Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 3 Hundraða milljóna tjón í inn- brotum „ÞAÐ ER ljóst að mikið tjón verður í innbrotum og trygg- ingafélögin greiddu um 100 milljónir króna í fyrra vegna þess og sömu upphæð árið 1991. Þá á eftir að taka með í reikninginn það tjón sem ekki fæst bætt vegna þess að engar tryggingar eru fyrir hendi,“ sagði Sigrnar Ár- mannsson, framkvæmdíistjóri Sambands íslenskra trygg- ingafélaga. Sigmar sagði að teknar hefðu verið saman tölur yfir bætur, sem greiddar höfðu verið vegna innbrota í heimahús og fyrirtæki. „Oft er meira greitt vegna skemmda en þess sem stolið er, því það virðist vera árátta hjá þjófunum að skemma sem mest,“ sagði hann. Aðeins hluti vandans „Svo er á hitt að líta,“ sagði Sig- mar, „að hluti vandans kemur aldrei til okkar. Það er auðvelt að fá tæm- andi upplýsingar um tjón í umferð- inni, þar sem bílatryggingar eru skylda. Við stöndum hins vegar verr að vígi með frjálsu tryggingamar. Margir hafa til dæmis aðeins bmna- tryggingu á sumarbústöðum en þeg- ar brotist er inn í þá em skemmdim- ar oft mjög miklar, eins og dæmin sanna." Sigmar sagði að hin síðari ár hefði orðið greinileg stefnubreyting hjá fyrirtækjum, sem huguðu nú mun betur að fyrirbyggjandi ráðstöfunum gegn innbrotum en áður, til dæmis með samningum við öryggisfyrir- tæki. Þá hefðu stærri fyrirtæki mörg ráðið næturverði. Kranabíll aflaði nær 11 milljóna KRANABÍLL lögreglunnar fjarlægði alls 1.903 bíla á árinu 1992, sem lagt hafði verið með þeim hætti að lög- reglan sá eitthvað athugavert við það. Hið minnsta gjald, sem ökumaður sleppur við, er 1.000 króna sekt, 2.000 króna geymslukostnaður og 2.650 króna kranagjald eða samtals 5.650 krónur. Má því ætla að kranabíllinn hafi afl- að um 10,8 milljóna króna á árinu frá bíleigendum. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Þróunarfélags Reykjavíkur, sem dreift hefur verið. Þar segir ennfremur, að ljóst sé að „áhöfn“ kranabílsins rati best um miðborgina, því að 1.430 bílar voru teknir þar, en aðeins 17 í og við Kringluna og þar af leiðandi 456 bflar á ýmsum stöðum annars staðar í borginni. Þjófurinn vargripiim glÓOVOlglU" BROTIST var inn í hús á Braga- götu síðdegis á fimmtudag, en þjófurinn náðist skömmu síðar. Til mannsins sást þar sem hann bar myndbandstæki út í bíl. Vitnið tók niður bílnúmerið og hafði lög- reglan fljótlega uppi á manninum, sem hefur komið oft við sögu henn- ar áður vegna innbrota. * Iþróttahús hyggt við Artúnsskóla MIKIL eftirvænting ríkti meðal bamanna í Ártúnsskóla í gær þegar hafín var bygging íþróttahúss við skólann. Markús Öm Ant- onsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustung- una að viðstöddum igölda nemenda og starfsmanna skólans. Iþróttahúsið verður 473 fermetrar að stærð með 264 fermetra sal. Gerður hefur verið alverksamningur við ístak hf. um hönnun og byggingu hússins og á verktakinn að skila því fullbúnu með öllun búnaði og frágenginni lóð. Taka á húsið í notkun 1. september næstkomandi. Kostnaður er áætlaður 61 milljón kr. = ÖRTÖLVUTÆKNI jj Skeifunni 17 sfmi 687220 Sterkari í harðri samkeppni! Velkomin í öflugri Örtölvutækni! Örtölvutækni hefur fengið sterkan liðsauka í samkeppninni á íslenska tölvumarkaðinum. Digital, eitt af öflugustu tölvufyrirtækjum heims, hefur tekið upp samstarf við Örtölvu- tækni og aukið starfssvið og starfsemi fyrir- tækisinstil muna. Tökum ofan fyrir kröfu- hörðum viðskiptavinum Með því að bjóða heildarlausnir með á- herslu á net- og samskiptabúnað, ásamt kap- alkerfum, hefur Örtölvutækni eignast kröfu- harða viðskiptavini. Við tökum sérstaklega ofan fyrir þeim af þessu tilefni og hvetjum alla þá sem sækjast eftir vandaðri tölvuþjónustu að kynna sér öflugri Örtölvutækni. Hjá okkur er loforð um heildarlausnir í tölvu- málum einstaklinga og fyrirtækja byggt á 15 ára reynslu! í hattinn okkar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.