Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Sinfóníuhljómsveit íslands Hátt í 200 manns flvtj a Sálumessu Verdis SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands flytur „Requiein" eða Sálumessu eftir Giuseppe Verdi á tónleikum hljómsveitarinnar fimmtudaginn 1. apríl næstkom- andi, ásamt kór Islensku óper- unnar sem Peter Locke stýrir. Stjórnandi er Yoav Talmi, en einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elsa Waage, Ólaf- ur K. Bjarnason og Guðjón Grét- ar Óskarsson. „Þetta er afskap- lega merkur tónlistaviðburður,“ segir Helga Hauksdóttur, tón- leikastjóra Sinfóníuhljómsveitar Islands, „enda er sálumessan eitt af stórverkum tónbók- menntanna og að mínu mati ein alfallegasta sálumessa sem sam- in hefur verið.“ Helga Hauksdóttur segir að rúmlega 170 tónlistarmenn taki þátt í flutningi Sálumessu Verdis, kór íslensku óperunnar sé skipaður 90 söngvurum, 80 leika með Sin- fóníunni og síðan eru einsöngvar- arnir fjórir talsins. Sálumessan var frumflutt í Markúsar-kirkjunni í Mílanó árið 1874 með 120 manna kór og 100 manna hljómsveit. „Við erum ekki alveg jafn fjölmenn," segir Helga,„en státum samt af einvala liði, og fögnum því að gera teflt eingöngu fram íslenskum ein- söngvurum.“ Hún segir að saga tónverksins sé merkileg. „Þegar Rossini lést árið 1868 var ætlunin að fá fremstu tónskáld Ítalíu til að semja þætti í sálumessu í minn- ARSALIR hf. Fasteignasala Borgartúni 33 -105 Reykjavík C 62 43 33 Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteigna- og skipasali, Jón Halldórsson, sölumaður. SÝNISHORN ÚRSÖLUSKRÁ Hamrahlíð. 3ja herb. 80 fm íb. með parketi. Nýl. eldhinnr. Nýtt rafmagn o.fl. V. 6,7 m. Meistaraveliir. Falleg 4ra herb. íb. Áhv. langtlán 3,5 m. Fossvogur. 4ra herb. 107 fm nýl. íb. m. bflsk. Til afh. strax. Arnartangi. 94 fm raðhús ásamt 30 fm bílsk. Verð 9,5 milij. Áhv. 4,5 millj. Fífurimi. Ný 103 fm efri sérhæð ásamt bílsk. Verð 8,6 millj. Vesturbær - Kóp. 190 fm par- hús ásamt innb. bílsk. Skipti á minni eign í Rvík kemur til greina. Grafarvogur. Giæsii. 145 fm sérh. með 28 fm bílsk. V. 12,5 m. Fálkagata. 4ra herb. 117 fm íb. Parket. Suðursv. Verð 8,8 millj. Áhv. 3,6 millj. veödeild. Neshagi. Vönduð ca 120 fm hæð. Vandaðar innr. Parket. Nýtt eldhús. Hagstætt verð. Vesturbær - sérh. Mikið end- urn. efri sérh. í tvíbýli með bíl- skúrsr. ca 140 fm. Verð 10,2 millj. Logafold. Glæsil. 150 fm einb- hús. Vandaðar innr. Ræktaður garður. Verð 14,3 miilj. Vesturbær - Kóp. Giæsii. 160 fm einbhús ásamt 40 fm bílsk., allt á einni hæð. Arinn í stofu, heitur pottur í garði, sólstofa o.fl. Frábært útsýni. Verð 15,8 millj. Vantar allar stærðir fasteigna á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Höfum til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum og gerðum. 624333 ki * Ólöf Kolbrún Elsa Waage. Ólafur Á. Guðjón Grétar Harðardóttir. Bjarnason. Óskarsson. ingu hans, en einhverra hluta vegna, líklegast af skorti á fjár- magni, runnu þessu áform í sandinn. Verdi var hins vegar bú- inn að semja sinn þátt og geymdi til betri tíma. Þegar rithöfundurinn og þjóðfrelsishetjan Manzoni lést, dustaði hann rykið af tónsmíð sinni og úr varð það snilldarverk sem við þekkjum í dag.“ Efnisvalið virð- ist mælast vel fyrir, því Helga seg- ir að allt stefni í að verði uppselt á Sálumessuna, og komi jafnvei til greina að endurtaka flutning hennar. