Morgunblaðið - 14.03.1993, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
EFNI
2 FRETTIR/INNLEIMT
Þjóðin
eldist og
útgjöld-
inaukast
ÚTGJÖLD til heilbrigðismála
hljóta að aukast þrátt fyrir að
fyllsta aðhalds sé gætt vegna
þess að íslenska þjóðin er að
eldast. Hlutfall 65 ára og eldri
hefur afgerandi áhrif á útgjöld
til heilbrigðismála, þetta hlut-
fall fer stöðugt vaxandi og eft-
ir aldamót stefnir í verxdega
fjölgun í þessum aldurshópi
hér á landi.
Þetta kom fram í ræðu sem Sig-
hvatur Björgvinsson heilbrigðisráð-
herra hélt á sameiginlegum fundi
um framtíðarstefnu í heilbrigðis-
málum sem Félag um heilbrigðis-
löggjöf og Félag um heilsuhagfræði
efndu til í gær. Á fundinum voru
um 60 manns og var fjallað um
siðfræðileg og hagfræðileg álitamál
í heilbrigðismálum.
Sighvatur sagði að þó útgjöld til
heilbrigðismála hefðu stöðugt farið
vaxandi undanfama áratugi hefði
hlutdeild einstaklinga í heildar-
kostnaði staðið í stað og verið um
13% á árunum 1984-92.
Morgunblaðið/Sverrir
Japanskur rokkari í Bláa lóninu
EINN af þekktustu rokksöngvurum Japans, Nagashi að nafni,
er nú staddur hérlendis við upptökur á myndbandi við eitt laga
sinna. Meðal upptökustaða er Bláa lónið þar sem tökur fóru fram
í gærmorgun. Þar var meðal annars útbúin hafmeyja eins og
sjá má á innfelldu myndinni. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem
hefur umsjón með upptökunum hérlendis.
Tilboð Landsvirkjunar á sölu forgangsrafmagns með afsláttarkjörum
Nokkur fyrirtæki hafa
samið um afsláttarkjör
NOKKUR fyrirtæki hafa þegar notfært sér tilboð Lands-
virkjunar á forgangsrafmagni með afsláttarkjörum með
samningum við einstakar rafveitur á landinu, að sögn
Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkj-
unar. Þá segir hann að um helmingur hafna landsins
eigi kost á að kaupa umframrafmagn á þessum kjörum
en hafnarstjórnir sem annast afgreiðslu á rafmagni til
skipa séu viða að undirbúa gerð slíkra samninga.
Þorsteinn hafði ekki upplýsingar I samningar fara fram við viðkom-
um hversu margir samningar andi rafveitur á hveiju orkuveitu-
hefðu þegar verið gerðir þar sem | svæði.
Verkbann sett
í Heijólfsdeilu?
ÚRSLITATELRAUN til að ná sáttum í Heijólfsdeilunni átti
að gera á fundi sem hófst í Vestmannaeyjum klukkan 16 í
gær. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari sagði í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir fundinn að hann væri svartsýnn
á að samkomulag væri í sjónmáli. Hann hefur boðað að
hann fari frá Eyjum í dag. Heimildir Morgunblaðsins herma
að verkbann verði strax boðað á þá starfshópa sem ekki eru
í verkfalli ef upp úr slitnar.
Viðræður hafa staðið yfír í deil-
unni frá því á þriðjudag. Að sögn
sáttasemjara skiptust aðilar á til-
boðum í gær og fyrradag en án
árangurs. Að mati deiluaðila er
málið enn nálægt upphafspunkti.
Allir starfshópar um borð hafa átt
aðild að viðræðunum en þó mun
ekki liggja fyrir staðfestur vilji til
að ganga til heildarsamnings er
taki til allra starfshópa.
Söguburður kveðinn niður
Að undanfömu hafa gengið
sögusagnir um, að hin svonefnda
svartklædda kona, sem staðin
var að málverkastuldi í Hall-
grímskirkju og íkveikju í húsi við
Bræðraborgarstíg, væri dóttir
ráðherra í núverandi ríkisstjóm.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, eru
þessar sögusagnir gersamlega
úr lausu lofti gripnar og ósannar
með ölíu.
Er þess að vænta, að með
þessum upplýsingum sé þessi
söguburður kveðinn niður.
300 fyrirtæki uppfylla skilyrði
Kaupendur þurfa að uppfylla
ákveðin skilyrði sem m.a. fela í sér
að um aukna rafmagnsnotkun
verði að ræða eða að lágmarki í
300 megawattstundir á ári. Er
áætlað að um 300 fyrirtæki á land-
inu séu af þeirri stærðargráðu að
þau geti notfært sér tilboðið sem
stendur í fímm ár. Afslátturinn
sem boðið er upp á nemur um
35-40% af heildsöluverði Lands-
virkjunar.
Nokkur iðnfyrirtæki og ylrækt-
arbændur hafa þegar nýtt sér til-
boðið að sögn Þorsteins.
