Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 18
18 —................ .................. - - -MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR -13. MARZ 1993
Ágúst Sigurðsson forstjórif
Stykkishólmi - Minning
Vinur okkar, Ágúst Sigurðsson,
er látinn. Horfínn er einn mætustu
sona Stykkishóims, byggðarinnar
fallegu, þar sem svo háttar til, að
landið teygir sig út í Breiða^örð
og bærinn verður þar í eyjaskjóii,
fremst á Þórsnesi, umluktur gnægt-
um hafsins á nánast alla vegu.
Á slíkum stað er frábærlega víð-
sýnt á góðum degi. Þar ríkir fegurð-
in hvert sem litið jer og heiðríkjan
yfír. Á borginni bendir kirkjan til
himins, kennileti og vegvísir í senn.
Slíkur staður fóstrar gott mannlíf,
þróttmikið fólk og athafnasamt.
Bjartleiti pilturinn, sem ólst upp
í þessu umhverfí, dró af því dám í
orðum, háttum og gerðum og í öllu
með jákvæðum hætti. Nú er hann
horfínn á gleðifund við sinn Herra.
Eiginkona og böm syrgja kærleiks-
ríkan heimilisföður. Margur saknar
vinar, fleiri einstaks velgjörðar-
manns.
Sem bam í foreldrahúsum naut
Ágúst ástríkis og umhyggju sæmd-
arhjónanna Ingibjargar Helgadótt-
ur og Sigurðar Ágústssonar alþing-
ismanns. Allir, sem þar þekktu til,
vita hve holl áhrif og ráð þangað
var að sækja.
Eftir áhyggjulaus bernskuár og
síðan nám og starf heima og erlend-
is, hvarf Ágúst aftur til starfa við
fyrirtæki föður síns. En hann kom
ekki einn. Með í för var lífsfömnaut-
urinn, Rakel Olsen. Á heimili þeirra
inn í Tanga er einstakt að koma.
Sér, og bömunum fjóram, Ingi-
björgu, Sigurði, Selmu og Ragn-
hildi, hafa þau búið fagurt heimili
þar sem land mætir hafi. Þangað
er ávallt gott að koma og allt at-
læti rómað af gestum.
í aldarfjórðung hafa Ágúst og
Rakel nú stýrt fyrirtækinu Sig.
Ágústssyni hf., samhent og með
framsækni, þori og fágætri farsæld.
í fyrirtækinu vora þau hjónin á
heimavelli. Hvergi naut Ágúst sín
betur en þar, enda undi hann þar
öllum stundum. Framkvæmdalöng-
unin fékk notið sín og hugmynda-
smiðurinn fékk útrás, en fyrirtækið
naut góðs af og skaraði fram úr í
öllum búnaði. Þegar gestir hrósuðu
fyrirtækinu, svaraði Ágúst jafnan
af eðlisborinni hógværð: „Eg hef
svo gott fólk.“
Ágúst Sigurðsson mátti aldrei
neitt aumt sjá. Vissi hann af bág-
indum hjá fólki, hljóp hann undir
bagga svo lítið bar á. Slíkt átti
hann aðeins við sig og sinn Guð.
Virðing fyrir fomum gildum og
gömlum verðmætum var honum í
blóð borin, enda lagði hann ómælda
íjármuni til viðhalds og endurgerðar
gamalla húsa. Ágúst studdi hið
merka starf St. Fransiskussystra
og bygging nýju kirkjunnar í Stykk-
ishólmi var honum hjartans mál,
enda framlag hans þar stærra og
rausnarlegra en flesta granar.
Ágúst Sigurðsson var maður fé-
lagslyndur. Ungur fann hann at-
höfnum sfnum stað í skátahreyfing-
unni. Rotaryfélagi hefur hann verið
í áratugi og í Frímúrarareglunni.
Alls staðar var hann virkur og vald-
ist til forystu. Við hann á betur en
flesta górpróf Rotarymanna: Er það
satt og rétt, eykur það velvild og
vinarhug er það öllum til góðs, sem
hlut eiga að máli? í orðum og gerð-
um vora þessar spumingar honum
leiðarljós og vegvísir.
En vinir skilgreina ekki hverjir
aðra. Þeir eru bara vinir. Við, sem
nú kveðjum kæran vin, geymum
sjóð minninganna. í hug koma allar
ferðimar saman um Snæfellsnes,
hellaferðir, jöklaferð, Flatey, sum-
arbústaðir, Kverkfjöll, Langanes,
tjaldbúðir, varðeldar, skauta- og
skíðaferðir, útlönd o.s.frv. Að baki
hveiju orði í þessari upptalningu
era heilu sögumar og ótrúleg ævin-
týri, sem rifjast upp fyrir hópnum,
þegar eitt orð er nefnt.
