Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
23
Rannsókn á spillingu á Italíu
Alvarleg áhrif
á efnahaorslífið
Róm. Reuter. ^
ÍTALSKA stjórnin varð fyrir verulegn áfalli á finuntudag
þegar þingnefnd felldi tillögu hennar um, að haldið yrði áfram
með opinberar framkvæmdir en mörg hundruð verksamninga
hafa verið fryst vegna rannsóknar á spillingu meðal stjóm-
mála- og embættismanna. Stjórnarandstaðan krafðist þess,
að Giuliano Amato forsætisráðherra segði af sér og urðu
fréttir um handtöku þriggja frammámanna hjá ríkisorkufyrir-
tækinu ENI ekki til að draga úr kröfunum.
Stjómarskrámefnd neðri deildar
ítalska þingsins samþykkti með 20
atkvæðum gegn 14, að Amato hefði
ekki heimild til að gefa út tilskipun
um, að áfram skyldi haldið með verk-
legar framkvæmdir á vegum ríkisins
en stöðvun þeirra er farin að hafa
alvarleg áhrif í efnahags- og atvinnu-
lífinu. Ef þingmenn komast að sömu
niðurstöðu verður að breyta tilskip-
uninni í venjulegt fmmvarp, sem
gæti verið að velkjast í þinginu mán-
uðum saman.
Stjómarandstaðan krefst þess, að
stjóm Amatos segði af sér og hafði
Umberto Bossi, formaður Norðurhér-
aðasambandsins, orð fyrir henni.
Vill sá flokkur skipta Italíu upp í
hálfsjálfstæðar einingar eins og í
Sviss og margir fréttaskýrendur
telja, að eins og ástandið er orðið,
sé það einmitt eining landsins, sem
sé í veði.
Fjárlagahallinn úr böndunum
í flestum Evrópuríkjum em vextir
á niðurleið en talið er, að vegna
ástandsins verði ekkert ef fyrirhug-
uðum vaxtalækkunum á Italíu í bráð.
Þá er óttast, að fjárlagahallanum
verði gefinn laus taumurinn en hann
er gífurlegur, mun líklega aukast um
8% á þessu ári og fara í 100-110
milljarða dollara. Til að ná honum
niður verður stjómin að grípa til
óvinsælla aðhaldsaðgerða en óvíst
er, að hún hafi til þess pólitískt þrek.
Reuter
Stríðsglæparéttarhöld í Bosníu
RÉTTARHÖLD hófust í Sarajevo í Bosníu í gær er ákærður fyrir að hafa myrt 29 múslima upp á
yfir tveimur hermönnum úr her Bosníu-Serba sem eigin spýtur og tekið þátt í morðum á 220 til viðbót-
sakaðir em um stríðsglæpi. Þetta er í fyrsta sinn ar. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað átta
sem dómsyfirvöld í landinu sækja meinta stríðs- múslimskum konum áður en hann drap þær. Hann
glæpamenn til saka. Myndin var tekin af öðrum hefur játað á sig flest grimmdarverkanna og kveðst
þeirra, Borislav Herak, sem er 21 árs gamall. Hann ekki hafa verið pyntaður til sagna.
Kanemaru, fyrrverandi leiðtogi stjórnarflokksins í Japan
Fimm ára vist inn-
fangelsismúra?
SHIN Kanemaru, sem forðum þótti áhrifamestur japanskra
stjórnmálamanna, á yfir höfði sér fimm ára vist innan fang-
elsismúra verði hann fundinn sekur um skattsvik og spill-
ingu. Kanemaru sem var handtekinn í síðustu viku verður
formlega ákærður í dag, laugardag.
Þriggja milljarða leynisjóður
Ákæran á hendur Kanemaru,
sem í eina tíð leiddi Fijálslynda lýð-
ræðisflokkinn í Japan, verður í
tveimur liðum. Honum er gefíð að
sök að hafa árið 1987 komið 200
milljónum jena, um 110 milljónum
króna undan skatti og bætt um
betur árið 1989 er hann gerði ekki
grein fyrir rúmum 320 milljónum
króna er hann hafði í tekjur. Verði
Kanemaru fundinn sekur er há-
marksrefsing fimm ára frelsissvipt-
ing eða fjársekt sem hljóða mun
upp á um 250
milljónir króna.
Ifyrr í þessari
viku fundust
gífurleg auðæfi í
peningaskáp á
skrifstofu Ka-
nemarus og töldu
þeir sem með
rannsókn málsins
fara nærri
liggja að þar
hefði um einn milljarður jena, um
560 milljónir króna, komið fram í
dagsljósið. Nú þegar fleiri fjárhirsl-
ur hafa fundist og gullstöngunum,
verðbréfunum og seðlabunkunum
hefur verið safnað saman þykir
sýnt að hinn huldi fjársjóður Ka-
nemarus hafi alls verið sex milljarða
jena virði, sem jafngildir rúmum
þremur milljörðum króna.
Á meðal ótíndra þjófa
Kanemaru, sem hætti afskiptum
af stjómmálum í fyrra eftir að hafa
viðurkennt að hafa tekið við ólög-
legum greiðslum, dvelst nú meðal
ótíndra þjófa og sakamanna í fang-
elsi einu í Tókýó. „Líðan hans gæti
verið betri,“ sagði lögfræðingur
hans í gær eftir að hafa fært Ka-
nemaru fatnað og mat. „Honum er
ókunnugt um að ákæran vofir yfir
höfði hans,“ bætti sá hinn sami við.
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
Verð kr. 2.995.-
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur
Domus Medico,
Egilsgötu 3,
sími 18519
V
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212
Toppskórinn,
Veltusundi,
sími 21212.
J
HASKOLABIO
sýnir stórspennumyndina A BANNSVÆÐI
MWtiiUteun
mm xpí m
þeir á rangan staö á röngum tíma
LONG RIDERS", „SOUTHERN COMFORT“)
Leikstjóri: WALTER HILL („the warriors