Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Hamrahlíðarkórinn ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Hamrahlíðarkórinn, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, hélt tónleika í Listasafni Islands sl. sunnudagskvöld. Á efnis- skránni voru eingöngu raddsetn- ingar á íslenskum þjóðlögum. Til leiks voru valdar raddsetningar eftir Róbert A. Ottósson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson, Hróðmar I. Sigurbjömsson, Haf- liða Hallgrímsson, John Heame, Emil Thoroddsen, Gunnar Reyni Sveinsson, Wilhelm Lanzky- Otto, Hjálmar H. Ragnarsson, Jómnni Viðar og undirritaðan. Það sem er athyglisvert við efnisskrána, er hversu úrvinnsla þjóðlaganna er margbreytileg og hvað íslensku þjóðlögin era góður efniviður. Raddsetningar Róbert A. Ottóssonar á Björt mey og hrein og Vinarspegli era hefð- bundnar en útfærsla hans á Gefðu að móðurmálið mitt, teng- ist organum hefðinni, sem rekja má til fyrstu aldar kristinnar kirkju á Islandi. Jesú mín morgunstjarna og Blástjaman þó skarti skær eru undurfagrar raddsetningar, eftir Jón Þórarinsson og var síðar- nefnda lagið sérlega fallega sungið, mjög hægt, svo að fag- urlíðandi fjölradda ritháttur Jóns naut sín mjög vel. Eftir Hafliða Hallgrímsson vora fluttar fjórar raddsetningar og er útfærsla hans á Hættu að gráta hringaná og Veröld fláa mjög góð, sérstak- lega þó á „Veröldinni", sem er í raun sjálfstætttónverk, eins kon- ar mótetta. Gerð Hróðmars I. Sigurbjöms- sonar á Draumkvæði er sérlega athyglisverð. Hróðmar lætur lesa miðhluta kvæðisins, sleppa öllum viðlögum og nær meginefni þess á meðan lagið er tvítekið, sem undirleikur við lesturinn. í upp- hafi og sem niðurlag, er lagið sungið í heild. Fyrir utan þessa snjöllu lausn, er raddsetningin mjög vel gerð, sem og önnur raddsetning hans á Einsetu- mannakvæði Guðmundar Berg- þórssonar. Tveir erlendir tónlistarmenn, sem fyrir afl gjörningavinda og strauma, tóku hér land um stund- arsakir, gáfu sér tóm, meðan þeir biðu fars heim til sín, að virða fyrir sér þau undarlegu tónblóm, sem þjóðlögin okkar era. John Hearne skildi hér eftir þijár raddsetningar, Bí, bí og blaka, Litlu börnin leika sér og Fagurt er í fjörðum og er sú síð- ast nefnda hreint listaverk og var svo vel sungin, að orð fá eigi lýst. Litlu börnin leika sér er mjög erfið raddsetning en Þor- gerður fann lausnina, svo að um algera umsköpun er að ræða og lagið var fyrir bragðið eitt af skemmtilegustu lögum tónleik- anna. Hornsnillingurinn Wilhelm Lanzky-Otto, sem einnig átti hér á landi stundar viðdvöl, raddsetti Móðir mín í kví, kví og leikur hann fallega með mótraddir við þjóðlagið, sem flutt var á látlaus- an máta af Birnu Helgadóttur. Lysthúskvæði og Ástarraunir, sem Emil Thoroddsen, bjó til söngs, eru klassík í íslenskum þjóðlagaraddsetningum og sömuleiðis útfærslan á Ölerindi, eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Fjórar raddsetningar á Út á djúp- ið hann Oddur dró, Veröld fláa, Stóðum tvö í túni og Grafskrift, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, era skemmtilega leikrænar og sér- staklega Oddsbragurinn og Graf- skriftin. Öll lögin voru frábærlega vel flutt og hvað snertir útsetningar undirritaðs, er ekki annað hægt en að þakka fyrir sig, svo vel var þar til manns gert. Þá tók fyrst í, þegar hinar undurfögru Barna- gælur Jórunnar Viðar voru sungnar. Þarna birtist manni sá galdur, sem aðeins miklir lista- menn, eins og Þorgerður og Jór- unn, geta seitt fram, af und- ursamlegu látleysi, svo sem eins og ekkert sé sjálfsagðara. í heild vora tónleikamir einhvetjir þeir bestu sem Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, hefur haldið, bæði hvað snertir vandaðan flutning og list- ræna túlkun á þessum tónperlum íslenskrar þjóðlagalistar. Merki Þjóðminjasafnsms Páskar Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 4. apríl nkv fylgir blaðauki sem heitir Páskar. í þessu árlega páskablaði verða að vanda birtar ýmsar matar- og bakstursuppskriftir sem eru við hæfi um páska. Þá verður í blaðinu páskaföndur fyrir börn og fullorðna og ýmiskonar páskaskraut fyrir heimilið með uppskriftum og aðferðum. