Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Búmennska á krepputímum eftir Stefán Ólafsson Það er auðvitað hugsanlegt að ástand þorskstofnsins sé enn verra en áður hefur verið talið. Svo gæti líka farið að gengdarlaus útflutn- ingur Rússa á ódýrum þorski inn á Evrópumarkað myndi lækka varan- lega verð á okkar gjöfulustu mörk- uðum. Óhóflegur útflutningur á ódýrum málmum frá Sovétríkjunum fyrrverandi og Kína hefur nú þegar eyðilagt alla markaði fyrir stóriðju í Vesturlöndum. Það er óþægileg tilhugsun að slíkt hið sama gæti gerst á fiskmörkuðum. Ég vil ekki vera með ótæpilega svartsýni, en þetta eru auðvitað möguleikar sem kunna að vera í stöðunni, eins og nú horfír. Ekki þarf að Ijölyrða um afleiðingar þess ef slík áföll legðust við þær efnahagsþrengingar sem nú hijá þjóðina. Þá myndi langvar- andi stöðnun breytast í djúpstæðan samdrátt, ef ekki hrun, af því tagi sem Finnar og Færeyingar hafa mátt þola. Menn þurfa ekki að vera svartsýnir til að komast að þeirri niðurstöðu, að við slíkar aðstæður beri að fara sérstaklega varlega í allri stjórnun efnahags- og kjara- mála. i Þeir sem eru hyggnir búmenn eiga varasjóði að grípa til þegar harðnar á dalnum. Því er ekki fyrir að fara hjá íslensku þjóðinni. Við erum nærri hættumörkum í skulda- stöðu. Á sama tíma reifa ýmsir leið- togar hagsmunahópa og stjóm- málamenn þá hugmynd að taka neyslulán til að skapa störf við við- hald opinberra bygginga og við vegabætur, störf sem verða til rétt á meðan verið er að eyða hinu nýja lánsfé. Búhyggja almennings: Vísbendingar úr könnun Félags vísindastofnunar Það er athyglisvert að viðhorf almennings virðast fela í sér meiri búhyggju, eða ráðdeildarsemi, en sumir forystumanna sérhagsmuna- samtaka viðhafa nú á tímum. Þetta kemur fram í könnun sem Félags- vísindastofnun háskólans gerði fyrir Útflutningsráð íslands í nóvember síðastliðnum, þ.e. eftir að ríkis- stjórnin hafði tilkynnt um efna- hagsráðstafanir sínar, en áður en Ijóst varð hversu alvarlegt ástandið er í Færeyjum. Atvinnuleysið hér var orðið umtalsvert á könnunar- tímanum, en þó ekki jafnmikið og nú síðustu tvo mánuðina. Niðurstöðumar sýna að þjóðin vill beita mikilli ráðdeildarsemi og varkárni og er reiðubúin að horfast í augu við það, að ekki er hægt að halda uppi núverandi lífskjörum ef verðmæti útflutnings landsmanna minnkar. Lítum á nokkrar helstu niður- stöðurnar úr þessari könnun (tekið skal fram að spumingarnar vom ekki lagðar fyrir svarendur í þeirri röð sem þær eru hér fram settar). Mat á ástandinu Fólk var spurt um tilefni til að hafa áhyggjur af versnandi afkomu útflutningsgreina atvinnulífsins og jafnframt að meta horfurnar í efna- hagsmálunum á komandi ári (1993). Niðurstöðurnar má sjá í lið- um 1 og 2 á myndinni. Um 89% segja ástæðu til að hafa áhyggjur af versnandi afkomu þeirra at- vinnugreina sem afla þjóðinni gjald- eyris með útflutningi. Þeir sem jánkuðu þessu voru spurðir áfram hvort hafa þyrfti miklar, nokkrar eða litlar áhyggjur af afkomu út- flutningsgreinanna. Stærstur hluti þeirra sagði ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af þessu (nærri 60% af þessum 89), en einungis 2% þeirra sögðu rétt að hafa litlar áhyggjur. Þjóðin lítur ástandið mjög alvar- legum augum. Þetta er afar þýðing- armikil útkoma, meðal annars vegna þess að menn hirða oft lítið um það þó stjómvöld berji lóminn. Einnig draga menn oft í efa mat opinberra stofnana á efnahagshorf- um. Það orð hefur til dæmis legið á Þjóðhagsstofnun að hún dragi upp of svartsýnar spár um þróun þjóðar- tekna. Þegar almenningur var spurður um horfurnar á næsta árinu sögð- ust um 54% búast við svipuðu ástandi áfram, 34% reiknuðu með versnandi ástandi en aðeins um 11% töldu að ástandið myndi bátna, og var þá einkum nefnt að búast mætti við auknum fískafla og hækkandi verði á sjávarafurðum. Samtals eru það því um 