Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
Menningarvika Bandalags íslenskra sérskólanema
Allt frá söng og leik-
list til reykköfunar
í DAG, laugardaginn 13. mars, hefst menningarvika BÍSN og stendur
hún til 21. mars næstkomandi. Þetta er í þriðja skipti sem BISN stend-
ur fyrir slíkri menningarhátíð, en á henni eru uppákomur sem skólarn-
ir sjá sjálfir um og gefst þannig gott tækifæri til að kynnast sérstöðu
skólanna og hvað fer fram innan veggja þeirra. Menningarvikan er
öllum opin og ókeypis er á alla dagskrárliði.
BÍSN er skammstöfun fyrir og efla samkennd meðal hinna mörgu
Bandalag íslenskra sérákólanema, og
var stofnað 10. nóvember árið 1979.
í dag eru 15 skólar aðilar að banda-
laginu, Fiskvinnsluskólinn, Fóstur-
skólinn, Garðyrkjuskólinn, íþrótta-
kennaraskólinn, Kennaraháskólinn,
Leiklistarskólinn, Myndlista- og
handíðaskólinn, Samvinnuháskólinn
á Bifröst, Stýrimannaskólinn, Söng-
skólinn, Tónlistarskólinn, Tækniskól-
inn, Tölvuháskóli Verslunarskóla Is-
lands, Vélskóli íslands og Þroska-
þjálfaskólinn. Tilgangur BíSN er að
standa vörð um sameiginlega hags-
muni nemenda í þessum skólum, en
einn megintilgangur hinnar árlegu
menningarviku er að bijóta upp
vanabundið skólahald á vordögum
mm
nemenda bandalagsins.
Menningarvikan verður sett í dag
kl. 14.00 í hátíðarsal Kennarahá-
skóla íslands, þar sem nemendur úr
Tónlistarskólanum og Söngskólanum
í Reykjavík flytja m.a. nokkur verk.
Meðal annarra dagskrárliða má
nefna hinn árlega Skrúfudag vélskól-
ans, en þar verða tæki skólans kynnt
og björgunarþyrla frá vamarliðinu.
Á morgun er skákmót í Höfða, nem-
endagarði í Skipholti, og íþróttamót
síðar um daginn. Á mánudagsmorg-
un hefst í Höfða vikulöng myndlistar-
sýning þar sem nemendur Myndlista-
og handíðaskóla Islands sýna myndir
sínar og eru verkin aðallega eftir
nemendur úr grafík- og málaradeild.
Morgunblaðið/Kristinn
Hluti af undirbúningsnefnd menningarviku BÍSN. F.v.: Steindóra
Gunnlaugsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Ingibjörg Edda Halldórsdóttir,
Anna Guðrún Gylfadóttir og Elín Huld Amadóttir, en auk þeirra
eru Birkir Sveinsson og Magnús Tryggvason í nefndinni.
Ljóðasöngur í afmæl-
isútgáfu Gerðubergs
MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg hefur gefið út geislaplötuna „Á
ljóðatónleikum Gerðubergs,“ sem er þriðja platan í útgáfuröð þessari
og tvöfald að þessu sinni, enda er um afmælisútgáfu að ræða, en Gerðu-
berg varð 10 ára 4. mars siðastliðinn. Á geislaplötunni flytja tíu söngv-
arar Ijóðasöngva eftir 25 tónskáld, alls 56 lög.
Ljóðatónleikar hafa verið haldnir ir, sópran, Ólöf Kolbrún Harðardótt-
í Gerðubergi í tæp fímm ár. Tuttugu
og þrir söngvarar hafa komið fram
á tónleikunum og hefur söngur átján
þeirra verið gefínn út á geislaplötum.
