Morgunblaðið - 13.03.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993
19
brátt hæfi starfsemi.
Uppbygging þessarar verksmiðju
hafði í meira en ár átt hug hans
allan, og hann hafði ekki unnt sér
hvfldar við að vanda þar sem best
til svo að framleiða mætti hágæða-
vöru. Þá myndi innan tíðar hefjast
pökkun í neytendaumbúðir og þann-
ig myndi óbifanleg trú hans á að
Islendingar gerðu slíkt sjálfir verða
að veruleika í hans fyrirtæki.
Engum sem viðstaddir voru þetta
afmælishóf bauð í grun að Agúst
væri þarna að kveðja okkur hinstu
kveðju. Öll hans veikindi, sem hann
kannski viljandi leyndi okkur að
hluta til, féllu í skuggann fyrir
áhuga, bjartsýni og löngun til að
takast á við ný spennandi verkefni.
Þess vegna vorum við óviðbúin þeim
hörmulegu tíðindum sem andlát vin-
ar okkar og samstarfsmanns voru.
Ágúst fæddist í Reykjavík 18.
júlí 1934. Foreldrar hans voru Sig-
urður Ágústsson, kaupmaður og
alþingismaður, og Ingibjörg Helga-
dóttir. Þau þjuggu í Stykkishólmi,
en þar ólst Ágúst upp. Ágúst lauk
prófi frá Verslunarskóla íslands
1955 og hélt eftir það til Bandaríkj-
anna til framhaldsnáms og starfa.
Til Stykkishólms, að fyrirtæki
föður síns, kemur Ágúst 1958, en
þá hafði Sigurður umsvifamikinn
rekstur til lands og sjávar og hlaut
Ágúst þar því góðan og fjölbreyti-
legan skóla. Einnig stóð hann sjálf-
ur í eigin atvinnurekstri á þessum
árum þannig að verkefnin voru
mörg og margvísleg. Ágúst tekur
síðan alfarið við rekstri fyrirtækis-
ins 1968 og er forstjóri þess til
dauðadags.
Árið 1963 kvæntist Ágúst Rakel
Olsen frá Keflavík og eignuðust þau
fjögur böm. Þau eru Ingibjörg
Helga, starfsmaður hjá Trygginga-
miðstöðinni, Sigurður, starfsmaður
þjá Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna, Ingigerður Selma, nemi í
Bandaríkjunum, og Ragnhildur
Þóra, nemi í Kvennaskólanum.
Rakel hefur öll þessi 25 ár verið
nánasti samstarfsmaður Ágústs við
stjóm fyrirtækisins og hefur sam-
starf þeirra hjóna við uppbyggingu
og rekstur þess verið einstaklega
farsælt og árangursríkt.
Fjótlega eftir að Ágúst tekur við
rekstri fyrirtækisins gerist hann
brautryðjandi í hörpudiskvinnslu á
Islandi. Það orkaði vissulega tví-
mælis og þurfti kjark að veðja miklu
á skelina, auðlindin ókönnuð, mark-
aðir óvissir og vinnslan fmmstæð.
En í huga Ágústs var aldrei neinn
vafí á því að vinnsluna þyrfti að
vélvæða sem mest og best til að
árangur næðist og í þeirri uppbygg-
ingu nýttust hæfileikar hans mjög
vel. Og dæmið gekk upp, að vísu
ekki án átaka og andstreymis, en
óbilandi trú Ágústs allan tímann á
að hann væri á réttri leið hlaut að
sigra alla erfiðleika.
Ágúst gladdist mikið yfir þeirri
staðreynd hve ríkulega Stykkis-
hólmur hefur orðið aðnjótandi þess-
arar áður ónýttu auðlindar.
Ágúst var ekki mikið gefinn fyr-
í isléttar og sterkar
Verð kr. 6.800,-
1 r **
ÚTILÍFf
BLÆSIBÆ • SÍMI 8*2922
ir félagsmálavafstur og ósjaldan
fengum við sum ónefnd, sem slíkt
höfðum tekið að okkur, hvöss skot
frá honum. En þar sem hann tók
sjálfur á ár í félagsmálum „lá skut-
urinn ekki eftir“.
