Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 //SetjCkramir~ &u L verkfo.U+'. " BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Úlfaldi úr mýflugn Frá Bergþóri S. Atlasyni: A SAMA tíma og talsmenn stóÆt- gerðarmanna (LÍU) sofa ekki að því er virðist yfir velgengni smábáta- karla þá hafa nokkrir þeirra sömu á samviskunni að hafa ekki getað klár- að að veiða alla þá kvóta sem þeir höfðu á hendi fyrir síðasta kvóta- tímabil. Þetta gerist eftir stórfelld kaup undanfarin misseri. Hvað þess- ir menn eru að ásælast í garði náung- ans veit trúlega enginn nema ef vera skyldi höfuðverkur þessara greifa vegna krókabáta, sem hafa náð þokkalegum árangri tvö sumur í röð við veiðar á mjög takmörkuðu svæði vestan við landið. Öllu heldur ætti að þakka útgerð- armönnum þessara litlu skelja fyrir þá aðstoð að bjarga þeim stóru fyrir horn, við að jafna metin í þeim veið- um sem ætlunin var að ná miðað við úthlutaðan heildarafla. Menn hafí það hugfast að minni afli, hærra verð gildir aðeins fyrir suma, sem aftur gerir tilkall til þess að úthíutað- ur afli skili sér á land. Heildarhagsmunir útgerðarinnar verða að vera leiðarljós þeirra sem trúað er fyrir eða hafa umboðið til að stunda sjálfar veiðarnar, enda sá hlutinn aðeins einn af mörgum innan greinarinnar. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi megi til með að taka upp ný vinnu- brögð í samskiptum sín á milli í stað- inn fyrri þetta hnútukast sem lætur í eyrum eins og menn séu stöðugt að æpa og góla. Nú hefur sýnt sig að þetta hátta- lag að gera ávallt úlfalda úr mýflugu er að hitta menn sjálfa fyrir. Það sjá menn þegar skoðaðar eru tillögur tvíhöfða nefndarinnar undanfarna daga. Úthlutaður heildarafli Þegar úthlutun á heildarafla fer fram þá er hún ekki eingöngu hugs- uð fyrir útgerðina eina sér heldur er þá einnig tekin ákvörðun um að hámarka auðlindina í þágu allrar þjóðarinnar. Líta má á úthlutun heildarafla sem ákveðna þjóðarköku sem koma skal henni til tekna innan tiltekins tíma. Fái menn síðan úthlutað eða kaupi sneið af þessari köku, sem þeir geti svo ekki nýtt sjálfir, þá eiga þeir sömu ekki að komast upp með að lúra á því sem upp á vantar eins og ormar á gulli. Þeim verði gert skylt að koma öll- um vannýttum veiðiheimildum til annarra um leið og Ijóst er hvert stefnir. Að öðrum kosti þá greiði þeir keisaranum tiltekna upphæð fyrir það sem uppá vantar. Umhverfisvænar veiðar/ vogun vinnur, vogun tapar Um árið þegar kvótalögin voru ákveðin, þá var um leið dregið í ein- hveiju stærsta happdrætti á íslandi fyrr og síðar. Ákvörðun um tiltekið viðmiðunartímabil fyrir hvert skip nokkur ár aftur í tímann var hreinn happadráttur fyrir suma enda gátu þeir veðsett góssið svo til strax. Óðrum var gefinn kostur á að vinna sig upp með sóknarmarki sem tók svo og svo langan tíma. Þarna var komið á fót viðmiðunaratímabili númer tvö og þess vegna undir hæl- inn lagt hjá hverjum og einum hvem- ig til tókst. Það skal tekið fram að óþarft er að öfunda þá lánsömu lengur enda áttu þeir flestir alit gott skilið. Lottó- ið var teiknað af öðrum og til að það gengi upp þá varð útkoman að vera „eins dauði annars brauð“. Á þessum árum var sannarlega gott að hafa stundað fiskveiðibúskap á réttum stað á réttum tíma. Sama gildir fyrir margt annað í lífinu. Smábátaútgerðin Á fyrstu árum kvótalaganna var Frá Ólínu Jónsdóttur: ÞAÐ MÆTTI segja það kaldhæðni örlaganna, að það sem einn byggir upp skuli annar bijóta niður. Nú flytja tveir þingmenn frum- varp á Alþingi þess efnis að hnefa- leikar skuli leyfðir á íslandi og einn- ig megi keppa I þeirri grein hér. Það er mörgum íslendingum í fersku minni er Kjartan heitinn Jóhannsson, læknir og alþingismað- ur Vestfjarða, flutti það mál að banna hnefabarsmíðar til sigurs á Alþingi íslendinga. Máli sínu til framdráttar studdi hann með fræðilegum rökum hve skaðleg þau höfuðmeiðsli sem fylgdu þessari „íþrótt" væru heilsu manna. smábátaútgerðin í flestu tilliti utan við lög en innan við rétt þessarar nýju fískveiðistjórnunar. Þetta fyr- irkomulag eins og það var gekk ekki upp af skiljanlegum ástæðum þar sem takmark um hámarksfjölda smábáta var ekki til staðar. Síðan þetta var þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og m.a. í Kanada og Nýfundnalandi hafa menn orðið að gera miklar breyting- ar í sínum fiskveiðibúskap. Ég legg til að þeir sem fara með sjávarút- vegsmál