Morgunblaðið - 24.03.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993
35
Maureen t.v. með Cörlu og Marie með Gemmu.
GJAFIR
Gaf dans-
skóna í safnið
Leikararnir Sylvester Stallone, Arnold Schwarz-
enegger og Bruce Willis eru eigendur veit-
ingahúsakeðjunnar Planet Hollywood í Bandaríkj-
unum. Þar eru meðal annars til sýnis ýmsir gripir
úr kvikmyndum sem þeir félagar hafa leikið, sam-
anber mótorhjólið, sem Sylvester Stallone þeysti
um á í myndinni Rocky. Nýlega bættist þeim félög-
um dýrgripir í safnið þegar Patrick Swayze af-
henti þeim skóna sem hann dansaði hvað mest í
í myndinni Dirty Dancing.
Patrick Swayze og eiginkona hans, Lisa, með dans
skóna, sem notaðir voru í myndinni Dirty Dancing.
MISTÖK
Otrúleg
mistök á
fæðingar-
deild
Því varð hrikalega á í mess-
unni, starfsfólkinu á fæðingar-
deild Princess Anne sjúkrahússins
í Southampton 5. desember á síð-
asta ári. Þá voru útskrifaðar tvær
mæður sem eignuðust stúlkubörn
sama daginn nokkru áður. Þetta
voru þær Maureen Bursey og
Marie Doyle. Ellefu dögum síðar
varð Marie síðan á að skoða nánar
nafnmerkið á fæti dóttur sinnar
sem hún geymdi ofan í skúffu. Þar
stóð ekki Gemma, eins og foreldr-
arnir höfðu skírt dóttur sína heldur
Carla.
Við þetta vöknuðu hræðilegar
grunsemdir, Marie hraðaði sér á
sjúkrahúsið og krafðist skýringa.
Einhvetjir fulltrúar ypptu öxlum
og töluðu um minni háttar mistök,
en Marie var ákveðin og heimtaði
að tekin yrði blóðprufa. Var það
gert og í ljós kom að ekki var um
hennar barn að ræða. Var þá haft
upp á þeim sem útskrifuðust um
líkt ieyti og kom upp úr dúrnum
að Maureen hafði verið afhent
barn Marie og öfugt.
Þetta bar að sjálfsögðu að leið-
rétta, en ekki gekk það sársauka-
laust, því þótt ekki væru liðnir svo
ýkja margir dagar, höfðu foreldr-
arnir í báðum tilvikum bundist
kornabörnunum nánum böndum.
Bæði Marie og Maureen segja að
það hafi tekið þær margar vikur
að komast yfir skelfinguna og
áföllin sem þessi mistök hefðu
haft í för með sér. Þann tíma hefðu
þau ekki getað veitt raunveruleg-
um börnum sínum fullkomna ást
og umhyggju vegna söknuðar til
hins barnsins. Raunar sagði Marie
að ástandið væri enn svart hjá
sambýlismanni sínum sem gengi
illa að vinna úr sorg sinni. „Hann
var svo stoltur að verða faðir í
fyrsta sinn, að hann lét barnið
varla úr sjónmáli. Hann neitar að
trúa því að blóðprufa sé fullkom-
lega örugg vísbending og ég er
hrædd um að sá efi að Carla hafi
í raun verið barnið hans eigi eftir
að naga hann alla tíð. Ég hef hvatt
hann til að leita sér sérfræðingsað-
stoðar og vona að hann geri það
fyrr heldur en seinna,“ segir Marie.
Þær stöllur, Maureen og Marie,
eru sammála um að ekki sé á það
bætandi með því að vasast í skaða-
bótamálum gegn sjúkrahúsinu.
Aftur á móti hafi þær staðfastlega
ákveðið að halda sambandi, vinátta
hafi tekist með þeim og þær séu
ákveðnar í því að Gemma og Carla
fái að alast upp sem systur væru.
„Við skuldum þeim það,“ segir
mæðurnar tvær.
íslensk fjölskylda varð 12,1 milljón króna rikari á miðvikudaginn
í síðustu viku. íslendingar deildu fyrsta vinningi
með Dönum og Finnum.
Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvísaðu honum
á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrir kl. 16.00 á morgun.
Dregið verður í annað sinn i Víkingalottói, stærsta lottópotti
á Norðurlöndum, í sameiginlegri útsendingu
á báðum sjónvarpsstöðvunum kl. 19.50 annað kvöld.
Spilaðumeð
í Vikiiigalottói
fyrir kL 16j00
ídag!
Síðastvom
36,3 milljónir
í l.viiming: