Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR i. APRÍL 1993
4
Rekstunnn í flugstöð-
inni verður boðinn út
Innritunargjald hækkað úr 320 krónum í 580 á farseðil
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja undirbúning að útboði á
verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá hefur ver-
ið ákveðið að hækka innritunargjald í flugstöðina, úr um
320 krónum í tæpar 580 krónur, eða um 80%. Gerð verður
sú krafa, að reksturinn skili tekjum, sem nægja til að greiða
af lánum, sem hvíla á flugstöðinni, en 150 milljónir árlega
vantar upp á að svo sé. Vonast er til þess að útboðið geti
orðið í haust, en innritunargjald gæti hækkað í maí.
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að nauðsynlegt
væri að auka tekjur af flugstöð-
inni, til að standa straum af kostn-
aði vegna áhvflandi lána. „Það vant-
ar 150 milljónir á ári til að það
takmark náist, miðað við þá tekju-
skiptingu sem nú er,“ sagði hann.
„Allur hagnaður af fríhöfninni fer
núna beint til fjármálaráðuneytis-
ins, en ekki til að greiða upp skuld-
ir. Hluti af lendingargjöldum fer til
að greiða uppbyggingu flugvalla
úti á landi og allt eldsneytisgjaldið
fer til þess að byggja flugvelli. Með
þessum breytingum rynnu hins veg-
ar tekjur af rekstri í flugstöðinni
til að greiða skuldir hennar.“
Þröstur sagði að mikið verk væri
framundan við að útbúa öll útboðs-
gögn, svo ólíklegt væri að tækist
að bjóða reksturinn út fyrr en í
haust. „Þarna er fjölbreyttur rekst-
ur, verslun og veitingasala, svo
reksturinn yrði boðinn út í mörgum
pökkum,“ sagði hann.
Úr 320 krónum í 580
Þá hefur verið ákveðið að hækka
svokallað innritunargjald, sem
Flugleiðir hafa innheimt með far-
gjöldum. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins verður innritunar-
gjaldið hækkað úr 5 dölum á farseð-
il, eða 320 krónum, í 9 dali, eða
tæpar 580 krónur. Þröstur sagði
að slík hækkun gæti gengið í gegn
á miklu skemmri tíma en breyting-
in á rekstrinum og gæti tekið gildi
í maí. „Þetta gjald hefur hingað til
komið út sem eins konar skattur á
Flugleiðir, þar sem fyrirtækinu hef-
ur verið gert að innheimta það. Það
hefur ekki verið ákveðið hvernig
innritunargjaldið verður innheimt í
framtíðinni, en það kemur líklega
fram sem sjálfstæður liður, í stað
þess að vera innifalið í fargjaldinu."
VEÐUR
I DAG kl. 12.00
Heimild: Veflurstofa íslands
(Byggt á veðurepá kl. 16.15 (gær)
VEÐURHORFUR1DAG, T. APRÍL
YFIRLIT: Norðan af Langanesi er minnkandi 992 mb lægð sem þokast
NNV en minnkandi 994 mb lægð vestur af landinu. Við Nýfundnaland
er vaxandi 990 mb lægð sem stefnir norðaustur.
STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Grænlandssundi, suðurdjúpi
og suðvestandjúpi. Hæg SV- eða breytileg átt um land. I kvöld og nótt
léttir til fyrir N og NA, búast má við smáskúrum eða slydduéljum í öðr-
um landshlutum. Hiti víðast á bilinu 3-8 stig að deginum.
SPÁ: Hæg suðlæg eða breytileg átt á landinu. Smáskúrir sunnanlands
og með austurströndinni en annars léttskýjað. Fer að þykkna upp með
hægt vaxandi suðaustanátt suðvestanlands er líður á daginn. Hiti 2 til 10 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustanátt á iandinu. Allhvöss við suðvestur-
ströndina, hægari annars staðar. Sunnan- og suðaustanlands súld eða rign-
ing. Hiti 4-6.
HÖRFUR Á LAUGARDAG: Allhvöss norðaustanátt, skúrir eða slydduél norð-
vestan- og vestanlands. Suðaustan- og austanátt, fremur hæg og úrkomulít-
ið annarsstaðar. Hiti 3 til 5 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
▼
Heiðskírt
f / r
/ /
/ / /
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað
* f * * * *
* / * *
/ * / * * *
Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
v é: ý
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaörimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
Súld
Þoka
V
stig..
FÆRÐA VEGUM: m.iúom
Á norðanverðum Vestfjörðum er ófært um Breiðadalsheiði og á Aust-
fjörðum er þungfært um Breiðdalsheiði og ófært um Vopnafjarðarheiðí
og Hellisheiðieystri. Að öðru leyti er færð víðast hvar góð.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hrti veöur
Akureyri 2 (jokumóða
Reykjavík 5 skýjað
Bergen 3 alskýjað
Helsinki 3 rigning
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Narssarssuaq t9 snjókoma
Nuuk 8 snjókoma
Osló 3 skýjað
Stokkhólmur 7 þokumóða
Þórshöfn 8 hálfskýjað
Algarve 19 léttskýjað
Amsterdam 10 rignlng
Barcelona 16 heiðskirt
Berlfn 8 skýjað
Chicago 8 skúr
Feneyjar 11 heiðskírt
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 11 hálfskýjað
Hamborg 7 skýjað
London 9 rigning og súld
LosAngeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 19 heiðskírt
Malaga 18 heiðskírt
Mallorca 21 heiðskírt
Montreal 2 skýjað
NewYork 9 léttskýjað
Orlando 20 mistur
Parls 19 skýjað
Madelra 19 hálfskýjað
Róm 13 heiðskirt
Vín 8 léttskýjað
Washington 9 skýjað
Winnipeg léttskýjað
Loðnuvertíðinni fer senn að ljúka
Morgunblaðið/Sigurgeir
Ennþá drekkhlaðnir að landi
Loðnubátarnir komu drekk-
hlaðnir að landi í Vestmanna-
eyjum í gær. Á minni myndinni
má sjá kökurnar sem bakaðar
voru til að fagna því að Fiski-
mjölsverksmiðja Vestmanna-
eyja hafði náð því að taka á
móti 50 þúsund lestum af loðnu.
