Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
43
Hvorki Suðurlands-
skjálftí né Kötlugos
Frá Ingu Rósu Þórðardóttur:
Vetur á fslandi - stormur og
stórhríð - rok og rigning -
þrumur og eldingar - rafmagns-
leysi ...
Ekkert af þessu hljómar mjög
framandi í eyrum íslendingsins. Við
kippum okkur ekkert upp við það
þótt rafmagnið fari stund og stund,
né heldur þótt útsendingar ljósvaka-
miðlanna detti út eða verði fýrir trufl-
unum stund og stund. Þetta gerðist
einmitt föstudaginn 12. febrúar sl.
Þá gekk þrumuveður yfir Suðvestur-
land, reyndar eitt hið versta í manna
minnum. Afleiðingamar voru meðal
annars rafmagnsleysi og rétt um
klukkan fímm síðdegis hurfu útsend-
ingar Ríkissjónvarpsins; útvarps og
sjónvarps úr tækjum Austfirðinga
og Norðlendinga. Tíu til fimmtán
mínútum síðar þótti ljóst að einver
bið yrði á að þetta kæmist í lag aft-
ur og starfsfólk svæðisstöðva Ríkis-
útvarpsins í þessum tveimur lands-
fjórðungum hóf útsendingar. Það var
nefnilega allt í góðu lagi út um land-
ið og ágætis veður. Send var út tón-
list og fréttir af því sem var að ger-
ast fyrir sunnan, með dyggri aðstoð
fréttamanna Útvarps. Strax fyrir
klukkan hálfsex var Austfirðingum
og Norðlendingum því ljóst að Suður-
landsskjálfti var ekki byijaður, Katla
var ekki farin að gjósa og enginn
erlendur her hafði ráðist inn í landið
— það var bara svona vont veður
fyrir sunnan. Hefðu svæðisstöðvar
Ríkisútvarpsins ekki verið til staðar
og bmgðist við með þeim hætti sem
þær gerðu, hefðu íbúar þessara
landshluta ekki haft hugmynd um
hvað var að gerast í nær því tvær
klukkustundir. Svæðisstöðvamar
sendu út tónlist og fréttir af atburð-
um líðandi stundar og afleiðingum
veðursins fram til klukkan 18.35, þá
hófst hefðbundin útsending svæðis-
útvarpsins og stóð fram til klukkan
sjö eins og venja er. Tæknimenn
fylgdust með útsendingum að sunn-
an og þegar þær vom ekki komnar
í lag klukkan tíu mínútur fyrir sjö
var tekin sú ákvörðun að halda áfram
eftir klukkan sjö. Tæknimenn í
Reykjavík vom tilbúnir að senda
kvöldfréttir Útvarpsins á símalínu til
Hvað heita mennirnir?
Þeir sem þekkja mennina á myndirfni eru beðnir að hafa samband
við Henriettu Berndsen í Búðardal í síma 93-41162.
VELVAKANDI
ÁDÝRSÍNÁ
GUÐIOG GADDI
Ófreskjan Njarðvíkur-Naddi
nágranna sína ei gladdi.
Nú er sagt um hann Eið
- hann er á svipaðri leið
hann á dýr sín á guði og gaddi.
Hákur
Tilefnið limrunnar er orða-
skipti Hrafnkells Jónsonar vara-
þingmanns Austfjarða og Eiðs
Guðnasonar umhverfisráðherra
um ástand hreindýra.
SKILVÍSIR
SMÁKRIMMAR
Sæmundur Stefánsson:
Ég varð fyrir þeirri óskemmti-
legu reynslu í síðustu viku að
farið var inn í bifreið mína um
nótt og stolið úr henni vasat-
ölvu. Eg varð auðskiljanlega sár
og svekktur yfir þessari fram-
komu einhvers óprúttins stelu-
þjófs og bjóst ekki við að sjá
meira af gömlu góðu vasatölv-
unni minni. Svona til að gera
allt sem í mínu valdi stóð til að
endurheimta vasatölvuna, útbjó
ég auglýsingu og hengdi upp í
nærliggjandi hús, þar sem ég
auglýsti eftir vitnum að atburð-
inum, og bað þann sem hafði
tekið tölvuna að skila henni í
tilgreindan póstkassa. Daginn
eftir er ég kom heim, beið mín
óvæntur glaðningur í póstkass-
anum. Steluþjófurinn hafði skil-
að tölvunni aftur og í bónus
fékk ég rauða rós áfasta tölv-
unni ásamt svohljóðandi miða:
„Kæri tölvueigandi!
