Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 36

Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 fólk í fréttum NORFOLK Islenskir drykkir á þorrablótinu Færri komust að en vildu í þorrablót Islenzk-ameríska félagsins í Norfolk, en 220 manns sátu hófíð 20. febrúar sl., þar sem meðal annnars var á borðum Víkingabjór og íslenzkt Coca Cola. Oft hafa þorrablótin í Norfolk þótt góð en flestir töldu þetta það albezta. Með íslenska þorramatnum gátu þeir sem vildu fengið kælt íslenzkt brennivín. Svo vel líkaði maturinn að allt kláraðist áður en gestir hurfu heim eftir mikinn fjöldasöng, dans og margs konar uppákomur og gaman. Meðal gestanna voru tvær fyrrverandi Azaleu-prinsessur, Kristín Guðjónsdóttir og Magnea Roper, og verðandi Azaleu-prins- essa félagsins, Anna Fungo. Að gömlum sið þorrablótsins voru foreldrar hennar skrýddir kórón- um sem kóngur og drottning og setur sú athöfn svip á þorrablót- ið. Á stuttum aðalfundi sem hald- inn var í upphafí borðhalds var ákveðið að lækka aldurstakmark frífélaga úr 75 árum í 70 ár og að hefja þegar undirbúning að veglegri hátíð í sambandi við 50 ára afmæli islenzka lýðveldisins 1994. Meðal vinninga í happdrætti félagsins voru tveir frímiðar frá TVA á hvaða flugleið félagsins sem vinnandi kýs sér. Þá gáfu Flugleiðir 90% afsláttarmiða til íslands og út aftur og einnig var dregið um 40 fímm punda pakka af íslenzkum físki og íslenzkan bjór. Happdrættismiðar seldust fyrir 1.500 dollara og er það nýtt met, enda verðmætir vinn- ingar í boði. Ljósmynd/Ransy Morr John Allen Morr ásamt föður sínum, Earle Allen Morr, og unnustu sinni, Jean Stringfellow, við matarborðið. John er sonur blaðaljós- myndarans Ransy Morr sem lengi hefur starfað bjá Newport News í Virginiu og Earle er eiginmaður hennar. Gunnar Guðjóns- son og Elsa Parr voru á fullri ferð í dansinum þegar Sesselja Sig- geirsdóttir Sei- fert, á íslenzkum búningi, bland- aði sér í dansinn. Sesselja hefur verið forseti fé- lagsins um 8 ára skeið og notið dyggUegrar að- stoðar manns síns, Bobs Seif- erts, við að gera félagið eitt hið athafnasamasta af öllum íslend- ingafélögum í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/A.St. VINATTA Nokkrir menn sem unnu við lagningu veganna yfír Holta- vörðuheiði og Vatnsskarð, en það voru með erfíðustu fjallvegum, hitt- ust nýlega í Staðarskála í Hrúta- fírði. Sátu þeir saman eina kvöld- stund yfír þorramat og rifjuðu upp minningar frá þeim árum sem unn- ið var við vegina. Magnús Gíslason veitingamaður í Staðarskála og Elís Jónsson um- dæmisverkstjóri Vegagerðarinnar í Borgamesi kölluðu mennina saman. Elís sagði að þessi hugmynd hefði borist í tal milli þeirra Magnúsar snemma vetrar og þeir látið verða af þessu nú. Morgunblaðið/Magnús Gislason Yegavinnumenn hittast til að rifja upp gamlar minningar Vegavinnumennimir rifjuðu upp gamlar endurminningar, vega- vinnubragi og ljóð. Þeir yngstu eru rúmlega fímmtugir og þeir elstu á níræðisaldri. Magnús sagði að þeir hefðu greinilega haft mjög gaman af þessari samverustund. V ega vinnumenn hittast Hluti mannanna sem lögðu vegina yfir Iloltavörðuheiði og Vatns- skarð, f.v.: Gísli Þorsteinsson á Hvassafelli, Þorkell Zakariasson í Brandagili, Matthías Johannessen í Reykjavík, Sigurþór Helgason í Borgarnesi, Elís Jónsson i Borgarnesi, Gunnar Haraldsson á Bálka- stöðum, Geir Jónsson í Dalsmynni, Jón Jónsson á Melum, Karl Jóns- son frá Klettstíu og Böðvar Þorvaldsson á Akurbrekku. FJÖLGUN Morgunblaðið/KAX Jóhann vann alla Skákskóli íslands stóð fyrir fjöltefli i Melaskóla fyrir skömmu, en þar er mikill skákáhugi. Jóhann Hjartarson stórmeistari tefldi við 25 nemendur og 2 kennara og skemmst frá að segja að Jó- hann vann allar skákirnar. Molby slyngiir með bleyjumar Danski knattspyrnusnillingur- inn Jan Melby sem leikur með enska stórliðinu Liverpool hefur reynst vera útsjónarsamur og sérstaklega snjall á fleiri sviðum heldur en inni á vellinum í seinni tíð. Annáluð er til að mynda fæmi hans í bleyjuskiptingum, en það hefur verið nóg að stússa á þeim vettvangi að undanfömu, eða eftir að ensk sambýliskona hans Mandy varð léttari á dögunum. í heiminn kom Karina, tekin með keisaraskurði, og heilsast öll- um vel. Meðgangan var strembin og þurfti Mandy að vera rúmföst síðustu vikurnar, en allt fór þó á besta veg. Fyrir átti Mandy dreng- inn Kingsley frá fyrra hjónabandi. Molby stakk upp á nafninu Karina og samþykkti Mandy það óðar. Taldi Molby nafnið henta vel hvort heldur notað væri í Danmörku eða Bretlandi. Agnetha FHltskog er nú skilin við annan eiginmann sinn, lækninn Tóm- as Sonnenfeld. SvSoÐ Agnetha skilin Agnetha Fáltskog, ein fjórmenning- anna úr ABBA-sönghópnum, er skilin við eiginmann sinn, lækninn Tómas Sonnenfeld. Hjónabandið entist ekki nema í tvö ár, en skilnaðurinn hefur far- ið hljóðlega, því sænska pressan uppgötv- aði hann fyrst nú í vikunni. Það var hins vegar í október síðastliðnum sem þau sóttu um skilnaðinn. Agnetha, sem er 42 ára, var áður gift Bimi Ulvaeus, en hann var annar þeirra sem stóð bak við B-in í ABBA. í kvöld Aóqanqseyrir kr. 600. Nk. mióvikudaq fögnum viö St. Patricks Day, þjóóhútíóardegi Ira. Paul Malone and his Orchestra, Tony Mellon frá írlandi, skemmta. Spaugog tónlist frá írlandi. fn™ föstudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.