Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Norræna kvikmyndahátíðin Vofa Jaspers Þrír guðsvolaðir listamenn í Bóhemalífi, dæmigerðar söguhetjur finnska kvikmyndagerðarmannsins Akis Kaurismakis. Háskólabíó: Vofa Jaspers - Det skallede spögelse Leikstjóri Brita Wielopolska. Handrit Bent Rasmussen. Aðal- leikendur Benjamin Rothen- burg-Vibe, Jannie Faurschov, Sören Ostergaard, Ove Sprogöe. Krone film. Dan- mörk. Er hinn 11 ára Jasper missir Aron gamla vin sinn fara yfirnátt- úrlegir hlutir að gerast. Hann fær gestinn, eða réttara sagt vofuna, Sakleysi, í heimsókn að handan, úr landi hinna ókunnu eins og þeir segja. Það er komið fram á sumar og skólanum að ljúka. Þar á Jasper í útistöðum við prests- soninn en Sakleysi gefur honum góð ráð hvernig beri að haga sér í henni veröld. Vera öðrum for- dæmi í guðsótta og góðum siðum. Eftir afar fallegt og ljóðrænt upphafsatriði þar sem Jasper litli kemst fyrst í kynni við sendiboð- ann Sakleysi - reyndar eru sen- umar með þeim félögum þær bestu í myndinni, við hverfum þá á vit ævintýrsins um sinn í glamp- andi tunglsljósi við nið árinnar - tekur við heldur venjuleg afþrey- ing fyrir smáfólkið. Yfírbragðið hefði að ósekju mátt vera ögn hressilegra og leikurinn líka. Engu að síður kemst hugljúf sag- an bærilega til skila og hugmynd- in hlýleg. Einfarinn hann Jasper litli, fær styrk frá hinum aldraða vini sínum handan við gröf og dauða í hversdagsbaráttunni við sér stærri og sterkari skólabræð- ur og bætir skólasystkin sín. Myndin er fallega tekin á miðju, dönsku sumri og þó að hún láti ekki mikið yfir sér hefur hún örugglega góð, tilætluð áhrif á yngstu áhorfendurnar. Þeim er hún ætluð, enda eru þeir ekkert að velta vöngum yfír dulítið glompóttu handriti og misjöfnum leik. Drengurinn sem fer með hlutverk prestssonarins pörótta stendur sig nokkuð vel og það er alltaf gaman að sjá vinalegt andlitið á honum gamla, góða Ove Sprogöe, sem bregður fyrir í litlu en mikilvægu hlutverki Sakleysis. Bóhemalíf Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Bóhemalíf - La vie de bohéme Leikstjóri Aki Kaurismaki. Handritshöfundur Kaurismaki, byggt á skáldsögu e. Henri Murger. Aðalleikendur Matti Peilonpaa, Evelyn Didi, André Vilms, Kari Vaananen, Christine Murillo, Jean-Pierre Léaud. Finnland. Þær eru kúnstugar að venju, persónumar hans Akis Kauri- smakis í Bóhemalífi, nýjustu mynd þessa einstaka og jafnan eftirtekt- arverða leikstjóra. Sögusviðið er Parísarborg og fjallað er um þijá mislukkaða listamenn sem lifa fýr- ir líðandi stund. Fleira eiga þeir sameiginlegt, einkum auraleysi og almennt volæði. Fáir líta við skáld- skap hins franska Marcels (André Wilms) frekar en tónsmíðum írans Schaunards (Kari Vaananen). Það er helst að albanska málaranum Rodolfo (Matti Pellonpaa) takist að kvelja út eitt og eitt verk, þó Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hinn fullkomni glæpur („Det perfekte mord“). Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjóri: Eva Isaks- en. Handrit: Isaksen og Morten Barth eftir sögu Jans Kjær- stads. Noregur. Gréta Garbo leikur heilmikið hlutverk í nýjustu mynd norska leikstjórans Evu Isaksens, Hinum fullkomna glæpi. Kvikmyndaleik- stjóri fæst við að leikstýra erótísk- um trylli og í þeirri mynd inni í myndinni dregur ung kona valda- mikla menn á tálar, platar þá heim til sín, fer með senu úr einhverri Garbómyndinni þar sem hún er í svo hann sé uppteknastur við að mála portrett af sjálfum sér. Pen- ingaleysið, sem upphaflega bindur þá saman, plagar þá félaga og kvennamálin laus í böndunum. Aki er sorgmæddari og alvar- legri nú en oftast áður og ekki frítt við að þeir sem unun hafa af hinu sérstaka, kolsvarta utan- garðsskopi hans verði fyrir dulitl- um vonbrigðum. Engu að síður er ánægjulegt sem fyrr að fylgjast með ódöngun krokulegra veifískat- anna í lasburða