Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 27

Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 27 Kvikmyndasýning’ í Norræna húsinu FÆREYSKA kvikmyndin Hannis verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 14. mars kl. 14. Myndin segir frá systkinum frá Þórshöfn sem fara til sumardvalar hjá ömmu sinni á Skuvoy. Þar kynn- ast þau gömlum manni sem hefur orðið undir í lífínu og skemmta börnin í þorpinu sér við að gera at í honum. Systkinin taka þátt í þess- um leik þorpsbamanna en síðan gerist atburður sem á eftir að breyta lífí þeirra allra. Þessi kvikmynd er frá árinu 1991 og Katrin Ottarsdóttir er leikstjóri og handritshöfundur. Mjmdin er ætluð bömum og fullorðnum og er hálf klst. að lengd með íslensku tali. Allir em velkomnir og aðgang- ur ókeypis. (Fréttatilkynning) Grensassokn hefur byggingn nýrrar kirkju Skóflustunga tekin TEKIN verður fyrsta skóflu- stungan að byggingu kirkju Grensássóknar i dag, laugardag- inn 13. mars. Athöfnin hefst kl. 14. Athöfnin hefst með því að kirkju- kórinn syngur sálm. Að því loknu verður stutt helgiathöfn sem sókn- arprestur stýrir. Þá tekur sóknar- prestur fyrstu skóflustunguna en að því loknu syngur kirkjukórinn. Að athöfninni lokinni verður gengið til safnaðarheimilis þar sem fram verða bomar veitingar. í lok yfírstandandi árs em liðin 30 ár frá stofnun Grensáspresta- kalls. Fyrsti prestur safnaðarins var séra Felix Ólafsson sem nú er bú- settur í Danmörku. Séra Jónas Gíslason, núverandi vígslubiskup í Skálholti, tók við starfí sóknar- prests árið 1970 en sl. 20 ár hefur sóknarprestur verið séra Halldór S. Gröndal. Séra Gylfí Jónsson hef- ur gegnt starfí safnaðarprests sl. fímm ár. (Fréttatilkynnmg) Dagskrá Færeyskra daga DAGSKRÁ Færeyskra daga í Norræna húsinu hefst laugar- daginn 13. mars kl. 14 með sýn- ingu á heimildarmyndinni Tre blink mot vest. Myndina gerði Ulla Boje Rasmussen og fékk hún verðlaun Norðurlandaráðs, Nordpris ’92 (nú á afstöðnu þingi í Osló). Myndin er tekin á Mykinesi sem er vestasti útvörður Færeyja. Þema myndarinnar er annars vegar hið fjölskrúðuga fugla- og manniíf að sumri til og hins vegar vetrartíminn með fámenni og fábreytni. Um kvöldið kl. 20.30 verður fær- eyskt skemmtikvöld fyrir ungt fólk frá Færeyjum og öðmm Norður- löndum í umsjón Nordklúbbsins. (Fréttatilkynning) ■ LISTA- og atburðadagar em þessa dagana í Félagsmiðstöðinni Bústöðum. Margt verður sér til gamans gert og endað á árshátíð 18. mars nk. sem jafnframt er hald- in sameiginlega með Réttarholts- skóla. Unglingarnir em þegar komnir á fullt í klúbbstarfsemi en þessa daga er boðið upp á t.d. myndbandahóp, ljósmyndahóp, lík- amsrækt, kaffíhúsahóp, skreyt- ingahóp, námskeið í skartgripagerð og förðun, klettaklifur, tískusýn- ingahóp, hljóðfærahóp og útvarps- hóp. Kaffíhúsahópurinn mun reka í Bústöðum veglegt kaffíhús (Café Bústaðir) og útvarpshópurinn mun reka Útvarp Bústaði með útsend- ingu á FM 94,2. Fyrir utan klúbb- starfsemina er boðið upp á ýmsar uppákomur (aðkeyptar) s.s. töfra- brögð, leikrit og hljómsveit. (Fréttatilkynning) ■ ÁRLEGUR kynningar- og nemendamótsdagur skólans, Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Austfirsk fegurð STÚLKURNAR sem taka þátt í keppninni Ungrú Austurland. F.v. Matthildur Þórarinsdóttir, Rann- veig Þórhallsdóttir, Stella Rut Axelsdóttir, Svava Rós Alfreðsdóttir, Valdís Jónsdóttir og Jóhanna Sigríður Esjansdóttir. Fegurðarsamkeppni Aust- urlands haldin um helgina Neskaupstað. SEX stúlkur taka þátt í keppn- inni um titilinn Ungfni Austur- land sem fram fer í Hótel Egils- búð í kvöld. Dagskráin hefst með kvöldverði og ýmis skemmtiatriði verða milli þess sem stúlkumar koma fram. Kynnir verður Guðmundur Rafn- kell Gíslason. Guðrún Smáradóttir danskennari hefur séð um undir- búning keppninnar og um förðun sér Klara Jónasdóttir. Stúlkumar sem taka þátt í keppninni eru Matthildur Þórarins- dóttir, Neskaupstað, Rannveig Þór- hallsdóttir, Egilsstöðum, Stella