Morgunblaðið - 13.03.1993, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.03.1993, Qupperneq 48
MICROSOFT. einar j. WlNDOWS. SKÚLASONHF TVÖF/\LDUR |. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Verðhnm á gámaþorski SX8 á markaði í Bretlandi Ke'návíL Verð á karfa hefur fallið um 25% á Þýskalandsmarkaði í vikunni VERÐHRUN hefur orðið á þorski á Bretlandsmarkaði í þessari viku. í pund- um hefur verðið frá áramótum verið að meðaltali 1,44 pund fyrir kíló en í þess- ari viku féll það niður í eitt pund eða um 40%. Þessi verðlækkun er einkum vegna mikils framboðs á þorski úr Bar- entshafi. Verð á karfa á Þýskalands- markaði féll einnig töluvert í vikunni eða um 25%. Astæður þess eru einkum mikið framboð á ferskum karfaflökum frá Færeyjum á þeim markaði. Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ hélst verð á þorski sæmilega hátt í janúar á Bretlandsmark- aði og ef skoðaðar eru tölur um meðalverðið fyrstu níu vikur síðasta árs og þessa árs kemur í ljós að það er hið sama í pundum talið eða 1,44 pund fyrir kíló. Hinsvegar er staða punds- ins veik og gengisfelling hefur einnig sett strik í reikinginn þannig að í krónum talið hefur meðalverð milli þessara tveggja tímabila lækkað úr tæplega 150 krónum í tæplega 138 krónur á kíló. Minni útflutningur Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Aflamiðlun segir að útflutningsaðilar hafí brugðist við þessu með því að draga úr útflutningi á Bretlandsmarkað. Fyrstu níu vikur þessa árs var útflutningurinn þannig um 600 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Þetta hefur haft í för með sér að verð- mæti heildarútflutningsins, það er annara teg- unda til viðbótar þorski, hefur minnkað um 130 milljónir króna á fyrstu níu vikum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fór úr 587 milljón- um 1992 niður í 457 milljónir kr. nú. Verð á karfa á Þýskalandsmarkaði hefur fall- ið mjög á síðustu dögum. Svalbakur EA fékk þannig aðeins 74,57 krónur í meðalverð í vik- unni en meðalverðið hefur lengi legið yfír 100 krónum á kíló. Vilhjálmur segir ástæðuna fýrst og fremst vera mikið framboð af ferskum karfa- flökum frá Færeyjum. „Við höfum lent í svona verðsveiflum áður vegna karfaflaka frá Færeyj- um en á seinni hluta síðasta árs varð markaður- inn mjög óstöðugur vegna þeirra," segir Vil- hjálmur. Þjónar í Drakúla ■búningum gengu um beina á árshátíð Blóðbankans Allir drykkir rauðir ÁRSHÁTÍÐ Blóðbankans var haldin með pomp og prakt í gærkvöldi suður í Hafnarfirði. Til að skapa hina einu réttu stemmingu kvöldsins voru þjón- arnir klæddir sem Drakúla greifi og drykkir á undan matn- um voru rauðir. Glösin undir fordrykkina voru merkt blóð- flokkunum þannig að hver gest- ur gat valið sér flokk við hæfi. Að sögn Ólafs Jenssonar for- stöðumanns Blóðbankans var starfsfólk síðan með heimatilbúna skemmtidagkrá í anda niðurskurð- ar og hagræðingar í heilbrigðis- kerfínu og til enn frekari spamaðar var allur hinn rauði vökvi sem fór í fordrykkina blandaður á staðnum. Morgunblaoio/Porkel! A rh+ og B rh+ skala ÞAU Ólafur Jensson með A rh+ glas í hendi og Þorbjörg Auðunsdóttir með B rh+ glas skála fyr- ir góðri skemmtun á árshátíð Blóðbankans sem haldin var í Hraunkoti í Hafnarfirði í gærkvöldi. MAÐUR í Keflavík hefur greinst með smitandi berkla og er það talið hluti af skýr- ingu á því að óvenjuhátt hlut- fall skólabarna í bænum sýndi jákvæða svörun á reglu- bundnu berklaprófi fyrr í vetur. Þorsteinn Blöndal yfir- læknir á Lungna- og berka- deild Heilsuverndarstöðvar- innar í Reykjavík segir að skýringa á hinni miklu svörun hafi verið leitað lengi en von- andi sé hún nú komin. Að sögn Þorsteins er aðeins um þetta eina tilvik að ræða þar sem greinst hafa smitandi berklar. „Við urðum varir við jákvæða svömn í töluverðum mæli við skólaskoðun í Keflavík, bæði væga og sterka, i byijun vetrar en fundum enga ein- hlíta skýringu á henni,“ segir Þor- steinn. „Við höfum verið að leita skýringarinnar undanfama 4-5 mánuði þar til þessi maður greind- ist.