Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
Krefur Pressuna
um 3 millj. í bætur
GUNNARI Smára Egilssyni, ritstjóra Pressunnar, og Karli Th.
Birgissyni, blaðamanni Pressunnar, hefur verið stefnt fyrir
dóm vegna umfjöllunar blaðsins í nokkrum greinum um mann-
inn sem gegndi hlutverki „tálbeitu“ lögreglunnar í kókainmál-
inu svonefnda frá síðasta sumri. Um er að ræða einkarefsimál
þar sem maðurinn krefst ómerkingar ýmissa ærumeiðandi
ummæla í skrifum blaðsins og þriggja milljóna króna skaða-
bóta og einnig að blaðamaðurinn og ritstjórinn verði dæmdir
til refsingar, sektir, varðhald eða fangelsi í allt að tvö ár.
Eftir að „kókaínmálið" svonefnda
kom upp í ágúst í sumar og lögregl-
an lagði hald á 1,2 kg af kókaíni
eftir eftirför sem olli lögreglumanni
miklu heilsutjóni, var greint frá því
að lögreglan hefði notið aðstoðar
uppljóstrara eða tálbeitu við rann-
sóknina sem kynnst hefði kókaíns-
myglaranum í fangelsi.
Síðan hefur Pressan í nokkrum
greinum íjallað um feril „tálbeitunn-
ar“, m.a. sakarferil mannsins sem
hefur hlotið sex mánaða fangelsis-
dóm fyrir kynferðisbrot, og tveggja
mánaða og eins mánaðar skilorðs-
dóma fyrir þjófnað, auk þess sem
óafgreitt er mál gegn honum vegna
meints innflutnings á hassi.
Herferð en ekki umfjöllun
I stefnunni kemur fram að maður-
inn 'telji að umfjöllun Pressunnar
hafí ekki verið hlutlaus heldur her-
ferð með ýkjum og skreyttum æsi-
fregnum og missögnum þannig að í
hugum lesenda hafi hann orðið ófor-
betranlegur sakamaður og ærulaus.
Blaðið hafi valdið óbætanlegu tjóni
á æru mannsins og virðist hafa tekið
sér það bessaleyfí að refsa honum
ærlega fyrir brot hans með því að
brennimerkja hann í augum almenn-
ings, viðskiptavina hans og annarra.
18 mánaða vinningshafi
VALGERÐUR Ýr Magnúsdóttir, 18 mánaða, vann
skíðaferð fyrir fjóra að verðmæti 250 þúsund í happ-
drætti SVFÍ, Gjöf á gjöf. Ester Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri afhenti þeirri litlu vinninginn. Afí henn-
ar og amma keyptu 32 nafnamiða og settu á jólapakk-
ana og vinningurinn reyndist vera á pakka Valgerðar
litlu. Ferðinni var breytt í Evrópuferð fyrir fjölskyldu
Valgerðar, foreldrana Magnús Magnússon og Sigur-
laugu Lárusdóttur, og systkinin Sigríði Björku, 15
ára, Örvar 12 ára, og Marý Sif, 8 ára. Fjölskyldan býr
í Stórholti 18. Miðarnir í Gjöf á gjöf seldust mjög vel
fyrir jólin og hafa mörg hundruð vinningar verið sótt-
ir. Hefur þegar verið ákveðið að gefa út nýja miðaröð
fyrir næstu jól.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 13. MARS
YFIRLIT: Um 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 972 mb lægð sem
þokast norður og síðar norðaustur. Yfir N-Grænlandi er 1.020 mb hæð.
8PÁ: Suðvestanlands verður suðvestlæg ðtt, gola eða kaldi og slyddu-
él. Norðaniands veröur allhvöss eða hvöss norðaustanátt og slydda eða
snjókoma. Um landið austanvert verður súld eða rigning, einkum austan-
til. Suðaustantil á landinu snýst vindur í vestankalda með slydduéljun
undir hádegi. Hiti verður á bilinu 0-5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Liklega noröaustanátt og snjókoma út af Vest-
fjörðum, en suöaustanátt annars staðar. Vætusamt sunnan- og vestan-
lands, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1-4 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Gengur í norðaustanátt með snjókomu eða
éljum norðaustanlands, en styttir að mestu upp fyrir sunnan. Kólnandi
í biii.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Fremur hvöss suðlæg ótt og hlýnandi á ný.
Rigning víða um land, síst þó norðaustanlands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10,30,
22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
O <4k
Heiðskírt Léttskýjað
r r r
r r
r r r
Rigning
* r *
* r
r * r
Slydda
m
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
m
Skýjað Aiskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél
El
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og (jaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
Súld
Þoka
riig-.
