Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 33
Minning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 33 - Oddný Sigurðar- dóttir Kristiansen Fædd 2. júlí 1932 Dáin 14. mars 1993 Látin er í Noregi Oddný Sigurð- ardóttir Kristiansen rétt liðlega sex- tug eftir erfið veikindi. Hún dvaldi áratugum saman í Noregi, átti þar mann og börn, en gleymdi aldrei uppruna sínum og hélt góðum tengslum við ættland sitt þar til yfir lauk. Oddný, sem jafnan var kölluð Odda, fæddist á Grund á Búðareyri í Reyðarfirði annan dag júlímánað- ar 1932, elst sex systkina, barna Sigurðar M. Sveinssonar bifreiða- eftirlitsmanns, sem er látinn fyrir nokkru, og Bjargar Bóasdóttur hús- móður, en þau bjuggu lengst af á Sæbóli. Systkinin eru María, Bóas, Sigríður, Sveinn og Karl, en einnig áttu þau hálfsystur, Svövu, sem ólst upp syðra. Oddá þótti snemma hæglát og prúð, en um leið lífsglöð og fylgin sér. Hún hafði mikið dá- læti á útivist og fór á skíðum þegar færi gafst á vetrum, en sumrin voru vel nýtt til gönguferða þegar stund gafst á milli stríða, en líkt og alsiða var fór Odda snemma að vinna þá vinnu sem gafst. Meðal annars réð hún sig sem matselju á Snæfuglinn sem gerður var út á saltfisk og lagði upp í Englandi heilt sumar. Þar var skipstjóri sá kunni aflamaður Bóas Jónasson frá Eyri, en það að ráða sig í svo langt úthald sýnir kannski betur en margt annað seiglu Oddu og dug, þvi á þeim tíma voru konur fáar í sjó- mannastétt og eru reyndar enn. Meðal þeirra verka sem Odda fékkst við á sumrum var skógrækt á Hallormsstað, sem hún kunni vel. í framhaldi af því bauðst henni að fara í skógræktarvinnu í Nor- egi. Þangað fór hún um 1950 og fékk vinnu í Ostavík. Þar kynntist hún myndarlegum Norðmanni, Knut Kristiansen, þau felldu hugi saman og í Östavík stofnuðu þau sitt fyrsta heimili. Síðar fluttu þau að Ási, þar sem Knut stundaði nám í landbúnaðarháskólanum, en lengst bjuggu þau í Steinkjær. Þar áttu þau góða daga og þar ólust upp synir þeirra, Sigurd og Kjell Erik, efnispiltar. Sigurd er mennt- aður umhverfisverkfræðingur í Steinkjær og Kjell vinnur hjá land- fógetanum í Rena. Bamabömin, böm Kjells era tvö, Henríetta og drengur sem skírður var í höfuðið á afa sínum Sigurði Magnúsi. Odda undi hag sínum vel í Nor- egi; hún var fljót að ná góðum tök- um á norskri tungu og eignaðist margt vina í Steinkjær. Alltaf var Island henni þó ofarlega í huga og hún sótti mjög í að heimsækja heimalandið eftir því sem færi gafst, og var þá jafnvel sumarlangt með drengina litla. Ferðunum fækkaði eftir því sem á leið og böndin urðu sterkari sem bundu hana í Noregi, en á móti kom að ættingjar að heiman fóra utan og eiga þeir góðar minningar frá þeim heimsóknum. í garðinum sínum í Steinkjær kom hún upp vísi að ís- lenskri flóru, því hún flutti með sér íslenskar jurtir og ræktaði ytra. Áhugamálin voru þó fleiri en ís- land, því Odda unni góðum bók- menntum og tónlist. Sigurd sonur hennar smitaðist snemma af íslandsáhuga og hefur haldið góðu sambandi, sérstaklega við ömmu sína sem býr enn á Reyð- arfirði. Af móður sinni hefur hann einnig erft útivistaráhuga og ís- landsferðum sínum hefur hann gjarnan eytt í fjallaferðir og nátt- úraskoðun. Odda kom í síðustu íslandsheim- sóknina sumarið. 