Morgunblaðið - 24.03.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 24.03.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 41 VELVAKANDI UNDARLEG TÍSKUSÝNING ÁSGERÐUR Ólafsdóttir hringdi og var óánægð með tískusýningu sem sýnd var í sjónvarpinu sl. fimmtudagskvöld. Sýningastúlk- unar ganga svo hratt og slá hönd- unum í kringum sig þannig að ekki er nokkur leið að sjá flíkurn- ar, sem þó hljóta að vera aðalat- riðið í svona sýningum. Einnig fannst henni undarlegt að íslenskir fatahönnuðir hönn- uðu plastflíkur til noktunar hér á landi. Heldur væri nær að reyna að hanna fyrir íslendinga úr ís- lensku hráefni og þá flíkur sem einhver not væru af. Þó mátti sjá ýmislegt gott í þessum þætti, en því miður tilheyrði það ekki ís- lensku hönnuðunum. GÆLUDÝR Læða fannst BRÚN og svört bröndótt og dopp- ótt lítil læða, fannst á Hraun- braut í Kópavogi. Upplýsingar í síma 42690. Páfagaukur fannst GRÁR/GRÆNN páfagaukur með rauðar kinnar og brúsk upp úr kollinum fannst sl. laugardag við Haukanes í Garðabæ. Upplýs- ingar í síma 45828 á kvöldin og 625511 á daginn. Týndur köttur SVÖRT læða með hvítar loppur, trýni og bringu, tapaðist frá Heiðnabergi í Breiðholti sl. Iaug- ardag. Mögulegt er að hún hafi skriðið undir bí! og þvælst með honum suður í Hafnarfjörð. Ef einhver hefur orðið hennar var er hann beðinn áð hringja í síma 79371. TAPAÐ/FUNDIÐ „Strætisvagnamiðaveski“ fannst „Strætisvagnamiðaveski" fannst sunnudaginn 21. mars í biðskýlinu við Eiðisgranda/Keilu- granda. Upplýsingar í síma 12144. Gleraugu fundust GLERAUGU með gylltri spöng í rauðbrúnu hylki fundust á bíla- stæði við Kringluna, gegnt Hard Rock Café. Upplýsingar í síma 35361. Gullhálsmen fannst GULLHÁLSMEN fannst að * kvöldi 10. mars við Sólheima 25 í Reykjavík. Eigandi má hafa samband í síma 679061. Veski tapaðist BRÚN hliðartaska sem í var lítið veski o.fl. tapaðist í strætisvagni, leið 9, á leiðinni frá Verslunar- skóla íslands að Langholtsvegi. Finnandi vinsamlega hafí sam- band í síma 92-68286. Línurit í möppu fannst LÍNURIT í plastmöppu, sem nokkur vinna hefur verið lögð í, fannst við Arnarbakka í Breið- holti fyrir nokkru. Upplýsingar gefur Svava í síma 74197. Myndavél fannst í Sundhöll Reykjavíkur KONAN sem tapaði myndavél í Sundhöll Reykjavíkur laugardag- inn 13. þ.m. er beðin að hafa samband við afgreiðsluna í sund- höllinni eða í síma 14059. Gleraugu fundust GLERAUGU með gylltri spöng fundust við Sörlaskjól miðviku- daginn 10. þ.m. Upplýsingar í síma 26319. íþróttataska hvarf GRÁR bakpoki með íþróttaskóm, handbolta, snyrtidóti og fleiri persónulegum munum hvarf af ganginum í MR sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 51191. Gleraugu týndust GLERAUGU í brúnni umgjörð týndust í Elliðaárdal sunnudag- inn 14. þ.m. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 74714. Leðurjakki týndist SVARTUR leðuijakki tapaðist á Hressó laugardaginn 13. mars sl. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 38117 á kvöldin. LEIÐRETTIN G AR Rangnr tími á tónleikum í yfirlitsdálknum „menning og listir í næstu viku“ sem birtist í menningarblaðinu laugardaginn 20., misritaðist tímasetning á tón- leikum Söngsveitarinnar fílharmón- íu í Langholtskirkju næsta laugar- dag. Þar stóð að tónleikarnir væru kl. 20.30, en hið rétta er að þeir eru kl. 16.00 laugardag og sunnu- dag. Toyota hefur greitt Bogi Pálsson framkvæmdastjóri Toyota-umboðsins P Samúelsson hf hafði samband við blaðið og vildi að fram kæmi vegna fréttar um Bílgreinasambandið á bls. 2 í gær, að Toyota-umboðið hefði gert skii á virðisaukaskatti af ábyrgðarvið- gerðum, en fyrirtækið var ekki nefnt með öðrum fyrirtækjum sem það hafa gert. Pennavinir Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka sem hefur mikinn áhuga á að eign- ast íslenska pennavini: Dora Quarchie, c/o Kweku Ellis, P.O. box 139, House of Chiefs, Cape Coast, Ghana. Tólf ára þýsk stúlka með áhuga á júdó, kvikmyndum og tónlist: Floriam Schmjtz, Siidringweg 24, D-4354 Dattelm, Germany. Frá Eistlandi skrifar 57 ára karl- maður með mikinn íslandsáhuga auk þess sem hann hefur áhuga á frímerkjum: Indur Anderson, Box 2241, EE-0035 Tallin, Estonia. Hefur þig dreymt um ad eignast Míele þvottavél! 1 i [iGrgmii' ftbtfeU n ÍD cn ih co Gódan daginn! Tilboðsverð: Kr. 99* 108 stgr.* Verðlistaverð: 124.676 Tilboðið gildir meðan birgðir endast. H 1| Jóhann Ólafsson & Co SUNDABORG 13 • SÍMI 688 588 Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. *Vérð miðað við gengi þýska marksins 15.10 1992. MIELE W701 :VINDUHRAÐI 600-1200 SN„ MIELE GÆÐI. f.................................................................■•■! ' ODYRAR BIANCA BAÐINNRÉTTINGAR Umboðsmenn: Kaupfélög um land allt; Málningarþjónustan Akranesi, Húsgagnaloftíð ísafirði, Valberg Olafsfirði, Vík Neskaupstað Poulsett SUÐURLANDSBRAUT 10, S: 686499 ' r Skeifan 17, sími 68 16 65 , *p-.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.