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sem hefur um árabil verið ein fremsta söngkona landsins og sungið í öll- um helstu óperusýningum sem færðar hafa verið upp í Þjóðleik- húsinu og íslensku óperunni; Elsa Waage stundaði söngnám sitt að mestu í Hollandi og í Bandaríkjun- um, og hefur hún komið fram í margvíslegum óperuhlutverkum, bæði hér og erlendis, síðast í Ot- ello hjá íslensku óperunni og Rigo- letto; Ólafur Á. Bjarnason mennt- aði sig hér og í Bandaríkjunum, en starfar nú í Þýskalandi og hef- ur fengið góða dóma gagnrýnanda fyrir söng sinn; Guðjón Grétar Oskarsson menntaði sig hér og á Ítalíu, en starfar nú sem einsöngv- ari við Norsku óperuna í Osló. Stjórnandinn Yoav Talmi er fædd- ur í ísrael og hlaut tónlistarmennt- un sína í Tel Aviv og Julliard-tón- listarskólanum í New York. Hann hefur stjórnað mörgum þekktustu hljómsveitum í Evrópu og Amer- íku, og er nú hljómsveitarstjóri San Diego hljómsveitarinnar. Sálumessan er á fjórðu áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í grænni tónleika- röð á þessu starfsári, og verður þeim útvarpað beint í Ríkisútvarp- inu. Sigriin Þor- geirsdóttir á Háskóla- tónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu í dag miðviku- dag og hefjast klukkan 12.30. Flytjendur verða Sigrún Þor- geirsdóttir, sópran, og Vilhelmína Olafsdóttir, píanóleikari. Sigrún Iauk áttunda stigi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík, þar sem kennari hennar var Sieglinde Ka- hmann og mastersprófi frá Boston University undir handleiðslu Mary Davenport. Núverandi kennari 011 KH 01 07fl L^RUS Þ- VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI (m \ lOU'LlO/U KRISTINNSIGURJÓNSS0N,HRL.lögqilturfasteibnasalI Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Menntaskólanum við Sund Steinhús, ein hæð, 165 fm auk bílsk. Vel byggt og vel með farið. Skipti æskileg á góðri 3ja-5 herb. íbúð með bílskúr. Fyrir smið eða laghentan Rúmgóð 3ja herb. íbúð í reisulegu steinhúsi í gamla bænum. Þarfn. nokkurra endurbóta. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. í Garðabæ - tilboð óskast 4ra herb. mjög góð íb. á 2. hæð, tæpir 100 fm við Lyngmóa. Góður bílsk. Mikið útsýni. Vinsæll staður. Gott verð. Endaíbúð á 1. hæð - tilboð óskast 4ra herb. íbúð í vesturenda við Stóragerði. Nýleg eldhúsinnr. Tvennar svalir. Mikil og góð lán fylgja. Stór og góð við Fellsmúla 3ja herb. íb. á 3. hæð. Vel með farin. Sérhiti. Mikið útsýni. Rúmgóðar sólsvalir. Laus strax. Rétt við „Fjölbraut" í Breiðholti Mikið endurn. 4ra herb. íb. á 2. hæð. Nýlegt parket. Sólsvalir. Sér- þvottaaðst. Bílskúr. Frábært verð. Nýtt og vandað stein- og stálgrindahús grunnfl. 300 fm við Krókahraun, Hafnarfirði. Vegghæð 7 metrar. Glæsilegt ris, 145 fm, íbúð/skrifstofa. Húsið má stækka. Margskonar nýtingarmöguleikar. Eignaskipti möguleg. • • • Óvenju margirfjársterkir kaupendur á skrá. Margskonar eignaskipti. Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGMASALAW Sigrún Þorgeirsdóttir, sópran. hennar er Sigurður Demetz Franz- son. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Fauré og Poulenc. Svala Signr leifsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Sagan sýnir að þeir listamenn sem ná því að verða þekktir og vel metnir á mælikvarða eins lands (eða heimsins alls) gera það oftast í krafti §érstöðu sinnar fremur en fylgispektar við for- dæmi annarra. Sú sérstaða getur verið varðandi myndefni, miðla, vinnubrögð eða tjáningarhátt, en byggist fyrst og fremst á persónu- legum gildum viðkomandi lista- manns. Hið sérstæða lifir, en verk sporgöngumanna hverfa fljótt í skuggann. Svala Sigurleifsdóttir hefur skapað sér nafn og sérstöðu í ís- lenskri myndlist fyrir markviss vinnubrögð með vandmeðfarinn miðil, þar sem er ljósmyndin. Hún hefur gjarna málað yfir svart/hvítar ljósmyndir, og þannig fært þær yfir á annað svið, jafn- framt því sem táknmyndir hafa orðið sífellt ríkari þáttur í verkum hennar og skapað þeim dýpt sem ekki er að finna víða í myndheimi yngri listamanna hér á landi. Svala hefur verið dugleg við sýn- ingarhald og hefur á undanförn-. um árum haldið nokkrar einka- sýningar, auk þess sem hún hefur átt verk á mikilvægum samsýn- ingum, m.a. á Kjarvalsstöðum á