“ Umræddur maður hefur tvisvar farið í læknisskoðun á því tímabili sem leitin stóð yfír og hann lá á spítala sl. haust án þess að berkla- veikin greindist. Þorsteinn segir að þegar maðurinn var á spítala hafí hann ekki sýnt merki þess að hann var smitaður. 1704bílar stöðvaðir 1704 bílar voru stöðvaðir á fyrstu fjórum dögum umferðarátaks lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. 980 vom í lagi, ökumenn 796 vom áminntir, þar af 68 kærðir og 8 vora ölvaðir. Lögreglan hefur að þessu sinni beint sérstakri athygli að ljósabúnaði ökutækja og hugsan- legri ölvun ökumanna. Heimsmeistarakeppnin og hjartveiki Beinar lýs- in^ar ógna heilsunni ^ÞAÐ er full ástæða til að vara þá íþróttaaðdáendur, sem eru veilir fyrir hjarta, við að fylgjast með beinum útsendingum frá heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik," sagði Grétar Ólafs- son, hjartaskurðlæknir, í samtali við Morgunblaðið. Eins og þeir vita, sem fylgst hafa með beinum lýsingum útvarps og sjónvarps frá heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð er oft mikil spenna í leikjunum. Miklir aðdáend- ur íþróttarinnar verða því að fara varlega, séu þeir hjartveikir. „Mikil spenna getur orsakað hjartsláttar- tmflanir, sem geta alltaf verið hættulegar," sagði Grétar. „Þetta á við um fleira en hand- boltann. Ég minnist þess til dæmis, að sá sem fyrstur fór í hjartaaðgerð á Landspítalanum var mikill brids- áhugamaður. Hann spilaði við her- Spenna Hörkuátök í leik íslendinga og Ungveija á HM í Svíþjóð. bergisfélaga sína á sjúkrahúsinu, en þegar hann fékk góða hönd fékk hann svo mikinn verk fyrir bijóstið að hann varð að taka lyfín sín, leggjast upp í rúm og láta frekari spilamennsku bíða.“ í dag leika íslendingar gegn Bandaríkjamönnum á HM í Svíþjóð. Umsýsluþóknun verka- lýðsfélaga endurskoðuð Fá 5% af framlagi Atvinnuleysistryggingarsjóðs REGLUGERÐ um svonefnda umsýsluþóknun verkalýðsfélaga vegna greiðslu atvinnuleysisbóta er nú til endurskoðunar hjá sljórn Tryggingastofnunar. Umsýsluþóknunin hefur numið allt að 5% af útborguðum bótum. Þannig fékk Verslunar- mannafélag Reykjavíkur 9,2 milljónir í fyrra í umsýsluþóknun og Dagsbrún 5,1 milljón. Margrét Tómasdóttir, forstöðumað- ur Atvinnuleysistryggingarsjóðs, segir að líklega liggi endur- skoðuð reglugerð fyrir eftir stjórnarfund nk. mánudag. Umsýsluþóknun hefur ekki verið greidd út fyrir þetta ár vegna endur- skoðunar á reglugerðinni. Breyting- ar á henni verða afturvirkar til síð- ustu áramóta. „Ég held að menn séu sammála um að fella gjaldið ekki alveg niður, en það þarf að endurskoða þetta, hvort heldur sem það yrði til lækkunar eða hækkun- ar. Það gefur auga leið að eftir því sem atvinnuleysið eykst verður umsýslugjaldið hærra, en um leið verður álagið meira á skrifstofum verkalýðsfélaganna, “ sagði Mar- grét. Sjóðurinn hefur sent verkalýðsfé- lögunum bréf þar sem farið er fram á sundurliðun á þeim kostnaði sem þau telja sig verða fyrir vegna umsýslunnar. Á fjárlögum yfir- standandi árs er Atvinnuleysis- tryggingarsjóði áætlaðar 1.464 milljónir kr. Að umsýsluþóknuninni óbreyttri og að því gefnu að verka- lýðsfélögin sæki öll um 5% þóknun til sjóðsins, yrði umsýslugjald At- vinnuleysistiyggingarsjóðs rúmar 73 millj. kr. Ekki liggur fyrir hvað greitt var í umsýsluþóknun á síð- asta ári. VR fékk 9,2 miljjónir Alls var framlag Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs til Verslunar- mannafélags Reykjavíkur á síðasta ári 184,2 millj. kr. Umsýsluþóknun VR var 9,2 millj. kr. A þessu ári hefur framlag sjóðsins til VR verið 65.3 millj. kr. Framlag sjóðsins til Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar var 103.3 millj. kr. á síðasta ári. Um- sýsluþóknun Dagsbrúnar var 5,1 millj. kr. Það sem af er þessu ári er framlag sjóðsins til Dagsbrúnar 38 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.