Engin gleymir dýrðardögum um
borð í skútunni góðu, sem ber hið
skondna en hlýlega nafn Busla mín.
Hópurinn uplifði siglingar um
dönsku sundin og til Svíþjóðar og
Þýskalands. Þá var gaman að vera
til, þótt stundum þyrfti að skrúbba
og ávallt að hlýða kafteininum, sem
reyndar kokkaði öllum mönnum
betur og kenndi fólki kínverska
matargerð. Já, það er stutt milli
hláturs og gráturs.
Á aðventu í vetur kom vinahópur-
inn saman við jólahlaðborð í Reykja-
vík, ásamt bömum og mökum
þeirra að ógleymdum bamabömum.
Þetta hefur verið siður til nokkurra
ára, en tilgangurinn er að viðhalda
tengslum og kunningsskap hinna
yngri. Þetta var fjölmennur hópur
og föngulegur. Glatt var á hjalla
og stóð gleði hinna eldri allt til
kvölds. Að skilnaði var ákveðið að
hittast síðvetrar og fagna merkis-
dögum ýmsum og afmælum í hópn-
um. Til þess var valinn laugardag-
urinn 13. mars. í dag er að vísu
vinafundur, en með öðram hætti
en áformað var. Sannast enn, að
allt er í Guðs valdi og hans vegir
órannsakanlegir.
Elsku Rakel, Ingibjörg, Sigurður,
Selma og Ragnhildur, af einlægni,
en mannlegum vanmætti, viljum við
deila með ykkur sorginni. Minning-
una um góðan dreng munum við
geyma til æviloka. Nú er að ganga
til móts við framtíð með breyttum
forsendum. Geram það saman með
sjóðferðabæn Buslu og áhafnar
hennar að leiðarljósi:
Almáttugi Guð.
Hafdjúpin eru í hendi þinni,
veður og öldur á valdi þínu.
Líf okkar og allir hagir eru í þinni umsjá,
og það vitum við af orði þínu,
að þú lætur þér annt um okkur
og skilar heilum í höfii. Amen.
Anna, Ástrós, Guðrún, Jón,
Ólafur, Lúðvíg og fjölskyldur.
Seint að kvöldi mánudagsins 8.
mars sl. hringdi Ólafur Kristjánsson
í okkur hjónin og tilkynnti okkur
andlát vinar okkar, Ágústs Sigurðs-
sonar.
Fréttin kom ekki með öllu á óvart
en snart okkur þungt og sátum við
lengi þögul eftir.
Stutt en hörð barátta hefur tap-
ast, nokkuð sem enginn hafði átt
von á og leitar hugurinn ósjálfrátt
til Rakelar og bama þeirra hjóna,
en missir þeirra er mikill.
Fram í hugann strejmia trega-
fullar minningar fjölmargra sam-
verastunda í leik og starfí.
Ágústi og Rakel kynntumst við
hjónin skömmu eftir að við flutt-
umst í Stykkishólm 1973 og hefur
sú vinátta staðið síðan.
Vináttu Ágústar var gott að eiga
og glaðlegt og hressilegt viðmót
hans og á stundum ótrúleg uppá-
tektarsemi gerði það að verkum að
alltaf var gaman að vera samvistum
við hann. Þrátt fyrir glaðvært og á
stundum strákslegt yfírbragð var
Ágúst meiri tilfínningamaður undir
niðri en margur hugði. Hann var
ástríkur heimilisfaðir, ræktaði vini
sína vel og síðast en ekki síst var
hann trúmaður.
Ein þeirra mynda sem upp í hug-
ann koma er ferð sem við fóram
saman á tveimur jeppum árið 1974
um Fjallabaksleið. Þegar komið var
að Eldgjá var ákveðið að aka inn
að Ófærafossum og skoða þessa
fallegu fossa og steinbogann fræga.
