Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
Ágúst Sigurðsson
forstjóri - Minning
Ég var svo lánsamur að kynnast
þeim góða manni Ágústi Sigurðssyni
á síðastliðnu ári. Því miður urðu
kynni okkar allt of skammvinn.
Það er erfitt að lýsa þeim áhrifum
sem hann hafði á mig við fyrstu
kynni. Þeir sem voru svo heppnir
að þekkja hann skilja hvað ég á við.
Við Agúst urðum perluvinir fyrir
lífstíð eftir að ég og kona mín höfð-
um notið gestrisni hans og Rakelar
Olsen hans yndislegu konu.
Við hjónin hrifumst strax af góð-
vild hans og hve heill hann var og
sannur. Hef ég fáum kynnst á lífs-
leiðinni sem haft hafa jafn hrífandi
persónuleika og hann, að tengdaföð-
ur mínum, Jónasi Sveinssyni, látn-
um. Nú hefur sagan endurtekið sig
nema hvað nú er það maður á besta
aldri sem fallinn er í valinn, aðeins
58 ára gamall. Sorgin hefur því
greypst djúpt í vitund okkar.
Ágúst bar þess ekki merki að
hafa upplifað hinn oft á tíðum mis-
kunnarlausa heim viðskiptanna.
Hann hafði tekið við_ góðu búi af
föður sínum, Sigurði Ágústssyni, og
gert það að stórveidi án þess að
þurfa að leggja til nokkurs manns.
Hann naut því virðingar og velvilja
allra sem til hans þekktu.
Við höfðum ákveðið að á sumri
komanda myndum við hittast oft og
hlökkuðum við hjónin til þess að
upplifa sumarfegurð í Stykkishólmi
og nágrenni. Eins og hendi sé veifað
er hann allur.
Þessi sorgartíðindi bárust mér til
Flórída og skrifa ég þessar línur á
leið minni til íslands til að votta
Ágústi virðingu mína í hinsta sinn.
En lífið heldur áfram; einn fer þá
annar kemur.
Hinn 9. október síðastliðinn gerð-
ist lítið undur, þá fæddist bamabam
okkar, Ragnheiður Rakel Dawn, sem
er dóttir Ragnheiðar dóttur minnar
og Sigurðar einkasonar þeirra Ág-
ústar og Rakelar. Sigurður er eftir-
mynd foreldra sinna, töfrandi og
hlýr, og sýnist okkur sú stutta ætla
að erfa þá eiginleika einnig.
Ég og eiginkona mín, Ragnheiður
Jónasdóttir, vottum nánustu ætt-
ingjum dýpstu samúð okkar.
Samheldni og kærleikur er gæfa
þessarar fjölskyldu og þangað mun
hún sækja styrk á þessari erfiðu
stundu.
Við erum þess fullviss að Ragn-
heiður Rakel mun viðhalda minning-
unni um yndislegan afa, enginn get-
ur /arið fram á meira.
Ég ætla að vitna í ljóðlínur í
skosku kvæði: Ágúst, ég þekkti þig
trauðla, samt grætur hjarta mitt.
Bert Hanson.
Það var í upphafi árs 1986 að við
hittumst nokkur hjón í skíðabrekk-
um Austurríkis. Með okkur tókst
góður kunningsskapur og áttum við
þar saman margar ánægjustundir. í
þessum hópi vom þau hjón Rakel
og Ágúst. Þetta var upphafið að
þeim vináttuböndum sem við þá
bundumst, sannkallað vináttufélag.
Ágúst Sigurðsson sem nú er
kvaddur hinstu kveðju er okkur sam-
ferðamönnunum ógleymanlegur.