Flutt hafa verið 514 lög eftir 95 tón-
skóld á 13 tungumálum. í afmælisút-
gáfunni syngja eftirtaldir söngvarar:
Anna Júlíana Sveinsdóttir, mezzó-
sópran, Bergþór Pálsson, bariton,
Ema Guðmundsdóttir, sópran,
Hrafnhildur Guðmundsfóttir, mezzó-
sópran, Marta Guðrún Halldórsdótt-
ir, sópran, Signý Sæmundsdóttir,
sópran, Sigríður Jónsdóttir, mezzó-
sópran, Sverrir Guðjónsson, kontr-
atenór og Viðar Gunnarsson, bassi.
Jónas Ingimundarson leikur á píanó
og er hann jafnframt umsjónarmaður
ljóðatónleikanna. Ríkisútvarpið
hljóðritaði á tónleikum og tónmeist-
ari var Bjami Rúnar Bjamason.
Ljóðaþýðingar em eftir Reyni Axels-
son.
íslenska óperan
Píanó-
tónleikar
TÓNLISTA RSKÓLINN í Reykja-
vik heldur píanótónleika í Is-
lensku óperunni mánudaginn 15.
mars kl. 20.30. Tónleikamir eru
fyrri hluti einleikaraprófs Önnu
Snæbjörnsdóttur pianóleikara
frá skólanum.
Á efnisskrá er Sónata í d-moll L
413 og Sónata í E-dúr L 23 eftir
Scarlatti, Sónata í B-dúr op. 22
eftir Beethoven, Visions Fugitives
op. 22 eftir Prokofíeff og Etýða í
F-dúr op. 10 nr. 8 eftir Chopin.
Kl. 14.00 á mánudag verður Sæ-
björg, skip Slysavamaskóla sjó-
manna, sýnt í Reykjavíkurhöfn og
gefst fólki kostur á að reyna sund í
flotgalla, flotlínutæki og reykköfun.
Kl. 20.00 ræðir fagfólk frá Kennara-
háskólanum, Fósturskólanum,
Þroskaþjálfaskólanum og íþrótta-
kennaraskólanum um gildi hreyfíng-
ar í uppeldi. Á miðvikudag verður
SALÍ-kvöld á veitingastaðnum Plús-
inum, þar sem listaskólamir innan
BÍSN standa fyrir dagskrá með söng,
leiklist, myndlist og tónlist. Fjöltefli
verður á fímmtudag í Tækniskóla
íslands og kl. 20.30 hefst óperukvöld
Söngskóla Reykjavíkur, er saman-
stendur af uppfærslum á samsöng
úr m.a. óperunum Rígóletta eftir
Verdi, Töfraflautunni og Brúðkaupi
Fígarós eftir Mozart og Carmen eft-
ir Bizet. Á föstudag verður BÍSN-
ball í Ingólfskaffí með hljómsveitinni
Ný Dönsk, árlegur kynningardagur
Stýrmannaskólans í Reykjavík á
laugardag, en dagskrá menningar-
vikunnar lýkur síðan á sunnudag
með kynningu skólanna á starfsemi
sinni, í eigin húsnæði eða sameigin-
lega.
I tengslum við menningarviku
BÍSN 1993 verður gefíð út ljóðakver
með kveðskap sérskólanema og er
vonast til að slík útgáfa geti orðið
árlegur viðburður.
Leikarar og leikstjórinn, Ragnhildur Steingrímsdóttir.
Leikfélag Ólafsvíkur
sýnir leikritið Frú Alvís
LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frumsýn-
ir á morgun, laugardaginn 13.
mars, leikritið Frú Alvís eftir Jack
Popplewell. Leiksljóri er Ragn-
hildur Steingrímsdóttir og er
þetta annað stykkið sem hún setur
upp fyrir Leikfélag Ólafsvíkur.
Leikarar eru átta talsins. Lýsing
er í höndum þeirra Sævars Hansson-
ar og Vigfúsar Gíslasonar.
Leikritið Frú Alvís sem er saka-
mála- og gamanleikur, er sýnt í fé-
lagsheimilinu Klifí og hefst sýningin
kl. 20.30.
