Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Verkfall stýrimanna Herj- ólfis var bannað með lögrun VERKFALL stýrimanna á ms. Herjólfi er bannað samkvæmt lögum sem voru samþykkt á AI- þingi í gær. Ef sljórn Heijólfs hf. og stéttarfélög þau sem skip- veijar tilheyra hafa ekki náð samkomulagi um launakjör fyrir 1. júní mun Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör. Sjálfstæð- isflokkur, Alþýðuflokkur og Eramsóknarflokkur studdu þessa lagasetningu. Þingmenn Kvennalistans greiddu atkvæði á móti ásamt Guðrúnu Helgadóttur þingmanni Alþýðubandalags. Aðrir þingmenn Alþýðubanda- lags sátu hjá ásamt Stefáni Guð- mundssyni þingmanni framsókn- ar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði verkfall stýrimanna á ms. Herjólfi hafa staðið yfir síðan 3. febrúar og valdið margvíslegri röskun og tjóni. Samgönguráðherra sagði engar horfur vera til þess að deilan leystist með samkomulagi deiluaðila, yrði því atbeini Alþingis að koma til. Framsögumaður vísaði tíi ályktunar sem bæjarstjóm Vest- mannaeyja hefði samþykkt sam- Stuttar þingfréttir Lög frá Alþingi Síðasta föstudag voru fimm fmmvörp samþykkt og send til ríkisstjórnar Islands sem lög frá Alþingi íslendinga: Frum- varp til laga um Ráðstafanir til að efla eiginfjárstöðu inn- lánsstofnana, frumvarp til laga um aðgang að upplýsing- um um umhverfismál og upp- lýsingamiðlun, framvarp til laga um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að leyfa Sveinbirni Runólfssyni sf. innflutning á gröfupramma, framvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 7/1975, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir ís- lands hönd samþykkt um al- þjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sbr. lög nr. 56/1986 og 25/1990, frumvarp til laga um Skálholtsskóla. hljóða á fundi 16. mars síðastliðinn. Væri þetta frumvarp lagt fram í samræmi við þá ályktun. Frumvarp- ið kvæði á um að verkfall Stýri- mannafélags íslands og boðað verk- bann á aðra skipveija væri óheim- ilt. Ef stjórn Herjólfs hf. og stéttar- félög skipveija hefðu ekki náð sam- komulagi fyrir 1. júní næstkomandi skyldi Hæstiréttur skipa gerðardóm til að ákveða vinnutilhögun, kaup og kjör. Ráðherra sagði samkomu- lag vera milli þingflokka um að þetta frumvarp fengi skjóta af- greiðslu og færi í gegnum þijár umferðir á þessum þingdegi og lagði til að málið færi til samgöngu- nefndar að lokinni fyrstu umræðu. Lög á alla Ragnar Arnalds (Ab-Nv) þing- flokksformaður Alþýðubandalags gerði grein fyrir þeirri afstöðu síns flokks, að Alþýðubandalagið gæti fallist á lagasetningu í þessari kjaradeilu en hins vegar væri sá ágalli á frumvarpinu að því væri ætlað að ná til fleiri heldur en þeirra stýrimanna 'sem væru í verkfalli. Framvarpið næði til allra skipveija, einnig undirmanna sem hefðu lýst því yfir að þeir gerðu ekki launa- kröfur. Það væri ekki eðlilegt að hlutast til með gerðardómi um kjör þeirra sem ekki væra í verkfalli. Alþýðubandalagsmenn myndu því flytja breytingatillögu um að laga- setningin næði aðeins til þeirra stýrimanna sem væra í verkfalli. Ragnar Arnalds fann og að því að það framvarp sem.nú væri til um- ræðu hefði tekið breytingum til hins verra frá þeim drögum sem hefðu verið kynnt um morguninn. Nú gerðu lagagreinar 2 og 3 ráð fyrir að gerðardómur kvæði á um „vinnu- tilhögun“ um borð, til viðbótar við kaup og kjör. Jóna Valgerður Kristjánsdótt- ir (SK-Vf) ítrekaði andstöðu Sam- taka um Kvennalista við að gripið væri inn í kjarasamninga með laga- boði. Og í þessu tilviki einnig í kjarasamninga þeirra sem ekki væra í verkfalli. Samþykkt þessa framvarps myndi og skapa sterkt fordæmi, sem ekki væri rétt. Guðni Ágústsson (F-Sl) sagði nú fullreynt að lausn fyndist ekki með fijálsum hætti, afskipti Alþing- is yrði að koma til. Heilt byggðarlag væri að hluta til einangrað vegna verkfalls tveggja manna í 7 vikur. Hann lagði ríka áherslu á það við- horf framsóknar að þessi lagasetn- ing væri ekki fordæmi, þetta mál væri einstakt. Engin vinnutilhögun Eftir 1. umræðu var málinu vísað til samgöngunefndar. Nefndin fjall- aði um málið í u.