Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993
t
Móðir okkar og eiginkona mín,
SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR,
Flúðaseli 61,
Reykjavik,
er látin.
Lára Jóhannsdóttir,
Elmar Freysteinsson,
Freysteinn Jóhannsson.
Maðurinn minn, +
FINNUR STEPHENSEN
skrifstofustjóri,
Skeiðarvogi 95,
er látinn.
Guðmunda Stephensen.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓH ANNESDÓTTIR,
áður til heimilis á Gránufélagsgötu 5,
Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð að morgni 23. mars.
Jóhanna Marfa Pálmadóttir,
Guðbjörg Pálmadóttir,
Jóhannes Pálmason,
tengdabörn og fjölskyldur.
t
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
SIGURÐUR SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON,
Viðimel 49,
Reykjavfk,
andaðist á heimili sínu 21. mars.
Hildur Halldórsdóttir,
Ingólfur Kristjánsson,
Þórdfs Kristjánsdóttir.
t
Ástkaer sonur okkar, bróðir og mágur,
GUÐMUNDUR GEIR GUÐMUNDSSON,
Austurströnd 4, Seltjarnarnesi,
áður til heimilis að
Baðsvöllum 2, Grindavik,
lést á heimili sínu 22. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðlaug Þ. Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Þorgerður G. Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson,
Elva Björk Guðmundsdóttir.
t
MIKAEL SIGURÐSSON,
Háaleitisbraut 24,
Reykjavík,
lést f Landspítalanum 22. mars.
Aðstandendur hins látna.
Konan mín, t RAGNHEIÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Þingnesi, Kjarrmóum 20, Garðabæ,
er látin. Eðvarð Vilmundarson.
t
Útför bróður okkar, mágs og frænda,
HARÐAR GUNNARSSONAR,
bifreiðastjóra,
Safamýri 34,
fer fram fimmtudaginn 25. mars kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Rósa Gunnarsdóttir, Lára Ólafsson,
Einar Gunnarsson, Guðlaug Guðjónsdóttir,
Bergljót Gunnarsdóttir, Eyþór Júlíusson,
Gígja Árnadóttir.
Minning
Jón Hallgrímsson
bóndi, Reykhúsum
Jón Hallgrímsson fyrrverandi
bóndi í Reykhúsum í Eyjafjarðar-
sveit andaðist á hjúkrunardeild Krist-.
nesspítala aðfaranótt fímmtudagsins
25. febrúar sl. Þar hafði hann dval-
ist nokkur síðustu árin þrotinn að
kröftum og líkamlegri heilsu, en and-
lega heill og minni hans var traust
ti’ síðasta dags.
Okkur verður jafnan ærið hverft
við þegar fregnir berast um að vinur
og samferðamaður sé horfínn úr
hópnum, en þannig er það oft að
dauðinn kemur snögglega og eins
og óvænt jafnvel þó hann standi
langtímum saman á næsta leiti -
þar er nú genginn traustur bóndi og
góður drengur, sem í engu mátti
vamm sitt vita né gerði nokkum tíma
miklar kröfur sjálfum sér til handa.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga.
Vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannske á upprisunnar mikla morgni
við mætumst öll á nýju götuhomi.
(Tómas Guðmundsson)
Jón Hallgrímsson var af eyfírsku
bergi brotinn og þar stóðu rætur
hans, fæddur 30. september 1903 í
Reykhúsum og því á nítugasta árinu,
elstur af §órum systkinum. Næstur
er Kristinn, lengi skrifstofumaður
hjá SÍS í Edinborg, dvelur á Krist-
nesspítala. Þriðrja í röðinni er Sigríð-
ur sem dvelst nú í einni af íbúðum
sem reistar hafa verið í námunda við
Kristnesspítala og eru ætlaðar öldr-
uðu fólki. Eiginmaður Sigríðar var
Ingvar Brynjólfsson menntaskóla-
kennari frá Stokkahlöðum, látinn
fyrir allmörgum árum. Yngstur er
Páll, fyrrverandi sýslumaður á Sel-
fossi í Ámessýslu, búsettur þar.
Foreldrar Jóns og þeirra systkina
voru María Jónsdóttir bónda í Reyk-
húsum Davíðssonar og Hallgrímur
Kristinsson, þjóðkunnur félagsmála-
og baráttumaður. Þau tóku við bú-
skap í Reykhúsum árið 1902 og það
ár varð Hallgrímur kaupfélagsstjóri
á Akureyri jafnframt búskapnum.
Stóð svo til 1918, að hætt er bú-
skap, jörðin leigð og fjölskyldan flyst
til Reykjavíkur þar sem Hallgrímur
verður forstjóri SÍS. Hann lést í
Reykjavík 1923.