íslensku þjóðarinnar líti nú til vestur (ekki bara á Clinton) og gefí smábátaútgerðinni happadrátt, sem vísindalega er sannað að getur engu spillt í hafínu, það er að gera handfæraveiðar alfarið fijálsar á ný. Þetta verði þó bundið þeim reglum að þeir sem skráðir eru í dag sitji að veiðiheimildum samanber upphaf- ið þegar kvótinn var ákveðinn fyrir stóru skipin. Kvótabátar innan smá- bátaútgerðarinnar geti síðan valið á milli alfijálsra krókaleyfa með til- heyrandi lok, lok og læs nokkra mánuði á ári eða halda sínum fyrri seljanlegu heimildum ásamt árstíða- bundinni línutvöföldun. Stórþjóðin í vestur hefur valið þann kost sem trúlega er bestur, þ.e. að hvetja menn til að stunda umhverfísvænar veiðar á meðan reynt er að byggja fiskistofnana upp að nýju. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Tökum þá til fyrirmyndar! BERGÞÓR S. ATLASON, loftskeytamaður, Vestmannaeyjum. Á sínum tíma fékk þetta mál Kjartans mikla umljöllun sem náði langt út fyrir landsteinana. Margir erlendir frammámenn óskuðu þess að leið íslendinga yrði farin. Ég hélt að íslendingar hefðu nóg á sinni könnu með alla þá sem skaddast hafa bæði af eiturlyfjum og víndrykkju þótt boxið þyrfti ekki að bætast við og eyðileggja heilsu fólks fyrst og fremst andlega. í þetta skipti ætla ég mér ekki að fara lengra út í þau mál. Full- víst má telja að Kjartan læknir hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að segja. Annars hefði jafn gætinn maður og Kjartan var aldrei hreyft þessu máli. ÓLÍNA JÓNSDÓTTIR, ~ Miðhúsum. Aldrei að leyfa box aftur Víkverji skrifar Fátt fer jafn mikið í taugamar á Víkveija dagsins og sá urm- ull ómerkilegra auglýsingapésa, dreifírita og fjölrita sem gjarnan hálffyllir póstkassa, og kaffærir þann póst sem raunverulega á er- indi inn á hvert heimili. Að vísu finnst Víkveija sem símasölu- mennska, sérstaklega síðla kvölds og um helgar sé enn hvimleiðara fyrirbæri en áðurnefndir pésar, því þeir geta alltaf ratað óskoðaðir beint í ruslakörfuna. Sá átroðningur sem fólk verður fyrir, þegar síma- sölufólk er annars vegar, jaðrar ekki bara við dónaskap, heldur telst hann vera hreinræktaður dónaskap- ur, í augum Víkveija. Siíkt sölufólk virðist ekki hafa hugmynd um hvað felst í friðhelgi einkalífsins og hvers konar vé heimilið er í augum margra að minnsta kosti. Litlu skárri eru sölumennirnir sem ganga hús úr húsi og reyna að pranga varningi sínum inn á þá sem vilja bara fá að vera í friði fyrir söluhern- um eins og hann leggur sig. Geta sölumenn ekki skiliö það, að flestir Iandsmenn vilja hafa þann háttinn á að fara bara út í búð og kaupa það sem þá vanhagar um, þegar þá vanhagar um eitthvað á annað borð? XXX að hlýtur að verða að gera þá lágmarkskröfu til þeirra sem taka sér fyrir hendur að auglýsa vöru sína og þjónustu með gerð slíkra pésa eða dreifirita, að þeir búi yfir lágmarksþekkingu á ís- lenskri tungu. Nýlega barst Vík- veija í póstkassa sinn dreifibréf frá Pizzahúsinu Grensásvegi, sem var svohljóðandi: „Við hjá Pizzahúsinu Grensásvegi langar að bjóða þér Uþþ á tvennBkoiiar tilböð, samtais fjóra máltíðir og gilda þau til 20. mai 1993 og vonum við innilega að þau komi sér vel.“ Þessi texti, jafn rammvitlaus og klúðurslegur og hann er, getur einfaldlega ekki talist boðlegur og satt best að segja læðist sá grunur að Vtkveija að pizzur viökomandi veitingastaðar geti ekki bragðast allt of vel, því ekki getur verið gætt mikillar ná- kvæmni í matreiðslu þeirra, þegar feimnislaust er hægt að níðast svona á tungunni í nafni veitinga- staðarins. XXX kki tekur svo betra við þegar farið er að rýna í hvað felst í hverju tilboði fyrir sig, því þar segir: „þú kaupir tvær 12 tommu pizzur með einu kjötáleggi og tveimur grænmetisáleggjum". Vík- veiji er þeirrar skoðunar að flest börn viti að álegg er eintöluorð, sem ekki er til í fleirtölu og því eðlilegt að segja með einni tegund áleggs, tveimur tegundum áleggs o.s.frv. Bókmenntafræðingurinn og mál- fáfSSfiÍllinguriíiii Séiii setti saman ofangreint klúður, klykkir svo út með setningu sem Víkveija er með öllu óskiljanleg, en hún er svohljóð- andi: „Vinsamlega framvísið miðan- um þegar pizzan er afhent og af- sláttarkort eða miðar gilda ekki með þessu tilboði." Getur einhver þýtt þennan boðskap pizzugerðar- mannsins yfir á íslensku fyrir Vík- veija?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.