88% al- mennings sem búast við svipuðu eða versnandi ástandi efnahags- mála á næstu misserum. Afleiðingar fyrir lífskjörin Spurt var hvort hægt sé að halda uppi óbreyttri neyslu í landinu þó útflutningur landsmanna minnki. Niðurstaðan þar er mjög afgerandi. Um 85% sögðu svo ekki vera, en um 15% töldu það vera hægt (liður 3 á myndinni). Lítill munur var á þessari afstöðu milli stétta og ann- arra þjóðfélagshópa (tæp 80% verkafólks jánkuðu þessu, svo dæmi sé tekið), þannig. að segja má að þjóðarsamstaða sé um þennan skilning. Þá var spurt hvort menn teldu æskilegt eða óæskilegt að auka erlendar lántökur til að halda uppi núverandi lífskjörum. Þar var niður- staðan enn meira afgerandi, því um 91% töldu það óæskilegt að auka Stefán Ólafsson „Ávísun á ríkissjóð er oftar en ekki ávísun á það, að útgjöld eins að- ila eru lögð á herðar annars. Sérhagsmuna- aðilar sækjast einkum eftir þannig búbótum.“ erlendar lántökur, en aðeins um 9% voru því hlynntir. Svörunin var svip- uð í öllum helstu þjóðfélagshópum, þannig að samstaðan er einnig mik- il um þetta. Þessi útkoma er auðvit- að mikið umhugsunarefni þegar nýlegar tillögur aðila vinnumarkað- arins um auknar lántökur eru hafð- ar í huga. Þegar nær einstaklingunum er hoggið og spurt hvort menn telji eðlilegt eða óeðlilegt að almenning- ur taki nú á sig nokkra kjaraskerð- ingu til að bæta stöðu gjaldeyris- skapandi atvinnugreina segir meiri- hlutinn það eðlilegt, eða um 57%. Þetta er hins vegar breytilegt milli þjóðfélagshópa, þannig að þeir tekjulægri eru síður á því að sam- þykkja kjaraskerðingu. Þó vekur athygli að um 47% verkafólks segir það eðlilegt að taka á sig nokkra kjaraskerðingu. Þegar svör við þessari spurningu eru skoðuð eftir atvinnuvegum kemur í ljós að um 60% fólks í verslun, þjónustu og almennúm iðnaði telja kjaraskerð- ingu eðlilega, og um 56% opinberra starfsmanna. Lægst var hlutfallið Vísbendingar um búhyggju almennings á íslandi jur^il^cr-afkomu Jvi'ijavinnug'eina sgafl.iJ'jJðinnijjaldeyrisroeBútflutnir^l Batni Versni Svipaö . Teluidu líkur á bvf aö ástand cfnahagslífsins hér á landi muni batna, versna eöa veröa svipaö áfram á næsta ári? - • • • . _____________......_____ ,• . ... '................................................————__— Óæskilegt Æskilegt 191% Óeðlilegt Eðlilegt lcluröu f.Mili;;i nimirui i.if.i im .1 o H'Ui.i Ijirj f'-röingu til aöb.cu si.Wu gj.ildcyris-;kapanili aivinnugrc Hcim Id: Þj6 imálakö rnun Fé agsvísir daslofiu nar 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90 95 100 Hlutfall svarenda 18-75 ára Prýðilegt yfirlit um utanríkismál Islands eftir Gísla Ágúst Gunnlaugsson Tilefni þessarar greinar er rit- dómur um rit Péturs J. Thor- steinssonar um utanríkisþjón- ustu Islands og utanríkismál sem birtist í DV 6. janúar sl. Ritdóm- urinr. gerði verki Péturs afar lít- il skil og þótti mér því nauðsyn- legt að bæta þar nokkuð úr og leiðrétta um leið það helsta sem var beinlínis rangt í umsögninni. Ritstjórn DV sá sér ekki fært að birta greinina nema' sem mjög stytt lesendabréf og fór ég þess því á leit við Morgunblaðið að það birti hana. Fyrir síðustu jól kom út þriggja binda rit Péturs J. Thorsteinssonar fyrrverandi sendiherra, Utanríkis- þjónusta ísiands og utanríkismúl. Söguiegt yfirlitTRit þetta er mikið að vöxtum, vel á fímmtánda hund-' rað síður og spannar sögu íslenskra utanríkismála frá öndverðu og fram til 1990, þótt megináherslan sé á tímabilið eftir að Islendingar tóku utanríkismál í eigin hendur eftir hemám Danmerkur 1940. Ritið er samið að tilhlutan utanríkisráðu- neytis í tilefni 50 ára afmælis utan- ríkisþjónustunnar árið 1990. Pétur kveðst í formála hafa hafið vinnu að verkinu snemma árs 1988, eftir að hann lét af störfum í ráðuneyt- inu. Má fullyrða að honum hafi unnist afburðavel á þeim fjórum árum sem liðu frá upphafi verks þangað til ritið kom