Skátastarf í Stykkishólmi var
endurvakið 1959 og kom það í hlut
Ágústs að veita skátafélaginu Vær-
ingjum fomstu. Áhuginn og kraft-
urinn í félagsforingjanum er okkur
mörgum ógleymanlegur. Hann vildi
allt fyrir okkur gera, var hug-
myndaríkur og fijór og ekki síst
metnaðarfullur fyrir sitt unga
skátafélag. Við mörg ungmennin í
Stykkishólmi áttum með Ágústi
skemmtilegar og þroskandi stundir
á þessum ámm og þökkum við allt
hans fómfúsa starf á þeim vett-
vangi.
Agúst var mikill og góður liðs-
maður kirkju sinnar og er trúmál
vom rædd duldist engum að þar fór
trúaður maður. Ágúst var einnig
mikill velunnari og vinur St. Frans-
iskussystra og skildi flestum betur
þeirra óeigingjarna starfa í þágu
okkar Hólmara.
Þessa dagana hefur margt verið
að rifjast upp af löngum kynnum
okkar Ágústs og samstarfi og
margt þakkarefnið orðið til í hug-
skotinu, og þá ekki síður hefur mér
verið hugsað til hins langa og nána
sambands föður mins og hans og
einnig ljölmargra annarra starfs-
manna. Auðvitað greindi menn
stundum á um leiðir og oft bar
mikið í milli, Ágúst djarfur og
ákveðinn, aðrir vildu fara hægar í
sakirnar. Ég er þess samt fullviss
að Ágúst hlustaði með meiri at-
hygli á sjónarmið annarra en hann
oft gaf í skyn, og hann vildi hafa
samráð um sem flesta hluti þótt
síðan væri það hans að taka af
skarið.
Ágúst var ákaflega bóngóður
maður, greiðvikinn og höfðingi
heim að sækja. Stóðu þau hjónin
samhent í því sem öðru og fetuðu
þannig dyggilega í fótspor Ingi-
bjargar og Sigurðar.
Þegar ég er að skrifa þessi
kveðjuorð sé ég vin minn Ágúst ljós-
lifandi fyrir mér á síðasta vinnudegi
nýliðins árs. Þá var hann að segja
okkur á skrifstofunni skemmtisögur
frá liðnum árum og við grétum öll
af hlátri. Ágúst hafði mjög gaman
af slíkum smellnum sögum úr
Hólminum og færði það oft í tal
að einhver yrði að taka sig til við
að skrifa þær niður. Eða eins og
Ágúst sagði: Þeim fækkar svo ört
sem þessar sögur kunna.
Stykkishólmur var Ágúst mjög
kær. Héðan hafði hann eignast hina
bestu foreldra, hér lágu bernsku-
spor hans í hópi glaðværra félaga,
hér stofnaði hann heimili með frá-
bærri eiginkonu og hér eignaðist
hann, sem ég veit hann taldi dýr-
mætast af öllu, bömin sín fjögur
og mikið gladdist hann þegar litla
sonardóttirin bættist í hópinn í
haust. í Stykkishólmi fékk hann
tækifæri til að láta hugverkin verða
raunveruleg, já hér í Hólminum vildi
hann lifa, starfa og deyja
Og nú þegar skilnaðarstundin er
komin þakka ég og ijölskylda mín
áratuga vináttu og samstarf og
einnig flyt ég kveðju og þakklæti
allra annarra starfsmanna.
Elsku Rakel, Ingibjörg, Siggi,
Selma og Ragga, ykkar missir er
mikill en minningin um góðan og
heiðarlegan dreng hjálpar ykkur.
Guð blessi minningu Ágústs Sig-
urðssonar.
I nýjum heimkynnum bíða hans
vinir í varpa.
Ellert Kristinsson.
SJÁ SÍÐU 34
Menning og listir kemur út á laugardögum.
Þetta er blaö fyrir alla þá sem vilja fylgjast meö því sem er að gerast í heimi menningar og
lista í landinu. Ótal hliðar listalífsins eru kynntar og forvitnast er um listafólkið sjálft.
Umfjöllun um leikrit, tónlistarviðburði, bækur og sýningar hvers konar er meöal efnis
<
auk yfirlits yfir helstu listviöburöi. £
<
Q
O
- kjarni málsins!
Fylgstu meb á laugardögum!