15 þús. tonn veidd-
ust síðustu viku
130 þúsund tonn óveidd af kvótanum
NOKKUR loðnuveiði hefur verið við Snæfellsnes að undan-
förnu og hafa veiðst um 15 þúsund tonn síðustu viku.
Margir bátar eru nú að hætta á loðnuveiðum og er loðnu-
vertíð um það bil að ljúka. Um 690 þúsund tonn hafa veiðst
af loðnu á haust- og vetrarvertíð en um 130 þúsund tonn
eru óveidd af loðnukvótanum.
Dræm veiði var á loðnumiðun-
um í gær þrátt fyrir blíðskapar-
veður en nokkrir bátar fengu þó
einhvern afla, að sögn Sævalds
Pálssonar, skipstjóra á Bergi VE.
Hann sagði að loðnan væri nær
eingöngu hængur sem væri að
drepast og flyti um allan sjó..
Sævald sagði að þarna hefði orðið
mikil veiði ef tíðarfarið hefði batn-
að hálfum mánuði fyrr en nú
væri útlit fyrir að veiðum lyki al-
veg innan skamms.
Bryngeir Sigfússon, verkstjóri
hjá Vinnslustöðinni hf. í Vest-
mannaeyjum, sagði að bræðsla
hefði gengið vel í vetur og 51
þúsund tonn borist til Fiskimjöls-
verksmiðjunnar frá áramótum.
Hann sagði að um 14 þúsund tonn
væru óbrædd hjá verksmiðjunni
og væri fyrirsjáanlegt að unnið
yrði til 20. apríl þó lítið bættist
við. Bryngeir sagði að ekkert lýsi
hefði fengist úr loðnu sem borist
hefur að undanförnu og væri nú
eingöngu unnið í mjöl.
Veiði á sjóbirtingi má hefjast í dag
Batamerki sáust á
stofninum í fyrra
Stangaveiðivertíðin hefst formlega í dag, 1. apríl, einkum
í fallvötnum á Suðurlandsundirlendinu og Skaftafellssýsl-
um. Bráðin er sjóbirtingur sem er að ganga til sjávar eft-
ir vetrardvöl í ánum. Magnús Jóhannsson fiskifræðingur
hjá Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að sjóbirtingsstofninn hefði verið í
lægð síðustu ár, en í fyrra hafi brugðið til hins betra. Það
væri því hugsanlegt að byrjunin gæti orðið betri nú en
síðustu vor, þótt ávallt væri erfitt að vera með getgátur,
auk þess sem árferði skipti miklu máli á þessum tíma árs.
„Við höfum einkum fylgst með
sjóbirtingnum í Skaftafellssýslun-
um, en þar eru höfuðstöðvar hans.
Marktækasta veiðiaukningln var í
Grenlæk og Geirlandsá, en vart
varð einnig við aukningu á smáfíski
neðst á Skaftársvæðinu og það er
fiskur sem er að koma inn í veið-
ina,“ sagði Magnús.
Það er tvenns konar fiskur sem
er í afla veiðimanna á þessum árs-
tíma. Annars vegar hrygningarfísk-
ur frá síðasta hausti, sem er oft í
heldur laklegu ástandi og vart til
nytja og hins vegar geldfískurinn
svokallaði. Hann getur verið vel
vænn, 3 til 4 pund, fiskur sem geng-
ur mjög seint á veiðitímanum og
gengur hratt fram ámar. Hann
brennir litlu og lendir fljótt í vetrar-
kuldanum og er því enn feitur og
pattaralegur er ísa leysir. „Þessir
fiskar skrýðast göngubúningum á
vorin og eru bjartir yfirlitum þegar
þeir hverfa úr ánum. Þar sem geld-
fiskurinn er feitur telja margir að
þeir séu að veiða nýrunna físka úr
sjó, en það er ekki svo,“ bætir
Magnús við.
Víðast hvar hefst veiðin í dag,
en í nokkrum ám eru vorveiðar
óleyfílegar, 'svo sem í Tungufljóti
og Eldvatni og í Grenlæk má ekki
hefja veiðar fyrr en i maí. Lengi
vel var aprflveiði í nokkrum ám á
Suðvestur- og Vesturlandi eins og
í Laxá í Leirársveit og Laxá í Kjós,
en þær veiðar eru aflagðar vegna
þess hve veiðimenn drógu marga
niðurgöngulaxa og tiltölulega fáa
sjóbirtinga.