Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
33
Minning
Ólafur Rúnebergs-
son, Kárdalstungu
snaggaralegan mann er átti það
til að koma óvænt í heimsókn og
hlaupa rakleiðis út á tún í fótbolta
með okkur krökkunum á Gunnars-
stöðum ef þannig stóð á. Einhver
30-40 ára aldursmunur var þá
engum umhugsunarefni. Við átt-
um sama afmælisdag þrír frændur
frá Hávarðsstöðum af jafnmörgum
kynslóðum, ég, Jón og Friðrik á
Flautafelli afabróðir minn og
föðurbróðir Jóns. Þessu fylgdu þau
hlunnindi fyrir mig að fá sem
strákur að fljóta með í afmæli-
sveislur á Flautafelli þegar þær
bar upp á stórafmæli. Nú verður
ekki af því að sinni sem annars
hefði e.t.v. getað orðið að þrír
ættliðir Hávarðsstaðamanna hitt-
ust á nýjan leik til að fagna saman
afmæli hinn 4. ágúst næstkom-
andi. Þá hefði Jón orðið sjötugur,
en ungur maður af enn nýrri kyn-
slóð haldið upp á sitt fyrsta. En
svona gengur nú lífíð.
Jón var allan sinn aldur virkur
í margs konar félagsmálastarfi og
hafði fastmótaðar skoðanir á þjóð-
málum, ekki síst því sem laut að
atvinnumálum og stöðu lands-
byggðarinnar. Hann sótti mikið
fundi og sagði þá skoðanir sínar
óhikað og umbúðalaust og prýði-
lega máli farinn. Hann starfaði um
áratugaskeið að slysavamamálum
og vann brautryðjendastarf í sínu
byggðarlagi á því sviði. Hann var
gerður að heiðursfélaga í Slysa-
vamafélagi íslands í viðurkenning-
arskyni fyrir gott starf fyrir tveim-
ur ámm. Um svipað leyti var tekin
í notkun ný og glæsileg aðstaða
björgunarsveitarinnar Hafliða á
Þórshöfn, en Jón var driffjöðrin í
stofnun hennar á sínum tíma. Jón
var sýslunefndarmaður um langt
árabil og gegndi fjölmörgum öðr-
um trúnaðarstörfum um dagana.
Nú er skarð fyrir skildi og horf-
inn á braut maður sem lagði góðan
skerf til mannlífsins í fámennu
byggðarlagi með vaskleika sínum.
Ég kveð hann með þökkum og
votta Maríu, sonum þeirra og öðr-
um aðstandendum samúð mína og
fjölskyldu minnar.
Steingrímur J. Sigfússon.
Að mér sækir tregi og söknuður
þegar ég kveð kæran vin og sam-
ferðamann, Jón Kristbjörn Jó-
hannsson verslunarstjóra, sem í
dag er til moldar borinn. Jónsi,
eins og hann var ætíð kallaður,
varð bráðkvaddur laugardaginn
6. mars og kom andlát hans mjög
Minning
Fæddur 8. ágúst 1924
Dáinn 8. mars 1993
Á hvítasunnu fyrir fimm árum
komu saman í Setbergskirkju flest
okkar sem fermst höfðu þar fyrir
50 árum til þess að halda upp á
afmælið í sameiningu. Þetta var
ánægjuleg stund. Þar á meðal voru
þrjú systkinabörn sem nú eru öll
látin. Þau voru Hallgrímur Péturs-
son, Kristólína Guðmundsdóttir og
nú kveðjum við Þorkel Gunnarsson
sem lést í Landspítalanum 8. þ.m.
Þorkell fæddist að Akurtröðum
í Eyrarsveit og átti þar heima allt
sitt líf. Foreldrar hans voru Gunnar
Guðmundsson og Matthildur Jóns-
dóttir, en hún lést þegar Þorkell var
12 ára. Systkini hans voru þrjú,
Friðjón, sem nú er látinn, Gísli, sem
búsettur er í Reykjavík, og Guðrún,
sem búsett er í Bandaríkjunum. Það
var erfitt að missa móður sína svo
ungur, en faðir hans hélt heimili
áfram með hjálp systur sinnar,
Guðrúnar, sem reyndist þeim ákaf-
lega vel, en hún var um kjurt á
Akurtröðum þar til Þorkell kvænt-
isfy
Árið 1956 kvæntist Þorkell eftir-
á óvart, þar sem hann hafði alla
tíð verið mjög hraustur og vann
ennþá fullan vinnudag.
