Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
35
skátastörf Ágústs í gegnum árin.
Bandalag íslenskra skáta þakkar
Ágústi Sigurðssyni hér með framlag
hans til uppgangs skátahreyfingar-
innar, tryggð hans og hlýjan hug til
hennar alla tíð. Skátahreyfingunni
er mikill styrkur að skátum sem
segja má að séu Eitt sinn skátar,
ávallt skátar. Enn einn skátinn er
farinn heim og sendir skátahreyfing-
in eftirlifandi eiginkonu hans, Rakel
Olsen, börnum, vinum og vanda-
mönnum og skátasystkinum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Með skátakveðju,
F.h. Bandalags íslenskra skáta,
Gunnar H. Eyjólfsson
skátahöfðingi.
Mér var brugðið þegar ég heyrði
rödd Ingu systur minnar í símanum.
Hún er alltaf svo sterklega tengd
gamla heimabænum okkar, Hólm-
inum — og ég vissi um veikindi
Ágústar og aðgerðina, sem hann
gekkst undir og því fann ég strax
að hún hafði slæmar fréttir að færa
mér. Það vantaði hinn venjulega létt-
leika í rödd hennar.
Það eru bjartar minningar sem
rifjast upp þegar ég lít til baka til
æskuára okkar Ágústs í Stykkis-
hólmi. Við ólumst upp hlið við hlið
í hjarta bæjarins og vinskapur okkar
var bundinn sterkum böndum allt
frá þeim tíma sem ég man eftir
mér. Það var margt brallað í drullu-
pollunum í Letisundinu, í fallega
sumarhúsinu á lóð Sigurðar Ágústs-
sonar og Ingibjargar, í gráa pakk-
húsinu, á loftinu í Norska húsinu
og niðrí fjöru.
Ég veit ekki vel hvemig skal lýsa
góðum dreng. Hann var bjartsýnn,
jákvæður, rausnarlegur og þakklát-
ur þeim og því sem þakka bar. —
Dæmi um rausnarskapinn er þegar
við nokkrir félagar vomm í eltingar-
leik á bólverkshausnum og ég náði
ekki beygjunni fyrir gömlu löndun-
arvinduna og stakkst í djúpið. Ein-
hver fiskaði mig upp og bar mig
heim með Ágústi hágrátandi á
harðahlaupum á eftir hrópandi:
„Opnaðu augun, Gunni minn, ég
skal gefa þér lungað mitt.“
Um fermingu skildu leiðir okkar
og við hittumst sjaldan, alltof sjald-
an, meðan ég bjó erlendis. Loks kom
að því að mér gafst tækifæri til að
heilsa upp á Ágúst og í leiðinni að
leita til hans um aðstoð. Feður okk-
ar voru góðir vinir þrátt fyrir skipt-
ar skoðanir í stjómmálum og sam-
keppni í viðskiptum. Fyrir langa
löngu gerði Sigurður Ágústsson
pabba mínum og nokkmm vinum
hans persónulegan greiða af góð-
semd og fómfýsi. Nú þegar þetta
barst í tal milli okkar Ágústs fyrir
skömmu stóð ekki á því að hann
endumýjaði „heiðursmannasam-
komulag" feðra okkar. Þannig var
Ágúst. Það stóð ekki á greiðvikninni
og rausnarskapnum.
Aftur fyrir nokkmm vikum leitaði
ég til hans með aðstoð til handa
frænda mínum, aðstoð sem færri
geta nú veitt en vilja, en það tók
vin minn aðeins 15 mínútur að finna
farsæla lausn. Þannig var Ágúst
ávallt í minn garð.
Ég kveð þig góði vinur. Þín er
sárt saknað.
Dýpstu samúð votta ég eiginkonu
og börnum Ágústs Sigurðssonar.
Gunnar Oddur Sigurðsson.
Ég sit enn máttlaus eftir andláts-
fregn eins míns besta vinar og finn
til mikils vanmáttar gegn þessari
atburðarás. Allskonar tilfinningar
ólga, og ég hefði getað átt meiri
tíma með honum, ég hefði getað
verið betri við hann, af hveiju sagði
ég honum aldrei hvað mér þótti
vænt um hann? Ég finn til mikils
missis og tómleika, þó að það sé
ekki mikið miðað við sársaukann og
sorgina, sem er lögð á eiginkonu
hans og böm. Ég vona að þau finni
styrk í minningunni um hann.
