Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 17

Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 17 Þessum rúmlestum skal eytt! Þjóð- félagið skal aðlagað að reiknilínu- riti! Nú skal smábátaútgerðinni, sparsömustu útgerð landsins, líka eytt! A mörgum stöðum við landið er smábátaútgerðin „sálin“ í byggðarlögunum og hvernig verð- ur lífíð í sjávarplássunum verði þeirri útgerð tortímt með þarf- lausri ofstjóm? Vill félagsvísinda- deild Háskóla íslands Ijalla um málið strax, eða á að geyma um- fjöllunina þar til skaðinn er skeður og koma þá með þykka fína skýrslu um „ástandið“? Flestir þeir sem hafa verið brautryðjendur í íslensk- um sjávarútvegi byijuðu á smá- bátaútgerð. Hvað með framtíðina? Á að hanna brautryðjendur á færi- bandi á einhvérri braut í skólakerf- inu? Stórfé (milljörðum) á nú að fara að ráðstafa í nýjan „þróunar- sjóð sjávarútvegsins" til þess að eyða enn fleiri rúmlestum „of stórs flota" þegar tugir vannýttra fisk- tegunda synda á djúpslóð og toga- flotinn nær ekki að veiða leyfílegan þorsk-, ýsu- og rækjukvóta og ekki tekst heldur að veiða leyfílegt magn af loðnu og síld! Samt skal þetta heita að „flotinn sé of stór“. Er Háskóli íslands ætlaður „að berja höfðinu við steininn" aðferð- inni, eða til þroskandi umfjöllunar? Svokölluð „fískihagfræði“ er kennd við Háskóla íslands sem faggrein. Forsendur „fískihag- fræðinnar“ er reiknilíkanið marg- umtalaða. Margar áleitnar spum- inar banka á dymar. Hvað töpuð- um við miklum afurðamörkuðum varanlega vegna skorts á þorksaf- urðum í Bandaríkjunum á „upp- byggingartíma" þorskstofnsins 1987-1991? Ég vonast til þess að fá svar við þessu bréfi í Morgunblaðinu og hvað Háskólinn hyggst gera til þess að fískifræði (og fiskihag- fræði) geti þróast sem alvöru vís- indi í Háskóla Islands en ekki sem endurmenntunamámskeið í krón- ískum farvegi sem afneitar stað- reyndum um einfalt samspil í sínu nánasta umhverfi. Höfundur stundar atvinnurekstur á Bakkafirði. isti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN, St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. MOSFELLSPREST AKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Álafosskórinn kemur í heimsókn. Stjórnandi Helgi Einarsson. Und- irleikari Hrönn Helgadóttir. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. STOKKSEYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Kaffi- veitingar og aðalsafnaðarfundur eftir guðsþjónustuna. SELFOSSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14. Æsku- lýðsfundur kl. 20. Kvöldsöngur kl. 20 miðvikudagskvöld. Sigurður Sigurðarson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Rún- ars Reynissonar. Tómas Guð- mundsson. HEILSUHÆLI NLFÍ: Messa kl. 11. Tómas Guðmundsson. AKRAN ESKIRKJ A: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag, laugar- dag, í safnaðarheimilinu kl. 13 í umsjá Axels Gústafssonar. Barnasamkoma í kirkjunni sunnu- dag kl. 11.30 í umsjá Hauks Jón- assonar (ath. breyttan dag). Messa kl. 14, altarisganga. Björn Jónsson. DVALARHEIMILIÐ Höfði: Messa kl. 12.45. Björn Jónsson. Aðstöðuleysi farið að há verkefnum nefndarinnar Mannanafnanefnd segir af sér GIJÐRÚN Kvaran, formaður mannanafnanefndar, segir að nefnd- in hafi ákveðið á segja af sér vegna þess að hún hafi talið að aðstöðuleysi væri farið að há verkefnum hennar. Hún neitar því að gagnrýni á störf nefndarinnar hafi átt þátt í ákvörðun hennar. Fram kom á Alþingi á fimmtu- dag, að mannanafnanefnd hefði öll sagt af sér vegna aðstöðuleys- is. Guðrún Kvaran sagði að gert hefði verið ráð fyrir að nefndin hefði aðstoðarmann til að svara í síma en svo hefði ekki verið. Hún hefði heldur ekki fengið annað húsnæði eftir að hún hefði misst húsnæði á Hverfisgötu. Þannig hefði nefndin ekki haft vinnuað- stöðu til að sinna verkefnum sínum og nefndarmenn hefðu þurft að taka við símtölum vegna nefndar- starfa á vinnustöðum sínum og heimilum. Hún neitaði því að gagnrýni á störf nefndarinnar hefði átt þátt í þeirri ákvörðun hennar að segja af sér. Ekki væri óeðlilegt að heyrðist í óánægjuröddum og mjög margir hefðu verið ánægðir með störf nefndarinnar. Nefndi Guðrún í því sambandi að í öllum þeim málum sem vísað hefði verið til umboðsmanns hefði harin verið sammála nefndinni í úrskurði sínum. Silver Reed skólaritvBlar NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24-SlMI0977OO AlUaf skrefi á undan D INGERSOLL-RANP VERKLEG Sýning á framleiðsluvörum Ingersoll Rand verður haldin í Véladeild Heklu Laugardaginn 13. mars kl. 13-17. Á sýningunni verða m.a.: ) Loftpressur og skyldur búnaður fyrir iðnað, sjúkrahús o.fl. ) Færanlegar loftpressur, rafstöðvar og dælur. > Loftverkfæri og brothamrar. I Borvagnar og tæki til jarðborana. > Jarðvegsþjöppur og valtarar. I Malbikunarvélar og malbiksfræsarar. HEKLA VÉLADEILD Laugavegi 172. Sími 69 57 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.