Jón vandist öllum venjulegum
sveitastörfum í æsku og á unglings-
árum, en þegar í foreldrahúsum
gætti hjá honum þeirrar vanheilsu,
sem setti mark sitt á hann alla tíð
síðan, og ekki bætti úr skák að ný-
kominn til Reykjavíur árið 1918 sýk-
ist hann af „spönsku veikinni" sem
svo var kölluð. Lék hún Jón hart sem
marga fleiri, og má nærri geta hve
gífurlegt áfall þetta hefur verið ung-
um manni. Er líklegt að þá hafi
byggst upp hjá honum sá andlegi
styrkur, trú og velvilji sem við vinir
hans þekktum svo vel og nutum oft.
Jón stundaði nám í Samvinnuskól-
anum árin 1921 og 1922 og minnt-
ist hann oft þeirrar skólagöngu og
hve ómetanlegt veganesti hún hefði
verið sér alla ævi. Tímabilið 1931-44
starfaði Jón hjá Grænmetisverslun
ríkisins. Var hann lengst af gjald-
keri og skrifstofustjóri. Stóð honum
það starf opið áfram, en hér var
komið að þáttaskilum - líklega var
gamall draumur að verða að veru-
leika. Jón flyst alfarinn norður til
Eyjafjarðar og byijar búskap á jörð
feðra sinna, sem hafði verið leigð
öðrum til ábúðar. Reykhús var lítil
Sérfræðiiigar
í blóinaslireyiiiigTiiii
vió «11 tjrkiliiT'i
blómaverkstæði I
INNA^I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
jörð, en eins og nafnið bendir til er
þar allmikill jarðhiti og gott til garð-
ræktar. Foreldrar hans höfðu fyrir
löngu keypt samliggjandi eyðijörð,
Hjálmsstaði, sem var nokkru stærri.
Seinna bættist við smábýlið Klúkur,
samliggjandi, svo að allt þetta til
samans varð ágætis jarðnæði.
Jón fór sér að engu óðslega við
búskapinn fyrstu árin, en fljótlega
sáu menn að þama var kominn góð-
ur liðsmaður og hygginn bóndi, sem
heill og óskiptur vann að búi sínu. í
gegnum árin voru öll útihús byggð
upp og túnstærð aukin mjög. Ætíð
voru heybirgðir miklar í Reykhúsum
og hægt að miðla verulega til þeirra
sem skorti - enda vantaði ekki vilj-
ann til þess eða ljúfmennskuna.
Verkafólk hélt Jón ætíð, sérstak-
lega um sumartímann, og hjúasæld
var mikil. Sumt var þar árum saman
og unglingar sumar eftir sumar.
Jón var mjög þrautseigur og út-
sjónarsamur maður, hann var þrek-
lítill og þoldi illa erfíðisvinnu og varð
því að temja sér sérstakt vinnulag
og þótti því stundum ungum mönn-
um og sterkum hægt ganga og sér-
viska viðhöfð í verki. En vinsældir
og virðing hans þoldi þetta vel og
sagt hafa mér menn sem þama voru
að Jón hafí ætíð verið þeim sem
besti faðir og dvölin í Reykhúsum
einn besti tími þeirra.
Við Jón kynntumst ekki fyrr en
hann var kominn hátt á fímmtugsald-
ur. Tókst þá með okkur samstarf og
vinátta sem aldrei bar skugga á, við
áttum saman tæki og höfðum sam-
starf um að heyja vothey, stóð það
félag í nær tuttugu ár og oft hallaði
á Jón í þeim viðskiptum. Ég held
hann hafí viljað hafa það svo. Það
var því árviss þáttur i heyskapnum
hjá mér að vinna 4-5 daga í ágúst
í Reykhúsum og þá kynntist ég heim-
ilinu nokkuð vel og jafnan var mikil
veisla alla dagana hjá ráðskonunni,
Kristínu Stefánsdóttur frá Kristnesi.
Það var mikil myndar- og dugnaðar-
kona, ákveðin í skoðunum og traust-
ur vinur vina sinna. Þáttur hennar í
heimilinu var stór og þar var hún
meðan heilsa og líf entust.
Jón var kosinn til starfa í ýmsum
félagsmálum. Hann sat í hrepps-
nefnd Hrafnagilshrepps í átta ár,
1954-62. Þar var hann vinnufús og
tillögugóður. Traust minni hans
leiddi stundum til hinna bestu lausna
þegar aðrir voru nær uppgefnir á
málum. Hann var í bygginganefnd
félagsheimilisins Laugarborgar og
hafði á hendi bókhald og gjaldkera-
störf.
Árið 1970 var svo komið að Jón
treysti sér ekki til að halda áfram
búskap óbreytt. Tók þá Páll frændi
hans ásamt konu sinni, Önnu Guð-
mundsdóttur frá Selfossi, við ábúð á
jörðinni og kúabúinu, en Jón rak í
nokkur ár enn fjárbú með aðstoð
Mig setti hljóðan þegar ég frétti
að Þórir vinur minn hefði verið flutt-
ur á sjúkrahús, mikið veikur, og enn
meira brá mér þegar dóttir mín
hringdi í mig frá Egilsstöðum til að
láta okkur vita að Þórir væri dáinn.