Hann hafði til að bera reisn og höfð-
inglegt yfirbragð í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Það er sama hvert
litið er. Allt var gert með því hugar-
fari að vanda skyldi til allra verka,
en láta ógert ella. Ágúst var list-
rænn og skapandi maður með næmt
Sérfræðingar
) liiómaskivylinmnn
\ ió öll la'kilirri
»blómaverkstæði I
INNA«J
Skolavörðustig 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
auga fyrir fegurð. Aldrei heyrðist
Ágúst leggja öðmm mönnum illt
orð, það var einfaldlega ekki hans
háttur.
í einkalífinu var Ágúst mikill
gæfumaður. Rakel Olsen var ekki
einungis góður lífsfömnautur og
móðir bamanna þeirra fjögurra,
heldur var hún jafnframt stoð hans
og stytta við umfangsmikinn rekstur
fyrirtækja þeirra. Rakel laðaði fram
alla þá góðu kosti sem Ágúst hafði
til að bera.
Heimili kjörforeldra Ágústs,
þeirra Jóhönnu Helgadóttur og Sig-
urðar Ágústssonar útgerðar- og al-
þingismanns, var annálað fyrir
rausnarskap. Þar ólst Ágúst upp við
mikið ástríki foreldra sinna.
Það má með sanni segja að Ágúst
hafi fetað í sömu fótspor. Þeir sem
notið hafa gistivináttu þeirra hjóna
í Stykkishólmi vita hvað átt er við
þegar orðið höfðingsskapur er notað
til að lýsa móttökum á því heimili.
Við rekstur fyrirtækja sinna kom
fram áköf leit Ágústs að því hvemig
unnt væri að gera betur, finna nýja
og fullkomnari tækni, auka gæði,
afla markaða og fá betra verð. Búa
vel að starfsfólki og snyrta og fegra
umhverfið. Þetta vom hans aðals-
merki.
Eitt var það tómstundagaman
sem Ágúst naut sín hvað best í. Við
stýrið á skútu sinni sem hann nefndi
„Busla mín“ var hann í essinu sínu.
Ogleymanleg er ferð okkar í skíða-
klúbbnum sem við fórum um hvíta-
sunnuna fyrir sex ámm. Siglt var
frá Kaupmannahöfn um Eyrarsund
í nokkra daga. Áhöfnin var ekki upp
á marga físka í byijun, en undir
styrkri stjóm Ágústs óx okkur ás-
megin og við létum okkur ekki muna
um að sigla þótt veður gerðust vá-
lynd.
Um miðjan desember síðastliðinn
kom hópurinn saman í síðasta skipt-
ið. Vitað var að framundan var erfið
hjartaaðgerð, en það ætlaði Ágúst
ekki að láta koma í veg fyrir að
bjóða okkur í aðra siglingu í haust.
Förinni skyldi heitið um Eystrasaltið
austanvert. En forsjónin hefur tekið
fram fyrir hendumar á okkur og nú
stýrir Ágúst fleyi sínu um óravíddir
alheimsins.
Ég vil fyrir hönd ferðafélaganna
Öddu og Haralds Haraldssonar,
Lellu og Sveins Jónssonar, Bimu og
mín senda þér, kæra Rakel, bömum
þínum og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
biðjum góðan guð að gefa ykkur
styrk á sorgarstundu.
Einar Sveinsson.
Það er sorgleg staðreynd og ótrú-
leg, að Ágúst Sigurðsson, maður
sem fyrir fáeinum vikum var geisl-
andi af lífsgleði og starfsorku og
fullur af ferskum hugmyndum um
framtíðina, skuli nú allt í einu vera
horfinn af sjónarsviðinu. Með frá-
falli hans er stórt skarð höggvið í
hóp þéirra, er mestan svip hafa sétt
á bæjarlífíð í Stykkishólmi á undan-
förnum áratugum. Við hér í apótek-
inu munum sakna hans sárlega sem
vinar og nágranna og minnast allra
góðu samverustundanna og hugsa
til alls þess, sem við áttum eftir að
gera saman. Fyrir rúmum tveimur
vikum kom hann til okkar kvöld-
stund og ræddum við þá ýmis áform
um framtíðina og nýjar hugmyndir,
sem hann var með um endurbætur
á tækjabúnaði við rækjuvinnslu. Það
var einmitt einkenni hans að horfa
fram á veg, vera opinn og jákvæð-
ur. En þegar litið er til baka má
segja að hann hafi samt.verið maður
allra tíma.
