Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Umsögn um frumvarp til laga um Seðlabanka Islands eftir Gunnar Tómasson Fumvarp til Jaga um Seðlabanka íslands, sem nú bíður afgreiðslu Alþingis, horfír til framtíðar í ljósi reynslu undangenginna ára og ára- tuga á sviði innlendrar og erlendrar efnahags-j peninga-, og fjármála- stjórnar. I greinargerð, sem fylgir frumvarpinu, er m.a. vikið að þess- ari hlið málsins: „í skipunarbréfí nefndarinnar segir meðal annars að breyttar aðstæður á íslenzkum fjármagns- markaði frá því að núgildandi lög um Seðlabanka íslands voru sam- in og aukið fjölþjóðasamstarf á sviði gengis- og vaxtamála muni í vaxandi mæli setja mark sitt á efnahagslíf íslendinga í framtíð- inni. Breyttar aðstæður kalli á breytt vinnubrögð og bætt stjórn- lyfti- vugnar UMBOÐS- OG HE/LDVEfíSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML672444 ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur mögulaikana. EinarFarestveit&cohf. Borgartúni 28, sími 91-622900 tæki seðlabankans í gengis-, vaxta- og peningamálum. Nefnd- inni var einnig falið að taka skip- an og hlutverk bankastjórnar og bankaráðs til endurskoðunar með það að markmiði að stjórnskipu- lag bankans tryggði sem best fag- lega stjórnun hans og þátttöku hans í hagstjórn." (Bls. 13.) Fyrsti hluti eftirfarandi umsagnar fjallar um „Hlutverk seðlabanka við stjórn efnahagsmála," eins og það kallast í millifyrirsögn greinargerð- arinnar á bls. 17, þar sem fagleg skilgreining á „hlutverki" Seðla- banka íslands er forsenda faglegrar umfjöllunar um það, hvernig staðið skuli að framkvæmdinni. Útgáfa seðla og myntar Nefndarmenn segja a_ð „hlutverk seðlabanka sé fjórþætt. í fyrsta lagi að gefa út seðla og mynt. í öðru lagi að varðveita gjaldeyrisforða landsins. í þriðja lagi að vera banki ríkissjóðs. I fjórða lagi að vera banki inlánsstofnana og veita þeim lán er fjárhagslegt öryggi þeirra er í hættu“. (Bls. 17.) Varðandi fyrsta lið þessarar upp- talningar, þá skiptir útgáfa seðla og myntar nánast engu fyrir hagstjórn í nútíma hagkerfum. Til dæmis hef- ur útgáfa seðlabanka á seðlum og mynt verið hverfándi þáttur í þeirri stórfelldu nýsköpun peninga, sem orðið hefur á innlendum fjármagns- markaði um langt árabil. Peningamagn og sparifé í banka- kerfínu jókst um 61.000 milljónir króna frá árslokum 1988 til nóvemb- erloka 1992. Hlutdeild Seðlabanka íslands í þeirri aukningu í mynd seðla og myntar var innan við 1% eða samtals 500 milljónir. Með hliðsjón af ofangreindu hefur bandaríski hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith ályktað, að fag- legt hlutverk nútíma seðlabanka sé einkum og sér í lagi það að vera þjónustumiðstöð, þar sem slitnir og skitnir peningaseðlar eru innleystir á nafnvirði með óslitnum og óskitn- um seðlum og mynt. Með öðrum orðum, þá taka nefndarmenn full djúpt í árinni er þeir flokka einkarétt til útgáfu seðla og myntar undir faglegt „hlutverk seðlabanka við stjórn efnahags- mála“. Hér er um að ræða nokkurs konar sorphreinsun, sem engin nauðsyn krefur, að sé framkvæmd uncHr verkstjórn seðlabankastjóra. Varðveizla gjaldeyrisvarasjóðs Annað „hlutverk seðlabanka við stjórn efnahagsmála" er sigt vera varðveizla „gjaldeyrisforða lands- ins“. Við stofnun Seðlabanka íslands árið 1961 var sá „gjaldeyrisforði" skilgreindur sem nettó skammtíma- staða ríkisbankanna í erlendum gjaldeyri, sem ákveðið var að mið- stýra úr hinum nýja seðlabanka. Forsenda þeirrar ákvörðunar var einokun ríkisbankanna á gjaldeyris- viðskiptum landsmanna, en fram- kvæmd miðstýringar byggðist m.a. á reglugerðarákvæðum settum af Seðlabanka íslands, sem gerðu rík- isbönkunum skylt að hafa ávallt já- kvæða nettó stöðu gagnvart erlend- um viðskiptaaðilum. M.