lífsbaráttunni. Aki hefur ekki alfarið gleymt húmomum heima. Bílgarmur fé- laganna er náttúrlega á þrem hjól- um. Er þeir komast yfír fé er strax farið að skipuleggja eyðsluna af íhygli, ekki vantar spamaðaráætl- animar þó svo að auramir brenni Garbóhlutverkinu og drepur þá síðan í samfömm líkt og Madonna í „Body of Evidence“. En mynd Isaksens er hvorki erótísk né spennandi og það er erfitt að fínna eitthvert vit í sögu- þræðinum. Svo virðist sem einhver beiti sömu morðaðferð og í mynd- inni sem verið er að filma, á karl- menn í raunveruleikanum, en það upplýsist aldrei almennilega frek- ar en svo margt annað í Hinum fullkomna glæp. Af hveiju Gréta Garbo verður fyrir valinu er alveg á huldu nema hægt sé að tala um banvæna fegurð hennar. Myndiii inni í myndinni er bæði sviðsleg og tilgerðarleg í uppsetn- ingu og ekki vel leikin og hún tengist aldrei á sannfærandi hátt atburðum raunveruleikans. Þar er upp í höndunum á þeim. Og oft tekst leikstjóranum og handrits- höfundinum að gleðja mann með þessum örstuttu tilsvörum og meinfyndnu, hallærislegu kring- umstæðum sem vandfundnar eru í í öðrum samtímamyndum. Hér eru þeir Vaananen og Pell- onpaa, gamalkunnir samstarfs- menn leikstjórans mættir til leiks og sem fæddir í hlutverk lánlausra utangarðsmannanna. Vaananen nær sér þó ekki sem best á strik í hinu franska umhverfi en Pell- onpaa famast betur, enda aldeilis dæmafár leikari. Vilms er glans- andi fínn sem rithöfundurinn en hlutverk kvennanna utangátta. Aki svíkur engan, jafnvel þótt hann sé ögn óskemmtilegri en endranær. fókusinn settur á leikstjórann sem fer að gruna ýmislegt í sambandi við aðalleikkonuna þegar menn úti í bæ taka að hverfa. Það kem- ur til uppgjörs á milli leikstjórans og leikkonunnar en þau búa sam- an, hún missir fóstur án þess að það komi við neinn og í lokin er áhorfandinn skilinn eftir með fleiri spumingar en svör. Hinn fullkomni glæpur er metn- aðarfull mynd en fullkomlega flók- in í lýsingu sinni á bili raunvem- leika og ímyndunar og sálfræðilegi þátturinn er yfirdrifinn. Þetta er ofursálfræðilegur tryllir, frásögn- in er hvergi nærri nógu hröð eða spennandi og hún er endurtekn- ingarsöm þegar kemur að lýsingu á myndinni inn í myndinni. Á end- anum verður hún langdregin. Norræni tryllirinn á sér brokk- genga sögu og hann fer ekki á neitt stökk í þessari mynd. Pólstjaman Pólsljarnan („Stella Polaris"). Sýnd í Háskólabíói. Leiksljórn og handrit: Knut Erik Jensen. Aðalhlutverk: Anne Krigsvoll, Ketil Höegh. Norsk. Þessi fyrsta mynd norska leik- stjórans Knut Erik Jensens greinir frá talsvert forvitnilegum og hrikalegum þætti í sögu Noregs í seinna stríðinu þegar nasistar skildu eftir sig sviðna jörð og eyði- leggingu byggða I fjörðum N-Nor- egs. Myndin segir frá fjölskyldu sem býr í litlu sjávarþorpi i Finn- mörk þangað sem nasistamir koma og leggja plássið í rúst en fóíkið flytur í burtu. Frásagnarhátturinn sem Jensen beitir verður því miður ekki til að greina skilmerkilega frá þessari athyglisverðu sögu. Jensen hefur fengist mikið við stutt- og heimild- armyndir, sem ekki fer framhjá áhorfendum. Það era engin samtöl í Pólstjömunni heldur er öll áhersl- an á draumkennda og nöturlega myndræna frásögn þar sem kona nokkur er liggur á sjúkrabeði virð- ist upplifa atburði æsku sinnar í plássinu. Myndin hoppar á milli seinna stríðsins og dagsins í dag, sem kona þessi tengir með vera sinni, og lýst er vináttu- og seinna ástarsambandi hennar og drengs í þorpinu um leið og lýst er dag- legu lífí á tvennum tímum fortíðar og nútíðar. Þetta er þung og drangaleg mynd, sem er í sjálfu sér allt í lagi, en efnið fer nokkum veginn aiveg forgörðum í dauflegum og lítt aðlaðandi frásagnarstílnum. Pólstjarnan verður aldrei áhuga- verð þótt efniviðurinn sé að sönnu forvitnilegur. Hinn fullkomni glæpur Fyrirlestur í Odda í TILEFNI þess að dr. Ingi Sigurðsson