1991, en þá hafði hún kennt lítillega þess meins sem síðar varð henni að aldurtila, þó engan hafi rennt í grun hversu al- varlega hún væri veik, eða að ekki yrðu heimsóknir hennar fleiri á heimaslóðir. Hún sýndi aðdáunar- verða seiglu og æðraleysi í veikind- um sínum og var trúin henni styrk- ur í erfiðri baráttu. Styrk sótti hún einnig til íslands, en þær mægðum- ar ræddust við nánast daglega. Stríðinu lauk svo 14. mars sl. og hún var jarðsett í Steinkjær 18. mars. Björgu, systkinum, Knut, Sigurði og Kjell ásamt öllum vandamönnum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nanna Sigurðardóttir og Björg Sveinsdóttir. Birting af- mælis- og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Ákjósanlegast er að fá grein- arnar sendar á disklingi. t Ástkær móftir okkar, ELfN SVEINSDÓTTIR, Hulduhól, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur, sunnudaginn 21. mars. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju, laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Börn hinnar lá'tnu. t Ástkær móftir mín, tengdamóftir, amma og langamma, BJÖRG EINARSDÓTTIR, Snælandi2, Reykjavík, verftur jarftsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. mars kl. 13.30. Erlingur Lúðvíksson, Jakobína Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ertídrykkjur Glæsileg kafli- hlaðlxvrð fídlegir Síilir og mjög góð þjónasto. Upplýsingíir ísíma22322 FLUGLEIDIR 1ÍTEL LIFTLEIIIK erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. + Minningarathöfn um ástkæran eiginmann minn og föftur okkar, NIKULÁS HELGA KAJSON, Vogabraut 10, Akranesi, verður í Akraneskirkju fimmtudaginn 25. mars ki. 14.00. Jarftsett verftur frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 27. mars kl. 14.00. Margrét Brandsdóttir, Anna Björk Nikulásdóttir, María Hrönn Nikulásdóttir, Jóna Kolbrún Nikulásdóttir, Hörður Kristján Nikulásson, + Eiginkona mín, móftir okkar, tengda- móftir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR, Kvisthaga 27, Reykjavfk, sem lést í Borgarspítalanum 17. mars, verftur jarftsungin frá Neskirkju föstu- daginn 26. mars kl. 13.30. Kristján Sigurmundsson, Snæbjörn Kristjánsson, Hulda Kristinsdóttir, Smári Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA EIRÍKSDÓTTIR Lönguhlfð 3, Reykjavík, sem lést 19. mars sl. verftur jarðsungin frá Háteigskirkju föstudag- inn 26. mars kl. 15.00. Þorkell Björnsson, Björn Þorkelsson, Oddný Óskarsdóttir, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Gunnar Lárusson, Eirfkur S. Þorkelsson, Sigrún Skaftadóttir, Ingvi Þór Þorkelsson, Hansfna Á Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + ARNGRÍMUR SIGURJÓNSSON, Hjallavegi 42, Reykjavfk, sem lést 12. mars sl. verður jarðsung- inn fré Áskirkju 25. mars kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans eru beftnir að láta líknarfélög njóta þess. Guðrún Alda Sigmundsdóttir, Sigmundur Örn Arngrfmsson, Vilborg Þórarinsdóttir, Baldur Már Arngrfmsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Haraldur Arngrímsson, Dóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginmaftur minn, faðir okkar, tengdafaftir og afi, HARALDUR SIGURÐSSON leigubílstjóri, Barónsstíg 39, sem andaðist í Borgarspítlanum 22. mars s.l. verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, föstudaginn 26. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Islands. Guðrún Samúelsdóttir, Sigurður Guðni Haraldsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Árni Haraldsson, Sigurður Baldur. + Innilegar þakkir sendum vift öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móftur, tengdamóftur, dóttur og systur, ÓLAFÍU ÓLAFSDÓTTUR, Grenigrund 33, Akranesi. Karvel Lindberg Karvelsson, Karvel Lindberg, Linda Björk Pálsdóttir, Ólafur Lindberg, Andri Lindberg, Jóhanna Sigurðardóttir, Þorvaldur Ólafsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Sesselja Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.