ö.o., ríkisbankarnir urðu að leita til seðlabanka um fyrirgreiðslu úr „gjaldeyrisvarasjóði landsins" til að fullnægja umframeftirspurn við- skiptavina þeirra eftir gjaldeyri. Ef svo bar undir, þá var seðlabankanum hins vegar ftjálst og skylt að taka erlend lán til eflingar „gjaldeyrisva- rasjóði landsins". Flutningurinn á „gjaldeyrisvara- sjóði landsins" úr bókhaldi hinna ýmsu ríkisbanka í bókhald Seðla- banka íslands var upphaflega fram- kvæmdur með bindiskyldu viðskipta- banktf og annarra innlánsstofnana við seðlabankann, eins og Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra áréttaði í umræðu um málið á Alþingi 1961. Ofangreindar forsendur flutnings „gjaldeyrisvarasjóðs landsins" úr bókhaldi viðskiptabanka í bókhald Seðlabanka íslands eru horfnar fyrir löngu vegna breyttra aðstæðna inn- anlands og utan. Faglegar forsendur áframhaldandi „gjaldeyrisvarasjóðs“ í vörzlu Seðlabanka íslands eru því ekki fyrir hendi. Tekjur seðlabanka Seðlabanki íslands hefur hins veg- ar haft stærstan hlut tekna sinna um langt árabil af „gjaldeyrisvara- sjóði landsins" í mynd erlendra vaxtatekna og gengismunar, sem ella hefðu komið innlánsstofnunum til góða, samtímis því sem nafnvext- ir greiddir af seðlabanka á bundnu fé voru undir markaðsvöxtum. í októberlok 1992 voru „bundnar innstæður" í Seðlabanka íslands um 12.700 milljónir og jafngiltu tæpum helmingi „gjaldeyrisvarasjóðs lands- ins“ á sama tíma. Gengisfelling krónunnar um 6% sl. nóvember skapaði því seðlabanka 800 milljón króna hagnað, sem ella hefði getað bætt reikningsstöðu bankanna. Afnám einokunar ríkisbanka á gjaldeyrisviðskiptum breyttu for- sendum þeirrar „skattheimtu" seðla- bankans gagnvart innlánsstofnun- um, sem hér um ræðir. Þar sem faglegar forsendur „gjaldeyrisvara- sjóðsins" eru engar, þá skortir rök fyrir áframhaldandi tekjutryggingu Seðlabanka íslands af hálfu við- skiptabanka. Eigið fé seðlabanka í greinargerð um frumvarp til laga um Seðlabanka íslands er talið sjálfgefið, að faglegar forsendur séu fyrir því, að seðlabankinn skuli um alla framtíð sýna nettó gjaldeyr- iseign í bókhaldi sínu. Þar er talað um „æskilega stærð gjaldeyrisvara- sjóðs“ án faglegrar skilgreiningar á þeirri hugmynd. í staðinn taka nefndarmenn m.a. mið af eiginfjárstöðu seðlabanka á hinum Norðurlöndunum miðað við landsframleiðslu í árslok 1990 til réttlætingar á tillögu um helmings MEÐAL ANNARRA ORÐA Ábyrgð í launadeilum eftir Njörð P. Njarðvík Um þessar mundir eru samtök launafólks að búa sig undir að reyna að endurheimta skertan kaupmátt í samningum um kaup og kjör. Eins og allir vita, hafa lífskjör hins almenna launamanns rýrnað ískyggilega að undan- fömu, og þá einkum í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Staðan er að því leyti breytt frá sem oft var áður, að spurningin um krónur í launaumslagi er einungis Iítill hluti af heildarlausn kjaramála. Með nokkrum hætti má segja, að í húfí sé sjálft hið mannúðlega samfélag, sem oft er kennt við velferð, og byggist á þeirri hug- sjón, að samhjálp skuli ráða ferð- inni í menntun og heilbrigðisþjón- ustu. í baráttunni fyrir þessu mannúðarþjóðfélagi hafa norræn- ir jafnaðarmenn ekki síst verið í forystu. Það er þeirra verk fyrst og fremst að skapa velferðarþjóð- félag á Norðurlöndum, og verður ekki bent á réttlátara þjóðfélag annars staðar. Þess vegna er það kaldhæðnislegt, að það skuli vera stjómmálamenn sem kenna sig við jafnaðarstefnu, sem nú ganga fram fyrir skjöldu að hamast gegn mestu afrekum fyrirrennara sinna. Mikilvæg störf Það er af ásettu ráði, að ég nefni sérstaklega menntun og heilbrigðisþjónustu, og liggja til þess tvær ástæður. Annars vegar er sú staðreynd, að þessir tveir þættir eru mjög útgjaldafrekir á fjárlögum íslenska ríkisins (og alls staðar þar sem lögð er ein- hver rækt við velferð þegnanna í heild), — og þar af leiðandi ákaf- lega kostnaðarsamir fyrir einstak- linga ef ríkisvaldið dregur úr fjár- veitingum til þeirra. Hins vegar er sú furðulega afstaða, að störf af þessum umfangsmiklu og þýð- ingarmiklu málaflokkum skuli vera lítils metin. Ég leyfi mér að spyija: Eru til öllu mikilvægari störf en að ala upp og mennta börnin okkar og að hlynna að sjúku fólki? Ég efast um það. Ég held, að við höfum í raun- inni öll talsvert tilfinningalega afstöðu til þessara starfa. Ég á að minnsta kosti eftir