Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
Hótunin ekki
á rökum reist
í LJÓS kom að tilkynning til lög-
reglu á fimmtudagskvöld og sagt,
var frá í Morgunblaðinu í gær,
um að manni hefði verið ógnað
með haglabyssu í Grafarvogi, var
ekki á rökum reist.
Þegar vopnaðir sérsveitarmenn
komu á vettvang kom í ljós, að ölv-
aður tilkynnandinn hafði ætlað að
kaupa haglabyssu af manni. Hagla-
byssan var ósamsett í bíl. Kaupand-
inn gat ekki útvegað peninga til
kaupanna og reiddist seljandinn þá
og sló til hans með hlaupinu.
■ 4-----
Játar íkveikju
34 ÁRA kona, sem á við geðræn
vandamál að stríða, hefur játað
að hafa kveikt í pappakassa með
ýmsu dóti í anddyri hússins að
Bræðraborgarstíg 7 1. mars sl.
Konan sást í húsinu skömmu
áður en eldur kom upp og var hand-
tekin daginn eftir og játaði verknað-
inn við yfirheyrslur hjá RLR. Hún
dvelur nú á geðdeild Borgarspítal-
ans.
Til afgreiðslu strax • Opið virka daga kl. 9:00 — 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00 • Honda • Vatnagörðum 24 • Sími (9.1) 68 994)0
Stúlka í Laugarnesskóla skipulagði sjálf þátttöku í Lestarkeppninni
„Mér finnst svo
gaman að lesa“
Kvennadeild Landspítala
Mögulegt að nýta
Fæðingarheimilið
DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri Rikisspítalanna, segir að ekki sé búið
að finna lausn á húsnæðis- og starfsmannavanda kvennadeildar Land-
spítala, en nauðsynlegt sé að finna hana á allra næstu dögum. Hann
segir að til hafi staðið að rýma göngudeild krabbameinssjúkra og
koma þar fyrir aðstöðu fyrir sængurkonur. Ekki sé hins vegar tryggt
að það takist fyrir fyrirséð fæðingamet í maí. Þá segir hann að komið
hafi til tals að nýta 10 rúm á Fæðingarheimilinu í 2-3 mánuði á meðan
mest álag sé á fæðingardeildinni.
Davíð sagði að sennilega væri
hæg^; að leysa tímabundið álag með
því að rýma til í húsi kvennadeildar.
Aftur á móti yrði að hugsa málið
upp á nýtt héldi álag áfram að vera
jafn mikið. „Þannig er ljóst að ósk
stjórnamefndar við fjárlagagerð var
að fá að nýta allt Fæðingarheimilið
en ekki aðeins þau 10 rúm sem nýtt
vom undir lokin, en sú eining var
afar óhagstæð vegna smæðar
sinnar," sagði Davíð og bætti við að
sú skammtímalausn að nýta þessi
10 rúm í 2-3 mánuði hefði engu að
síður komið til tals.
Davíð sagði að sú lausn að halda
öllu Fæðingarheimilinu opnu yrði
dýrari en sú sem horft væri til innan
spítalans. „En með henni væri líka
verið að líta til framtíðar og taka
tillit til óska kvenna um mismunandi
þjónustuform," sagði Davíð.
Skipaður í stöðuna á ný
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðherra hefur skipað Matt-
hías Halldórsson, settan aðstoðar-
landlækni, í stöðu aðstoðarland-
læknis frá og með 1. mars 1993.
Hrafn V. Friðriksson, dr. med.
sótti einnig um stöðuna.
Matthías er fæddur 10. október
1948. Hann lauk læknaprófi frá HÍ,
og fékk almennt lækningaleyfí 1975.
Hann dvaldist við framhaldsnám í
heimilislækningum í Svíþjóð og fékk
almennt lækningaleyfi í Sviþjóð 1978
og fékk sænskt sérfræðileyfí í heimil-
islækningum 1979. Matthías stund-
aði nám í heilbrigðisfræðum við Nor-
ræna heilsuvemdarháskólann og árið
1990 lauk hann meistaraprófi í heil-
brigðisskipulagi og fjármögnun frá
London School of Economics and
Political Science.
íslenskt sérfræðingsleyfí í heimil-
islækningum fékk hann 1981 og árið
1985 fékk hann einnig sérfræðileyfi
í embættislækningum.
Hann var heilsugæslulæknir á
Hvammstanga og settur aðstoðar-
landlæknir 1. ágúst 1990. Frá 1990
hefur hann verið stundakennari í
félagslækningum við læknadeild
Háskóla íslands.
Við teljum þær ekki allar upp,
þar sem hver einasti hlutur sem
Honda Civic er settur saman úr,
mælir með sér sjálfur. Á sama
hátt og veikasti hlekkur keðju
segir til um gæði hennar, segir
veikasti hlutur bílsins til um
gæði hans.
LESTRARKAPP er hlaupið í flest böm út um allt land vegna
Lestrarkeppninnar miklu. Daglega berast fréttir af lesandi
krökkum úti í skógi, í strætó, jafnvel uppi í skíðabrekkum.