FÆRÐA VEGUM:
<KI.1?.30ígær)
Allt fært sem á annað borð er fært á þessum árstírna.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftiriiti í síma 91-631500 og
á grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að í$l. tima
■ hltl veftur
Akureyri 8 alskýjað
Reykjsvík 7 rigningogaúld
Bergen 4 þokumóða
Helslnki +7 alskýjaft
Kaupmannahöfn 6 þokumóða
Narasarasuaq +5 8njókoma
Nuuk -H3 léttskýjaft
Óaló 2 léttakýjað
Stokkhólmur 3 skýjaft
Þórahöfn 8 rigning
Aigarve 16 akúrlr
Amsterdam 16 mistur
Barcelona 13 mistur
Bertín 7 mistur
Chlcago +11 léttskýjaft
Feneyjar ð þokumóða
Franlcfurt 12 heiftskirt
Glasgow 11 mlstur
Hamborg 8 mistur
London 16 léttskýjaft
LosAngeles 13 mistur
Lúxemborg 11 heiðskírt
Madríd 11 skýjaft
Malaga 16 akýjaft
Mallorca 16 skýjað
Montreal +21 heiftskírt
NewVork vantar
Oriando 16 hálfskýjaft
París 14 heiftskírt
Madeira 19 skýjaft
Róm ‘ 13 þokumóða
Vín 1 þoka
Washlngton vantar
Winnipeg +21 helftsklrt
íDAG kl. 12.00
_ . HeimlW: Veðuretofa íslands
f / (Byggt t veðurepá kl 16.15 (9aer)
Æ fleiri láta læsa símanum
Dæmi um 200
þúsund króna
símreikning
DÆMI eru um að símreikn-
ingar hjá fjölskyldum hafí
farið yfir 200 þúsund krón-
ur, m.a. vegna hringinga í
svonefnd rauð númer, þ.e.
upplýsingasíma sem hægt er
að hringja í gegn gjaldi inn-
an stafræna kerfisins. Björg-
vin Lúthersson, símstöðvar-
sfjóri á Suðurnesjum, segir
að það hafí færst n\jög í
vöxt að heimili og fyrirtæki
láti læsa þessum númerum
þeim að kostnaðarlausu.
Um er að ræða upphringingar
f kynfræðslusíma, sögusíma og
stjömuspár svo eitthvað sé nefnt,
en verðið fyrir þessa þjónustu er
um 40 kr. mfnútan. Björgvin
sagði að brögð væru að því að
böm og unglingar nýttu sér þessa
þjónustu í óhófí án vitundar for-
eldra sinna og sömuleiðis starfs-
menn í fyrirtækjum. Hann sagði
að sést hefðu hærri reikningar
en 200 þúsund kr. vegna slíkrar
notkunar.
Erfitt að útskýra
„Þama er oft um gríðarlega
háa reikninga að ræða. Það er
oft erfítt að sjá hvað í reikningum
er vegna rauðra númera og hvað
vegna sfmtala til útlanda. Þegar
stór reikningur berst kemur það
oft flatt upp á fólk og oft koma
í'á'T^
upp vandamál að túlka reikning-
ana fyrir notendum," sagði Björg-
vin.
Björgvin kvaðst hafa orðið var
við að æ fleiri æsktu þess að láta
læsa upplýsinganúmerum þannig
að ekki sé hægt að nota þessa
þjónustu úr þeirra sfma.
„Póstur og sími hefur tekið það
upp að fólk getur fengið lokun á
þessi númer því að kostnaðar-
lausu. Við höfum aukið þjón-
ustuna hvað lokunarmöguleikana
varðar. Við erum jafnvel famir
að bjóða upp á lokun á 09, þ.e.
talsamband við útlönd,“ sagði
Björgvin.
Gjaldtaka af þjón-
ustu FMR heimiluð
FASTEIGNAMATI ríkisins (FMR) verður heimilað að innheimta gjald
fyrir veitta þjónustu, samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um
skráningu og mat fasteigna, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær að senda
þingflokkum stjórnarmeirihlutans.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að Fast-
eignamat ríkisins verði gert að B-
hluta stofnun á Qárlögum. í breyting-
um þess felst að sett verði á fót
þriggja manna stjóm Fasteignamats-
ins sem hafi eftirlit með störfum
stofnunarinnar, móti starf hennar og
skipulag og geri tillögur að gjald-
skrá. Einn stjórnarmaður verði skip-
aður af Sambandi íslenskra sveitar-
félaga.
Ekki er kveðið á um upphæð
gjaldsins sem Fasteignamatinu verð-
ur heimilað að innheimta hjá þeim
sem óska endurskoðunar á fasteigna-
mati, eða af annarri þjónustu, en tek-
ið er fram að gjald vegna endurskoð-
unar fasteignamats skuii taka mið
af því umfangi upplýsinga sem keypt-
ar eru og þeim tekjum sem notendur
hafa af þeim.