Við erum jú smákrimmar en
við höfum þó sál. Við vonumst
til að þú fyrirgefir okkur þetta
og vonumst einnig til að þér líki
þessi rauða rós.“
Þó það sé nú ljótt að vera
steluþjófur ætla ég nú alveg að
fyrirgefa þeim þetta, fyrst þeir
voru svona góðir að skila tölv-
unni aftur. En ég segi nú bara:
Heimur batnandi fer þegar þjóf-
ar skila aftur góssi sínu.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Perlufesti
Perlufesti fannst rétt hjá Bón-
us við Faxafen. Upplýsingar í
síma 687215 á kvöldin.
Regnkápa
Dökkgrá sanseruð regnkápa var
tekin í misgripum í Danshúsinu
í Glæsibæ sl. föstudagskvöld.
Lyklar eru í vasa kápunnar.
Skilvís finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 675984.
tæknimanna úti á landi, sem ætluðu
síðan að senda þær áfram til hlust-
enda. Þannig voru svæðisstöðvamar
tilbúnar að senda kvöldfréttirnar út
um allt land, að visu hefðu hljóm-
gæði ekki verið sérstaklega mikil,
en fólk hefði fengið fréttimar sínar.
íbúar þessa lands em ekki nema
ríflega kvartmilljón. Rúmlega helm-
ingurinn býr á suðvesturhominu. Það
þýðir að allir hinir, þar á meðal allir
Austfirðingar og allir Norðlendingar,
eiga foreldra, systkini, frændur,
frænkur, vini og/eða kunningja á
þeim slóðum. Nær því tveggja
klukkustunda þögn í Útvarpi og
Sjónvarpi með tilheyrandi fréttaleysi
af ástæðunni hefði því væntanlega
vakið ugg í bijósti margra. Útsend-
ingar svæðisstöðvanna komu í veg
fyrir það. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins
hlaupa undir bagga utan hefðbundins
útsendingartíma, þegar bilun í dreifi-
kerfi raskar útsendingum frá
Reykjavík. Með tilkomu þeirra hefur
öryggisnet Ríkisútvarpsins því
styrkst og stækkað.
INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR,
deildarstjóri Ríkisútvarpsins á
Austurlandi
LEIÐRÉTTIN G AR
Rangt nafn
í grein á blaðsíðu 2 C, föstudag-
inn 5. marz var mynd af fólki í
Namibíu og þar er á mynd, telpa,
yngsti íslendingurinn í hópnum. Hún
er sögð heita Freyja Friðriksdóttir,
en er Magnúsdóttir. Beðist er vel-
virðingar á þessu.
Olíufélagið
keypti ekki
Samskipabréf
í frétt Morgunblaðsins á fimmtu-
dag um sölu hlutabréfa í Samskipum
var ranglega sagt að Olíu'félagið
hefði verið meðal þeirra fiárfesta
sem keyptu hlutabréf í félaginu.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Tilvísanir lækna
Hver er vilji skattgreiðenda varð-
andi tilvísanir lækna? Þessi átti að
vera fyrirsögn á grein Gunnars Inga
Gunnarssonar, læknis, hér í blaðinu
síðast liðinn miðvikudag, 11. marz.
í stað orðsins varðandi , sem höf-
undur notaði, kom orðið um . Vel-
virðingar er beðist á þessum mistök-
um.
Athugasemd
við verðkönnun
í verðkönnun, sem birtist í blaðinu
á fimmtudag var sagt, að 65 g poki
af Maarud-skrúfum kostaði 220
krónur í sölutuminum Hagamel 67.
Eigandi verzlunarinnar vill koma því
á framfæri, að Maarud-skrúfur hafi
ekki fengizt í verzluninni um árabil
og þetta verð eigi við um Maarud-
flögur. Þær upplýsingar , sem Morg-
unblaðið fékk frá verzluninni virðast
því ekki hafa verið alls kostar réttar
og leiðréttist þetta hér með.
Ljósmyndari
ranglega nefndur
Með frétt í Morgunblaðinu í gær
sem sagði frá nemendagörðum á
Bifröst birtust tvær myndir. Þær
vom sagðar teknar af Brynjólfi
Gíslasyni fréttaritara Morgunblaðs-
ins. Það er rangt. Myndimar tók
Páll Sigmundsson. Beðizt er velvirð-
ingar á mistökunum.
Aðalfundur
Skotveiði-
félagsins
í tilkynningu frá Skotveiðifélaginu
í blaðinu í fyrradag um aðalfund
félagsins var rangiega sagt frá dag-
setningu fundarins er hann er mánu-
daginn 29. mars. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.