Rut Axelsdóttir, Seyðisfirði, Svava Rós Alfreðsdóttir, Neskaupstað, Valdís Jónsdóttir Beck, Reyðarfírði, og Jóhanna Sigríður Esjansdóttir, Höfn. - Ágúst. Skrúfudagurinn, verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 13. mars klukkan 13-16.30. Þennan dag gefst væntanlegum nemendum og vandamönnum þeirra kostur á að kynnast nokkmm þáttum skóla- starfsins. Nemendur verða við störf í verklegum deildum skólans og veita upplýsingar um kennslutækin og skýra gang þeirra. Auk þess halda þeir sýningu á kennslubókum og öðmm kennslugögnum. Kvenfé- lagið Keðjan verður með kaffiveit- ingar í matsal Sjómannaskólans frá klukkan 14. Að Skrúfudeginum standa þessir aðilar: SKóIafélag vélskólans, Kvenfélagið Keðjan, Vélstjórafélag íslands og Vél- skóli íslands. (Fréttatilkynning) ■ LÚDRASVEIT Hafníirfjarð- ar og Lúðrasveit Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Víðistaða- kirkju í dag, laugardaginn 13. mars kl. 16. Á efnisskránni era innlend og erlend léttklassísk verk. Tónleikamir em liður í samstarfi lúðrasveitanna en Lúðrasveit Hafnarfjarðar heimsótti Lúðra- sveit Akureyrar á síðasta vetri í tilefni af 50 ára afmæli Lúðrasveit- ar Akureyrar. Stjómendur á tón- leikunum era þeir Atli Guðlaugs- son og Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ SÝNING á damaskdúkum frá Georg Jensen í Danmörku verður laugardag og sunnudag í Safamýri 91 frá kl. 14-18. A sýningunni kynnir Ragnheiður Thorarensen, umboðsmaður Georgs Jensens á íslandi, ný mynstur og nýja liti á ^iúkum. Georg Jensen er 500 ára gamalt listvefnaðarfyrirtæki sem alltaf hefur verið í eigu sömu ættar- innar. Dúkamir era úr 100% bóm- ull og öll mynstrin era teiknuð af viðurkenndum hönnuðum og arki- tektum. Dúkamir era sniðnir að óskum hvers viðskiptavinar og þola 90 gráðu hita í þvotti. ■ FÖSTUVAKA verður í Árbæ- , jarkirkju sunnudaginn 14. mars kl. 20.30. Þar verður flutt dagskrá í tali og tónum, m.a. Messa eftir Josquen Deprez í flutningi Schola cantorum undir stjóm Orthulfs Prunner. Tilangurinn með föstu- vöku era að gefa fólki tækifæri til að koma saman eina kvöldstund í föstunni til íhugunar í erli daglega lífsins. Fastan er tími sjálfsprófunar og til að dýpka og þroska trúarlíf sitt, samfélag sitt við Krist sem lagði allt í sölur og „gerðist fátæk- ur vor vegna, að vér auðguðumst af fátækt hans“, segir í frétt frá Árbæjarkirkju. Framtíðarferðír senda frá sér greinargerð um starfsemi fyrirtækisins Sívaxandi fjöldi fólks hefur sér orlofseignarétt tryggt í TILEFNI af fyrirspurnum sem fyrirtækið Framtíðarferðir hefur fengið frá fjölmiðlum og einstakl- ingum hefur það sent Morgun- blaðinu eftirfarandi samantekt um þann grunn sem fyrirtækið hvílir á og í hverju starfsemi þess felst. í ferðaheiminum gerist sífellt al- gengara að fólk kaupi sér orlofs- eignarétt; rétt til að nota sumarhús og íbúðir á eftirsóttum stöðum hve- nær sem því hentar. Talið er að ferðaþjónusta af þvi tagi aukist mik- ið í framtíðinni. Á þeim granni byggja Framtíðarferðir starfsemi sína. í stuttu máli er orlofseignaréttur löglegt samkomulag, sem gefur eig- andanum rétt til að nota nákvæm- lega þann tíma sem hann vill nota í ákveðinni orlofsíbúð. Tíminn er í vik- um. Verktaki byggir einfaldlega or- lofsstað með orlofsíbúðum og tilheyr- andi aðstöðu á staðnum (m.a. sund- laug, tennisvöll, golfvöll o.s.frv.). Afnotaréttur af íbúðunum er seldur i vikum. Kaupandinn velur þann frí- tíma sem hentar honum best og er eftir kaupin eigandi afnotaréttarins til að nota eina eða fleiri vikur í ein- hverri íbúð á hveiju ári í 99 ár. Hugmyndin að orlofseignarétti varð til í Frakklandi á miðjum 6. áratugnum, en það var ekki fyrr en við lok 7. áratugarins að hugmyndin að orlofseignarétti fékk veralegan byr. Á Flórida dróst sala á orlofs-hús- um og íbúðum saman vegna lækkun- ar olíuverðs og Bandaríkjamenn leit- uðu nýrra leiða og aðferða til að selja orlofsstaðina. Lausnin varð or- lofseignaréttur eða sala á