Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993
15
sem flutt er til hans með „hand-
afli“ stjómvalda.
„Með því að breyta ákvæðum um
greiðslur Seðlabankans í ríkissjóð
á þann hátt sem lagt er til og
byggja upp eigið fé bankans skap-
ast raunhæfar forsendur til að
lækka bindiskyldu lánstofnana,"
segir einnig á bls. 21.
í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins um frumvarpið í
Fylgiskjali III er loks gefin fagleg
umfjöllun um þessa tillögu nefndar-
manna.
„í greinargerð með 44. gr. frum-
varpsins eru talin upp rök fyrir
því að nauðsynelgt verði að auka
eigið fé Seðlabankans, m.a. til að
mynda mótvægi við gjaldeyrisva-
rasjóð landsins. Við þetta vill fjár-
málaráðuneytið bæta, að ekkert
samband er milli þess hvað landið
safnar í gjaldeyrisvarasjóð og
þess, hvað Seðlabankinn á af eig-
in fé. Uppbygging gjaldeyrisvara-
sjóðs ræðst af því, hvernig út-
flutningur, innflutningur svo og
fjármagnsstreymi til og frá land-
inu vegast á. Aftur á móti getur
upphæð eigin fjár hjá seðlabank-
anum ráðið því hversu stór hluti
þess gjaldeyrisvarasjóðs verður
keyptur inn í bankann frá öðram
aðilum í þjóðarbúinu sem annars
kynnu að vilja eiga erlendan gjald-
eyri. Ber að hafa í þessa stað-
reynd í huga þegar það er metið
hver þörf sé á eigin fé fyrir seðla-
bankann."
Faglegar forsendur fyrir auknu
eigin fé Seðlabanka íslands eru ekki
fyrir hendi. Hið sama gildir um þriðja
„hlutverk" seðlabanka, „að vera
banki ríkissjóðs“ — mestur hluti
bankaviðskipta ríkissjóðs er utan
seðlabankans og er ekkert því til
fyrirstöðu að svo verði um öll slík
viðskipti.
Hlutverk seðlabanka
Af ofangreindu má ráða, að fag-
legra sjónarmiða gætir lítt sem ekki
í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um
Seðlabanka Íslands. Eins er þar
hvergi að finna neina umsögn um
þann vanmátt yfirstjórnar íslenzkra
peningamála, sem hefur verið undir-
rót óhaminnar innlendrar peninga-
þenslu síðustu tvo áratugina.
Hlutverk seðlabanka er fyrst og
fremst það, að setja fjármálakerfinu
einfaldar leikreglur, sem tryggja
framgang hagstjórnarstefnu stjórn-
valda. Hefur víða verið pottur brot-
inn í þeim efnum. Innlend stjórnvöld
jafnt sem erlend eiga því fyrir hönd-
um erfítt viðreisnarstarf á sviði pen-
ingamála og peningastjórnar.
Fyrirliggjandi framvarp til laga
um Seðlabanka íslands getur ekki
talist vera bitastætt framlag til
þeirrar viðreisnar.
Höfundur er hagfræðingur.
Leikræn tjáning
Helgina 27. og 28. mars verður haldið
nómskeið í leikrænni tjáningu í sal Nýald-
arsamtakanna, Laugavegi 66. Leiðbein-
andi er Kjuregej Alexandra leiklistarkenn-
ari. Á námskeiðinu kennir hún útrásar-,
snerti-, traust-, slökunar- og leikæfing-
ar, sem miða að því að hjálpa þátttak-
endum að öðlast meiri sjálfsþekkingu,
sjálfstraust og öryggi í framkomu.
Skráning og nánari upplýsingar á skrif-
stofu samtakanna daglega frá kl. 14 -
17 i sima 627712.
PÁSKAEGGIN
ERU KOMIN í
BARNABOXIN
HótelEsja i i , . Mjódd
68 08 09 68 2208
Kammertón-
leikar í Nor-
ræna húsinu
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík. Það skal
tekið fram að frétt um þessa tón-
leika birtist í blaðinu í gær, en þar
var ranglega sagt, að tónleikarnir
væru á þriðjudagskvöldið. Er beðist
velvirðingar á þeim mistökum:
„Miðvikudaginn 24. mars kl.
20.30 verða haldnir kammertónleik-
ar í Norræna húsinu á vegum Tón-
listarskólans í Reykjavík.
Á efnisskrá verða Klarínettutríó
op. 11 í B-dúr og Strengjakvartett
op. 18 nr. 1 í F-dúr eftir Beethov-
en, en á síðari hluta tónleikanna
verður leikinn Píanókvintett op. 44
í Es-dúr eftir Schumann.
Flytjendur eru talið frá vinstri
Sigrún Grendal Jóhannesdóttir,
píanó, Helena G. Bjarnadóttir,
píanó, Olga Björk Ólafsdóttir, fíðla,
Rúnar Óskarsson klarínetta, Sig-
urður Bjarki Gunnarsson, selló, Sig-
urgeir Agnarsson, selló, Jónina
Auður Hilmarsdóttir, víóla, og Pál-
ína Árnadóttir, fíðla.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill.“