Mikið var í ánni vegna undangeng-
inna rigninga. I miðri ánni fór
skyndilega að rjúka upp úr vélar-
húsinu á jeppanum okkar og þegar
upp á bakkann kom var „húddið"
opnað og kom þá í ijós að gúmmí-
reim var að brenna. Ágúst var strax
kominn við hlið mér og eldsnöggt
brá hann skátadálknum og skar
sundur reimina og henti í ána. Að
því loknu snaraðist hann að sínum
bíl, opnaði „húddið“ og skar í sund-
ur sömu reim hjá sér og henti í
ána, leit til okkar hjónanna og sagði
„eitt skal yfír báða ganga". Eftir
að hafa þvegið sér um hendur spurði
hann mig hvort ég vissi hvaða reim
þetta væri.
Svona var Ágúst, ávallt reiðubú-
inn eins og sannur skáti og boðinn
og búinn að taka þátt í erfiðleikum
samferðamanna sinna.
Ágúst var mikið náttúrabam og
mjög næmur á hin ýmsu tilbrigði í
umhverfí sínu. Oft minntist Rakel
á það í gegnum árin og ætíð með
undran hversu Ágúst skynjaði og
tók glöggt eftir umhverfí sínu þó
svo að hann sæti undir stýri. Lax
sem stökk þegar ekið var með
veiðiá, fuglar á sveimi eða blóm í
vegarkanti.
Engum þeim sem Ágústi kynnt-
ist gat dulist ást hans og virðing
fyrir Stykkishólmi og áhugi á varð-
veisiu sdls þess sem gamalt var og
laut að sögu bæjarins. Þar fór sam-
an áhugi þeirra hjóna, eins og í svo
mörgu öðra, og ber endurbygging
gamalla húsa í Stykkishólmi í þeirra
eigu þess glöggt vitni. Ágúst var
„Hólmari" og Snæfellingur í þess
orðs bestu merkingu. Til er gamalt
máltæki sem segir að enginn verði
spámaður í sínu föðurlandi og víst
er að ekki hefur verið auðvelt fyrir
þau hjón að taka við merki Sigurð-
ar heitins Ágústssonar laust fyrir
1970. Með samheldni, framsýni og
dugnaði var hvert fjallið af öðra
klifíð og stoltur hefði Sigurður
Ágústsson verið af syni sínum og
tengdadóttur ef hann fengi séð
hveiju áorkað hefur verið og hversu
glæsilega merki fjölskyldunnar er
á loft haldið.
Mætur maður er fallinn frá og
sér nú Stykkishólmur á bak einum
af sínum bestu sonum.
Elsku Rakel, Ingibjörg, Siggi,
Selma og Ragga, við flytjum ykkur
innilegar samúðarkveðjur því missir
ykkar er mikill og vonum við að
góður Guð styrki ykkur í sorg ykk-
ar.
Minningin um góðan dreng og
ástríkan eiginmann og föður geym-
ist í huga hvers þeim sem Ágústi
kynntist.
í hugann kemur ljóð Páls Ólafs-
sonar
Hér eru grafnar
í grundarskauti
hjartans vonir
að vetrar kvöldi.
Láttu að morgni,
miskunnar faðir,
sumar sólgeisla
syrgjendur kyssa
Blessuð sé minning Ágústs Sig-
urðssonar.
Anna K. Sigþórsdóttir,
Einar Sigfússon.
Stundum er sagt, að lífið sé ekki
alltaf sanngjarnt. Hvað um það, þá
er dauðinn það sjaldnast. Það fór
lítið fyrir sanngimi, þegar nafni
minn og frændi gekk í rólegheitum
inn á spítala, eftir að hafa beðið
lengi eftir hentugum tíma í mjög
svo algenga aðgerð. Við dauðann
varð ekki samið, enda þótt góðir
hæfileikamenn reyndu.
Afi okkar var höfðinginn og Ijúf-
mennið Ágúst Þórarinsson, og frá
honum fengum við nafn. Þegar ég
kom til sögunnar, 13 áram á eftir
frænda, þurfti að greina okkur
nafnana í sundur. Þannig kom það
til að hann hét stóri Gústi í minni
æsku. Það var þó ekki fyrr en ég
eyddi einu skólaári í Hólminum, upp
úr fermingu, að ég fór að kynnast
þessum stóra frænda mínum að ein-
hveiju gagni. Þá fann ég að vænt-
ingar í garð stóra Gústa voru ekki
jafn miklar í bæjarfélaginu og ég
bar til hans. Enda í stór fótspor að
feta þar sem Sigurður Ágústsson
var. Því minnist ég á þetta, að mér
er hugsað til alls þess, sem nafni
hefur komið í verk síðan þá. Og er
þá ekki allt skráð í ársreikninga.