hefur verið skipaður prófess- or í sagnfræði við heimspekideild Háskóla íslands flytur hann opin- beran fyrirlestur á vegum deildarinnar fimmtudaginn 25. mars kl. 17.15 í Odda, húsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Arf- leifð upplýsingarinnar og útgáfa fræðslurita á íslensku. Ingi Sigurðsson er fæddur árið 1946. Foreldrar hans era Sigurður Ásgeirsson og Valgerður Magnús- dóttir, Reykjum í Lundarreykjadal. Hann lauk doktorsprófi frá Edin- borgarháskóla árið 1972 og fjallaði doktorsritgerð hans um sagnaritun Jóns Espólíns og íslenskra sam- tímamanna hans á tímabilinu frá um 1790 til um 1830. Ingi hefur stundað viðamiklar rannsóknir á sviðum hugmyndasögu og menn- ingarsögu, og þá sérstaklega á sögu sagnfræðinnar og á áhrifum upp- lýsingarinnar og annarra fjölþjóð- legra hugmyndastefna á íslandi. Auk þess hefur hann unnið að rann- sóknum á sögu Skotlands. Ingi starfaði sem bókavörður við Háskólabókasafnið á áranum 1972-81 og var jafnframt stunda- kennari við Háskóla íslands á áran- um 1973-81. Hann var skipaður lektor í sagnfræði við heimspeki- deild Háskóla íslands árið 1981, dósent árið 1986 (var settur pró- fessor 1987-1988) og prófessor frá og með 1. maí 1992. Fyrirlesturinn er öllum opinn. (Fréttatilkynning) Námskeið um grund- völl kristinnar trúar Kristniboðssambandið og KFUM og KFUK i Reykjavík halda nám- skeið um grundvallaratriði kristinnar trúar í sal Kristniboðssam- bandsins á Háaleitisbraut 58-60 í dag, miðvikudag, kl. 20.30 og nk. laugardag kl. 10. Námskeiðið er öllum opið og er framhald samkomuátaks með Billy Graham sem haldið var í síðustu viku. Það er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennarar á nám- skeiðinu verða Gunnar J. Gunnars- son, guðfræðingur og lektor við KHÍ, sem kennir miðvikudagskvöld og Ragnar Gunnarsson, kristniboði, mun hafa tímann á laugardags- morgun. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Á fjölmennum borgarafundi á Laugalandi í Holtum var kynnt átaks- verkefni í atvinnumálum í utanverði Rangárvallasýslu. Átaksverkefni í at- vinnumálum kynnt á borgarafundi Hellu. HRINT hefur verið í framkvæmd átaksverkefni í atvinnumálum í fimm hreppum í utanverðri Rangárvallasýslu. Það eru Ása-, Djúp- ár-, Holta-, Landmanna- og Rangárvallahreppur í samvinnu við Byggðastofnun sem standa að átakinu sem áætlað er að standa muni næstu tvö ár. Á fundinum kynnti Lilja Karls- dóttir frá Byggðastofnun tölulegar upplýsingar um stöðu atvinnumála á svæðinu í dag og horfurnar miðað við engar aðgerðir. Benedikt Sigur- bjömsson, verkefnisstjóri átaks- verkefnisins í Vík, sagði frá átakinu í Mýrdalshreppi og Siguijón Bjama- son sagði frá þeim undirbúningi sem þegar hefði farið fram í Rang- árvallasýslu. Forsvarsmenn verk- efnisins hafí farið í flest fyrirtæki á svæðinu til að kynna það, en hugmyndin væri að fá sem flesta heimamenn til virkrar stefnumótun- ar í atvinnumálum svæðisins. Mikill áhugi var meðal fundar- manna að taka á í þessum málum og létu margir skrá sig á blað sem væntanlegir þátttakendur á leitar- ráðstefnu svokallaðri sem haldin verður nú í vor í þeim tilgangi að fá fram sem flestar hugmyndir. - A.H. Islenskir dagar á Cap Horn Á VEITINGASTAÐNUM Cap Horn við Nýhöfn í Kaupmanna- höfn verða íslenskir dagar 24.-28. mars nk. Þar mun hinn kunni islenski matreiðslumeist- ari Rúnar Marvinsson elda ís- lenskan mat, bæði hefðbundinn og nýstárlegan. Á hveiju kvöldi verður boðið upp á íslenska tónlist þar sem María Árnadóttir, Jóhannes Hilmisson og Bjartmar Guðlaugsson skiptast á að koma fram. A fímmtudag verður síðan málþing um ísland og EB. Kolbrún Hrund Víðisdóttir (Kolla á meðal Dana) er 24 ára ung íslensk kona sem rekur þenn- an vinsæla veitingastað í Kaup- mannahöfn en Cap Horn er til húsa við Nyhavn 21. (Fréttatilkynning) Víterkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.