Þá benti hann að að fyrirhugað
væri að loðnubræðslur verði raf-
væddar í auknum mæli í stað olíu-
notkunar og gætu þær þá fengið
afhenta ótrygga orku á lægra
verði. Til að svo verði þurfa
bræðslumar að fjárfesta í nýjum
búnaði. Þau mál eru nú í athugun
í sérstakri nefnd á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins og em líkur á að
niðurstaða liggi fyrir með vorinu
skv. upplýsingum Þorsteins.
íslandsmót
í þolfimi
er í kvöld
ÍSLANDSMÓTH) í þol-
fimi verður haldið í kvöld
á Hótel íslandi, en það er
liður í heimsmeistara-
keppninni í þessari íþrótt.
Hefst það klukkan 20.00 í
kvöld.
Meðal keppænda er Norður-
landameistarinn, Magnús
Scheving, sem vann titilinn í
Svíþjóð fyrir skömmu. Keppt er
í þremur flokkum, einstaklings-
flokki karla og kvenna og flokki
para. Sigurvegarar mótsins
keppa síðan fyrir íslands hönd
á heimsmeistaramóti í Suzuki í
Japan um páskana, en keppend-
ur sem fóru þangað í fyrra náðu
góðum árangri.
Andstaða við vega-
gerð um Dragháls
„SAMEIGINLEGUR fundur bæjarstjórna Akraness og Borgar-
ness Iýsir andstöðu við þær hugmyndir sem samgönguráðherra
viðraði í umræðum á Alþingi nýverið. Til að stytta leið til
Norðurlands nefnir ráðherra að jöfnu vegagerð á Draghálsi
og Hesthálsi og gerð ganga undir Hvalfjörð," segir í ályktun
sem bæjarstjórnir Akraness og Borgarness hafa sent frá sér.
Bæjarstjórnir Akraness og Borg-
amess benda á að fyrri kosturinn
mun aðeins þjóna litlum hluta þeirr-
ar umferðar sem fer um Hvalfjörð
auk þess sem fjallvegir eru erfíðir
yfírferðar að vetrarlagi. Rúmlega
helmingur umferðar um Hvalfjörð
á upphaf og endi á Akranesi, í
Borgarnesi og í næsta nágrenni.
„Göng undir Hvalíjörð myndu
skipta sköpum fyrir þá umferð um
leið og þau kæmu öllum öðrum
vegfarendum til góða, m.a. stytta
þau Norðlendingum leið til og frá
Reykjavík mun meira en fyrrgreind-
ar hugmyndir," segir í ályktuninni.
► 1-48
Hótel mamma
►Flest bendir til þess að unga
fólkið yfirgefi hreiðrið seinna en
áðurtíðkaðist./lO
í lastabæli Orgons
►Súsanna Svavarsdóttir skrifar
um ieiksýningu LR á Tartuffe
Moliéres i Borgarleikhúsinu./13
Líf róður Jeltsíns
►Boris Jeltsín á undir högg að
sækja gagnvart þinginu og er þess
beðið hvaða spil hann á uppí erm-
inni./14
íslenski fjárfestingar-
bankinn
►Agnes Bragadóttir fíallar um
hina umdeildu ákvörðun iðnaðar-
ráðherra að steypa saman sjóðum
iðnaðarins./16
Öðruvísi dagar
►ingvar E. Sigurðsson leikari
hefur fengið góða dóma fyrir
frammistöðu sína á leiksviðinu sfð-
ustu þijú ár./18
Rómantíkin blómstrar
►Ekki er seinna vænna að
glöggva sig á tískunni fyrir næsta
vetur en þar verður rómantíkin
allsráðandi./20
Vildiég hefðiekkl gert
þetta
►Rætt við pilt sem átti þátt f
miklu eignatjóni fyrir skömmu./22
B
►1-28
Hressar hverfislöggur
► Breiðholtslögreglan hefur verið
mikið í fréttum enda teygja lög-
reglumennimir þar langan arm
laganna um allt höfuðborgarsvæð-
ið./l
Takið mér eins og ég
er
►Spænsk-þýska tónskáldið Maria
De Álvear kom til íslands til að
flytja tónverk sem hún samdi fyrir
ÍSMÚS, tónlistarvöku RÚV./6
Ljósmyndir ársins
1992
►Bestu ljósmyndir liðins árs eru
sýndar á sýningu Blaðaljósmynd-
arafélags Islands, sem lýkur nú
um helgina./10
Virði ávallt Drakúla
►Breski leikarinn Christopher Lee
í viðtali við Morgunblaðið en hann
verður í dómnefnd norrænu kvik-
myndahátíðarinnar sem haldin
verður hér í næstu viku./13
C
FERMINGAR
► 1-20
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 17b
Leiðari 24 Fólk 1 fréttum 18b
Helgispjall 24 Myndasögur 20b
Reykjavlkurbréf 24 Brids 20b
Minningar 30 Stjömuspá 20b
fþréttir 42 Skák 20b
Útvarp/sjónvarp 44 Bíó/dans 21b
Gárur 47 Bréf til blaðsins 24b
Mannlifsstr. 8b Velvakandi 24b
ídag 12b Samsafnið 2Gb
Dægurtónlist 16b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4