Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 27 Endurvinnslan kaupir Sagaplast ENDURVINNSLAN hf. keypti í gær fyrirtækið Sagaplast, sem rekið hefur verið á Akureyri síðustu þrjú ár. Starf- semi Sagaplasts hefur verið á sviði endurvinnslu plasts. Endurvinnslan mun reka fyrirtækið á svipuðum nótum og var, en getur samnýtt dreifikerfi sitt og mannskap. Sagaplast var í eigu fjögurra einstaklinga á Akureyri sem jafn- framt reka bifvélaverkstæði í bæn- um og var starfsemi Sagaplasts nokkurs konar hliðargrein við rekstur verkstæðisins. „Við gátum ekki sinnt þessu máli eins og þörf var á, starfsemin á verkstæðinu lamaðist þegar helmingur starfs- mannanna ferðaðist um landið til að safna plastinu. Við erum mjög ánægðir með að þessu starfí verð- ur haldið áfram því það er virkileg þörf fyrir að halda þessu gang- andi,“ sagði Bjarni Jónsson, einn þeirra sem stóðu að Sagaplasti. Verksmiðjubíll Félagamir settu saman sér- stakan bíl, sem auk þess að vera nokkurs konar verksmiðja, sem tekur við t.d. fískikössum úr plasti og malar, inniheldur einnig smá- íbúð sem starfsmennirnir notast við í ferðum sínum. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið framleitt um 500 tonn af möluðu plasti sem selt hefur verið til Bret- lands og Spánar þar sem það er notað að nýju. Þetta er efni sem að öðrum kosti hefði lent á haugun- um. Afkastageta bílsins er um 100 fiskikassar á klukkutíma, en áætl- að er að um 100 til 150 tonn af slíkum kössum falli til árlega hér á landi. Gunnar Bragason fram- kvæmdastjóri Endurvinnslunnar sagði að mikið frumkvöðlastarf hefði verið unnið á þessu sviði og vildu forráðamenn fyrirtækisins umfram allt halda því áfram. „Það eru ekki endilega arðsemissjón- armið sem ráða heldur einnig og ekki síður umhverfissjónarmiðin,“ sagði Gunnar. íslandsmeistarar öðru sinni ÞAÐ er ekkert gefið eftir þegar lið Skautafélags Akur- eyrar og Skautafélags Reykjavíkur leiða saman hesta sína í ísknattleik og eflaust ganga margir leikmanna bláir og marðir af velli að leik loknum. Um síðustu helgi mættust erkifjendurnir í úrslitaleikjum um íslandsmeist- aratitilinn, en það lið sem fyrr vinnur þijá leiki hlýtur þann titil. Akureyringar unnu fyrsta leikinn syðra og svo fór einnig í þeim tveimur leikjum sem leiknir voru á laugardag og sunnudag í blíðskaparveðri áskautasvæð- inu við Krókeyri. Akureyringar hlutu því íslandsmeist- aratitilinn í íshokký öðru sinni, en í fyrra þegar fyrst var leikið fóru þeir einnig með sigur af hólmi. ■ ÞÓRARINN Stefánsson píanóleikari mun halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, fímmtudagskvöld- ið 25. mars, og hefjast þeir kl. 20.30. Þórarinn mun leika verk eft- ir W.A. Mozart, Chopin og Beethov- en ásamt nýju verki eftir Oliver Kentish sem samið var sérstaklega fyrir hann fyrr á þessu ári. É HÁSKÓLAKORINN mun að morgni föstudags 26. mars heim- sækja Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri og syngja fyrir nemendur. Þann sama dag heldur kórinn tónleika á Húsa- vík í sal tónlistarskólans og hefjast þeir kl. 20.30. Laugardaginn 27. mars kl. 16 syngur kórinn í Dalvík- urkirkju. Á efnisskránni eru ís- lensk verk af ólíkum toga s.s sálm- ar, tvísöngslög, nýjar útsetningar á gömlum þjóðlögum svo og ný verk sem sum hafa gagngert verið sam- in fyrir kórinn. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson. Byg’gðastofnun heimilað að festa kaup á Dagshúsinu STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti á fundi í gær að heimila forstjóra stofnunarinnar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir stofnunina við Strandgötu 31 á Akur- eyri, en þar er um að ræða húsnæði dagblaðsins Dags. Fleiri flytja með Byggðastofnun hefur frá því skrifstofa var opnuð á Akureyri verið til húsa í húsnæði Búnaðar- banka íslands við Geislagötu. Fyr- irsjáanlegt er að bankinn þarf á því húsnæði að halda á næstu misserum og hefur sagt Byggða- stofnun upp leigusamningi, sem tekur gildi 1. febrúar 1994. Á hæðinni sem Byggðastofnun leigði í Búnaðarbankahúsinu var einnig starfsemi Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar til húsa og atvinnumála- fulltrúi Akureyrarbæjar hafði þar einnig starfsaðstöðu, en þessir aðilar endurleigðu hluta húsnæðis- ins af Byggðastofnun. Gert er ráð fyrir að bæði Iðnþróunarfélagið og atvinnumálafulltrúinn flytji með Byggðastofnun í Dagshúsið og jafnvel fleiri aðilar. Þijár hæðir Dagshúsið við Strandgötu er um 900 fermetrar að stærð, en Byggðastofnun hefur hug á að kaupa framhúsið, þ.e. nýbyggingu