Þegar ég lít til baka yfír farinn
veg og rifja upp kynni mín af Jónsa
hlaðast upp minningar um góðan
vin og fyrrverandi samstarfsmann.
Ég kynntist Jónsa fyrst sumarið
1976, er ég hóf störf sem kaupfé-
lagsstjóri hjá Kaupfélagi Langnes-
inga á Þórshöfn. Jónsi var þá versl-
unarstjóri við byggingarvöruversl-
un Kaupfélagsins og var því sam-
starfsmaður minn þau tólf ár sem
ég starfaði hjá Kaupfélagi Lang-
nesinga. Jónsi hóf störf hjá Kaup-
félaginu sem verslunarstjóri bygg-
ingarvöruverslunar árið 1971 og
gegndi því starfi af dugnaði og
samviskusemi allt til dauðadags.
Áður hafði hann um nokkurra ára
skeið starfað sem verkstjóri við
radarstöðina á Heiðarfjalli. Auk
þess stundaði Jónsi sjómennsku og
ýmis önnur störf.
Jón var kvæntur Maríu Jóhanns-
dóttur frá Þórshöfn, og lifir hún
mann sinn. Þau eignuðust þrjá
syni, sem allir eru uppkomnir og.
búnir að stofna sín eigin heimili.
Þeir eru: Jóhann Amgrímur, fram-
kvæmdastjóri á Þórshöfn, Rafn,
vélstjóri á Þórshöfn, og Hreggvið-
ur, nemi við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum.
Þegar í upphafi starfs míns á
Þórshöfn tókst með okkur Jónsa
gott samstarf sem aldrei bar
skugga á þau tólf ár sem við störf-
uðum saman. Jónsi lét sér hag
fyrirtækisins sem hann starfaði
fyrir miklu skipta og tók virkan
þátt í lífsbaráttu íbúa héraðsins,
bæði til sjávar og sveita. Hann lét
sér málefni sveitanna við Þistilfjörð
miklu varða og bar hag bænda
fyrir brjósti. Hann var einnig til
langs tíma deildarstjóri Þórshafn-
ardeildar Kaupfélagsins og tók
ætíð virkan þátt í störfum á aðal-
fundum félagsins.
Starf sitt rækti Jónsi af ánægju
og dugnaði. Hann byggði upp og
mótaði frá upphafi byggingarvörji-
verslun Kaupfélagsins, fyrst í
fremur litlu húsnæði, en síðar í
nýbyggingu, sem tekin var í notk-
un sumarið 1981. Jónsi átti veg
og vanda að undirbúningi þeirrar
framkvæmdar og skipulagði og tók
þátt í því verki á öllum stigum
þess. Byggingin tókst með miklum
ágætum og fannst mér hann alla
tíð stoltur af henni. Jónsi var afar
stundvís maður til vinnu og komst
á sá siður hjá okkur tveimur að
ég leit við hjá honum á morgnana,
og að vinnudegi loknum kom hann
lifandi konu sinni, Mörtu Böðvars-
dóttur. Þau eignuðust tvo syni og
búa þeir báðir í Grundarfirði, Þor-
kell Gunnar múrari, kona hans er
Olga Einarsdóttir og eiga þau tvö
böm; Sigurður rafvirki, hans kona
er Dagný Jeremíasdóttir og eiga
þau tvö börn. Fyrir átti Marta þijá
syni, Böðvar, Má og Finn, og voru
þeir meira og minna hjá þeim. Var
Þorkell þeim sem faðir. Nú í seinni
tíð era börn þeirra iðulega á Akur-
tröðum á sumrin. Reyndar hafa
mjög mörg ungmenni verið á Akur-
tröðum á sumrum og höfðu Þorkell
og Marta sérstaklega gott lag á
börnum. Var gaman að heyra Þor-
kel tala um vinnumennina sína sem
hann talaði um sem duglegt fullorð-
ið fólk.
Þegar við Þorkell vorum að alast
upp í Framsveit var þar mikill fjöldi
ungmenna og stutt á milli bæja sem
reyndar er enn þó að nokkur býli
hafi farið í eyði. Á árunum fyrir
stíð var búið á þrettán eða fjórtán
bæjum frá Setbergi að Hjallabjam-
areyri að þeim meðtöldum og næst-
um á hveijum £æ voru börn og
unglingar og reyndar fólk á öllum
aldri. Já, maður átti margt sporið
ætíð við á skrifstofunni hjá mér
og voru þá málefni fortíðar, nútíð-
ar og framtíðar rædd, og var þá
oft farið um víðan völl.
