Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 7 Gæslan fylgist með frönskum togurum FIMM franskir togarar voru að veiðum fast upp við og á mörkum 200 mílna fiskveiðilögsögunnar á blálöngumiðunum út frá Reykja- nesi í gær þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug eftirlitsflug yfir svæðið. Þá voru fimm íslenskir frystitogarar að blálönguveiðum rétt innan við landhelgislínuna. Þegar varðskipið Óðinn kom á svæðið voru frönsku togararnir komnir aðeins inn fyrir landhelgis- línuna en færðu sig strax út fyrir aftur. Varðskipið sigldi upp að ein- um togaranna og fóru eftirlitsmenn um borð til viðræðna við áhöfnina. Islenskir sjómenn hafa kvartað yfir því að frönsku. togararnir fari inn fyrir lögsögumörkin og trufli veiðar íslensku skipanna, en veiði- svæðið er mjög lítið og liggur við 200 mílna mörkin. Ríkissjónvarpið Á tali verð- ur hugsan- lega breytt „ÞAÐ ERU ýmsar bollalegg- ingar um aðra staðsetningu á þætti Hermanns Gunnarsson- ar í dagskránni og jafnvel breytingar á formi þáttarins," sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps- ins, í samtali við Morgunblað- ið. Pétur sagði að menn væru nú að huga að ýmsum breytingum á vetrardagskránni, frá 1. októ- ber. Ekki væri um það að ræða að þáttur Hermanns, Á tali hjá Hemma Gunn, yrði lagður niður. „Þátturinn verður óbreyttur nú fram á vorið. Staðsetning þáttar- ins í dagskránni kann að breyt- ast með næsta hausti og það eru ýmsar bollaleggingar um að form þáttarins taki breytingum, en það er í raun ótímabært að gefa nokkuð ákveðið uppi um það. Hermann verður vonandi í starfi hjá okkur áfram,“ sagði Pétur Guðfinnsson. Stöðugt eftirlit Landhelgisgæslan mun fljúga reglulega yfir svæðið til að fylgjast með hvort frönsku togararnir fara inn fyrir línuna og ððinn verður við eftirlit á svæðinu fram í næstu viku. — „Krappur línu- dans“ VARÐSKIPIÐ Óðinn fylgdist með veiðum fimm franskra togara á blálön- gumiðunum við mörk fisk- veiðilögsögunnar í gær og fóru starfsmenn Gæslunn- ar iim borð í togarann Cote de Laviegre, sem sést á myndinni, til viðræðna við áhöfnina. „Þetta er krapp- ur linudans. Frönsku tog- ararnir eru á línunni og aðeins fyrir utan og ís- lensku skipin eru á línunni og aðeins fyrir innan,“ sagði einn af eftirlitsmönn- um Gæslunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Þrotabú EG hættir út- gerð togarans í vikuimi Bústjóri vonast eft- ir tilboði í vikulok Bolungarvík. TOGARINN Dagrún kemur í dag eða á morgun til hafnar og fer ekki aftur til veiða á vegum þrotabús Einars Guðfinnssonar hf., að sögn Stefáns Pálssonar skiptastjóra. Aflabrögð hafa ver- ið treg. Heiðrún losnar úr slipp um svipað leyti en þrotabúið mun heldur ekki halda henni til veiða. Skiptasljóri segist vonast eftir tilboði frá Ósvör fyrir vikulok. Forráðamenn Útgerðarfélagsins Ósvarar hf., sem ætlað er að taka við rekstri fyrirtækja EG, hafa ver- ið í Reykjavík að undanförnu til viðræðna við bústjóra og fulltrúa sjóða og banka. Björgvin Bjarna- son, stjórnarformaður Ósvarar hf., vildi í gær ekkert segja um það hvernig vinna þeirra gengi. Stefán Pálsson bústjóri sagðist vonast eftir einhvers konar tilboði frá Ósvör fyrir vikulok. Fyrirtæki frá ísafirði hafa verið að auglýsa hér eftir fólki. Hrað- frystihúsið Norðurtanginn hf. aug- lýsti eftir 10-15 manns í snyrtingu og pökkun. Fimm konur hafa ráðið sig í vinnuna og aka daglega á milli. Gunnar Chevrolet Corsica 2,2 LT. Rúmgóður og þægilegur fjölskyldubíll, framleiddur í Bandaríkjunum. Corsica er mátulega stór. Ekki of stór en þó lengri og breiðari en bæði Toyota Carina E og Mitsubitshi Galant. ABS bremsukerfisbúnaður Corsicu er hinn fullkomnasti sinnar tegundar. ABS telst til aukabúnaðar í sambærilegum bílum en er staðalbúnaður í Corsica. Oryggisloftpúði í stýri. Chevrolet hefur tekið afgerandi forystu í öryggisbúnaði. Gerðu raunhæfan samanburð á öryggisbúnaði t.d í Corsicu, Volvo og BMW. Styrktarbitar í hurðum. Styrktarbitar sjást ekki utan frá en þeir geta reynst lífgjafar þegar á reynir. 2,2 lítra vél sem er í senn skemmtileg og sparneytin enda með fjölinnsprautun. Verð kr. 1550.000- árg. '92 Verð kr. 1799.000- árg. '93 Umsögn Leó M Jónssonar véltæknifræðings og ritstjóra tímaritsins Bíllinn : Chevrolet Corsica er ekki sportbíll heldur sérstaklega rúmgóður og þægilegur fólksbíll sem er þannig úr garði gerður að viðhaldskostnaður á að vera f lágmarki. Framhjóladrif, vökvastýri , stór hjól, beigmikil dekk og sléttur botn eru meðal þeirra atriða sem gefa þessum bíl eiginleika sem henta sérstaklega íslenskum aðstæðum. Það er t.d hærra undir Chevrolet Corsica en nokkurn japanskan bíl af svipaðri stærð en það er þýðingarmikili kostur þegar ekið er á maiarvegi eða í snjó að vetri til. Þetta er “’praktískur” og sparneytinn bíli sem þeir ættu að skoða sem setja þægindi efst á blaðið. Höfóabakki 9 Sími 634000 ... .*£. fes fe ú' ' P % c,4*"1 - *.v,. ^, /ý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.