Við kynntumst í Versló, og var
ýmislegt brallað á skólagöngunni.
Mér em þó einna minnisstæðastar
af samveru okkar á skólaárunum
maraþon-kaffidrykkjur á „Gildó“
undir endalausum vangaveltum um
það, hvemig við ætluðum að verða
ríkir. Reiknað var út á servíettur og
borðdúka. Stundum breyttist millj-
óna gróði á augnabliki í tap, þar sem
komman hafði ekki verið sett á rétt-
an stað. Slíkum hugmyndum var
strax kastað og nýjar teknar fyrir.
Aldrei var þrot á hugmyndum, og
strax kom greinilega í ljós, að eng-
inn okkar var eins ríkur að þeim og
Ágúst. Alltaf nýjar hugmyndir.
Ég veit ekki enn á hvorum staðn-
um við eyddum meiri tíma, en við
útskrifuðumst úr „Gildó/Versló“
vorið 1955.
Þá fór Ágúst fljótlega til Ameríku
og ég út á land, og leiðir liggja ekki
mikið saman fyrr en í kringum 1960.
Ég átti þá í viðskiptum við Sigurð
Ágústsson, og komu þeir feðgar
stundum til mín á vinnustað._ Mér
fannst einkennilegt hvað Ágúst
skipti sér lítið af því, sem við faðir
hans vorum að gera. Hann vildi held-
ur vesenast með hundinn fram á
kaffistofu. En um leið og Sigurður
þurfti að hreyfa sig, þá var hann
kominn. Held ég að samband þeirra
feðga hafi verið mjög einstakt, að
minnsta kosti hef ég aldrei séð nokk-
um annan son hugsa ejns Hlýlega
um föður sinn eins og Ágúst gerði
á þessum árum. Tillitssemi og um-
hyggja var í fyrirrúmi. Ég á von á
því að hann hafi verið eins við móð-
ur sína, en ég þekki það ekki nógu
vel. Ég vildi núna, að ég hefði borið
gæfu til að sýna foreldrum mínum
slíka umhyggju.
1963 steig Ágúst sitt mesta gæfu-
spor, og giftist Rakel Olsen. Veit
ég að hjónaband þeirra var ham-
ingjusamt alla tíð. Þau eignuðust
Ijögur böm, sem þau bæði em og
mega vera mjög stolt af. Auk þessa
var Rakel alltaf hans stoð og stytta
í gegnum þykkt og þunnt, og varði
bak hans fyrir ýmsu aðkasti, um
leið og hún var hans félagi og vin-
ur. Rakel reyndist honum ómetanleg
í uppbyggingu fyrirtækisins, og skín
handbragð hennar og fágaður feg-
urðarsmekkur þar í gegn á mörgum
stöðum. Sem sagt, þau stóðu saman.
Árið 1968 tekur Ágúst við fyrir-
tæki föður síns og hann fer í fisk-
slaginn. Honum var ekki eðlislægt
að fara hefðbundnar slóðir, heldur
varð hann að fara nýjar leiðir og
ýmislegt var reynt.
Eitt af því sem heppnaðist eftir
mikla vinnu og vonbrigði var að
skapa verðmæti úr hörpudiski úr
Breiðafirði, og vann Ágúst þar mik-
ið brautryðjendastarf. í kringum
1978 fer hörpudiskurinn að skila
arði og fyrirtækið kemst upp úr öldu-
dal og uppbyggingin hefst fyrir al-
vöm. Mikið lagði hann á sig við að
afla upplýsinga, ferðast um heiminn
og skoða, sjá með eigin augum hvað
hægt væri að nýta í Hólminum,
heimfæra vinnsluaðferðir o.fl. o.fl.
Ágúst var mjög vandvirkur í þessum
efnum eins og öllu sem hann tók sér
fyrir hendur.
Útkoman er svo það listaverk, sem
Sigurður Ágústsson hf. er í dag,
fyrirtæki á heimsmælikvarða, sem
ber vott um smekkvísi eigenda og
tilfinningu fyrir nauðsyn verðmæta-
sköpunar.
