Morgunblaðið - 24.03.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 24.03.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Svala Sigurleifsdóttir: Vorblót. 1992-93. Iega gripi sem gætu tengst vor- séð á síðustu árum á sýningum á komunni hjá þjóðum á norðlægum verkum inúíta og Alaska-indíána. slóðum, líkt og landsmenn hafa Þetta er vel unnið verk sem teng- raun tví-, þrí- eða jafnvel fjór- skipt, svo að minnir jafnvel á alt- aristöflur með vængjum. í þeim blandar Svala saman tilvísunum í náttúruna, listasöguna og per- sónulega reynslu, þannig að gott jafnvægi ríkir innan heildarinnar hveiju sinni. Hvert verk fyrir sig verður að margræðum heimi, sem sýningargestir geta gengið inn í og beitt eigin reynslu við að lesa; þessi tenging sýningarinnar og sýningargestsins er aðalsmerki góðra listamanna. Sýningu Svölu Sigurleifsdóttur í Gallerí einn einn við Skólavörðu- stíg lýkur í dag og er listunnend- um bent á að líta inn. ist landinu og upplifun þess sterk- um böndum. Verkin á þessari sýningu eru í Magnús Pétur Þorgrímsson Leirmunagerð er ein elsta iðja mannkyns og einkenni hennar á hveijum tíma hafa oft verið talin meðal helstu merkja hinna einstöku menningarskeiða. Önnur efni hafa í mörgu tekið við hlutverki leirrriun- anna eftir því sem mannkynið hef- ur náð tökum á tækni við vinnslu málma, framleiðslu gerviefna og mótun hluta, og leirinn þannig vik- ið úr öndvegi. Leirlistin hefur þó alltaf haldið sínum hlut að nokkru, bæði við gerð nytjahluta og ekki síður á hinu eiginlega listræna sviði; þar hefur leirlistin m.a. skip- að öruggan sess í listalífi íslendinga um áratuga skeið. Að undanförnu hefur staðið yfir í hinu skemmtilega sýningarhúsi Stöðlakoti við Bókhlöðustíg sýning á verkum ungs listamanns á þessu sviði, Magnúsar Péturs Þorgríms- sonar. Hann útskrifaðist úr leir- listadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands síðastliðið vor og er þetta fyrsta einkasýning hans. Magnús Pétur hefur vandað til þessarar frumraunar í sýningar- haldi og tekist að skapa góðan heildarsvip fyrir verk sín í húsinu. Sýningin er unnin út frá umhverf- inu í þessum tveimur herbergjum, og litir gripanna, fjöldi þeirra og uppseting falla mjög vel að aðstæð- um. Á neðri hæð hefur listamaðurinn komið fyrir tíu könnum og vösum, sem hafa kviknað sem persónur við undirbúningsvinnuna. í sýningar- skrá lýsir listamaðurinn þessu ferli þannig: „Þegar ég sest niður við skissuvinnu og krassa gagnrýnis- laust á blað eftir blað kem ég aftur og aftur að ketjum sem persónum, kyngreindum, lifandi og jafnvel talandi saman. Þegar best lætur getur orðið úr þessu teiknimynda- saga. ... Hugmyndina útfæri ég hins vegar þannig að ég fæ að láni ýmis einkenni eða kannski öllu heldur sérkenni vina eða vanda- lausra og notfæri mér í formi og skreytingu." Verkin öðlast því sjálfstætt líf fyrir augum sýningargesta, þar sem könnurnar eru kvenverur og vasarnir karlkyns. Sumir gripanna vísa til ákveðinna einstaklinga, t.d. „Mannfræðingurinn" (nr. 6) og Presturinn („Drottinn, jú, hann er alls staðar" (nr. 3)); aðrir leitast við að persónugera hið óræða eða Magnús Pétur Þorgrímsson: Steinhissa. tilfinningalega. Þannig ná verkin „Harmur í huga“ (nr. 2) og „Stein- hissa“ (nr. 9) ágætlega að tjá þær tilfinningar, sem titlarnir bera, með sér. 0 Þó þessir gripir dragi fyrst að sér athygli fyrir viðfangsefnin, þá er mótun þeirra einnig með þeim hætti að nokkur kyngreining á sér stað. Form vasanna eru sterkleg og nokkuð svipuð frá einu verki til hins næsta, en könnurnar taka á sig öllu fjölbreyttri og mýkri línur, bogadregin form, en jafnframt hvassa stúta, þannig að þarna má jafnvel sjá nokkuð andstæðar tilvís- anir settar fram á skemmtilegan hátt. Á efri hæðinni sýnir Magnús Pétur rennda hluti í hefðbundnum formum nytjahluta — vasa, skálar og körfur. Þetta eru stílhreinir grip- ir, þar sem fara saman látlaus form og einföld litun sem fellur vel að umhverfi og uppsetningu; gæði - úrvinnslunnar eru augljós og má benda á gripi nr. 11, 15 og 22 sem góð dæmi um þá fagmennsku, sem til þarf. Þessi sýning er vel heppnuð frumraun ungs iistamanns, sem hefur valið sér hefðbundinn miðil í listinni og leitar nýrra leiða með viðfangsefnum sínum, jafnframt því sem hann heldur í heiðri þau vinnubrögð, sem hafa skapað þessa listgrein í gegnum árþúsundin. Sýningu Magnúsar Péturs Þor- grímssonar í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg lauk sunnudaginn 21. mars. 11 Vetrar- tónleikar Karlakórs- ins Stefnis KARLAKÓRINN Stefnir í Mos- fellsbæ heldur þrenna vetrartón- leika í þessari viku. Fyrstu tónleik- arnir verða fimmtudaginn 25. mars í Bústaðakirkju klukkan 20.30, þeir næstu laugardaginn 27. mars klukkan 16 í Hlégarði, Mos- fellsbæ og þriðju tónleikarnir verða sunnudaginn 28. mars klukkan 17 í Árbæjarkirkju. