Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 19 Guðlaugur Þór Þórðarson tekur við formennsku í SUS Brýnasta verkefnið stuðn- ingur við ríkisstjórnina GUÐLAUGUR Þór Þórðarson tók við embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna síðastliðinn föstudag, en þá lét Davíð Stef- ánsson af störfum sem formaður af persónulegum ástæðum. Guð- laugur Þór er 25 ára. Hann hefur verið 1. varaformaður SUS síðan árið 1989. Hann er að ljúka námi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. en starfar auk þess að ýmsum verkefnum hjá Vátrygginga- félagi Islands og IM Gallup. „Það kom snögglega til að ég þyrfti að taka við formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna er Davíð Stefánsson sá sér ekki lengur fært að sinna því starfi vegna anna,“ sagði Guðlaugur í samtali við Morgunblaðið. „Þetta raskar ýmsum áætlunum mínum, en ég tel mig þó ágætlega undir starfið búinn, enda hef ég lengi starfað innan SUS og Sjálfstæðis- flokksins.“ Guðlaugur var áður for- maður Varðar, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, og Egils, FUS í Mýrasýslu. Hann situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og situr sjávarútvegsnefnd flokksins. Hann er jafnframt formaður sjáv- arútvegsnefndar SUS og varabæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Borgarnesi. Málefnastarfið mikilvægt Guðlaugur sagði að nú væri að mörgu leyti erfiður tími að taka við forystu í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna. „Stutt er í sam- bandsþing ungra sjálfstæðis- manna, sem haldið verður næsta haust. Nú þarf að reka endahnútinn á afar mikilvægt málefnastarf, sem miklu skiptir að skili góðum árangri fyrir SUS-þing, enda er ekki síður verið að móta stefnu ungra sjálf- stæðismanna fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn verð- ur í október," sagði Guðlaugur. „Það er því skammur tími til stefnu og mikla vinnu þarf að inna af hendi fram að þinginu. Kjörtímabil síðustu stjórnar SUS fór að miklu leyti í kosningabaráttu. Nú höfum við einkum unnið að málefnastarfi, og öllu máli skiptir að frá hreyfing- unni komi heilsteyptur málefna- pakki, sem getur orðið þingliði og ráðherrum flokksins stuðningur í starfí þeirra. Mikilvægasta verk- efni ungra sjálfstæðismanna er stuðningur við forystu flokksins og ríkisstjórnina í því erfiða hlutverki, sem hún hefur tekist á hendur. Ríkisstjórnin er að gera rétta hluti við mjög erfiðar aðstæður og það er gott til þess að vita að þar á bæ taka menn ábyrga afstöðu í stað þess að fara auðveldar leiðir erlendra lántaka og skattahækk- ana. í þessari baráttu verða ungir- sjálfstæðismenn að vera ríkis- stjórninni sterkur bakhjarl, jafn- framt því að veita henni uppbyggj- andi gagnrýni." Fjölgun félaga á dagskrá Guðlaugur sagði að aðildarfélög- um SUS hefði íjölgað mikið á und- anförnum árum, en ekki væri þar með staðar numið. „Það hlýtur allt- af að vera verkefni forystu SUS að veita aðstoð við stofnun félaga sem víðast um landið, fjölga félög- um og halda góðum tengslum við þau, sem starfa innan raða sam- bandsins. Við stefnum á að fjölga aðildarfélögum enn frekar á næstu mánuðum," sagði hann. Guðlaugur sagðist hlakka til að takast á við þau verkefni, sem Morgunblaðið/RAX Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. framundan væru hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. „Innan SUS starfar mjög mikið af hæfu fólki. Eg vona að mér farist verk- stjórn í þeim góða hópi vel úr hendi og að ég megi eiga gott samstarf við alla aðila innan hreyfíngarinn- ar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðar- son. SÁÁ lokar Staðarfelli 1. júní MEÐFERÐARHEIMILINU að Staðarfelli verður lokað __ 1. júní vegna fjárskorts en SAA hefur staðið að rekstri þess undanfarin ár. Þórarin Tyrfingsson, formaður SÁA, segir að samtökin hafi ekki tök á að sinna áfengismeðferð með viðunandi hætti sökum fjárskorts. „Stjórn samtakanna hefur tekið ákvörðun um að hætta meðferðar- starfsemi á Staðarfelli 1. júní en ástæðan er einfaldlega niðurskurður á fjárveitingum til okkar," sagði Þórarinn Tyrfingsson formaður SAÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- vandamálið. Mikið áfall Hann sagði að um 400 innritanir hefðu verið hjá Staðarfelli árlega og væri það mikið áfall fyrir áfeng- ismeðferð í landinu ef til lokunarinn- ar kæmi. Þórarinn sagði að vegna niðurskurðar á Qárlögum starfaði SÁÁ eftir eins konar neyðaráætlun og yrði að láta brýnustu verkefnin ganga fyrir. Samtökin gætu ekki borið ábyrgð á áfengismeðferð í landi, það væri stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fé færi til þessa málaflokks þannig að hægt væri að sinna áfengissjúklingum með viðun- andi hætti. Á annað hundrað hlutafélög með gamlar kennitölur reist úr dvala HLUTAFÉLAGASKRÁ gerir ekki kröfur til þess þegar tilkynningum um breytingar á högum hlutafélags er veitt viðtaka, að