Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 41
£GGt SJLAM ,H aUOAOUKWU8 GIUAJaHUOÍtOM
Ofc
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
41
Eigendur stofunnar
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir og Olga Björg Másdóttir eigendur hár-
greiðslustofunnar Hárhönnunar.
Ný hárgreiðslu-
stofa, Hárhönnun
Hárgreiðslumeistararnir Sig-
ríður Dóra Jóhannsdóttir og
Olga Björg Másdóttir hafa opnað
nýja stofu á Skólavörðustíg 6b,
Hárhönnun.
Sigríður Dóra rak áður hár-
greiðslustofuna Perlu, Vitastíg 18a,
og Olga Björg starfaði einnig á
þeirri hárgreiðslustofu.
Hárgreiðslustofan er opin kl.
9-18 virka daga og 10-13 á laug-
ardögum.
(Fréttatilkynning)
Grafarvogssókn
Ekkert tap
vegna
gjaldþrots
GRAFARVOGSSÓKN mun
ekki bera skaða af því, að
SH-verktakar urðu gjald-
þrota og urðu að hætta við
byggingu kirkjunnar, en þeir
áttu á sínum tíma lægsta til-
boð í uppsteypu kirkjunnar.
Nú hefur ÍSTAK tekið að sér
framkvæmdirnar efir að SH-
verktakar féllu frá, en sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá
sókninni voru skil SH-verk-
taka góð, en þeir höfðu verk-
tryggingu hjá Sjóvá almenn-
um hf.
Grafarvogssókn hyggst flytja
starfsemi sína á fyrstu hæð kirkj-
unnar næsta vetur, en það er orð-
ið mjög aðkallandi, því að íbúar í
sókninni eru nú yfir átta þúsund
og fer fjölgandi. Fermingarböm
era hátt á annað hundrað, enda
sóknin með stærstu sóknum lands-
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - simi 17800
Leikbrúöugeró
L .
Kennari: Helga Arnalds.
25. mars - 29. apríl. Fimmtudaga kl. 19.30- 22.30.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga
-fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800.
i
*
ms.
Menning þjóða á trnium al-
þjóðlegrar fjölmiðlunar
NÁMSKEIÐ um menningu þjóða á tímum alþjóðlegrar
fjölmiðlunar verður haldið 17. mars nk. í Háskóla íslands
á vegum Endurmenntunarstofnunar og hagnýtrar fjölmiðl-
unar. Leiðbeinandi verður bandarískur gistiprófessor dr.
Kenneth Starek prófessor og forstöðumaður fjölmiðladeild-
ar Iowa-háskóla.
Dr. Starck er tálinn í röð fremstu
fræðimanna og kennara á sviði
blaðamennsku og íjölmiðlunar í
Bandaríkjunum og kemur hingað
með stuðningi bandarísku menning-
armálaskrifstofunnar á íslandi.
Þetta námskeið er fyrst og fremst
sniðið fyrir starfandi blaðamenn en
er opið öllum er áhuga hafa. Dr.
Starck mun á námskeiðinu fjalla
um þær breytingar sem hafa orðið
í blaðamennsku í kjölfar nýrrar og
Hugleiðsluvika
hjá Sri Chinmoy
RÖÐ námskeiða í hugleiðslu og jóga er haldin þessa dagana á veg-
um Sri Chinmoy setursins. Fara námskeiðin fram á ýmsum stöðum
í Reykjavik, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og er aðgangur
ókeypis.
sífellt fullkomnari og hraðvirkari
boðskiptatækni. Hvaða áhrif hefur
hin nýja tækni haft á fréttaflutn-
ing, á vitund almennings um at-
burði líðandi stundar og síðast en
ekki síst, hvaða áhrif hefur alþjóð-
leg fjölmiðlun á menningu þjóða.
Umsjónarmaður heimsóknar dr.
Starcks er dr. Sigrún Stefánsdóttir,
lektor í hagnýtri fjölmiðlun við
Háskóla íslands. Þátttökugjald er
2.200 kr. og fer skráning fram á
skrifstofu Endurmenntunarstofn-
unar Háskóla íslands.
(Fréttatilkynning)
ISLANDSMOTIÐ
í ÞOLFIMI
SUZUKI W®RLD CUP 93
Sunnudaginn 14.mars
ó Hótel íslandi
klukknn 20:00
, Stfcf’ssts/iJ/aJs'f*)/. ■
«.//
ÞRIR ERLENDIR DOAAARAR
KEPPENDUR FRA OLLUM HELSTU STOÐVUNUM
Gódan dagirm!