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og verða flutt kórverk af ýmsum toga bæði íslensk og erlend. Flutt verða nokkur íslensk ættjarðarlög þar á meðal Svejtin mín eftir Bjarna Þorsteinsson, Landið mitt eftir Þór- arin Guðmundsson, Sjá dagar kóma eftir Sigurð Þórðarson og Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thorodd- sen. Af erlendum dægurlögum má nefna Glasasöng eftir E.A. Tenstad, Söng feijumannsins á Volgu, sem er rússneskt þjóðlag, enska þjóðlagið Greensleves og Sönginn eftir C.F. Zelter. Síðast en ekki síst eru á efnis- skránni klassísk verk einkum úr heimi óperutónlistar. Þau eru Her- mannakórinn úr II Trovatore og Possente amor úr Rigoletto eftir G. Verdi, Maríubæn úr Cavalleria rusticana eftir P. Mascagni og Dir, Seele des Weltalls eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Aðaleinsöngvari með kómum að þessu sinni er Þorgeir J. Andrésson, óperusöngvari og syngur hann ein- söng í Sjá dagar koma, Maríubæn og Possente amor. Tveir kórfélagar, Böðvar Guðmundsson og Jón M. Guðmundsson, syngja einnig einsöng með kómum. Stjómandi kórsins er Lárus Sveinsson og undirleikari Sigurður Marteinsson, píanóleikari. Raddþjálf- ari kórsins í vetur hefur verið Jó- hanna V. Þórhallsdóttir. (Fréttatilkynning) 10. Norræna kvikmyndahátíðin 24. - 27. mars í Reykjavík DAGSKRÁ MIÐVIKU- DAGINN 24. MARS (Innan sviga eru stuttmyndir þær sem sýndar eru á undan aðalmyndunum) Kl. 13.00: Snúkurinn/Snovs- en (Prófið/Eksamen). Kl. 15.00: Böm náttúrunn- ar/Children of Nature (Ævin- týri á okkar tímum/A Fairy Tale of Our Times). Kl. 17.00: Hið fullkomna morð/Det perfekte mord (Haus- ar/Heads). Kl. 17.00: Hrafninn flýgur/ When the Raven Flies. Kl. 17.10: Bóhemalíf/La vie de bohéme (Those Were the Days). Kl. 17.15: Vofa Jaspers/Det skaldede spögelse (Barnfóstr- an/Barnepigen)_. Kl. 18.45: Ást Söru/Akva- ariarakkaus (Hvar er hárið mitt?/Where is My Hair). Kl. 19.00: Loftskeytamaður- inn/Telegrafisten (Foreldrar/ Parents). Kl. 19.00: Stóri feiti pabbi minn/Min store tjocke far (Schh!). Kl. 19.10: II Capitano (Kos- inn/Kyssen). Kl. 20.45: Pólstjarnan/Stella Polaris (Eitt ár í eyðibyggð- um/Áret gjennom Bárfjord). Kl. 21.15: Eldspýtnustúlk- an/Tulitikkutehtann Tyttö. Kl. 22.30: Sárar ást- ir/Kærlighedens smerte (Svalir Júlíu/Julies balkon). Kl. 23.00: Ingaló (Jólatréð/ The Christmas Tree). unarstjóri KHÍ, Ólafur H. Jó- hannsson, á fundinn og rabbar um ýmsa endurmenntunarmöguleika myndlistarkennara. Kaffiveitingar verða að venju. Að undanförnu hefur FÍMK fengið mjög áhugaverða fyrirles- ara á fundi félagsins. Þetta hefur mælst vel fyrir og hyggur stjóm félagsins á framhald á þeirri braut. í sumar verður Nordisk Kurs á vegum norrænna myndlistakenn- ara í Danmörku. Á hveiju ári sam- einast norrænir myndlistakennar- ar um endurmenntun sem stendur yfir í eina viku og er til skiptis á Norðurlöndunum. Síðastliðið sum- ar sá FÍMK um Nordisk Kurs og var það haldið á Akureyri. Á þessum þingum er mikil fjöl- breytni í fyrirlestrum, kynningum á margvíslegu efni, sem varðar starf og uppbyggingu myndlistar- kennara í starfi þeirra. Og einnig eru rekin verkstæði á þessum þingum þar sem kennarar geta farið áþreifanlega ofan í vinnu- brögð og tækni sem gefa dýpt í þá kennslu sem þarna fer fram. Fréttabréf um Nordisk Kurs er væntanlegt til félagsmanna mjög bráðlega. Starfandi myndlistarkennurum í grunn- og framhaldsskóium er boðið að koma á fundinn auk fé- lagsmanna og eru þeir hvattir til að kynna sér þessa nýbreytni í listakennslu. (Fréttatilkynning) SÁLUMESSA eftir Verdi Háskólabíói fimmtudaginn 1. apríl, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Yoav Talmi Kórstjóri: Peter Locke 90 manna kór íslensku óperunnar og effirtaldir einleikarar taka þátt í tónleikunum ásamt Sinfóníuhljómsveitinni Ólöf K. Elsa Waage Harðardóttlr ÓlafurÁ. BJarnason Quðjón Grétar Oskarsson SINFÓNÍUHLJÓ ÍSLANDS Háskólabíói v/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.