síðasta ári. Nú stendur yfir í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg sýning á sex stórum verkum frá hendi lista- konunnar. Verkin er að fínna bæði í fremra og innra rými stað- arins, en þar hefur emfaldlega verið byrgt fyrir glugga til að gera rýmið hentugra fyrir verk af þessu tagi. Oll vísa verkin á einn eða annan hátt til fallvaltleika lífsins og hringrásar náttúrunnar. í sumum þeirra er þetta gert með því að nýta tilvitnanir í listasöguna. Gildi þeirra reynist þó ekki síður breyt- ingum undirorpið en aðrir þættir í sögu mannsins; þannig eru hin „Nýju goð“ (nr. 3) þekkt listaverk tuttugustu aldar, en við hliðina á „Memento Mori“ (nr. 2) virðast örlög þeirra ráðin — þau lifa að- eins fyrir náð tíðarandans á hverj- um tíma. Náttúran og lífsbarátta hins smáa er mikilvirkur þáttur í nokkrum verkanna. „Hráefni í drauma“ (nr. 5) setur drauma- heim Rousseau tollheimtumanns í öndvegi, en hrörnun dauðans er ætíð nálæg, hér í formi fiskhræs. „Fjallamaður" (nr. 6) teflir saman sterkum og dimmum dráttum annars vegar og hins vegar veik- um gárum sem hin auvirðilega marglytta getur þó komið af stað í umhverfi sínu; spurningar um samhengi hlutanna, orsök og af- leiðingu, koma ávallt upp þegar slíkum andstæðum er stillt upp saman. Verkið „Vorblót" (nr. 4) kann að vera óljóst í fyrstu, en ísfirðing- ar og aðrir þeir sem hafa lifað um tíma í þröngum fjörðum þessa lands ættu að þekkja hér kunnug- legt fagnaðarefni. Annars vegar má sjá kalda sólargeislana skríða yfir fjallið nokkru eftir vetrarsól- stöður og hins vegar er sama fjallshlíðin böðuð í mildurn litum miðnætursólar að sumri. Á milli má kenna skrautmuni og trúar- Málverkasýning Krist- mundar Þ. Gíslasonar KRISTMUNDUR Þ. Gíslason opnaði í gær málverkasýningu í salarkynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta er 15. einkasýning Kristmundar, en hann á þegar, þrátt fyrir ungan aldur, tæpra sex ára feril að baki sem fuilmótaður listmálari. Á sýningunni getur að líta nýieg olíumálverk, mest landslags- myndir. Kristmundur fæddist árið 1969 og ólst upp í Reykjavík. Að loknu grunnnámi í myndlist hér heima lá leið hans til náms í Bandaríkjun- um, þar sem hann dvaldi í Cupert- ino, Sunnyvale og Freemont í Kaliforníu um tveggja ára skeið. Þar ytra hreppti hann fyrstu verð- laun í samkeppni myndlistarnema í De Anza í Cupertino árið 1986. í kjölfar hennar tók hann þátt í fyrstu samsýningu sinni, þar sem sýnd voru verk þeirra nema sem tilnefningu hlutu til verðlauna. Kristmundur Þ. Gíslason hefur gert víðreist um Bandaríkin og lönd Vestur- og Norður-Evrópu, til náms og kynnisferða. Hafa verk hans vakið óskipta athygli víða um lönd fyrir sakir skerpu og lita- beitingar. Þau hafa laðað að kaup- endur af ýmsu þjóðerni, auk þess sem þau prýða veggi einstaklinga og stofnana víða hérlendis. Sýning Kristmundar í húsa- kynnum Menningarstofnunar Bandaríkjanna á Laugavegi 26 verður opin alla virka daga frá klukkan 8.30 til 17.45, fram til miðvikudagsins 7. apríl nk. (Fréttatilkynning) Tölvunotkun við myndlistarkennslu FÉLAG íslenskra myndlistarkennara, FÍMK, heldur almennan félagsfund í Kennarahúsinu Laufásvegi 81, hinn 25. mars, kl. 20. Gestur fundarins verður Guðbrandur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Guðbrandur ætlar að kynna þá möguleika sem tölvan býður myndlistarmönnum og kennurum. Með honum verður Börkur Arnar- son ljósmyndari, brautskráður frá London College of Printing 1991. Hann starfaði áður sem ijósmynd- ari á Morgunblaðinu. Undanfarin ár, hefur hann í félagi við þijá aðra ljósmyndara, rekið „Fotog- uttene", The East End Image Factory í London. Hefur hannað plötuumslög, bækur og margt fleira. Notar Makintos Fotoshop í myndvinnslu sinni. Auk þeirra kemur endurmennt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.