sem tekin var í notkun sumarið 1988. Húsið er á þremur hæðum, en þriðja hæðin hefur aldrei verið tekin í notkun. Ritstjórn blaðsins er á annarri hæðinni, en á þeirri fyrstu m.a. auglýsingar, dreifíng og bókhald. Valtýr Sigurbjarnarson for- stöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri sagði að í framhaldi af samþykkt stjórnar stofnunarinnar yrði farið að vinna að málinu, en á síðustu vikum hafa Byggða- stofnunarmenn verið að skoða húsnæði er hentaði fyrir starfsemi stofnunarinnar. Nú lægi ljóst fyrir hvaða húsnæði menn hefðu auga- stað á og yrði væntanlega á næstu vikum gengið frá kaupunum. ----» » » Aðalfund- ur 30. apríl AÐALFUNDUR Útgerðarfélags Akureyringa fyrir árið 1992 verður haldinn í húsakynnum félagsins föstudaginn 30. apríl næstkomancji, en ekki 16. eins og sagði í frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá bráðabirgðayfírliti yfír afkomu fé- lagsins síðasta ár. Fundurinn hefst hins vegar kl. 16 þennan dag, 30. apríl. Ingaló verðlaunuð á kvikmyndahátíð í Rúðuborg Hjálpar upp á dreif- ingu myndarinnar KVIKMYND Ásdísar Thoroddsen, Ingaló, fékk fyrstu verðlaun á norrænni kvikmyndahátíð í Rúðuborg í Frakklandi 10.-21. mars. sl. Sólveig Arnarsdóttir, aðalleikkona myndarinnar, fékk fyrstu verðlaun fyrir leik í kvenhlutverki. Ásdísi hefur verið boðið að sýna Inguló á árlegri kvikmyndahátíð Museum of Modern Arts og kvikmyndaklúbbs Lincoln Center i New York i byijun apríl. Verðlaunaðar ÁSDÍS Thoroddsen og Sólveig Arnarsdóttir. Norræna kvikmyndahátíðin er ein af fimm stærstu kvikmyndahá- tíðum í Frakklandi og stóð valið að þessu sinni á milli 10 útnefndra norræna kvikmynda. Samtals voru sýndar um 100 myndir frá Norður- löndunum og Eystrasaltsríkjunum á hátíðinni. Hlýnaði um hjartarætur Ásdís Thoroddsen sagði að sú viðurkenning sem fælist í vaiinu á Inguló væri jákvæð að tvennu leyti, þ.e. tilfinningalega og veraldlega. „Aðallega hlýnaði mér um hjarta- rætur en viðurkenningin hefur ekki síður gildi fyrir dreifingu myndarinnar því hún felur í sér eins milljón króna fjárframlag tii að koma henni á markað í Frakk- landi,“ sagði Ásdís og minnti á að erfitt væri að koma norrænum myndum á framfæri í Frakklandi. Sjónvarpstöðvar í fimm löndum, Þýskalandi, SJóveníu, Indlandi, Færeyjum og Islandi, hafa keypt sýningarrétt myndarinnar. Sömuleiðis opnast með kvik- myndahátíðinni í New York, „New Directors/New Horizons in Film“, möguleikar á dreifingu í Banda- ríkjunum. Þátttaka í hátíðinni hef- ur markað fyrstu spor margra ungra leikstjóra á framabrautinni. Ásdís sagði að sér hefði þótt afar vænt um viðurkenningu Sól- veigar Arnarsdóttur. „Mér finnst það líka dálítið merkilegt vegna þess hversu ung hún er. Hún er heldur ekki leikaramenntuð en aliri upp við þetta, dæmin sanna að það skiptir rnáli," sagði hún og bætti við að það gæti haft áhrif að sú persóna sem Sólveig léki í mynd- inni væri sjaldséð á hvíta tjaldinu. Hvað framtíðina varðaði sagðist Ásdis vera að vinna að tveimur kvikmyndum og væri áætlað að tökur á annarri hæfust í byrjun þessa árs á íslandi. Varaformaður Dagsbrúnar um styrktarsjóð Engin ástæða til að breyta reglum „ÞESSIR sjóðir safnast ekki upp í sama mæli og þeir gerðu og ég sé enga ástæðu til að breyta reglum um sjúkrasjóð okkar, styrktar- sjóðinn," sagði Halldór Björnsson, varaformaður verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram kom i Morgunblað- inu i gær var styrktarsjóður Dags- brúnar sterkasti sjóður félagsins í árslok 1991 og átti þá 290 milljón- ir króna. Atvinnurekendur greiða 1% af launum í sjóðinn. Halldór var inntur eftir því, hvort ekki væri unnt að reka sjóðina á va^tatekjum og greiða launþegum þessi 1% greidd beint. „Ég sé engin rök fyr- ir breytingum í þá átt,“ svaraði hann. „Þegar þessum greiðslum var komið á þótti best að safna í sjóð til að hjálpa félagsmönnum í áföll- um. Á timabili, þegar vextir voru sem hæstir, söfnuðust þessir sjóðir upp, en álagið á þá hefur aukist núna. Bætur hafa verið auknar og Dagsbrún notar einnig fé sjóðsins til að kaupa líftryggingu fyrir alla félagsmenn sína. Þá eru veittir ýmsir styrkir, til dæmis vegna kostnaðarsamra aðgerða erlendis." Öryggissjóðir Halldór sagðist ekki sjá að þo menn hefðu 1% hærri laun þá gætu þeir lagt fyrir einhvetja þá fjárhæð, sem myndi gagnast þeim ef á bját- aði. „Eg tel þess vegna betra að nota sjóðina til upprunalegs verk- efnis síns. Þetta eru öryggissjóðir og hafa komið að góðum notum sem slíkir,“ sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.