hefur ársverkum í at- vinnurekstri aðeins fjölgað um 750, en landsmönnum hefur fjölgað um 18.000. Ný störf hafa fyrst og fremst orðið til í opinberri starf- semi, þar sem þeim hefur fjölgað um rúmlega 2.000, en í sjávarút- vegi og landbúnaði hefur ársverkum fækkað um 3.000 á tímabilinu. Þá hafa skuldir atvinnuveganna stóraukist á sl. 12 árum og eigin- fjárstaðan versnað um leið. Skulda- aukningin er 20% frá 1980, var 61% af þjóðarauði, hlutfall af fastafjár- munum, en var í árslok 91 komið upp í tæp 80%. Það sem hefur sett íslenskum fyrirtækjum ákveðnar skorður í sí- vaxandi samkeppni á erlendum mörkuðum er að hlutur launa í inn- lendri verðmætasköpun er mjög hár hér á landi samanborið við önnur lönd, en mest vega þó umskiptin í vaxtamálum þar sem raunvextir útlána voru neikvæðir um 4% 1984 en jákvæðir um 12% 1992 að lán- tökukostnaði meðtöldum. Þetta er nokkru hærra en gerist í flestum viðskiptalöndum okkar og hefur verið mjög erfítt fyrir íslenskt at- vinnulíf á sama tíma og tímabil stöðnunar og samdráttar skall á. Einn af þeim veigamiklu þáttum sem kallaðir hafa verið uppsafnaður fortíðarvandi er ákvarðanir um fjár- festingar upp á tugi milljarða króna sem reyndust meira og minna sóun. Dæmi er fjárfestingamar í fískeldi og loðdýrarækt þar sem ekki vant- aði þeningana í íjárfestinguna og hvatningu af hálfu hins opinbera, en hins vegar vantaði nær allt sem til þurfti í grundvellinum fyrir rekstri og stjómunarþáttinn. í kjölfar umframeyðslunnar og offjárfestingarinnar hefur komið gjaldþrotahrina og stóraukin af- skrift útlána. Það hlýtur að taka á þjóðarlíkamann að bremsa þessa öfugþróun af og það hlýtur einnig að taka nokkum tíma að finna þess- ari óáran farveg til farsældar. Það kostar vinnu og aðgerðir sem menn mega ékki hika við þótt til óvin- sæida leiði hjá stjómmálamönnum. Á árinu 1991 lögðu innlánsstofnan- ir 2,5 milljarða á afskrifarreikning eða sem nam 27% af nýjum útlánum til fyrirtækja á því ári. Árið 1992 vom þetta 4 milljarðar kr. eða um 60% af nýjum lánum. Það fer ekk- ert á milli mála að mest hefur þetta bitnað á stóm bönkunum og of háir vextir í dag em ugglaust björg- unaraðgerðir þeirra til þess að ná upp í tapið, en það vekur furðu að minni bankar landsins skuli keyra á sömu vöxtum og maka þannig krókinn í skjóli ófara annarra. Ein best búna þjóð heims Þetta em hinar döpm staðreynd- ir þróunar og stöðu í íslenskum efnahagsmálum, en batamerkin em einnig á lofti eins og fyrst gat í grein þessari. Það þýðir engan hrá- skinnsleik eða falskar vonir í slíkri stöðu þótt sumir leiðtogar opinberra starfsmanna hafí farið geyst að undanfömu. Nú skiptir öllu að horf- ast í augu við staðreyndir og kunna að bregðast rétt við í stöðu okkar. Ef við bemm gæfu til þess munu veður skipast skjótt í lofti með betri möguleikum og bjartari framtíð, því þótt við þurfum að herða róðurinn um sinn emm við íjarri því á vonar- völ, ein best búna þjóð heims að svo mörgu leyti. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Suðurlands- kjördæmi ogásætií fjárlaganefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.