Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Engar sektir í Bókasafni Kópavogs Bók skilað eftir aldarfjórðung ENGAR útlánsskuldir hafa verið innheimtar í Bóksafni Kópavogs í mars í tilefni af 40 ára afmæli safnsins og hefur Hrafn Harðarson yfirbókavörður trú á því að margir verði til að notfæra sér þessi fríð- indi. Þónokkuð hefur komið inn af eldri útlánum nú þegar og var lengsta lánið frá árinu 1969, eða fyrir 24 árum. Að auki hefur Bóka- safnið í tilefni afmælis síns gefið öllum jafnöldrum sínum í bænum bókasafnsskírteini og hafa þannig margir Kópavogsbúar endurnýjað kynni sín við safnið. Kynningarbæklingur hefur verið gefinn út um bókasafnið. Hrafn sagði að fólk væri bæði feg- ið og þakklátt yfír að þurfa ekki að greiða skuldir af bókum. „Samt vilj- um við ekki hafa skuldlaus tímabil fast og reglubundið. Fremur gefa fólki kost á því öðru hverju að skila bókum, sem það hefur einhverra hluta gleymt að skila, eða þvælst hafa á milli t.d. í flutningum. Fólk fyllist þá gjaman fögnuði við að heyra að nú geti það skilað án þess að eiga yfir höfði sér sektir þó að þær séu ekki háar hjá okkur,“ sagði hann. Allar bækur mikilvægar Hann sagðist ekki hafa kannað sérstaklega hversu mikið af bókum sem lengi hefðu verið í láni hefði verið skilað. Ekki sagðist hann held- ur vita hvort sérstaklega merkilegar bækur hefðu komið inn enda væru allar bækur mikilvægar. „Fyrir okk- ur eru þær það vegna þess að við eigum kannski eitt eintak af gam- alli bók. Henni er ekki skilað, lánþeg- inn hugsar kannski að hún skipti ekki máli og þeir þarna á bókasafn- inu gleymi henni örugglega. Stað- reyndin er hins vegar sú að við gleymum henni aldrei því ein glötuð bók hjá okkur er eins og lítið gat í safnkostinum og þegar aðrir spyija um hana er hún mjög mikilvæg,“ sagði hann. Stöð 2 endurskoðar myndlyklakerfið Lána út 800 tæki „MYNDLYKLAR hafa ekki verið fáanlegir hér síðan í desember, en nú komumst við yfir 800 lykla á írlandi. Við teljum hins vegar ekki rétt að selja þessa tegund á meðan myndlyklakerfið er í endurskoðun og því bjóðum við fólki að fá þá lánaða endurgjaldslaust gegn því að greiða fyrirfram árs áskrift að stöðinni," sagði Páll Magnússon, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2. Stöð 2 auglýsir nú myndlykla að láni, en hingað til hafa allir mynd- lyklar verið seldir. „Myndlyklakerfið hér á landi er nú í endurskoðun og fari svo að því verði breytt á næstu misserum eða árum teljum við ekki rétt að selja lykla sem hugsanlega verða úreltir. Það tjón verðum við að bera sjálflr og við myndum að sjálfsögðu bæta þeim skaðann, sem eiga eigin lykla, ef kerfinu verður breytt.“ hefði að bæta við mannskap til að anna hringingum. Reynt yrði að út- vega fleiri myndlykla en þá 800 sem komu nú til landsins. Iðntæknistofnun fær einkaleyfi á nýjung- Morgunblaðið/Árni Sæberg Keramíkhnífur GUÐMUNDUR Gunnarsson verkefnissljóri með keramíkhnífsblað. Fyrirtæki um fram- leiðslu keramíkhnífa IÐNTÆKNISTOFNUN hefur fengið einkaleyfi fyrir framleiðslu- aðferð á zirkoniumoxiðdufti sem notað er við framleiðslu keramík- hnífa og einkaleyfi á vissri gerð hnífseggja ásamt norrænum samstarfsaðilum. Verið er að huga að stofnun-fyrirtækis um fram- leiðslu á keramíkhnífum hérlendis. gerðir, hafa mun betri skurðeigin- leika en stálhnífar. Niðurstöður af rannsóknum stofnunarinnar sýna að ending keramíkhnífa er margföld á við stálhnífa og er þessi uppgötvun talin geta haft mikil áhrif, t.d. í fiskiðnaði og pappirsiðnaði. Skurðhnífar úr keramík Samanburðartilraunir voru gerðar með notkun keramíkhnífa og stálhnífa í pappírsiðnaði. Nán- ast ekkert slit varð í keramíkhníf- unum, en bit stálhnífa varð sífellt lakara við hvem skurð. Niðurstöð- ur úr tilraunum á notkun hnífanna í læknisfræðilegum tilgangi sýna að hnífar úr keramíki, sem notað- ir eru- við minni háttar beinaað- Iðntæknistofnun telur að keramíkhnífar nýtist vel í fisk- vinnsluvélar. Með notkun þeirra þyrfti ekki að stöðva vélar, sem áður þurfti