Nýjar bækur
■ ÚT ER komin hjá Máli og
menningu ljóðabókin Norðurleið
eftir Óskar Árna Óskarsson og
er þetta fjórða bók höfundar.
I bókinni er að fínna ferða-
stemmningar, prósaljóð og þýð-
ingar á ljóðum bandarískra nú-
tímaskálda og japanskra skálda
frá 17. öld og fram á þessa öld.
Ekki er síst nýlunda að hækum
þeim sem Óskar Árni birtir hér,
en hækan er japanskt ljóðform frá
miðöldum. Um hana segir höfund-
ur í eftirmála: „Hækan er oftast
augnabliksmynd, dregin fáum og
einföldum dráttum eins og jap-
önsk blekteikning ... En þrátt fyr-
ir einfaldleikann getur hækan rist
djúpt og jafnvel slegið svo óvænt
niður að dimmustu sálarkimar
uppljómast."
Meðlimir í Ljóðafélagi Máls
og menningar fá bókina með
umtalsverðum afslætti. Ut úr
búð kostar hún 1.690 krónur.
Bókin er 77 síður, prentuð hjá
G. Ben., prentstofu hf.
(Fréttatilkynning)
Anna Snæbjörnsdóttir píanóleik-
ari.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
toaisíM uÆ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í Nýja testamenti Odds Gott-
skálkssonar segir svo (Lúkas
18): „En hann sagði til nokkurra
sem trúðu sig sjálfa réttláta vera
og forsmáðu aðra þessa eftirlík-
ing: Tveir menn þá gengu upp
í musterið að biðjast fyrir. Einn
var faríseus, en annar toll-
heimtumaður. Farísearinn stóð
og baðst fyrir með sjálfum sér:
Guð, eg þakka þér að eg em
eigi svo sem aðrir menn, ræn-
ingjar, óréttferðugir, hórdóms-
menn eða svo sem þessi toll-
heimtumaður. Eg fasta tvisvar
í viku og gef tíundir af öllu því
eg á. Og tollheimtumaðurinn
stóð langt í frá og vildi eigi upp
he^'a sín augu til himins, heldur
barði hann á sitt bijóst og sagði:
Guð, vertu mér syndugum líkn-
samur...“
Þetta orðalag er óbreytt í
Guðbrandsbiblíu og Þor-
láksbiblíu, en í Steinsbiblíu
(1728) er nýtt orðalag upp tekið
og hefur þá breyst „á sitt bijóst"
í „sér á bijóst“. I Biblíu(nni)
1981 er ennþá orðalagið: „barði
sér á bijóst“.
Svo segja mér lærðir menn
og bækur að Gyðingar þeir, sem
gerðust tollheimtumenn (skatt-
heimtumenn) Rómveija meðal
þjóðar sinnar á dögum Krists,
hafí verið haldnir í mikilli fyrir-
litningu og vanþóknun. Voru
þeir taldir svikarar og sumir
grunaðir um að hagnast óheyri-
lega á fátækt síns fólks, enda
fengu þeir sjálfir þeim mun
hærri laun sem þeir heimtuðu
tollana (skattana) af meiri
ágengni.
Tollheimtumaðurinn í muster-
inu er, að því er virðist, haldinn
samviskubiti og andstyggð á
sjálfum sér, og því slær hann á
bijóst sitt og hefur ekki augu
sín til hæða.
Víkur nú sögunni til Nýrra
félagsrita. Þar segir í 29. ár-
gangi í grein um lagaskóla á
Islandi: „Flestir af oss, sem nú
lifum, heilli öld eftir Svein Sölva-
son [1722-1782] munu beija sér
á brjóst, þegar þeir lesa þenna
herfílega óskapnað hans, og
þakka guði fyrir að þeir sé þó
ekki „eins og sá tollheimtumað-
ur“, enda verður því eigi neitað,
að lagamálið hefír mikið skánað
síðan ...“
Umsjónarmanni fínnst þessi
klausa í Nýjum félagsritum
(1872) koma svolítið homskakkt
á frásögn Lúkasar. Hér er
„bijóstbarsmíðin" ekki vegna
iðrunar eða andstyggðar á sjálf-
um sér, heldur vegna hneykslun-
ar á öðrum. En látum það vera.
