Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 21 Sniðiö að mannlegum þörfum FRJÁLS MÆTING OG ÁSTUNDUN Tímar allt að sex sinnum í viku. Góðir teygju- púl og þrektímar fyrir konur á öllum aldri. SVONA FERÐU ÞÚ AÐ: Þú kemur eða hringir í síma 79988 og pantar kort. Morgun- dag og kvöldtímar. 4 vikna kort á kr. 4.500,- Sauna og þrektæki innifalið Nú bjóðum við uppá barnapössun alla daga. NYTT! Kíirltilíniíir í btí(lef>iim Pöntunarsími 79988 ,if\>) 10% afsláttur af kortunum víkuna 22.-27. mars. SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4 Danskur auðmaður vill láta götu heita í höfuð á sér Brask fær tilboð frá Nebraska Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR að hafa árangurslaust reynt að freista borgaryfirvalda í Kaup- mannahöfn með miklum fjárhæðum fyrir að fá Norrebrogade nefnda í höfuð sér hefur danski auðmaðurinn Alex Brask Thomsen fengið fyrirspurn úr annarri átt. Bæjarstjórinn í smábænum Papillion i Ne- braska í Bandaríkjunum hefur haft samband við Brask og látið í ljós áhuga á að nefna götu eftir honum. Bæjarstjórinn heyrði um viðskipti stjórans segir hann það heiður að Brasks og borgaryfirvalda í Kaup- nefna götu eftir Brask, „sem tákn mannahöfn í fréttum ABC-sjón- um það sem gott er í veröldinni". varpsins. í bréfi bandaríska bæjar- Borgaryfirvöldum í Kaupmanna- höfn þótti það hins vegar ekki koma til greina að breyta nafni Norrebrogade fyrir sem samsvarar 2,5 milljörðum íslenskra króna. Ekki er ljóst hvaða fjárhæð bandaríski bæjarstjórinn hefur í huga. Brask virðist ekki setja stærðina fyrir sig, en bæinn er ekki að finna í kortabók- um sem aðeins sýna bæi með meira en 10.000 íbúa. Serbar ákærðir STJÓRN Bosníu hefur höfðað mál gegn stjórnvöldum í Serbíu og Svartfjallalandi fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og sakar þau um mannréttindabrot. Bosníumenn saka Serba og Svartfellinga um brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sáttmála samtakanna um þjóðarmorð frá 1948, Genfarsáttmálunum frá 1949 og Mannrétt- indasáttmálanum. Málið var lagt fyrir dómstólinn á laugardag en ekki var skýrt frá því fyrr en á mánudag. Á myndinni má sjá bíla- lest frá SÞ sem stöðvuð var á landamærum Bosníu af Serbum. Rannsóknir í Japan staðfesta aldagamla trú Skógargróður stuðlar að aukinni fiskgengd Bandaríkin Sjónvarps- þættir um Norðurlönd Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HAFINN er í Bandaríkjununt undirbúningur að gerð sjón- varpsþátta um Norðurlöndin fimm. Verður ekkert til sparað til að gera þættina eins vel úr garði og mögulegt er. Sjónvarpsfrömuðurinn kunni, Walter Cronkite, hefur verið ráðinn aðalframkvæmdastjóri og umsjón- armaður þáttanna. Ráðgert er að unnt verði að hefja sýningar í byrj- un næsta árs. Myndataka hefst þegar í þessum mánuði undir for- ystu Franks Frosts, annars þekkts sjónvarpsmanns. Vinnan hefst í Finnlandi en síðast verður kvik- myndað á íslandi. Frost gerir ráð fyrir að kvikmyndað verði í allt að 20 daga í hveiju Norðurlandanna fyrir sig. Myndatökur fara einnig fram í Bandaríkjunum og Kanada. Talið er að rúmar 30 milljónir manna muni fylgjast með „Skand- inavia", en svo nefnast þættirnir, í Bandaríkjunum einum. smivo UM aldaraðir hafa japanskir fiskimenn staðið í þeirri trú, að skógar- gróður með ströndum fram og við ár pg vötn stuðlaði að aukinni fiskgengd og öðru lífi í sjó og vatni. Á árunum 1604 til 1868 var skógarhögg í strandhéruðum í Japan takmarkað og víða plantað trjám til að auka veiðina og á Meiji-tímanum frá 1868 til 1911 voru strandskógarnir friðaðir á stórum svæðum. Vísindalegar rann- sóknir í Japan hafa nú sýnt og sannað, að þessi gamla trú hefur við full rök að styðjast. Fyrr á öldum voru síldveiðar mikill atvinnuvegur á Hokkaido en með vaxandi landbúnaði hurfu skógarnir og síldveiðin varð smám saman ekki nema svipur hjá sjón. I nýlegu tölublaði af Japan Agr- info Newsletter er sagt frá rann- sóknum, sem japanskir vísinda- menn hafa unnið að, og þar kemur fram, að skógurinn komi að mestu í veg fyrir, að gruggugt vatn ber- ist til sjávar en fyrst og fremst gefur tijágróðurinn frá sér með vatni mjög mikilvæg næringarefni fyrir fisk, skelfisk og ýmsan sjáv- argróður. Þar sem skógur grær myndast lífrænt jarðvegslag, sem er þeim eiginleikum gætt að halda vel í sér vatni og greiða um leið fyrir upptöku járns í vatnið. Það eru ekki aðeins Japanir, sem hafa áttað sig á þessu samhengi. I Bordeaux í Frakklandi þar sem mikil ostruræktun er við ströndina er staðinn vörður um skógana við sjóinn og árnar og þótt víða hafi verið pottur brotinn í Sovétríkjun- um, sem áður voru, vissu menn hvað þurfti til að heimtur í laxán- um yrðu góðar. Það var að veija skógana við árnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.