afnotarétti á orlofsíbúðum sömu viku hvert ár. Hugmyndin er einföld: Flestir vilja gjarnan eiga orlofsíbúð en hafa ekki ráð á því. Bæði er viðhaldskostnaður dýr og afnot takmarkast við fáar vikur hvert ár. Þess vegna er hent- ugt að fjárfesta einungis í þeim tíma sem maður notar og deila viðhalds- kostnaði með öðrum. Uppbygging orlofsaðstöðu með þessum hætti opnar möguieika að hafa hana Qölbreytta og vandaða án þess að dvölin kosti mikið. Þegar hugmyndin að orlofseigna- rétti leit fyrst dagsins ljós var skipti- möguleikinn ekki orðinn að veru- leika. Þegar fjárfest var í einni eða fleiri vikum var fríið takmarkað við ákveðinn tíma og ákveðinn stað. Söluaðilar fengu oft að heyra spuminguna: „Hvað ef ég vil ekki fara á sama staðinn ár eftir ár?“ Við þessu var bragðist með því að opna skiptimöguleikakerfí þar sem klúbb- félögum er gert mögulegt að skipta vikunum sinum milli staða og tíma. Upphafíð má rekja til þess er John og Christel DeHan komu auga á þörfina fyrir sveigjanleika og stofn- uðu þess vegna Resort Condominium Intemational (RCI) í Indianapolis í Indiana í Bandarílqunum 1974. Hug- myndin var einföld. RCI tók saman flölda eignaréttarstaða í eitt alþjóð- legt skiptinet. Þegar meðlimir óskuðu að fara í frí á öðrum stað en þeirra eigin lögðu þeir inn sinn frítíma í RCI-skiptibankann og óskuðu eftir skiptum. RCI sá síðan um það. Síðan hefur sjálf hugmyndin um orlofs- eignarétt og skipti náð útbreiðslu um allan heim. Kannanir sýna að skiptimöguleik- amir eru aðalástæðan fyrir því að fólk vill vera meðlimur í RCI. Framtíðarferðir bjóða hér á landi til sölu eignarhlut í íbúð á orlofsstað í Portúgal og jafnframt kaupunum verða menn félagar í RCI-klúbbnum og tengjast hinu alþjóðlega skipta- kerfi. Verðið fer eftir þvi hve margra vikna afnotaréttur er keyptur. Ástæðan fyrir því að aðstaða í Port- úgal var valin til sölu hér er bæði hagstætt verðlag og að skipt er við fjársterkt hlutafélag sem annast rekstur orlofsstaðarins. Ennfremur veita portúgölsk lög bankaábyrgð, svo kaupendur hljóta nauðsynlegt öryggi. Síðan skiptimöguleikamir urðu að veruleika hefur sívaxandi fjöldi fólks tryggt sér orlofseignarétt. Umboðs- aðilar, sem selja orlofseignarétt um allan heim, bjóða orlofshús í háum gæðaflokki og heillandi umhverfí. Fyrstu orlofsstaðimir voru byggðir og seldir af framkvöðlum, núna er félagið rekið af virtum athafnamönn- um bæði í þjónustu- og byggingaiðn- aðinum. Orlofseignaréttur er nú seldur i 70 löndum um allan heim. Orlofs- staðir sem ná allt frá sólarströndum * tii skíðastaða og húsbáta og ibúða i stórborgum. í mörgum löndum era ferðamála- ráð sem setja iðnaðinum reglur um að gæðakröfum sé framfylgt og sjá um að ráðleggja og leiðbeina neyt- endum og leysa úr ágreiningi. Alþjóðlegt samskiptanet tengir skrifstofur um allan heim og tryggir meðlimum alþjóðlega skiptimögu- leika og aðstoð hjá faglærðu RCI- starfsfólki um allan heim. Árið 1990 vora meira en 1,3 millj- ónir meðlima í RCI um allan heim og yfír 2.300 útvaldir orlofsstaðir í meira en 70 löndum. Sama ár voru meira en 881.000 skiptióskir stað- festar. 98 prósent af óskum meðlima' var mætt nákvæmlega eins og um var beðið. RCI er alþjóðlegt félag og starfar í öllum fímm heimsálfunum. Höfuð- stöðvamar eru í Indianapolis, með svæðisskrifstofur um öll Bandaríkin. Höfuðstöðvar RCI í Evrópu eru í Kettering ca. 100 km norður af Lond- on. Aðalskrifstofa Norðurlandanna er í Kaupmannahöfn. Jafnframt era þjónustuskrifstofur RCI í London, París, Brassel, Ver- ona, Diisseldorf, Kaupmannahöfn, Helsinki, Aþenu, Tenerife, Madrid, Costa del Sol og Algarve. Auk þess era skrifstofur í Canada, Mexíkó, Venezuela, Argentínu, Ástr- alíu, Indlandi, Singapore og Japan. RCI sendir ársíjórðungslega út ferðatímarit á níu tungumálum, með nýjustu upplýsingum, frásögnum af ferðalögum, ásamt fréttum af nýjum orlofsstöðum. Tfmaritið er sent til allra meðlima RCI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.