Eftir því sem árin liðu kynntumst
við betur og betur og ég held að
ekkert umræðuefni hafi sloppið við
að vera tekið fyrir. Honum var tíð-
rætt um fjölskyldu sína, foreldra,
var mjög hlýtt til starfsfólks síns
og heimabyggðar, kirkjan, trúmál
komu oftar og oftar upp, skólafélag-
ar, framleiðsluaðferðir, hvemig væri
hægt að gera meiri „business" o.fl.
o.fl. Umræðuefnin vom endalaus.
Ég varð alltaf meira og meira undr-
andi á því hvað persónuleikinn var
margbrotinn og stórbrotinn um leið.
Hann var fagurkeri, sælkeri, heims-
maður, tilfinningaríkur náttúruunn-
andi, íslenskur sveitamaður og sjó-
maður, „business“maður í heimsvið-
skiptum, allt í senn og miklu meira.
Því miður er ekki hægt að gera því
nein skil hér.
Eins og gengur og gerist í lífinu
gengu ekki öll okkar dæmi upp, frek-
ar en þegar við vomm að reikna á
„Gildó". Stundum vom ágjafir á
báða bóga, en ég mun að eilífu verða
þakklátur fyrir það, að einhvemveg-
inn hristi okkar langi vinskapur
þessar ágjafir af sér. Grunar mig
að styrk hönd Rakelar hafi átt þar
hlut að máli.
í mínum huga er Ágúst einn
merkasti íslendingur þessarar aldar.
Hann vann landi sínu og þjóð ómet-
anlegt gagn, og þó sérstaklega sinni
heimabyggð. Ekki er hægt að sjá
með augunum, hvar hann lagði hönd
á plóginn í Stykkishólmi, en ég held
að það hafi verið á fleiri stöðum en
almennt er vitað um. Stykkishólmur
er í sámm.
Oft fékk ég uppörvun hjá Ágústi
þegar ég þurfti á að halda, og er
ég þakklátur fyrir það. Áhrifm sem
frá honum komu, voru alltaf af hinu
góða, og ég lærði aldrei neitt illt af
honum í gegnum tíðina. Ég veit að
ég á oft eftir að sjá hann fyrir mér
um ókomna framtíð, óvenju laglegan
karlmann, léttan og kvikan í hreyf-
ingum, undirstrikandi úrskýringar á
einhverri nýrri hugmynd, með mikl-
um handahreyfingum. Ég kvíði því
hvað ég á eftir að sakna hans.
Kæra Rakel, við vonum, að þú
og ykkar börn finnið styrk til að
hjálpa ykkur í þessari miklu sorg
og að Ágúst finni frið Guðs.
Iljördís, Ásgeir Hjörleifs-
son og börn.
Elsku Gústi frændi minn er dáinn,
langt fyrir aldur fram. Og ég sem
ætlaði alltaf að hringja og óska hon-
um og Rakel konu hans til hamingju
með fyrsta bamabamið, hana Ragn-
heiði Rakel Dawn en gerði aldrei.
Ekki sendi ég þeim heldur jólakort
en ég var alltaf að hugsa til þeirra
og óska þess að við ættum meiri
samleið.
Það er erfitt að setjast niður og
kveðja kæran vin sem ég hefði viljað
hitta miklu oftar. Það var því miður
aldrei mikið samband á milli fjöl-
skyldunnar í Stykkishólmi og okkar
í Reykjavík en þegar við hittumst
þá var það alltaf jafn ánægjulegt.
Ágúst var hálfbróðir móður
minnar sem hún hitti fyrst þegar
hún var tólf ára og hann þá nítján.
Fyrir hana var þetta afskaplega
mikill fengur að eignast svona
myndarlegan eldri bróður í einni
svipan. Fyrstu minningar mínar af
Gústa frænda og fjölskyldu hans var
þegar ég var fimm ára og fór með
móður minni í heimsókn til þeirra á
Stykkishólm. Seinna meir sýndi
hann áhuga á námsframvindu minni
eftir að framhaldsskólanámi lauk og
ekki leist honum allskostar á þegar
ég síðan fór í myndlistarnám. Helst
hefði hann viljað sjá mig í viðskipta-
eða markaðsfræði. Þó var listhneigð-
in allt í kringum Gústa og ekki síst
í honum sjálfum þó svo hann nýtti
sköpunargáfu sína að mestu á sviði
viðskipta. Við Gústi frændi áttum
skap saman og ég var hæstánægð
með það þegar Rúna systir hans
talaði um það hversu lík ég væri
honum og dóttur hans Selmu. Mér
fannst það ekki leiðum að líkjast.