Ágúst var maður fortíðarinnar í
þeim skilningi, að hann bar virðingu
fyrir arfleifð fyrri kynslóða, bæði í
listum, menningu og húsagerðarlist.
Hann var sjálfur listfengur og mik-
ill listunnandi. Hann og eiginkona
hans hafa lagt einstaka alúð og
vinnu í að endumýja gömul hús er
voru í þeirra eigu í Stykkishólmi.
Þau Ágúst létu færa skrifstofu föður
hans í upphaflegt horf af alkunnri
smekkvísi og myndarbrag og verið
er að endurbyggja íbúðarhús for-
eldra hans.
Ágúst var maður nútíðarinnar.
Hann var heimsmaður, sem fylgdist
vel með því, sem var að gerast í
kringum hann og hafði mikinn
áhuga á öllum tækninýjungum, og
þá sérstaklega þeim, er horft gátu
til bóta í atvinnulífinu. Má þar með-
al annars nefna að nota tölvur við
rekstur fyrirtækja og við hönnun
tækjabúnaðar. Ágúst kunni hand-
bragðið við ótal hluti og var óspar
á að miðla öðmm þekkingu sinni og
fæmi. Síðastliðinn Þorláksmessudag
kom hann og kenndi okkur að ham-
fletta ijúpur, sem hann gerði af
þeirri snilld, er honum einum var
lagin. Hann kenndi drengjunum okk-
ar að skræla suðræna ávexti, og
ógleymanleg em kvöldin, er hann
eldaði japanskt sushi eða bjó ítalska
spaghettísósu. Allt umhverfi hans
einkenndist af stakri smekkvísi,
snyrtimennsku og reglu.
Ágúst var og verður fyrst og
fremst maður framtíðarinnar. Hann
var sífellt að hugsa um framtíðina,
hvemig bæta mætti hitt og þetta,
allt frá fiskvinnsluvélum og hagræð-
ingu í framleiðslu til menntunar
ungu kynslóðarinnar. Hann hafði
óbilandi trú á íslensku þjóðinni,
hæfileikum hennar og getu til að
ráða fram úr öllum erfiðleikum.
Andlát Ágústs Sigurðssonar er
ekki aðeins mikill missir fyrir fjöl-
skyldu hans og vini, heldur líka
Stykkishólmsbæ og þjóðina í heild.
Við vottum fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð og kveðjum hann með
þakklæti og söknuði.
Erlendur Jónsson og
Hanna María Siggeirsdóttir,
Stykkishólmi.
„Það syrtir að, er sumir kveðja."
Þessi fleygu orð koma mér og minni
flölskyldu í hug, þegar Ágúst Sig-
urðsson er kvaddur hinsta sinni.
Hann kom til okkar í heimsókn,
bjartsýnn og yfirvegaður, til að segja
okkur frá mikiilli hjartaaðgerð, sem
stæði fyrir dymm. Að hér væri um
alvarlega lífshættu að ræða var ekki
á dagskrá, 'erida virtíst hann sann-
færður um að allt færi vel.
Samtalið snerist brátt um hans
áhugamál. Hann fræddi okkur um
mikla og nýja atvinnuuppbyggingu
í rækjuvinnslu með fullkomnustu
tækni sem völ er á. Einnig var spjall-
að um skelfiskvinnsluna, sem hann
var frumkvöðull að og hefur verið
Stykkishólmi mikil lyftistöng. Eng-
inn barlómur, aðeins bjartsýni og
áræði einkenndu umræðu hans eins
og vant er.