Hér stendur alltjent „beija sér
á bijóst“ eins og í Steinsbiblíu.
Enn tíðkast meðal rómversk-
kaþólskra manna í upphafi
messu að menn beiji sér á bijóst
í iðrunarskyni, er þeir minnast
synda sinna, og segja þá um
leið: mín sök, mín sök, mín mikla
sök (lat. mea culpa, mea maxima
culpa). Má vera að þetta sé einn-
ig gert enn í dag meðal fleiri
trúflokka.
En ekki er athöfnin „að beija
sér á bijóst“ alltaf framin í iðr-
unar- og hneykslunarskyni, eða
skilin svo. Nú er þetta einnig
haft um steigurlæti eða sigur-
gorgeir. Kristján Jónsson blaða-
maður hér á blaðinu vakti at-
hygli mína á þessu og hefur
enda kannað þetta nokkuð. Ung-
ir menn skilja, telur hann, al-
mennt svo, að „beija sér á
bijóst“ sé að hrósa sigri eða
miklast af mætti sínum. Skýring
hans á þessu er nærtæk og
sennileg. Þetta gerði Tarzan
apabróðir í bókum eftir Edgar
Rice Burroughs (1875-1950).
Og hvar lærði Tarzan að beija
á bijóst sér, þegar hann steig
fæti sínum á dautt ljón eða ann-
að sem sigrað var? Auðvitað af
górilluapanum. Og svo skulum
við sjá fyrir okkur kraftajötna
og stórbokka sem berja sér á
bijóst í þessum skilningi. Rýnum
aðeins betur í ritninguna.
682. þáttur
★
í blaði mátti lesa þessa fyrir-
sögn fyrir skemmstu: „Kennarar
blása í herlúðra. „Breytum plóg-
járninu í byssur," ■ sagði einn
kennaranna á sameiginlegum
fundi þeirra.“
Umsjónarmaður var að velta
fyrir sér líkingamálinu að
„breyta plógjárninu í byssur“,
og með góðra manna hjálp fann
hann í Biblíunni, Jesaja 2,4:
„Og hann mun dæma meðal
heiðingjanna og skera úr málum
margra þjóða. Og þær munu
smíða plógjám úr sverðum sín-
um og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða að
annarri þjóð, og ekki skulu þær
temja sér hernað framar.“
Nú ef einhver hefur tilvitnun
í þau fræði, þar sem talað væri
um að smíða byssur úr plóg-
járni, þá væri umsjónarmaður
feginn að fá fregnir af því.
★
Sigfríður sagan kvað:
Það var á ’onum andskotans vartan,
og aldrei var sinnt minni kvartan,
en því skyldi ei una,
og það áttu að muna
að þetta var dýrt fyrir Kjartan.
★
í Hávamálum var Óðinn geiri
undaður=særður. í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku er sögu-
staður Wounded Knee=undað
(sært) hné. í blaði mátti lesa á
dögunum að þessi staður hét
„Undið hné“. Höfundur virðist
hafa haldið að wounded væri
sama og wound=undið, af
wind=vinda, snúa, og líklega
gert ráð fyrir því, að einhver
hafí verið með undið (snúið) hné
eftir mikil átök.
Þá eru menn enn að „hellast
úr lestinni". Eru þeir orðnir að
einhveiju pusi í skipslest í stað
þess að heltast (verða haltir)
eins og hestar í lestaferð?
P.s. í síðasta þætti féll stafur
úr vísu Stefáns í Vallanesi. ísa-
bijótur varð „ísbijótur". Beðist
er velvirðingar á þessu.