tilkynningarn- ar séu undirritaðar af þeim sem t.d. eru sagðir víkja úr sljórnum fé- laga, að sögn Benedikts Þórðarsonar, forstöðumanns Hlutafélaga- skrár. Benedikt telur að á annað hundrað hlutafélög sem ekki hafa haft neina starfsemi árum saman hafi verið endurvakin undanfarin misseri, eftir að skilyrði fyrir stofnun hlutafélaga voru hert og gjöld þau sem greiða þarf við stofnun þeirra hækkuð. Einnig telst eftirsótt að eiga hlutafélög með gamalli kennitölu þar sem slík eigi auðveldara með að fá fyrirgreiðslu en fyrirtæki með nýja kennitölu. í Morgunblaðinu í gær var greint inni taldi ríkissaksóknari ekki tilefni frá því að Hlutafélagskrá hefði skráð breytingar á nafni og stjórn Útgerð- arfélagsins Óðins hf á Eyrarbakka eftir tilkynningu sem send var án þess að leitað frá fyrri skráðum stjórnarmönnum eða eigendum Óð- ins, sem eru u.þ.b. tíu talsins. Sambærilegt mál í fyrra Annað sambærilegt mál kom upp á síðasta ári, að því er Benedikt Þórðarson upplýsti. Samkvæmt upp- lýsingum RLR var það mál rannsak- að hjá stofnuninni. Að rannsókn lok- til frekari aðgerða í málinu en „við- skiptin" gengu til baka. Ötgerðarfélagið Óðinn, sem var stofnað um miðja öldina, hefur ekki rekið neina starfsemi áratugum sam- an en því hefur ekki verið slitið og telja eigendur hugsanlegt að í því sé að finna eignir. Einn eigendanna sagði við Morgunblaðið í gær að mál þetta yrði kært til lögreglu á næstu dögum. Kaupandinn segist í góðri trú Sá sem „keypti" hlutafélagið Óð- inn sagðist í samtali við Morgunblað- ið í gær hafa keypt það af manni sem haft hafi milligöngu um við- skipti af þessu tagi. Hann kvaðst hafa verið í góðri trú um að fyrri eigendur félagsins hefðu verið með í ráðum og ekki vilja standa í við- skiptum af þessu tagi „ef maðkur væri í mysunni,“ eins og hann tók til orða. Benedikt Þórðarson sagði við Morgunblaðið að hjá Hlutafélaga- skrá væru ekki skráðar upplýsingar um eigendur hlutafélaga og breyt- ingar á eignarhaldi þeirra heldur tæki skráin til upplýsinga um t.a.m. bféytingar á nafni, hlutafé, stjórn og framkvæmdastjórn. Látið væri nægja þeir sem samkvæmt tilkynn- ingu væru nýir stjórnendur undirrit- uðu tilkynningu og væri tilkynning- um veitt viðtaka á ábyrgð þeirra. Til þessa hefði ekki verið talið nauðsynlegt að fá einhvers konar framsalsyfirlýsingar fyrri stjórnenda en í ljósi þess að undanfarin ár hafa komið upp tvö mál af þessu tagi, sagðist Benedikt telja tímabært að ræða við viðskiptaráðuneyti, hvort nauðsynlegt væri að krefjast slíks eða breyta starfsreglum skrárinnar að öðru leyti. 2-3 þús. hlutafélög í dvala Benedikt kvaðst telja að til væru hér á landi 2-3 þúsund hlutafélög sem enga starfsemi hefðu haft með höndum árum saman. Undanfarin misseri virðist sem menn hafí séð fram á að gera mætti sér verðmæti úr þessum félögum með því að selja þau og giskaði Bene- dikt á að á annað hundrað slík hafi verið endurreist undanfarin 3 ár. Það sem menn sækjast eftir með því að kaupa hlutafélög í dvala er annars vegar það að á árunum 1989- 1990 voru skráningargjöld nýrra hlutafélaga hækkuð úr 10.300 krón- um í tæplega 105 þúsund krónur og lágmark hlutafjár hækkað úr 20 þúsund krónum í 400 þúsund. Því getur verið ódýrara að kaupa gam- alt hlutafélag en stofna nýtt. Gömul kennitala auðveldar fyrirgreiðslu Hins vegar kemur það til, að sögn Benedikts Þórðarsonar, að svo virðist sem fyrirtæki sem státa af gamalli kennitölu, sem beri með sér að þau hafi starfað lengi, eigi auðveldara með að afla sér fyrirgreiðslu í fjár- málastofnunum og í viðskiptalífinu en félög með kennitölu sem gefí til kynna að þau séu nýstofnuð. Benedikt sagði að svo virtist sem nokkrir menn í Reykjavík hefðu boð- ið fólki þá þjónustu að hafa milli- göngu um að útvega því gömul hluta- félög til kaups og virtust þeir m.a. afla sér upplýsinga um hlutafélög í dvala úr fyrirtækjaskrá Hagstofunn- ar. efhann er tengdur stafrœna símakerfinu Þriggja manna tal Þú getur komið á símafundi með þremur þátttakendum. Viðmælendur þínir tveir geta verið hvar sem er á landinu eða jafnvel í sínu landinu hvor. Þú getur talað við systur þína sem býr á ísafirði og bróður þinn sem býr í Danmörku í einu. Svona ferðu að: fyrst hringir þú í númer systur þinnar. Þegar hún hefur svarað ýtir þú á E3 og bíður eftir són og hringir síðan í bróður þinn. Þá tengirðu ykkur öll saman með því að ýta á Qog svo á 3. Ef bróðir þinn svarar ekki færðu aftur samband víð systur þína með þvl að ýta ó Q * H R SÉRÞJÓNUSTA SlMANS Nð tr meira spunnið í símann þinn en þú heldur Þú getur nýtt þér alla möguleika sérþjónustu stafræna simakerfisins meö því að greiða 790 kr. skráningargjald. Til að fá nánari upplýsingar um sérþjónustuna getur þú hringt i Grænt númer 99-6363 á skrifstofutíma (sama gjald fyrir alla landsmenn), á söludeild Pósts og sfma eða á næstu póst- og simstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.