Foreldrar hans voru Sigurður
Ágústsson, alþ.m;, kaupm. og út-
gerðarmaður í Stykkishólmi, og
kona hans, Ingibjörg Helgadóttir frá
Karlsskála. Ágúst var innan við
fermingu, er undirritaður giftist
yngstu móðursystur hans, sem átti
sín bernskuár í Stykkishólmi og var
síðan oft á æskuárum á heimili for-
eldra hans. Hún var alltaf að „koma
heim“, þegar Stykkishólmur og
Breiðafjörðurinn birtust. Kynni okk-
ar Ágústs stóðu því meginhlutann
af hans æviskeiði.
Sigurður Ágústsson var óumdeild-
ur héraðshöfðingi vestra í nær hálfa
öld. Hann var gerður að heiðurs-
borgara Stykkishólms eins og faðir
hans, Ágúst Þórarinsson, á sínum
tíma.
Heimili Ingibjargar og Sigurðar
var í einu elsta húsi Stykkishólms,
sem hafði mjög sterkan „karakter".
Þótt lágt væri til lofts í stofunum á
efri hæðinni, þá virtust gamlir kjör-
gripir og reyndar allt þeirra glæsi-
lega innbú njóta sín einkar vel í
þessu sérstæða umhverfí. Þar var
hlýlegt og notalegt. Gróin menning-
arhéfð sveif þar um stofur. Það
fundu allir þeir fjölmörgu gestir, sem
þangað komu.
Sólargeislinn í lífi þeirra hjóna var
einkasonurinn Ágúst. Hann fór í
Verslunarskólann og stundaði síðan
framhaldsnám í Bandaríkjunum og
starfaði þar um skeið.
Ágúst var á a^skuárum mjög virk-
ur innan skátahreyfingarinnar og
vöktu búðir Hólmveija mikla athygli
á landsmótum, enda kom þá strax
fram hugkvæmni hans og smekk-
vísi. í skátahreyfingunni kynntist
hann Rakel Olsen úr Keflavík, er
síðar varð eiginkona hans.
Eftir að þau giftu sig bjuggu þau
í mörg ár ásamt bömum sínum á
neðri hæðinni á Skólastíg 1, foreldr-
um hans til mikillar ánægju. Þrátt
fyrir annasamt heimili og fjögur
böm gaf Rakel sér alltaf tíma til
að sinna einnig störfum í flölskyldu-
fyrirtækinu og í æ ríkari mæli eftir
því sem árin liðu.
Það hefir verið mjög ánægjulegt
að fylgjast með hve fyrirtækjum
þeim, er Sigurður lagði grunninn að,
hefir famast vel undir forystu Ág-
ústs og Rakelar.
Ágúst skorti ekki áræði til að
takast á við ný og á stundum ögrandi
verkefni. Naut hann þá jafnan
traustrar aðstoðar eiginkonu sinnar.
Það var engu líkara en heilla-
stjama prýddi þeirra margháttuðu
atvinnustarfsemi. Rakel hefir t.d.
tekið sæti í stjóm Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna (eins og tengda-
faðir hennar á ámm áður) og hefir
hún haslað sér völl í fleiri stjómum,
þar sem konur eru fáséðar. Það er
eins og hljóð farsæld fylgi hennar
störfum.
Við Ágúst áttúiri samá afmælis-
dag á miðju sumri og héldum stund-
um upp á hann sameiginlega. Sér-
staklega er minnisstætt okkar 100
ára afmæli með ferðalagi ásamt
okkar nánustu um Vestfirði.