Að Sri Chinmoy setrinu stendur
um 20 manna hópur og hefur það
starfað um 7 ára skeið. „Sri
Chinmoy er jógameistari búsettur
í Bandaríkjunum," sagði Eymundur
Matthíasson einn aðstandenda Sri
Chinmoy setrusins í samtali við
Morgunblaðið. „Jógaheimspeki er
mjög víðfem og hið sama má segja
um hugleiðsluaðferðir Sri Chimmo-
ys. Það einkennir hins vegar aðferð
hans að mikil áhersla er lögð á ieið
hjartans, kærleikann." Eymundur
sagði að með aðferð Sri Chinmoys
væri hægt að öðlast meiri lífsfyll-
ingu og innri frið.
Námskeiðin sem boðið er uppá
era átta talsins og að mestu leyti
óháð hvert öðra. Þessi námskeið eru
í boði: Inngangur að hugleiðslu I
og II, jógaheimspeki, Hugleiðsla og
tónlist, Hugleiðsla, sköpun og listir,
Hugleiðsla og hugleiðsluæfingar,
Hugleiðsla og íþróttir, Framhalds-
iðkun hugleiðslu. Upplýsingar um
stað og tímasetningu einstakra
námskeiða eru veittar hjá Sri
Chinmoy setrinu.
H NÆSTI fræðslufundur Fugla-
vemdunarfélagsins verður hald-
inn mánudaginn 15. mars í stofu
101 í Odda, húsi hugvísindadeildar
Háskólans og hefst klukkan 20.30.
Þar mun Amór Þórir Sigfússon
fuglafræðingur halda erindi um
sílamáfa. Arnór hefur stundað
rannsóknir á sílamáfum á Suðvest-
urlandi undanfarin ár, á vegum
veiðistjóraembættisins og er manna
fróðastur um hætti þessa ástsæla
vorboða. Meðal annars hafa Amór
og samstarfsmenn hans radíómerkt
sílamáfa og fylgt þeim eftir á ferð-
um þeirra, metið stærð og út-
breiðslu varpa, svo nokkuð sé nefnt.
Aðgangur er öllum heimill. Aðal-
fundur félagsins verður haldinn
laugardaginn 20. mars klukkan 16
í fundarherbergi Norræna hússins.
Dagskrá: Stjórnarkjör, lagabreyt-
ingar, önnur mál.
(Fréttatilkynning)
■ KRISTILEGT félag heil-
brigðisstétta heldur fund mánu-
daginn 15. mars nk. í safnaðar-
heimili Laugarneskirkju klukkan
20. Efni fundarins er kynferðisleg
misnotkun. Hvað hefur kristin trú
til málanna að leggja? Það er Rósa
Ólöf Svavars, hjúkranarfræðingur,
sem flallar um þetta viðkvæma efni.
Hún hefur kynnt sér þessi mál
bæði hér á landi og í Danmörku.
Mun hún koma inn á umfjöllun
Biblíunnar og úrlausnir og bera
saman við umfjöllun þessara mála
í samtímanum. Fundurinn hefst
klukkan 20 og era allir velkomnir.
Auglýsing um
nýjar reglur um makalífeyri
Hinn 1. júlí 1993 koma til framkvæmda hjá Lífeyrissjóði
Dagsbrúnar og Framskóknar nýjar reglur um makalífeyri.
Helstu breytingar frá núverandi reglugerð:
1. Ekkjurog ekklar munu njóta sama
réttar til makalífeyris.
2. Lágmarksaldur eftirlifandi maka
við fráfall sem skilyrði fyrir ævi-
löngum lífeyri hækkar úr 35 árum
Í42 ár. Sé hinn eftirlifandi á aldrin-
um 42-54 ára við fráfallið, er líf-
eyrir skertur. Lægsta greiðsla
nemur 22% af óskertum lífeyri.
3. Barn á framfæri veitir rétt til
makalífeyris fram að 19 ára aldri
barnsins í stað ævilangs lífeyris.
4. Núgildandi ákvæðum um greiðslu
makalífeyris, ef hinn eftirlifandi
hefur skerta starfsorku, er breytt
í heimild í áframhaldandi greiðslu
að 24 mánaða tímabilinu loknu.
5. Margföldunarstuðull stiga við út-
reikning makalífeyris lækkar úr
1,0 í 0,9.
6. Framreikningur stiga miðast við
67 ára aldur í stað 70 ára. Til
grundvallar framreikningi við út-
reikning makalífeyris skal reikna
þriggja ára meðaltal, þótt engin
iðgjöld hafi verið greidd í eitt eða
fleiri þessara ára.
7. Stofni eftirlifandi maki til sambúð-
ar, mun makalífeyrir falla niður,
eins og um hjúskap væri að ræða.
Þar sem reglugerðarbreyting þessi getur í einstökum tilfellum haft í för með
sér veruleg áhrif á heildarrétt eftirlifandi maka til lífeyris, þykir rétt að til-
kynna með hæfilegum fyrirvara hinar nýju reglur.
Breytingar þessar voru samþykktar á fulltrúafundi Verkamannafélagsins Dags-
brúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar þann 10. nóvember 1992.
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar
Suðurlandasbraut 30, 108 Reykjavík
Sími 814399