Þetta vita sveitungar hans núna,
og bera til hans, án nokkurs efa,
hlýjan hug. Þó held ég að fáir geri
sér grein fyrir hvaða sess Stykkis-
hólmur skipaði í huga hans.
En maður kemst ekki alla þessa
leið aleinn. Og nafni bar gæfu til
þess að fá til sín hreint ágætan
framkvæmdastjóra þar sem Rakel
Olsen er. Og úr varð samhent
stjómun í báðum félögum, heimili
og fyrirtæki. Það era orðin mörg
ár síðan ég óx nafna yfír höfuð, en
í mínum huga verður hann ávallt
Stóri Gústi, með stóram staf.
Ágúst Haraldsson.
Hafi ég nokkram mætt á lífsleið-
inni sem vakti undran mína og
umhugsun, var það Ágúst Sigurðs-
son. Hvað sem á gekk og hvemig
sem viðraði, sá hann alltaf sólina
og möguleikana til alls konar drift-
ar og hagsbóta fyrir bæinn okkar.
Datt aldrei í hug að leggja árar í
bát. Stundum fannst mér hann svo
langt uppi í skýjunum. Og víst var
svo í mínum hug, en hann gat allt-
af greitt skýin frá sólinni. Og hvem-
ig hann gat komið öllum sínum
hugmyndum niður í blákaldan vera-
leikann verður mér undrunarefni
alla tíð. Hann var sem sagt engum
líkur og Stykkishólmur á eftir að
skrá nafn hans og votta þakklæti
alls þess sem áunnist hefur. Sporin
era glögg. Verkin sýna merkin.
Faðir hans hafði verið allur í upp-
byggingu og atvinnurekstri hér
áður fyrr. Agúst tók eftir þessu,
tileinkaði sér tæknina og nútímann
í svo ríkum mæli að mér gengur
erfiðlega að átta mig á því. Hann
var ekki gamall heldur þegar hann
gekk í skátahreyfínguna og sá fé-
lagsskapur hefír margt gott leitt
af sér landi og þjóð, og bænum
okkar var það mikil gæfa hversu
Ágúst gekk þar fram og sérstaklega
þegar hann hitti í þeim góða hóp
konu sína, Rakel Olsen, sem skildi
hann svo vel í hugarflugi hans og
meira en það. Hún hjálpaði til að
framkvæma og á eftir að gera bet-
ur og efla minningu hans, þess
góða drengs.
Og það var gæfa Stykkishólms
að þau hösluðu sér völl hér í bæ
og gátu átt sinn sterka þátt í upp-
byggingu hans. Þetta geta Hólmar-
ar hvorki þakkað né metið að verð-
leikum.
Þá skal ekki gleyma bömunum
þeirra og hversu þau öll hafa drakk-
ið sitt ágæti með móðurmjólkinni
og hve þau nú þegar Ágúst getur
ekki lengur verið þeim samferða á
hinni jarðnesku braut, horfa til
móður sinnar og framtíðarinnar.
Það er náma Rakelar sem ég veit
að hún á eftir að fá mörg gullkom-
in úr.
Ágúst verður mér alltaf ímynd
stórhugans, sem lét ekkert trufla
sig í því sem hann vissi að horfði
til bóta. Það er mikil gleði í mikilli
sorg og skaða sem nú er orðinn.
Það verða fleiri en ég sem staldra
við nú á þessum alvarlegu tímamót-
um. Þeir eru ekki fáir sem minnast
góðs drengs og ofurhuga. Hugsa
til Qölskyldunnar sem stóð svo þétt
og drengilega saman í öllu og var
sterkust þegar mest á reyndi.
Rakel mín, Guð gefí þér og böm-
unum styrk og blessun. Það er góðs
að minnast. Það er þakkarefnið í
dag. Við Ingibjörg og fjölskylda
mín sendum þér alúðarkveðjur með
þökk fyrir allt. Biðjum góðan Guð
að blessa ykkur og minningu góðs
vinar og félaga. Blessuð sé minning
hans.
Ami Helgason.
Það var í ágúst. Útilega í Vær-
ingjavík út við Mjósund. Væringjar,
skátafélagið úr Hólminum, fagnaði
unnustu Ágústs foringja okkar,
Rakel Olsen. Það var tími til kom-
inn að Ágúst festi ráð sitt, og ekk-
ert var eðlilegra en að hann næði
sér í eina hressa skátastelpu fyrir
konu.
Ágúst Sigurðsson er látinn.
