Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 44
ttrgmiÞIjifrifef Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAÍjuALMENNAR MORG UNBLAÐW, ABALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 691100. SÍMBRÉF 'F 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Vegagerðin og Vesturís ganga frá breyttu verklagi við gröft Vestfjarðaganganna Göngín opnuð árí fyrr en áætlað var ísafirði. VEGAGERÐIN og Vesturís gengu í gær frá samningi um breytt verk- lag við siðasta áfanga Vestfjarðaganga. Samkvæmt honum verður lögð áhersla á að taka göngin í notkun haustið 1994, ári fyrr en áætlað var, og ljúka frágangi sumaríð 1995. Samgönguráðherra var á ísafirði í gær til að kynna sér framgang verksins. Hann sagði að breytingin hefði engan kostnaðarauka í fór með sér, því að í samningnum væri gert ráð fyrir að Vesturís fengi í sinn hlut jafnvirði áætlaðs snjómoksturs vetrarins 1994-1995. Mikil ánægja er með þessar að- gerðir vestra, þar sem snjóþyngsli og veðurfar í vetur hafa gert snjó- mokstur tafsaman og oft ómöguleg- an. Þegar ráðherrann og fylgdarlið hans skoðuðu göngin í gær var búið að grafa út um 250 metra í hvora átt frá gangamótum. Samtals er þá búið að grafa 2.460 metra inn úr Tungudal auk 900 metra inn úr Súg- andafirði. Grafnir hafa verið út um 150 þúsund rúmmetrar af bergi og er þetta orðin lengsta og umfangs- mesta neðanjarðarframkvæmd í landinu. Næst í röðinni var ganga- gerðin við Blönduvirkjun. 17 metrar á dag Nú vinna 18 menn á vöktum allan sólarhringinn við gröftinn og lengjast göngin um 17 metra á dag. - Úlfar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson I göngxmum HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Páll Sigurjónsson for- sljóri ístaks með tæknimönnum í jarðgöngunum í gær. 'Jf1 Veðurblíða í Bláfjöllum Morgunblaðið/RAX UM miðjan dag í gær höfðu 3.500 manns lagt leið sína í Bláfjöll til að njóta besta veðurs sem þar hefur komið í vetur og var búist við um 5.000 manns fyrir lokun klukkan 22. „Við getum þjónað á níunda þúsund manns á klukkustund," sagði Þorsteinn Hjaltason fólkvangs- vörður. „Þetta er óskadraumur skíðamannsins." Sinfóníuhljóm- sveit Islands Sálumessa Verdis flutt SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands flytur „Requiem“ eða Sálumessu eftir Giuseppe Verdi á tónleikum hljóm- sveitarinnar fimmtudaginn 1. apríl næstkomandi, ásamt kór íslensku óperunnar sem Peter Locke stýrir. Stjómandi er Yoav Talmi, en einsöngvarar eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Elsa Waage, Ólafur Á. Bjamason og Guðjón Grétar Óskarsson. „Þetta er ^> afskaplega merkur tónlistarvið- burður," segir Helga Hauks- dóttir, tónleikastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands, „enda er sálumessan eitt af stórverkum tónbókmenntanna og að mínu mati ein alfallegasta sálumessa sem samin hefur verið.“ Sjá bls. 10: „Hátt í 200 r manns...“ Fermingarbömum boðin solbránka á niðursettu verði SÓLBAÐSSTOFA í Keflavík hefur auglýst sértilboð á Ijósatímum fyrir fermingarböm og segir sóknarpresturinn þar í bæ að þetta sé enn eitt dæmið um að sölumennska setji æ meiri svip á ferming- arathöfnina. Fyrir skömmu birtist auglýsing frá sólbaðsstofu í Keflavík í Suð- urnesjafréttum og hefst texti hennar þannig: „Hann fermdist fyrir 19 árum. Sjáið þið hvað hann er hvítur? Því fyrir 19 árum þá var Sólhúsið ekki til. Þá fermdust böm hvít, brún eða bara á litinn eins og náttúran hafði ætlað þeim. Því var Palli eins og endurskinsmerki í kirkjunni á fermingardaginn..." Dæmigerð auglýsingamennska „Auglýsingamennska af þessu tagi er dæmigerð fyrir nútímasam- félagið og fyrir skömmu fékk ég meira að segja upphringingu frá manni sem bað mig að auglýsa fyrir sig í ferm- ingarhópnum," sagði Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík í sam- tali við Morgun- blaðið. Hann sagðist leggja áherslu á að kenna fermingarbömunum að vega og meta hlutina. Það eina sem prestamir gætu gert væri að inn- ræta bömunum trúararfinn svo þau yrðu ekki alveg rótlaus í nú- tímasamfélaginu sem ætlaði að selja öllum hamingjuna. Ólafur sagði að þó ytri aðstæður ferming- arinnar hefðu breyst til hins verra væru fermingarbörnin einlæg og því góður jarðvegur til staðar fyrir trúfræðslu. Alþingi bannar vinnustöðvun stýrimanna á Heijólfi með lögum Heijólfur siglir að nýju eftir siö vikna verkfall VESTMANNAEYJAFERJAN Heijólfur legg- ur upp í fyrstu ferð sína milli lands og Eyja um sjö vikna skeið klukkan hálfníu árdegis í dag. Verkfall stýrimanna á Heijólfi, sem staðið hefur síðan 3. febrúar, var bannað með lagasetningu Alþingis í gær. Halldór Blöndal samgöng-uráðherra iagði í gær fram á Alþingi fmmvarp, sem bannar verkföll og verkbönn á Heijólfi. Frumvarpið var sam- þykkt með 36 atkvæðum gegn sex. Allir þing- menn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, sem viðstaddir vom þingfundinn, samþykktu fmmvarpið, að undanskildum Stefáni Guðmundssyni, þingmanni Framsóknarflokks, sem sat hjá. Þingmenn Kvennalistans, fimm talsins, og Guðrún Helgadóttir, þingmaður Al- þýðubandalags, greiddu atkvæði á móti. Aðrir Alþýðubandalagsmenn sátu hjá. í lögunum em ákvæði um að hafi ekki samizt í kjaradeilu stýrimanna fyrir 1. júní, verði henni vísað til gerðardóms. Dómurinn á að ljúka störf- um fyrir 1. ágúst og hafa hliðsjón af gildandi kjarasamningum á kaupskipum og almennri launaþróun í landinu. Fáar leiðir eftir Grímur Gíslason, formaður stjómar Heijólfs, sagðist ánægður að skipið væri að komast í rekstur á ný. „Það voru ekki margar leiðir eft- ir. Þetta er neyðaraðgerð, sem stjórnvöld fóm út í,“ sagði Grímur. Hann sagðist ekki geta nefnt tölur um tap útgerðar Heijólfs á verkfallinu. „Það er ekki aðeins beint fjárhagslegt tjón, heldur einnig tjón til lengri tíma. Skipið datt úr rekstri í sjö vikur og það tekur alltaf ákveðinn tíma að vinna sig af stað aftur. Fyrir bæjarfélagið í heild var þetta mikið tjón,“ sagði Grímur. Erum löghlýðnir og vinnum „Við erum löghlýðnir borgarar og fömm bara að vinna í fyrramálið,“ sagði Sævaldur Elíasson, annar tveggja stýrimanna á Heijólfi, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að stýrimennirnir byndu vonir við að samkomulag næðist, annað- hvort í viðræðum eða með gerðardómi, sem lög Alþingis kvæðu á um. „Við vonum það bezta,“ sagði hann. Sjá bls. 26: „Verkfall stýrimanna bann- að ... “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.