til að brýna stálhnífa. Góðar viðtökur erlendis Guðmundur Gunnarsson verk- efnisstjóri hjá Iðntæknistofnun sagði að niðurstöðurnar hefðu verið kynntar erlendis og fengið góðar viðtökur, m.a. hjá físk- vinnslufyrirtækjum og sláturhús- um í Noregi og Danmörku. Stefnt er að því að heija framleiðslu hnlfanna hér á landi á þessu ári. Árshátíð Heims- klúbbsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Það verður litríkt og alþjóðlegt um að litast á árshátíð Heims- klúbbsins Ingólfs, sem fram fer i Súlnasal Hótel Sögu á föstudags- kvöldið kemur. Klukkan 19.30 safnast fólk saman yfir fordrykk að rifja upp minningar úr fyrri ferðum og spá í þær nýju sem á boðstólum eru, en ein þeirra, Hnattreisan, sú fyrsta sem efnt er til frá íslandi, verður kynnt sérstaklega í máli og myndum á hátíðinni. Á matseðli kvöldsins eru girnileg- ir réttir með austurlensku ívafi og skreytingum sem minna á Suður- hafseyjar. Skemmtiatriði eru líka alþjóðleg, t.d. mun fræg þokkadís frá Bali stíga dans að hætti inn- fæddra, óperusöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk lög og ítalskar aríur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Myndasýningar frá frægustu slóðum ferðamanna í heiminum verða í gangi allt kvöldið. Þarna hitt- ast þátttakendur úr nýafstaðinni óperuferð til New York, kaffibrúnir ferðalangar úr Karíbahafi, listunn- endur úr Ítalíuferðum og heims- hornaflakkarar úr ferðum til Suður- Ameríku, Suður-Afríku, Suðaustur- Asfu allt til Japans og Nýja Sjálands. Að lokum leikur hljómsveit fyrir dansi til klukkan 2. Þátttaka tilkynn- ist til Hótel SÖgu, sem einnig ann- ast borðapantanir. Aðgöngumiðar eu greiddir við innganginn. Þeir eru númeraðir og gilda sem happdrætti- smiði, þar sem veglegir ferðavinn- ingar auka enn á stemmningu þessa glæsilega mannfagnaðar." 'IFréettatilkynning) Frans Koster eigandi stálvinnslufyrirtækisins Koster Metalen í Hollandi Starfsemi íslensku stálverk- Engir myndlyklar fyrr en mál Sýnar skýrast Páll sagði að lyklarnir sem nú væri verið að bjóða væru af gerðinni Tudi 12, eins og 80% allra mynd- lykla á íslandi. Þessir lyklar eru fjöl- rása, þ.e. geta tekið við útsendingum fleiri en einnar stöðv^r. „Framhald útsendinga á Sýn ræðst af því hve- nær útvarpslagafrumvarp kemst á koppinn," sagði Páll. „Við seljum enga myndlykla fyrr en við vitum hvemig áskriftarkerfi að Sýn verði háttað. í raun erum við á sama báti og margar sjónvarpsstöðvar í Evr- ópu, en nú eru að ryðja sér til rúms öruggari, endingarbetri og ódýrari myndlyklar.“ Mikil eftirspurn Páll sagði að á þriðjudag, þegar Stöð 2 hóf að |ána myndlyklana, hafi 130 manns fengið lykla á fyrstu tveimur klukkustundunum. Þurft Óshlíðarvegur JFE með lægsta boð í vegskála JFE-byggingarþjónustan í Bol- ungarvík átti lægsta tilboð í gerð vegskála um Hvanngjá innri á Óshlíðarvegi. Tilboð JFE var 42,9 milljonir sem er 76% af 45,5 milljóna kr. kostnaðaráætlun. Vegskálinn sem nú er boðinn út verður 65 metra langur. Vinnu við hann á að vera lokið 15. september í haust. Níu verktakar buðu f bygg- ingu hans. sniiðjunnar vonlaus frá byijun „STÁLVERKSMIÐJUR á Vesturlöndum eiga enga framtíð fyrir sér. Það er útilokað að ætla að finna kaupanda að íslensku stálverksmiðj- unni. Rekstur hennar er vonlaus og frá upphafi hefur verið ljóst að starfsemi hennar gat ekki verið arðbær,“ segir Frans Koster eigandi og stjórnarformaður Koster Metalen, fyrirtækis sem starfar við málmendurvinnslu í Hollandi, en hann hefur fylgst náið með starfsemi íslenska stálfélagsins frá upphafi. Koster segist hafa var- að við því fyrir þremur árum að rekstur Stálfélagsins væri óarðbær og spáð því þá að framleiðsla verksmiðjunnar myndi stöðvast eftir tvö ár. Koster, sem er staddur á íslandi, segir í samtali við Morgun- blaðið að öll starfsemi íslenska stálfélagsins hafi byggst á blekking- um og ekki hafi verið hlustað á ráðleggingar sérfróðra aðila. „Ég sá strax frá upphafí að þarna var mikil blekking á ferðinni," seg- ir Koster sem