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 29. mars. Nánari upplýsingar veitir Agnes Erlingsdóttir, starfsmabur auglýsingadeildar í síma 69 1111 eba símbréf 69 1110. - kjarni málsins List og hönnun Bragi Asgeirsson Á þessu ári er tjóðminjasafn ís- lands 130 ára og í því tilefni voru haldnir þjóðminjadagar fyrir skömmu og um leið var sett upp sýning í Bogasal á tillögum um merki Þjóðminjasafnsins. Það hefur ekki mikið verið fjallað um þessa sýningu í fjölmiðlum, og þó skiptir merki safnsins okkur nokkru máli og öll um- ræða holl, þegar um jafn mikilsverð mál er að ræða. Ekki gat ég komið því við að vera viðstaddur opnun tjóðminjadaga, og er barasta feginn því, jafn þröngt og mun hafa verið á þingi. Væri blessunar- legt ef aðsókn á safnið jafnaðist dálítið, því ekki sýnist mér hún mikil virka daga. Þá hafa menn tekið upp á því að innheimta gjald inn á safnið, sem er hárrétt að mínum dómi og í stíl við það sem allstaðar gerist um metnað- arfull söfn af öllu tagi. Ekkert fæst án peninga í þjóðfélagi nútímans, vel að merkja, og þótt aðsókn kunni að minnka um stund eykst hún aftur. Fomminja- og þjóðháttasöfn eru yf- irleitt mjög vel sótt af almenningi, enda víða vandað til þeirra og geta má þess að ekki er langt síðan tjóð- minjasafnið í Kaupmannahöfn opn- aði aftur eftir margra ára viðgerðir og endurbætur, sem sagðar eru hafa tekist frábærilega vel. Þar er nú hin nafntogaða Víkingasýning, sem áður hefur gist Berlín og Parísarborg og óskipta athygli hefur vakið og gjör- breytt áliti margra á þessum forfeðr- um okkar. Fyrir fólk, sem viil vera meðvitað í nútímanum, er nauðsynlegt að skoða fornminja- og þjóðháttasöfn til að víkka yfirsýn, því að engin er framtíð án fortíðar eins og sagt er. Þjóðminjasafnið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum á undangengn- um árum, og til sanns vegar má færa að sjálf byggingin er í eðli sínu fyrir flest hentugri en viðkvæmar fornminjar, og hefur að auk lítið aðdráttarafl. Var að vísu virðuleg í upphafi og hýsti einnig Listasafn íslands, en virkar núna þung og lúin. Viðhald húsa og þá einkum opin- berra bygginga skiptir öllu máli, og er hrein sóun og bruðl að huga ekki sem best að þeim málum. Danir eru hér í forustuhlutverki í heiminum, eins og í ótrúlega mörgu öðru af smáþjóð að vera, en þeir láta yfir- fara byggingar á 5 ára fresti til að athuga ástand þeirra og huga að skemmdum, sem hægt væri að forð- ast í nýbyggingum. Við íslendingar skulum bijóta odd af oflæti okkar og taka þá þil fyrirmyndar í þessum efnum, og eínnig læra af endurbygg- ingu Ijóðminjasafnsins í Kaup- mannahöfn, en þeim er einkar lagið að gera söfn að yndislegum stofnun- um, sem fólk flykkist á og margt langt að komið, jafnvel frá útlöndum, gagngert til að skoða þau. Það á að vera óska- draumur íslenzku þjóðar- innar að gera hér vel, og þetta skiptir okkúr miklu máli ekki síður en tjóðar- bókhlaðan. Stutt er á milli þessara tveggja húsa og það er til mikilla hagsbóta fyrir alla aðila, og nú er bara að bretta upp ermarnar - ljúka Þjóðarbókhlöðunni og hefjast handa af miklum stórhug um endurbygg- ingu Þjóðminjasafnsins. Hvað hið nýja merki safnsins snertir hefur vel tekist til að mínu mati, en það bygg- ist á fommannakumli, sverði, axar- blöðum og látúnsnælu, sem fært er í stílinn, og saman mynda gripirnir stafinn Þ fyrir þjóðminjar og tjóð- minjasafnið. Hugmyndin er snjöll, og stafurinn verður t.d. ekki of íþyngjandi, en í hlutleysi sínu vísar hann einmitt til fortíðarinnar og svo margs sem er á huldu. Þá er merkið í heild sinni einkar látlaust og menn- ingarlegt, en hefur þó sterka skír- skotun og mannlega nánd. Höfund- urinn er Jóna Sigríður Þorleifsdóttir grafískur hönnuður. Það voru margir sem sendu inn tillögur, en alls barst 121 tillaga frá 83 aðilum. Eins og oft áður í sam- bandi við slíkar keppnir voru tillög- urnar æði marglitar, en full mikið minnti obbinn mann á almenn fyrir- tækjamerki og vora sneyddar frum- leika. Þá voru sumir með ágætar hugmyndir en mjög skorti á að þeim væri fylgt eftir með snjallri útfærslu. Þó voru að mínu mati tvær tillögur ekki langt undan verðlaunatillögunni sem voru „Landsýn" auðkennd dul- nefninu Kolskeggur og tillögur þær sem merktar voru Skyrgámur, Foldafeykir og Gáttaþefur og hefðu þessar tillögur allt eins komið til greina og sómt sér vel. En það sem máli skiptir er að hér hefur vel tekist til og von&ndi mark- ar það nýjan og öflugan þátt í sögu Þjóðminjasafns íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.