Aðeins þremur vikur fyrr hafði ég
hitt hann brosandi á heimili sínu.
Einlægni og hlýja voru ríkur þáttur
í skapgerð hans og þessi kærleiks-
ríki maður var ævinlega boðinn og
búinn að gera öðrum greiða.
Ég kynntist Þóri sem ungum
manni á heimili frændfólks míns.
Þangað kom hann oft og var þá ein-
att glatt á hjalla. En nú er allt það
fólk farið yfir móðuna miklu.
í rúm 30 ár lágu leiðir okkar
Þóris ekki saman. Á þeim tíma gift-
um við okkur báðir og stofnuðum
ættingja og vina. Systursonur hans,
Hallgrímur, sem býr í Svíþjóð var
þar oft að vorinu við hirðingu á
lambfé.
Um þetta leyti, líklega 1968, var
reist nýtt íbúðarhús. Gerðu þeir það
í félagi Jón og Brynjólfur læknir
frændi hans. Kona Brynjólfs er Rósa
Aðalsteinsdóttir frá Kristnesi og í
skjóli þeirra dvaldi hann þar til við
tók hjúkrunardeild Kristnesspítala
sem fyrr segir. Þar dvaldi hann ná-
lægt Qölskyldunni og naut samvista
hennar og umönnunar og þá ekki
síst frá hendi Guðrúnar Maríu
frænku sinnar og manns hennar,
Páls Jóhannssonar frá Siglufírði, sem
búa í húsinu Reykhús III.
Jón kvæntist ekki og eignaðist
ekki afkomendur, en hann var mikill
og ástríkur heimilisfaðir, sem rækt-
aði vináttu og frændsemi. Munu syst-
urböm hans og fjölskyldur þeirra
hafa notið þess í ríkum mæli.
Ég reyndi að heimsækja Jón eins
oft og tími leyfði þau árin sem hann
lá á KristnesspStala. Leið þó stundum
nokkuð langt á milli og lét hann mig
þá heyra það að ég kæmi sjaldan.
Oft fann ég að hann var þjáður, þó
að hann gerði lítið úr því, en hugsun
og minni skýrt. Fylgdist hann vel
með öllu sem gerðist í sveitinni og
hlustaði mikið á útvarp, og gladdist
yfir því sam hann taldi framfarir til
bóta. Mátti strax heyra hvaða skoðun
hann hafði í þeim efnum.
Jón sagði það sér mikið ánægju-
efni að Reykhús væri í góðum hönd-
um og jörðin vel setin, þær miklu
byggingar sem búið væri að reisa
bentu til að þar mundi búskapur
haldast þó að víða væri hann á und-
anhaldi.
Eitt sinn bað hann mig þess ef
ég gæti að skila innilegri kveðju frá
sér til allra sveitunga og vina með
þakklæti fyrir liðna tíð og samstarf.
Sagði hann það von sína og bæn að
þeir bæru gæfu til að standa fast
saman um heill og hag sveitar og
héraðs. Er þessu hér með komið til
skila.
Að leiðarlokum þakka ég Jóni fyr-
ir góða vináttu og langt og ánægju-
legt samstarf. Af honum mátti læra
það sem ekki verður numið af bókum.
Útför Jóns var gerð að Grund í
Eyjafírði laugardaginn 6. mars að
viðstöddu fjölmenni sveitunga og
vina.
heimili. Kynni okkar endurnýjuðust
eftir að dóttir mín kynnti fyrir okkur
hjónunum ungan pilt sem hún var
farin að vera með og síðar varð eig-
inmaður hennar. í ljós kom að hann
var sonur Þóris. Mikil var gleði mín
að kynnast honum á ný og hans
yndislegu konu, Guðfríði Hermanns-
dóttur.
Ég vildi að við Þórir hefðum getað
verið meira saman, en vinna okkar
kom í veg fyrir það. Ég var sjómað-
ur, en hann vann í landi. Áldrei kom
ég þó svo að landi, að við hefðum
ekki samband og ég sakna þeirra
stunda mjög mikið.
Við hjónin vottum hans elskulegu
eiginkonu og börnum þeirra, svo og
aldraðri móður hans, innilega samúð
okkar og biðjum Guð að styrkja þau
í sorg þeirra.
Eysteinn Viggósson og
Halldóra Guðvarðardóttir.
Aðstandendum votta ég innilega
samúð.
Haraldur Hannesson.
ÞórirJ. W. Bjama-
son - Minning
Fæddur 2. febrúar 1927
Dáinn 15. mars 1993