Mikill missir er það fyrir íbúa
Stykkishólms, en þó mestur fyrir
skátastelpuna frá Keflavík og börn-
in þeirra.
Það var héma um árið, þegar
Ágúst kom frá Bandaríkjunum,
uppfullur af skátahugsjóninni. Þá
var í undirbúningi að stofna skáta-
félag í Stykkishólmi. Seinna tók
hann svo við öllu saman og stjóm-
aði Væringjum meðan þeir lifðu.
Allur hans frítími fór í Væringjana
hans, og varð ég aldrei vör við ann-
að en að hann nyti hverrar mínútu.
Það var nú svona og svona spáð
fyrir uppátækinu. Ágúst var þekkt-
ur fyrir dellur, og þetta þótti ekk-
ert annað en ein dellan til. En fað-
ir hans studdi hann dyggilega í
þessari dellu, sá sem rétt var að
þama var Ágúst að framkvæma
hluti sem vora honum hollir, og kom
æsku bæjarins vel.
Óteljandi eru þær útilegumar
sem maður man frá þessum áram.
Ágúst kom mér í Morgunblaðið í
fyrsta sinn. Sendi okkur tvær stöll-
ur labbandi upp í Berserkjahraun,
lét okkur byggja kofa, kveikja eld
með framstæðum hætti og elda
kjötsúpu. Síðan sváfum við í kofan-
um, og Ágúst kom að morgni og
myndaði allt saman og sendi í
Moggann. Þetta var að fara í
„hike“. Hann sendi okkur seinna,
tvö ur Hólminum, í foringjaskólann
að Úlfljótsvatni. Fleiri fóra líka fyrr
og síðar. Þar vora þau bæði kennar-
ar, hann og Rakel. Held ég að við
Eggert Jónsson, sem var þama líka,
höfum verið fyrst úr krakkaskaran-
um til að uppgötva tilhugalífíð. Því
að auðvitað var þetta fyndið og
skemmtilegt að finna það út að
ástin hefði gripið Gústa. Sannfærð
er ég um það að ég gæti ekki stát-
að mig af því í dag að hafa gengið
upp á flest fjöll í nágrenni Stykkis-
hólms ef ég hefði ekki verið skáti
hjá Ágústi.
Ég vil minnast hans úr þessum
fjallgöngum og útilegum. Muna eft-
ir því þegar eldurinn snarkaði við
varðeldinn og við sungum og sögð-
um hvort öðra sögur, þessi litli hóp-
ur úr Hólminum, sem naut þeirra
forréttinda að vera félagar í skáta-
félaginu Væringjum. Muna blá-
grænu og rauðbleiku tjöldin blakta
í golunni. Og tófuyrðiingana og
svartbaksungana sem Ágústi datt
í hug að ala upp með okkur. Muna
tímann sem við vörðum í Hjaltalíns-
húsinu í lagfæringar til að gera það
að góðum samastað skátanna.
Það væri synd að segja að lítið
hafi farið fyrir okkur á stórmótum
skáta. Tjaldborgin sú fínasta og
flottasta og óvæntar uppákomur
venjan, en ekki undantekning. Við
vorum kölluð milljónafélagið úr
Stykkishólmi. Og alltaf var svo
gaman.
Þó að ekkert annað hefði Ágúst
Sigurðsson afrekað um dagana
mundu krakkamir sm hann 61 upp
sem skáta í Hólminum á þessum
áram ávallt minnast hans með hlý-
hug.
Eg votta Rakel og aðstandenum
öðram samúð og kveð gamlan vin
með eftirsjá. Eitt sinn skáti, ávallt
skáti.
Dagbjörg Höskuldsdóttir,
Grundarfirði.
Fyrir þremur vikum hélt Sigurð-
ur Ágústsson hf. uppá 60 ára af-
mæli sitt. Hann gat verið stoltur,
eigandinn og forstjórinn Ágúst Sig-
urðsson, þegar hann bauð starfs-
menn, viðskiptavini og velunnara
fyrirtækisins velkomna I afmælið.
Úndir 25 ára stjóm hans hafði fyrir-
tækið stækkað og eflst og staðið
traustum fótum. En Ágústi var
ekki sérlega í mun að nota þetta
tækifæri til að rifja upp velgengni
liðinna ára, heldur hafði hann sér-
staka ánægju af því að geta á þess-
um merkisdegi í sögu fyrirtækisins
sýnt gestum nýja, fullkomna rækju-
verksmiðju og pökkunarstöð, sem