Gústi var ævintýraleg manngerð í
mínum huga. Ekkert var honum
ómögulegt og orkubrunnurinn sem
hann sótti í virtist ótæmandi. Hann
tók við rekstri fyrirtækis föður síns,
Sigurðar Ágústssonar, ungur að
aldri og efldi það og styrkti með
atorku sinni og viðskiptaviti. Reynd-
ar sagði hann mér það einhvem tím-
ann að hann hefði tekið allar ákvarð-
anir varðandi fyrirtækið út frá
stjörnuspánni í Morgunblaðinu!
Þannig var hann litríkur og óhefð-
bundinn; fullkomlega að mínu skapi.
Ég á eftir að sakna frænda míns
og sjá eftir því að hafa ekki nýtt
tímann betur sem gafst en þannig
er lífið; við vitum aldrei hvað bíður
okkar þegar nýr dagur rennur upp
og því er mest um vert að njóta
þess tíma sem okkur gefst með ást-
vinum okkar.
Elsku Rakel, Ingibjörg, Siggi,
Selma og Ragga, aðrir ættingjar og
vinir, ykkur vottum við fjölskylda
mín okkar dýpstu samúð.
Sigríður Þóra Árdal,
Bergsteinn Björgúlfsson,
Bjarmi og Birta.
Fleiri minningargreinar um
Ágúst Sigurðsson bíða birting-
ar og munu birtast á næstu
dögum.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Gemlufalli
í Dýrafirði,
verður jarðsungin frá Mýrarkirkju, Dýrafirði, mánudaginn 15. mars
kl. 14.00.
Guðbjörg Sigrún Valgeirsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Jón Kristinn Valgeirsson,
Ingibjörg Elín Valgeirsdóttir,
Anna Jónfna Valgeirsdóttir,
Arnór Valgeirsson,
Guðrún Sigrfður Valgeirsdóttir,
Elfsabet Valgeirsdóttir,
Friðrik Halldór Valgeirsson,
Guðmundur Valgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gunnþórunn Friðriksdóttir,
Jónas H. Pétursson,
Baldur Ingvarsson,
Elfsabet Hauksdóttir,
Matthfas Vilhjálmsson,
Vilhjálmur Einarsson,
Hólmfríður Jónsdóttir,
Helga Aðalsteinsdóttir,
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför
MÖRTU STEFÁNSDÓTTUR,
Yzta-Koti
fVestur-Landeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi.
Fyrir hönd vandamanna,
Gísli Stefánsson.
t
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar,
JÓNU INGIBJARGAR ÁGÚSTSDÓTTUR,
Álftamýri 40,
Reykjavfk.
Sverrir Meyvantsson.
t
Þakkir sendi ég öllum þeim, er sýndu mér samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar,
INGU ÁGÚSTU ÞORKELSDÓTTUR,
Helgugötu 1,
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir sendi ég læknum og starfsfólki á deild A,
Akranesspítala.
Björn Hjörtur Guðmundsson.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, son-
ar, föður, tengdaföður og afa,
HAFSTEINS DANÍELSSONAR
vélstjóra,
Klettahlíð 7,
Hveragerði.
Elsa Vigfúsdóttir,
Sigurlfna Guðjónsdóttir,
Danfel Hafsteinsson, Lisa-Lotte Hafsteinsson,
Heiðar Hafsteinsson, Sigrfður Dögg Geirsdóttir,
Sœvar Hafsteinsson, Vivi Hafsteinsson,
Hafsteinn S. Hafsteinsson,
Berglind L. Hafsteinsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við
andlát og útför
ARNAR SIGURÐAR AGNARSSONAR,
Miðvangi 99,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-4 á Borgarspítalanum
og heimahíynningar Krabbameinsfélagsins.
Agla Bjarnadóttir,
Agnar Sigurðsson, Magnúsfna Guðmundsdóttir,
Bjarni Arnarson, Sigurlaug H. Sverrisdóttir,
Agnar Helgi Arnarson, Ásdfs Arthúrsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.
t
Þökkum auðsýnda samúð og ómetan-
lega hjálp vegna andláts móður okkar,
BIRNU HELGU
JÓHANNESDÓTTUR,
Suðurgötu 35,
Keflavfk.
Eirfkur Ellertsson,
Jóhannes Ellertsson,
Elva Ellertsdóttir.