út. Verki Péturs J. Thorsteinssonar er ætlað að veita yfirlit um utanrík- ismál íslends og þróun utanríkis- þjónustunnar síðustu hálfa öld. Til- gangur ritsins er ekki að bijóta til mergjar öll þau yfirgripsmiklu efn- issvið sem drepið er á, heldur að greina meginþróunarlínur og rekja þá atburði og áfanga sem einkenna íslenska utanríkismálastefnu á því tímabili sem ritið tekur til. I þessu viðfangi styðst höfundur við fjöl- breytta heimildarflokka. Skjöl utan- ríkisráðuneytis verða honum að sjálfsögðu notadrjúg, en jafnframt er skilmerkilega vísað tii Alþingis- tíðinda, blaðagreina, ævisagna stjórnmálamanna er við sögu koma og íslenskra og erlendra rannsókn- arrita og ritgerða. Síðast, en ekki síst, hefur Pétur stuðning af eigin reynslu af framkvæmd utanríkis- mála eftir áratuga farsælt starf í utanríkisþjónustunni. Pétur rekur þróun utanríkismála og störf utanríkisþjónustunnar að mestu í tímaröð. Hann gefur fyrst stutt yfirlit um utanríkismál fram til 1940. Þá tekur við kafli um stríðsárin 1940-45. Þriðjatímabilið tekurtil áranna 1946—55, hið fjórða fjallar um árin 1956-71 og hið fimmta nær til áranna 1972-90. í stöku undirköflum víkur höfundur frá þessari tímabilaskiptingu og getur um framgang tiltekinna mála, t.d. viðskiptasamninga og lánakjara lengra fram í tímann. Það er ritinu mikill styrkur að Pétur setur mismunandi viðhorf og ákvaðanatöku í íslenskum utanrík- ismálefnum ágætlega í samband við gang mála erlendis. Þetta á ekki einungis við málaflokka eins og varnar-, öryggis- og hafréttarmál, heldur einnig viðskiptamál og fjöl- þjóðlega samvinnu á sviði menning- ar- og menntamála svo dæmi séu tekin. Umræða og rannsóknir um íslensk utanríkismál hefur til þessa verið næsta einskorðuð við örygg- is-, varnar- og hafréttarmál. Hér eru hins vegar rækilega raktir málaflokkar sem lítt hafa verið rannsakaðir áður, eins og starfsemi Gísli Ágúst Gunnlaugsson „Rit Péturs J. Thor- steinssonar nær prýði- lega því markmiði að veita sögulegt yfirlit um þróun utanríkis- mála og íslenskrar ut- anríkisþjónustu á tíma- bilinu 1940-1990.“ erlendra sendiráða hérlendis og ís- lenskra sendiráða og sendinefnda á erlendri grund. Ennfremur er gríð- arlegur fengur að umfjöjlun Péturs um viðskiptasamninga Islands við önnur ríki. Ég tel víst að rit Péturs J. Thor- steinssonar verði um langan aldur ómissandi handbók öllum þeim sem vilja glöggva sig á þróun íslenskra utanríkismála. Ennfremur er ritið ómissandi fræðimönnum sem hyggjast kafa dýpra í sögu og þró- un þeirra fjölmörgu efnisflokka sem Pétur gerir skil. Að þessu leyti svip- ar verkinu til stjórnarráðssögu Agn- ars kl. Jónssonar sem út kom fyrir liðlega aldarfjórðungi. í Ijósi þess er miður að Dagblað- ið-Vísir skyldi ekki birta ítarlegri og vandaðri ritfregn um verkið en þá sem Elías Snæland Jónsson birti á síðum þess 6. janúar sl. í jólabó- katíðinni birtast allt of oft snögg- soðnar ritfregnir um bækur og ræður tímapressan á gagnrýnend- um þar eflaust mestu. Ritfregn EI- íasar hlýtur að falla undir þennan flokk þótt hún birtist ekki fyrr en eftir áramót. Elías telur höfund vitna „alltof lítið“ í skjöl utanríkis- ráðuneytis. Þetta er furðuleg stað- hæfing, því þeim sem vandlega lesa verður ljóst að höfundur styðst hvarvetna mjög við þessi skjöl í frásögn sinni, þótt hann vitni oftast nær einvörðungu sérstaklega til þeirra þegar hann birtir lengri orð- réttar tilvitnanir í skjöl. Sömuleiðis er ég ósammála þeirri staðhæfingu að ritið beri þess merki „að vera eins konar opinber saga utanríkis- ráðuneytisins skráð af innanbúðar- manni þar um langt árabil". í fyrra lagi hygg ég að fáir hefðu getað ritað verk sem þetta án þeirrar reynslu sem langt starf í utanríkis- ráðuneytinu veitir. í síðara lagi er megináherslan í ritinu á utanríkis- mál, en ekki utanríkisþjónusta sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.