Strax í upphafi veru minnar á
Þórshöfn var ég tíður gestur á
heimili þeirra hjóna, Jónsa og
Maju. Heimili þeirra hjóna kom
mér strax fyrir sjónir sem mikið
myndarheimili og þar var gestrisni
í hávegum höfð. Mikill samgangur
og vinátta varð milli okkar Öddu
og þeirra hjóna. Alltaf var uppör-
vandi og skemmtilegt að koma í
heimsókn til þeirra, hvort sem set-
ið var að spilum eða bara spjallað
um daginn og veginn.
Ánægjulega og eftirminnilega
ferð fórum við fjögur saman með
Norrænu til Færeyja sumarið 1986
og ferðuðumst um eyjamar í mjög
góðu og björtu veðri. Sú ferð er
okkur ógleymanleg, enda
skemmtilegir ferðafélagar þar sem
þau Jónsi og Maja voru, og léttleik-
inn og gamansemin í fyrirrúmi.
Eftir að við Adda fluttumst frá
Þórshöfn til Sauðárkróks vorið
1988 minnkuðu að sjálfsögðu sam-
skipti okkar fjögurra, en af og til
var þó talað saman í síma og eins
komum við annað slagið til Þórs-
hafnar, nú síðast í júlí á síðasta
ári. Að venju voru viðtökur góðar
og alltaf jafn skemmtilegt að heim-
sækja þau Jónsa og Maju. Síst af
öllu hefði okkur dottið í hug þá
að það væri í síðasta skipti sem
við hittum Jónsa og að næsta ferð
okkar til Þórshafnar yrði farin til
þess að vera viðstödd útför hans.
Jón Kr. Jóhannsson var sam-
vinnu- og félagshyggjumaður að
lífsskoðun og fór ekki dult með
það. Hann var trúr sinni hugsjón
og bar hag byggðarlags síns fyrir
bijósti, hvort sem hann starfaði á
vettvangi kaupfélagsmála, í stjóm
Sparisjóðsins eða sveitarstjóm.
Hann var auk þess mikill heimilis-
maður og kunni vel að meta það
myndarlega heimili sem Maja bjó
honum og fjölskyldu þeirra.
Að lokum viljum við þakka allar
þær samverustundir sem við áttum
með Jónsa og vissulega eram við
auðugri en ella að hafa átt þess
kost að kynnast honum og um-
gangast hann í jafn ríkum mæli
og við gerðum.
Elsku Maja, við vottum þér og
fjölskyldu þinni okkar innilegustu
samúð. Megi góður Guð styrkja
ykkur á erfíðum tímum.
Blessuð sé minning Jóns Kr.
Jóhannssonar.
Þórólfur og Andrea.
á milli bæja þá, þó að erindið væri
oft lítið. Sækja hesta, líta eftir kind-
um, fara með bréf og annað smá-
legt. Við Þorkell vorum mikið sam-
an sem unglingar þó að við væram
ólíkir að ýmsu leyti. Þorkell varð
snemma stór og sterkur, lipur og
íþróttamaður góður. Hans ljúfa
lund laðaði mann að honum og
glettnin í brosti hans var svo falleg.
Þannig var hann þegar við kvöddum
þau hjón síðast.
Þegar við urðum eldri störfuðum
við saman í ýmsum félögum, þar á
meðal í sveitarstjóm. Alltaf var
gott að leita til Þorkels hvers sem
þurfti með og fyrir það vil ég þakka.
Þegar við minnumst Þorkels,
minnumst við góðs drengs sem
gerði hvers manns greiða ef hægt
var. Vora þau hjón samtaka þar
eins og í öðru. Það var gott að
heimsækja þau að Akurtröðum.
Manni leið alltaf vel í stofunni hjá
þeim. Þetta fundu bæði fullorðnir
og böm, enda er fólk, sem laðar
að sér ungmenni, gott fólk.
Að lokum við ég þakka fyrir sam-
verana nú þegar þessu æviskeiði
er lokið og kveðja Þorkel með þessu
versi úr 4. Passíusálmi:
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð I þinni hlíf.
Við hjónin vottum þér, Marta,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum innilega samúð. Guð styrki
ykkur í sorginni.
Halldór Finnsson.