Frá sjónarhorni fjölskyldunnar er
einmg ástæða til að minnast á fal-
lega húsið þeirra, byggt á sjávar-
kambi, sem engum hafði hug-
kvæmst að hagnýta mætti með þeim
glæsibrag, er raun ber vitni. Þama
naut sín vel hugvit og bjartsýni
Ágústs eins og á ýmsum öðmm svið-
um. Minnisstætt er, hve þau hjónin
lögðu sig fram um að gera Ingi-
björgu kleift að búa í gamla húsinu
á Skólastíg 1, þótt þau hefðu ætlað
henni pláss í nýja húsinu. Þegar
Ingibjörg varð ekkja gat hún ekki
hugað sér að flytja. Það kostaði
mikla fyrirhöfn að uppfyila þessa
ósk með hennar farsæld í huga síð-
ustu 12 árin, sem hún lifði. Að venju
vom þau hjónin samtaka og gátu
glaðst yfir hve vel þetta heppnaðist.
Einnig er rétt að geta þess, hve
ómetanlega ræktarsemi þau hafa
sýnt gömlu húseignunum frá tíma
selstöðukaupmanna. Þar hefir ekk-
ert verið til sparað að upphaflegt
svipmót héldist.
Við óvænt andlát Ágústs, þegar
sorgin tekur sér bólfestu í hjörtum
ættingja og vina, þá beinist samúð
okkar til Rakelar eiginkonu hans,
sonar og dætranna þriggja. Ég og
ijölskylda mín vottum þeim öllum
dýpstu samúð um leið og við kveðj-
um vin okkar Ágúst með sárum
söknuði.
Guðmundur Guðmundarson.
Kveðja frá skáta-
hreyfingunni
Velgengni æskulýðsstarfs á borð
við alþjóðlegu skátahreyfínguna
byggist að veralegu leyti á því að
þeir einstaklingar sem ganga til liðs
við hreyfinguna á unga aldri nái slík-
um þroska í starfi að þeir finni hjá
sér þörf til að láta aðra njóta góðs
af veru sinni og reynslu í félags-
skapnum.
Þannig einstaklingur var Ágúst
Sigurðsson sem ungur gekk til liðs
við skátahreyfinguna og þá í skáta-
félagið í sinni heimabyggð. En eins
og stundum vill verða í minni bæjar-
félögunum lagðist skátafélagið niður
um nokkurra ára skeið og það var
ekki fyrr en Ágúst er kominn undir
þrítugt að hann og konan hans,
Rakel Olsen, ákveða að endurreisa
skátafélagið og gerðu svo árið 1960.
Sama ár sóttu þau æðsta foringja-
skóla hreyfingarinnar, Giwell-skól-
ann á Úlfljótsvatni, og sýndi það
eitt áhugann sem þau höfðu á starf-
inu. Skátafélagið Væringjar í Stykk-
ishólmi var síðan rekið af mikilli
atorku af þeim hjónum og nutu ung-
menni staðarins góðs af félagsstarf-
inu og leiðsögninni.
í sjö ár vom þau hjónin lífið og
sálin í Væringjum, en þá var kominn
sá tími sem þau þurftu að beina öll-
um sínum kröftum að rekstri fyr-
irtækja sinna. Þó ekki væri Ágúst í
neinu formlegu starfi fyrir skáta-
hreyfinguna frá þeim tíma hefur
hann ávallt fylgst vel með gangi
mála og verið innan handar ef til
hans eða þeirra hjóna hefur verið
leitað. Aðrir munu síðan rekja betur
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 15. mars kl. 13.30.
Rfkarður Ingibergsson
og synir.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGURBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Flatey
á Skjálfanda,
andaðist í sjúkrahúsinu á Húsavík
fimmtudaginn 11. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
WW&:
■
Börn, tengdabörn
og aðrir aðstandendur.
t
Aðlúðarþakkir fyrir auðsýnda samuð og vináttu við andlát og útför
KRISTBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Tjörnum.
Börn hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.
t
Móðir okkar,
ANNA GUÐMONSDÓTTIR
frá Kolbeinsvík,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
er lést í Sjúkrahúsi Akraness 7. mars, verður jarðsungin frá Akra-
neskirkju mánudaginn 15. mars kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða,
Akranesi.
Börnin.