að hitta sjúkan mann, sem telur hjúkrun og aðhlynningu lítils virði. Auk þess sem góð hjúkrun flýtir mjög fyrir bata og skilar fólki fyrr aft- ur til vinnu, sem gerir hvort tveggja í senn að spara sjúkrahús- kostnað og dagpeninga og flýtir fyrir áframhaldandi arðbærum störfum. Og marga kennara sína muna menn ævilangt. Um það vitna óteljandi sögur sem ganga mann fram af manni. Enda hefur góður kennari mótandi áhrif á nemendur sína, sem oft eru ómet- anleg. Þeim mun einkennilegra er sú algenga afstaða að meta störf kennara, uppalenda og hjúkrunarfólks lítils í launum, en ætlast jafnframt til meiri ábyrgð- artilfinningar en annars er kraf- ist. Þessi þversögn verður varla skýrð öðruvísi en svo, að þetta séu í reynd eins konar hugsjóna- störf, og þeir sem velja sér hug- sjónastörf eigi ekki að krefjast mikils í staðinn. Einkennileg ósamkvæmni Slík viðhorf hafa komið skýrt fram nú að undanförnu, og eru einkum til þess tvö dæmi. Annað var þegar hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum sögðu upp störf- um og ætluðu sér að hætta um síðustu mánaðamót, ef þeir fengju ekki einhveija leiðréttingu mála sinna. Hitt dæmið höfum við fyrir augum nú, þegar forysta Kenn- arasambands Islands efnir til at- kvæðagreiðslu um verkfallsheim- ild. Þá er undireins farið að klifa á ábyrðarleysi. Að hjúkrunarfræð- ingar geti ekki hætt störfum af því að það bitni á sjúklingum og kennarar geti ekki farið í verkfall af því að það bitni á nemendum. Stöldrum aðeins við þessa til- ætlunarsemi, af því að í henni felst einkennileg ósamkvæmni. Nú skýtur allt í einu upp kollinum feikileg umhyggja fyrir sjúkling- um og skólanemendum, sem ekki Gunnar Tómasson „Af ofangreindu má ráða, að faglegra sjón- armiða gætir lítt sem ekki í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um Seðlabanka Islands. Eins er þar hvergi að finna neina umsögn um þann vanmátt yfir- sljórnar íslenzkra pen- ingamála, sem hefur verið undirrót óham- innar innlendrar pen- ingaþenslu síðustu tvo áratugina.“ minnkun skattahlutfalls Seðlabanka Islands næstu árin þar til eiginfjár- staða hans hefur verið þrefölduð í nær 6% af landsframleiðslu. „Sé eigið fé bankans aukið má að öðru óbreyttu draga úr bindi- skyldu lánastofnana," segir í at- hugasemd nefndarmanna á bls. 41, þar sem þeir komast næst því að viðurkenna, að eina hlutverk núverandi bindiskyldu er að skapa Seðlabanka íslands brúttó tekjur af fjármagni innlánsstofnana, sýnist halda vöku sinni fyrir fólki endranær. Og það sem verra er: í þessu viðhorfi leynist sú skoðun, að ábyrgð í launadeilu sé öll hjá öðrum aðilanum. Nú vita allir sem það vilja vita, að verkfall og upp- sögn er í raun nauðvörn. Og ís- lenskar mennta- og heilbrigðis- stéttir verða ekki sakaðar um ábyrgðarleysi í þeim efnum. Kjarabarátta þeirra hefur sannar- lega ekki verið harðvítug. Þvert á móti mætti ásaka þær fyrir allt of mikið langlundargeð. Þegar tveir deila um laun og kjör, bera báðir aðilar jafna ábyrgð, ef til verkfalls þarf að koma. Ef samn- ingamenn hins opinbera draga endalaust lappirnar, eins og kom skýrt fram í deilu hjúkrunarfræð- inganna og aftur í dæmi Kennara- sambandsins, þá verður launafólk að sjálfsögðu að þrýsta á samn- inga með tiltækum ráðum. Og því má ekki gleyma, að þótt aflað sé heimildar til verkfalls, þá er ekki þar með sagt að til verkfalls komi. Svo er rétt að minna á, að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á menntun þjóðarinnar og heilbrigðisþjónustunni. Og þegar þeir hinir sömu aðilar líta á kenn- ara og hjúkrunarfólk sem ein- hvers konar undirmálsmenn, þá hafa þeir algerlega brugðist skyldum sínum. Ætli menn sér að standa fyrir sómasamlegri menntun og sómasamlegri heil- brigðisþjónustu, þá er fyrsta skrefíð að tryggja sómasamleg laun fyrir slík störf. Allir vita innst inni að það mun skila sér ríkulega aftur, því að menntun og heii- brigði er forsenda fyrir grósku- miklu atvinnulífi. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslénskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.