Það hefur löngum verið lán ein-
stakra byggðarlaga að þar búa hag-
leiksmenn, sem geta’ lagfært eða
endumýjað þá hluti sem miður fara.
Þetta hefur komið betur í ljós á
seinni árum, er tæknivæðing hefur
aukist hröðum skrefum.
Ólafur Rúnebergsson ól allan sinn
aldur í föðurgarði í Káradalstungu
í Vatnsdal. Hann leitaði sér ekki
menntunar eftir að skyldunámi lauk,
en kaus að sinna bústörfum og eftir
því sem til féll, smíðum eða vélavið-
gerðum. Eftir á að hyggja er þetta
vel skiljanlegt, enda var Olafur hag-
leiksmaður af guðs náð. Reyndar var
hugur Ólafs alltaf bundinn við véla-
viðgerðir og þrátt fyrir erfiðar að-
stæður tókst honum að koma sér
upp ágætlega búnu verkstæði.
Það skipti litlu máli hvemig tæki
var um að ræða, er honum vora
færð til viðgerðar og hvort það var
til viðgerða eingöngu eða til endur-
bóta. Ólafur hófst jafnan ótrauður
handa við verk sitt. Kannski hallaði
hann örlítið undir flatt og lét nokkur
fleyg orð falla um viðkomandi tæki
eða hver bilunin var.
Fyrir mig, sem hafði ákveðið að
leita mér menntunar, vora ferðir
heim í skólafrí alltaf tilhlökkunar-
efni, enda að mörgu að gæta þegar
á heimaslóðir var komið. Það var
alltaf ánægja að fylgjast með því
sem var að gerast í dalnum og hvem-
ig einstaka bændum vegnaði.
Oftar en ekki lá leiðin að lokum
að Káradalstungu til að kíkja í skúr-
inn þjá Ólafi og ræða um landsins
gagn og nauðsynjar. Oft vora þessar
heimsóknir til Ólafs nokkurs konar
vendipunktur ferðarinnar.
Þegar leið að slætti tók undirbún-
ingur heyskapar við og var þá ómet-
anlegt að hafa viðgerðarmanninn
nánast við túngarðinn, en um há-
annatímann eru frátafir dýrar. Ólaf-
ur var þá alltaf reiðubúinn að veita
nágrönnum sínum aðstoð ef eitthvað
____________Brids________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Frá Skagfirðingum í
Reykjavík
Ekki verður spilað í sunnudagsbrids
næsta sunnudag.
Síðasta þriðjudag var eins kvölds
tvímenningur hjá Skagfirðingum. Góð
mæting var, þrátt fyrir landsleikinn
við Svía Hátt í 40 spilarar mættu til
leiks. Úrslit urðu:
N/S:
Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 268
EðvarðHalIgrimsson-JóhannesGuðmannss. 249
ÞórirLeifsson-ÓskarKarlsson 246
Lárus Hermannsson - Guðlaugur Nielsen 243
A/V:
Andrés Ásgeirsson - Ásgeir Sigurðsson 255
GuðlaugurSveinsson-MagnúsSverrisson 249
Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 239
Benedikt Helgason - Gylfi Jón Gylfason 232
Alla þriðjudaga er eins kvölds tví-
menningskeppni hjá Skagfirðingum í
Reykjavík. Spilamennska hefst kl.
19.30. Ailt spilaáhugafólk velkomið.
Spilað er í Drangey við Stakkahlíð 17.
Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson.
Bridsdeild Barðstrend-
ingafélagsins
Nú er lokið firmakeppni deildarinn-
ar og varð lokastaðan þessi:.
Pétur O. Nikulásson 584
Spilarar Friðjón Margeirsson,
Valdimar Sveinsson.
Nói Síríus hf. 583
Spilarar Egill Haraldsson, Ragnar
Björnsson.
Smurstöðin í Hafnarstræti 375
Spilarar Anton Sigurðsson, Ámi
Magnússon.
Starfsmannafélag Samskipa hf. 567
Spilarar Skarphéðinn Lýðsson, Guð-
bjöm Eiríksson.
Samskip hf. 566
Spilarar Kristján Jóhannsson,
Guðm. Sigurvinsson.
Deildin þakkar öllum þeim fyrir-
tækjum sem veittu henni stuðning í
þessari keppni. Mánudaginn 15. mars
nk. hefst 5 kvölda barómetertvímenn-
ingskeppni. Getum bætt við fleiri pör-
bilaði. Oft var vinnudagurinn þá
langur.
Olafur átti sér marga drauma
varðandi umbætur heima fyrir.