telur að ef rekstur stálverksmiðju á íslandi eigi að geta gengið verði árleg framleiðslu- geta hennar að vera að lágmarki 300 þúsund tonn, sem er margföld framleiðslugeta núverandi verk- smiðju. Koster kom þrívegis til íslands á síðasta ári til að kanna möguleika á að endurreisa verksmiðjuna á vegum aðila í Evrópu sem höfðu sýnt áhuga á kaupum. Niðurstaða allra var sú að starfsemi verksmiðj- unnar gæti engan vegin borið sig, segir hann. Framleiðslugeta verk- smiðjunnar væri of lítil, tækjabún- aður úreltur og staðsetning óhag- kvæm. Koster þekkir vel til innan hol- lenska bankans Mees & Hope sem var einn af stærstu kröfuhöfum Stálfélagsins og segist vita fyrir víst að bankinn sé reiðubúinn að „fara í stríð við íslenska banka“ en fulltrúar Mees & Hope telja sig hafa verið hlunnfarna í viðskiptum sínum við Stálfélagið og hefur bankinn kært uppboðsmeðferð þrotabúsins. Segir hann að Mees & Hope hafi tekið þátt í kostnaði af söfnun brotajárns eftir að fyrirtæk- ið varð gjaldþrota eða í alls 14 mánuði sem hafí numið 25 þúsund dollurum í hverjum mánuði og því hafi stjórnendur bankans orðið mjög óánægðir þegar Búnaðar- bankinn og Iðnþrúnarsjóður seldu Furu brotajárnið fyrir lítið. Þessir aðilar leystu brotajárnið til sín á nauðungaruppboði sl. haust. Ipasco tapaði engu Koster segir að við undirbúning að stofnun Stálfélgsins hafi verið stuðst við algerlega ófullnægjandi hagkvæmniathuganir og byggt hafi verið á röngum áætlunum. Ipasco Steel, aðaleigandi félagsins, hefði flutt inn gamlan tækjabúnað í verk- smiðjuna. „Ipasco lagði aldrei pen- inga í fyrirtækið heldur lagði því aðeins til verksmiðjubúnað," segir hann og telur augljóst að Ipasco hafí í raun engum fjármunum tapað við gjaldþrot Stálfélagsins. Lánar- drottnar töpuðu hins vegar allt að tveimur milljörðum króna við gjald- þrot félagsins „Honum [Birni Halleniusi, stjórn- arformanni Ipasco] tókst þetta Morgunblaðið/Þorkell Enginn kaupandi FRANS Koster segir að íslenska stálverksmiðjan sé ekki einnar milljón dollara virði og útilokað sé að reka hana með hagnaði. vegna þess að hér voru engir sér- fræðingar til að leggja dóm á fyrir- ætlanir hans. Bankarnir hlustuðu á fyrirætlanir Ipasco en þeir hlustuðu ekki á þá sem höfðu reynslu og sérþekkingu,“ segir Koster. Áðspurður segist Koster ráð- leggja núverandi eigendum stál- bræðslunnar [Búnaðarbanka og Ið- þróunarsjóði] að losa sig við verk- smiðjuna sem fyrst til niðurrifs og útflutnings. Utilokað sé að ætla að finna nýja rekstraraðila sem vilji kaupa verksmiðjuna sem sé ekki einnar milljón dollara virði. „Kostn- aður við að hefja framleiðslu í verk- smiðjunni er allt of hár til að það geti borgað sig. það verður að taka tillit til hafnaraðstöðu, flutninga og verðs sem er mjög lágt og ekki sjá- anleg hækkun þess á næstunni," segir hann. Niðurstaða athugana Kosters á síðasta ári leiddi í ljós að lágmarkskostnaður við nauðsyn- lega endumýjun verksmiðjubúnað- arins yrði um 5 millj. dollarar. Aðspurður segir Koster að ekki sé hægt fullyrða að svikum hafi verið beitt þegar verksmiðjunni var komið á fót en segist hafa orðið mjög undrandi á því hversu auð- veldlega Ipasco tókst að hrinda þessu af stað. Enginn hafi hlustað á ráðleggingar sérfræðinga. „Eng- inn varfærinn banki hefði lánað fé í fjárfestingu af þessu tagi. Mees & Hope lánuðu út á framleiðsluvörur verksmiðjunnar og að mínu áliti gerðu þeir mistök og gleymdu flutn- ingavandamálum," segir hann. „Lagalega séð gerði Ipasco ekk- ert rangt. Eg tel að vanþekking og bjartsýni hafí verið megin ástæða fyrir því hvernig fór,“ segir hann. Erfiðleikar í evrópska stáliðnaðinum „Það er engin framtíð fyrir rekst- ur stálverksmiðja í iðnvæddu ríkj- unum eins og ástatt er í dag. Verk- smiðjur í Evrópu eru reknar með tapi, framleiðslugeta þeirra er of mikil og margar verksmiðjur hafí lagt upp laupana á undanförnum mánuðum. í Ásíu eru stálverksmiðj- ur aftur á móti reknar með hagn- aði,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.