Allir grunnskólar á landinu taka þátt í Lestrarkeppninni miklu,
nema grunnskólar Reykjavíkur. Því er hætt við að ýmsum
Reykjavíkurbörnum finnist þau vera útundan. Morgunblaðið
varð áþreifanlega vart við þetta, þegar 11 ára stelpa, Guð-
björg Sandholt, úr Laugarnesskóla í Reykjavík hringdi og
spurði hvenær ætti að skila inn eyðublöðum. „Mér finnst svo
gaman að lesa og vil vera með,“ sagði hún.
„Mér fannst svo leiðinlegt að búning. „Lestrarkeppnin kom svo
kennaramir skyldu ekki vilja taka
þátt í keppninni, að ég spurði
bara krakkana í bekknum, hvort
þau vildu ekki vera með,“ segir
Guðbjörg. „Við verðum öll með
nema tveir krakkar." Móðir Guð-
bjargar verður ábyrgðarmaður
fyrir bekkinn.
Guðbjörgu finnst samt að kenn-
arar hefðu mátt fá meiri undir-
snögglega, að það var alveg eins
og einhver gengi inn í stofuna og
segði við kennarann: —nú átt þú
að kenna þetta! eða —nú á þetta
að vera svona, en ekki svona!“
Lesturinn gengur vel
—Hvernig gengur að fá krakk-
ana til að lesa?
„Sumir eru búnir með eina bók.
Til dæmis er einn strákurinn bú-
Morgunblaðið/Kristinn
Lestrarstund
GUÐBJÖRG með lestrarstund heima hjá sér, ásamt hluta af bekkn-
um. Guðbjörg er lengst til vinstri á myndinni, fjóshærð í grænni
peysu
inn með 200 blaðsíðna bók og
hálfnaður aðra upp á 500 blaðsíð-
ur. Þetta er miklu betra en ég
bjóst við.“
Sjálf er Guðbjörg að lesa sjö-
undu bókina. „Nú tek ég bækum-
ar alltaf með mér.“ Guðbjörg hef-
ur sannarlega nóg fyrir stafni.
Hún er á þ'órða ári að læra á
píanó, í ballett, dansi og þýskutím-
um. Einnig er hún í kórskóla
Langholtskirkju.
7.870 ÁSTÆÐURFYRIRÞVÍ •
AÐ KAUPA NÝJAN CIVIC
Atli Bjom, píanó-
leikari, erlátinn
JAZZPÍANISTINN AtU Bjorn er
látinn í Danmörku, 59 ára að aldri.
Atli var sonur Ágústu Þorvarðar-
dóttur, en hún var dóttir Þorvarð-
ar Þorvarðarsonar, fyrrverandi
prentsmiðjustjóra í Gutenberg-
prentsmiðju. Faðir Atla var dansk-
ur, Peter Bjorn, sem er látinn.
í minningargrein í Berlingske Tid-
ende er Atla minnst sem eins af
bestu jazzpíanóleikurum Danmerkur.
Hann var af bebop-kynslóðinni og lék
fyrst með saxafónleikaranum Max
Bruel og trompetleikaranum Jorgen
Ryg. Hann lék lengi á jazzklúbbnum
Vingaarden í Kaupmannahöfn og
með tríói jazzhúss Montmartre, sem
iék með m.a. Dexter Gordon og Jo-
hnny Griffín.
Atli lék inn á nokkrar hljómplöt-
ur, þar á meðal Cry me a River með
Dexter Gordon 1962. Danski út-
varpsmaðurinn Ib Skovgaard fram-
leiddi í lok áttunda áratugarins
hljómplötu með upptökum af píanó-
leik Atla, og var það eina platan sem
kom út undir hans nafni.
Atli Bjorn.
Toyota Starlet aftur fáanlegur
TOYOTA Starlet er kominn -
aftur til landsins en hann hefur
ekki verið fáanlegur hér í ára-
tug. Starlet er minnsti bíllinn
í Toyota fjölskyldunni, eigin-
lega smækkuð útgáfa af eldri
Corolla-gerðinni. Toyota-
umboðið, P. Samúelsson, kynn-
ir Starlet um helgina og verður
opið milli kl. 10 og 17 á laug-
ardag og 13 og 17 á sunnudag.
Kominn aftur
Minnsta Toyotan, Starlet, er nú aftur fáanlegur á íslandi og verður
kynntur um helgina.
Starlet er með 1300 rúmsenti-
metra og 82 hestafla vél en þar er
um að ræða sömu vélina og er í
Corollu bílunum eldri. Starlet er fá-
anlegur þriggja eða fímm hurða og
kostar fyrrnefnda gerðin 939 þúsund
krónur og sú síðarnefnda 979 þús. kr.
Loftur Ásgeirsson hjá Toyota-
umboðinu segir að ástæða þess að
Starlet sé nú fluttur inn á ný sé sú
að vantað hafí minni bíl og ódýrari
en Corollan, bíl til að mæta óskum
þeirra sem vilja smábíl sem ekki
kostar yfir eina milljón króna. •
Vi^KfinnS.Ma