Suma lét hann rætast. Vil ég sér-
staklega nefna tvö verkefni sem ég
tel að beri vott um kjark Ólafs til
að takast á við framandi verkefni.
í samvinnu við vísindamenn við
Raunvísindastofnun Háskóla íslands
byggði Ólafur vindmyllu er skyldi
notuð til að hita upp íbúðarhúsið í
Káradalstungu. Þetta var ekki
þrautalaust, þar sem lítil reynsla var
til staðar hérlendis, er varðaði bygg-
ingu slíkra mannvirkja. Vindmyllan
fór í gang og skilaði sínu um stund.
En áður en Olafi tókst að klára þetta
margslungna verkefni missti hann
heilsuna.
Ólafur ákvað einnig að virkja litla
á, er rann við túngarðinn og hóf
ótrauður verkið. Þetta vann hann í
samvinnu við Hjálmar son sinn og
tókst það farsællega.
Þegar litið er til baka er margra
ánægjustunda að minnast, þegar við
voram í sameiningu að reyna að lag-
færa eitthvað sem hafði bilað.
Ánægjan fólst ekki eingöngu í því
að vinna með Ólafi og ná oft að
gera betur en forsendur leyfðu að
maður gæti vænst. Hluti ánægjunn-
ar fólst í að félagsskapurinn við
Ólaf var einnig mikils virði, enda var
honum góð frásagnargáfa í blóð
borin, athugasemdir hans og tilsvör
oft stórskemmtileg.
Fyrir allnokkrum áram veiktist
Ólafur alvarlega og háði langa bar-
áttu við að ná heilsu aftur. Sú bar-
átta vannst aldrei til fulls, þrekið
var skert, þótt andinn væri óbugað-
ur. Það var þungbært að sjá þennan
hæfileikamann þurfa að sitja að-
gerðarlausan, þótt verkefnin væru
ærin.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
orðum með því að votta þeim Sig-
rúnu og Hjálmari samúð mína.
Páll Gíslason.
I
um. Spilastjóri er ísak Öm Sigurðs-
son. Þeir sem hafa áhuga á að vera
með eru beðnir um að láta Ólaf í síma
71374 vita.
Bridsfélag kvenna
Sl. mánudag lauk sveitakeppninni
með sigri sveitar Ingu L. Guðmunds-
dóttur, í sveitinni voru auk fyrirliðans
Hanna Friðriksdóttir, Anna ívarsdóttir
og Gunnlaug Einarsdóttir, annars varð
lokastaðan þessi:
Sv. Ingu L. Guðmundsdóttur 245
S v. Ólínu Kj artansdóttur 244
Sv. Hrafnhildar Skúladóttur 217
Sv. Gullveigar Sæmundardóttur 209
Sv. Ólafíu Jónsdóttur 194
Næsta keppni félagsins verður
parakeppni og geta pör skráð sig í s.
32968 (ðlína) og 689360 á skrifstofu
BSÍ. Laugardaginn 20. mars verður
síðan árshátíð félagsins haldin á
Holiday Inn og hefst kl. 11 f.h. Upplýs-
ingar í s. 46925 (Biyndís), 612112
(Guðný) og 32968 (Ólína).
Vesturlandsmót í tvímenningi
Vesturlandsmótið í tvímenningi
verður haldið á Akranesi dagana 3.
og 4. apríl nk. Þátttaka tilkynnist til
Þórðar Elíassonar í síma 93-11104
eða Einars Guðmundssonar, sími
93-11080, fyrir 1. apríl.
Bridsklúbbur Félags eldri
borgara, Kópavogi
Spilaður var tvímenningur þriðju-
daginn 9. mars 1993 og mættu 18
pör. Spilað var í tveimur riðlum 10 og
8 para og urðu úrslit:
A-riðli
Jóhanna Gunnlaugsd. - Hersv. Breiðfjörð 134
Ingiríður Jónsd. — Helgi Pálsson 124
JónFriðriksson-EnarEysteinsson 119
GarðarSigurðsson-EysteinnEinarsson 115
Meðalskor 108 stig.
B-riðill
Ásthildur Sigurgfslad.—Lárus Amórsson 105
ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 98
FriðgeirÁgústsson-Guðm.Á.Guðmundsson 98
Meðalskor 84 stig.
Næst verður spilað þriðjudaginn 16.
mars kl. 19 á sama stað og venjulega.
Á
Þorkell Gunnars-
son, Akurtröðum