þ.b. klukkuStund og reyndi að ná samstöðu en það tókst ekki. Meirihluta nefndarinnar skipuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Meirihlutinn gerði þá breyt- ingartillögu að orðið „vinnutilhög- un“ í 2. og 3. grein félli á brott. Pálmi Jónsson (S-Nv) formaður nefndarinnar og talsmaður meiri- hlutans sagði skoðun nefndarinnar að ekki væri eðlilegt að gerðardóm- ur væri að taka ákvörðun um þetta. Við atkvæðagreiðslu voru breyt- ingartillögur Alþýðubandalagsins felldar en breytingartillögur meiri- hlutans samþykktar. Enginn tók til máls við þriðju umræðu . og var framvarpið samþykkt með 36 at- kvæðum gegn 6 en 8 þingmenn sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks greiddu at- kvæði með frumvarpinu, það gerðu einnig þingmenn Framsóknarflokks að frátöldum Stefáni Guðmunds- syni (F-Nv), sem sat hjá. Þingmenn Alþýðubandalags sátu hjá að Guð- rúnu Helgadóttur (Ab-Rv) undan- skilinni, sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Laganna hljóðan Lög þau sem samþykkt voru í gær öðlast þegar gildi og gilda til 31. desember 1993. Samkvæmt 1. gr. er ákveðið: „Verkfall Stýri- mannafélags íslands á ms. Heijólfi, svo og verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða, er óheimilt." 2. gr. ákveður: „Hafi Skipstjóra- félag íslands, Stýrmannafélag ís- lands, Vélstjórafélag íslands, Brytafélag Islands og Sjómannafé- lagið Jötunn annars vegar og stjóm Heijólfs hf. hins vegar ekki náð samkomulagi um launakjör fyrir 1. júní 1993 skal Hæstiréttur til- nefna þijá menn í gerðardóm sem skuli ákveða kaup og kjör skipveija á ms. Heijólfi fyrir 1. ágúst 1993. Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins.“ í lagagreininni er einnig kveðið á um að gerðardómurinn seti sér starfsreglur, afli nauðsynlegra gagna og krefjist skýrslna, munn- legra og skriflegra, af einstökum mönnum, opinberam aðilum og fyr- irsvarsmönnum Heijólfs hf. og þeim stéttarfélögum sem lögin ná til. 3. grein laganna segir: „Gerðar- dómurinn skal við ákvörðun kaups og kjara samkvæmt lögum þessum hafa til hliðsjónar gildandi kjara- samninga á kaupskipum og al- menna launaþróun í landinu. Ákvarðanir gerðardóms skv. 1. gr. skulu vera bindandi fyrir aðila frá gildistöku laga þessara.“ Um brot gegn lögum þessum skal fara með að hætti opinberra mála og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar sam- kvæmt öðrum lögum. Dr. Jóhanna Vigdís Gísladótt- ir. Doktor í rafmagiis- verkfræði JÓHANNA Vigdís Gísladótt- ir lauk sl. vor doktorsprófi í rafmagnsverkfræði frá Stan- ford-háskóla í Kaliforníu í Bandarikjunum. Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1982 og BS-prófi í rafmagnsverkfræði vorið 1986 frá Háskóla íslands. Um haust- ið hélt hún til framhaldsnáms í rafmagnsverkfræði við Stan- ford-háskóla og lauk þaðan masters-prófi einu ári síðar. Hún hefur stundað doktorsnám við Stanford-háskóla síðan 1987 og varði doktorsritgerð sína þar 5. apríl 1992. Ritgerðin er á sviði mynd- merkjafræði og fjallar um hönnun á tvívíðum síum (Ort- hogonal Synthesis of Two-Dim- ensional Digital Filters). Hún hefur hlotið eftirfarandi styrki: Fulbright-styrk 1986, Vísinda- styrk Atlantshafsbandalagsins 1987, úr sjóði Thors Thors 1987 og úr Minningarsjóði Sig- urliða Kristjánssonar og Helgu Jónsdóttur 1987. Þá