Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 20

Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Reuter. Blaut mótmæli Hundruð ísraela settust í fyrrakvöld niður á fjölförnustu vegamótum Jerúsalem til að mótmæla því að ríkisstjóma Yitzhaks Rabins forsætisráð- herra hefur ekki tekist að binda enda á ítrekaðar árásir araba á gyðinga í landinu. Mótmælunum lauk með því að óeirðarlögregla dældi vatni yfir mótmælenduma. Japönsk byggingarfyrirtæki mútuðu stjórnmálamönnum Kanemaru fékk millj - arða árlega í mútufé Tokíó. Reuter. SÝNT þykir að japönsk byggingafyrirtæki sem döfnuðu af fram- kvæmdum á vegum hins opinbera hafi árlega greitt milljarða jena til Shin Kanemaru fyrrum varaforsætisráðherra til þess að liðka fyrir því að hljóta verksamninga. Kanemaru er sakaður um að hafa skotið jafnvirði milljarða króna undan skatti með því að gefa ekki upp mútufé sem hann þáði í stórum stíl, a.m.k. á meðan hann var valda- mesti maður í Fijálslyndaflokknum, sem fer með völd í Japan. Lögreglumenn og starfsmenn ríkissaksóknara stormuðu í gær, þriðja daginn í röð, inn á skrifstof- ur verktakafyrirtækja og lögðu hald á gögn vegna rannsóknar á skatt- svikamáli Kanemaru. Talið er að allt að 15 bygginga- fyrirtæki hafi hvert fyrir sig borgað um einn milljarð jena á ári, jafn- virði 550 milljóna inn á leynireikn- inga Kanemaru. Þessar uppljóstr- anir hafa beint athygli manna að meintu sviksamlegu leynisambandi Aldurhnignar, vestrænar þjóðir Langlífið bitnar á lífskjörunum Genf. Reuter. í FYRSTA sinn í sögunni verður fólk á eftirlaunaaldri brátt orðið fleira en börnin í Evrópu og Norður-Ameríku. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu hjá Sameinuðu þjóðunum og segir þar, að þetta muni hafa í för með sér gífurlegt, efnahagslegt álag fyrir viðkom- andi ríki. stjórnmálamanna, embættismanna og verktakafyrirtækja þar sem allir aðilar reyna af ákefð að maka krók- inn vegna opinberra framkvæmda. Bandarísk yfirvöld hafa löngum barist fyrir því að Japanir opni land sitt fyrir erlendum verktakafyrir- tækjum. Hafa þau haldið því fram að víðtæk samtrygging á ýmsum sviðum japansks þjóðlífs hafi til þessa tryggt innlendum fyrirtækj- um sérstöðu og um leið útilokað erlenda samkeppni. Frúin faldi gullið undir gólffjölunum Etsuko eiginkona Shin Kanem- aru byggði upp fjársjóði á eigin spýtur og án vitundar eiginmanns- ins. Safnaði hún gullforða sem fannst undir lausum gólffjölum á Kynlífs- hneyksli í Marokkó Casablanca. Reuter. DÓMSTÓLL I Marokkó dæmdi nú um helgina Iækni nokkurn í 15 ára fangelsi fyrir aðild að mesta kynlífshneyksli, sem orðið hefur í landinu. Er aðalpersónan í því lögreglustjórinn í Casa- blanca en fyrir viku var hann dæmdur til dauða fyrir kynferð- islegar misþyrmingar, mannrán og nauðganir. Kvensjúkdómalæknirinn Driss Lahlou var sakaður um ólöglegar fóstureyðingar en tvær konur báru auk þess, að hann hefði séð um að „gefa“ þeim stúlkum, sem lögreglu- stjórinn, Haj Mohamed Tabet, nauðgaði, meydóminn aftur. Réttarhöldin í þessu máli hafa staðið í þijár vikur og hafa alls 17 manns verið ákærðir, þar á meðal nokkrir lögregluforingjar. Hafa ver- ið lögð fram 118 myndbönd, sem Tabet Iét taka af sér og vinum sín- um í ástaleik með 518 konum en Tabet segist hafa samrekkt meira en 1.600 konum síðustu þijú árin. Sjálfur á hann tvær eiginkonur og fimm börn með þeim. Einn helsti sökunautur Tabets, Mohamed Akil, auðugur maður og eigandi 13 veitingastaða i Casa- blanca, gaf sig fram við lögregluna um helgina en hann hefur verið í felum síðan hneykslið komst í há- mæli. Dagblöð í Marokkó krefjast þess, að háttsettir menn í lögregl- unni, ríkisstjórn og dómskerfinu segi af sér og hvetja til, að öllum, sem tengjast þessu sóðamáli, verði harðlega refsað. -------» ♦ ♦-------- heimili þeirra nokkru eftir andlát hennar í desember 1991. Frúin hélt gullforðanum leyndum, sagði ekki nokkrum frá honum og allra síst eiginmanninum. Við andlátið vógu gullstangirnar 65 kíló og var verð- mæti þeirra um 45 milljónir króna. Að sögn japansk dagblaðs komst upp um einkafjársjóð Etsuko Ka- nemaru þegar fjársýslufyrirtæki sem annaðist vörslu sjóða hennar ráðlagði ættingjum hennar að koma gullinu í trausta geymsluhvelfingu í skrifstofum eiginmanns hennar. Tók langan tíma að finna felustað- inn en þegar gullið kom í ljós var það fært í öryggishólf. Þangað kom- ið var það hins vegar gert upptækt ásamt fjallháum haugum af pen- ingaseðlum og verðbréfum sem sanna þóttu skattsvik Kanemaru. Afmælis- gjafir af- þakkaðar Peking. Reuter. KIM Il-Sung, leiðtogi Suður- Kóreu, hefur afþakkað allar gjafir á afmæli sínu, sem er 15. apríl, en venjulega hafa þakklát- ir þegnar leiðtogans mikla látið gjöfum rigna yfir hann. Á ári hverju hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu keypt erlendan lúx- usvarning fyrir gífurlegt fé og síðan hefur hann verið gefinn Kim II- Sung í nafni þjóðarinnar. Nú er ástandið í efnahagsmálunum hins vegar svo alvarlegt, að leiðtoginn mikli hefur ákveðið að biðjast undan þessu örlæti þjóðar sinnar. Gjafir frá vinveittum ríkisstjórnum verða þó áfram vel þegnar en þeim er komið fyrir í mikilli marmarahöll í Pyongyang. Á síðustu 40 árum hefur fjöldi þeirra, sem komnir eru yrir sex- tugt, tvöfaldast og allt bendir til, að þróunin verði enn hraðari á næstu áratugum. Segja skýrslu- höfundar, að þess vegna muni það reynast flestum vestrænum ríkjum erfitt að halda uppi núverandi stigi í félags- og heilbrigðisþjónustu. „Hærri meðalaldur þjóðanna mun hafa áhrif á efnahagslífið, á lífsgæðin og á næstum öll önnur svið samfélagsins langt fram eftir næstu öld,“ segir í skýrslunni en hún var birt á fundi fulltrúa frá 50 ríkjum þar sem umræöuefnið var hvernig brugðist skuli við. Árið 1950 voru 90 milljónir manna 60 ára eða eldri í Evrópu og Norð- ur-Ameríku en nú er talan 185 milljónir og búist við, að hún verði 310 milljónir 2025. í allri sögu mannanna hafa börn og unglingar, 15 ára og yngri, verið miklu fleiri en þeir, sem aldraðir eru, og eru enn þriðjungi fleiri í fyrrnefndum heimsálfum. 2025 verður hlutfallið hins vegar orðið öfugt. Fær „Fergie" 200 milhónir? Lundúnum. Reuter. VERÐI af skilnaði þeirra Andrésar prins og Söru Ferguson munu um tvær milljónir punda (tæpar 200 milljónir króna) koma í hlut hertogaynjunnar og dætra hennar, að því er greint var frá í breska vikublaðinu Mail on Sunday nú um helgina. í frétt blaðsins sagði að gengið hefði verið frá skilmálum þessum nú nýverið en í Buckingham-höll fengust menn ekki til að tjá sig um tíðin.di bessi. Andrés prins og eiginkona hans, sem jafnan hefur verið nefnd „Fergie“ á Bretlandi, kunngerðu í fyrra að sambúð þeirra væri á enda runnin en ekki hefur enn verið staðfest að þau hyggist skilja. Samkvæmt Mail on Sunday mun konungsfjölskyldan greiða Söru Ferguson 500.000 pund eða tæpar 50 milljónir króna. í sér- stakan sjóð verða á hinn bóginn, að sögn blaðsins, lögð fjórtán hundruð þúsund sterlingpund (tæplega 140 milljónir króna) og er hann ætlaður dætrunum tveim- ur, þeim Beatrice og Eugenie. Er þá gert ráð fyrir að 600.000 pund- um, tæpum 60 milljónum króna, verði varið til húsnæðiskaupa. Blaðið kvaðst hafa fyrir því heimildir að hertogaynjan af Jór- vík hefði gert sér vonir um að fjórar milljónir punda kæmu í hennar hlut auk greiðslu vegna dætranna. Fylgdi fréttinni að sú hóflega upphæð sem lögmenn hirðarinnar og „Fergie“ hefðu náð sáttum um hefði komið henni stór- lega á óvart. „Fergie“ Sarah Ferguson fær „hófleg- an“ Iífeyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.