hlaut hún styrk úr Minningarsjóði Þor- valdar Finnbogasonar við Há- skóla íslands. Jóhanna Vigdís er fædd 18. apríl 1962, dóttir hjónanna Guðríðar Ó. Erlendsdóttur og Gísla Guðmundssonar í Reykja- vík. Hún vinnur nú við rann- sóknir við Háskólann í Illinois í Urbana-Champaign. Hún býr nú í Ulinois ásamt sambýlis- manni sínum, Andrew B. No- bel, sem einnig er doktor í raf- magnsverkfræði frá Stanford- háskóla. Verslunin F&A stækkar við sig í byrjun næsta mánaðar Um 6.000 manns komn- ir með viðskiptakort FREMUR hljótt hefur verið um verslunina F&A á Fosshálsi 27 frá því að hún opnaði I september. Friðrik G. Friðriksson, kaupmaður, segir að ástæðan sé fyrst og fremst sú að viðskiptin séu borin uppi af kort- höfum að erlendri fyrirmynd og séu þeir nú þegar orðnir rúmlega 6.000. Hann segir að viðskiptin gangi vel og viðbrögð viðskiptavinanna við vörunum, sem flestar séu fluttar inn milliliðalaust, og lágu vöru- verði veki ánægju sína. Verslunin færir út kvíarnar í byijun apríl þeg- ar 230 fermetra verslunarhúsnæði verður tekið í notkun til viðbótar við þá 555 fermetra sem fyrir eru. Kaupmaðurinn í F&A FRIÐRIK Friðriksson kaupmaður í F&A. Yfir 6.000 manns eru með viðskiptakort í versluninni. Friðrik sagði að allir, 16 ára og éidrí, gætú fehgjð kbrt og.átt við- skipti í versluninni svo framarlega sefn þeir brytu ekki gegn hagsmun- um verslunarinnar, t.d. með því að framvísa fölsuðum ávísunum eða hnupla. Ef þeir yrðu uppvísir að slíku misstu þeir kortin. Er verslunin opnaði var boðið upp á um 3.000 vörutegundir, m.a. fatn- að, geisladiska o.fl. Nú hillir hins vegar undir stækkun verslunarinnar og verður þá boðið upp á ýmiss kon- ar dagvöru, t.d. mjólkurvörur, kjöt, fiSk og brauð. Enguin snúið frá Friðrik tók fram að jafnvel þó gert væri ráð fyrir að þeir sem versl- uðu í versluninni væru með sérstök viðskiptakort væri í raun engum snú- ið frá og korthafar gætu tekið með sér gesti sem versluðu með kort kort- hafans og bæri hann ábyrgð á við- skiptum þeirra. Hvað kynningu á versluninni varðaði sagði hann að þegar korthafar versluðu fengju þeir útskrift með eigin nafni og væru þar með komnir á sérstaka viðskipta- skrá. Einstaklingar á þeirri skrá fengju síðan sendar upplýsingar um verslunina, nýjar vörur ofl. Mismunun íslenskra framleiðenda Aðspurður um lágt vöruverð sagði Fríðrík að hægt væri að halda verði niðri með milliliðalausum innflutn- ingi og nefndi í því sambandi að hann flytti sjálfur beint inn yfír 90% af vörum í versluninni. Þannig sagði að hann að margir kaupmenn „á hominu" sæju hag sinn að kaupa innfluttar vörur í F&A. Á sama hátt keyptu þeir vörur íslenskra framleið- enda í Bónus vegna þess að verðið þar á mörgum vörum væri lægra en þegar keypt væri beint frá framleið- andanum. Þannig mismunuðu margir íslenskir framleiðendur viðskiptavin- um sínum. Friðrik sagði að þessir viðskipta- hættir ættu stóran þátt í því að sann- færa almenning um að kaupmenn með lítil viðskipti mökuðu krókinn og ennfremur í því að hækka vöru- verð úti á landi miðað við höfuðborg- arsvæðið. Afleiðing þessarar mis- mununar framleiðendanna yrði líka að landsbyggðarfólk og þeir sem ekki kæmust í stórmarkaði vegna t.d. íyúkleika, elli eða bílleysis borg- uðu fyrír óeðlilega háan magnafslátt framleiðenda til stórmarkaða. Friðrik vildi þó ekki setja alla ís- lenska framleiðendur undír sama hatt og tók fram að til væru þeir sem ekki mismunuðu viðskiptavinum og mætti þar nefna Mjólkursamsöluna. Þá hefðu einhveijir framleiðendur tekið þá stefnu að bjóða framleiðslu sína aðeins kaupmönnum með minni viðskipti til að komast hjá því að selja hana á afsláttarverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.