Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 52
52
MORQUNBLAQIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL ,1993
fclk í
fréttum
BRETLAND
Islensk list í London
Myndlistarmennirnir Sigurður
Örlygsson og Jón Axel
halda um þessar mundir sýningu
í Butlers Wharf í London, en þar
hafa verið haldnar ýmsar íslenskar
sýningar frá því samnorræna
menningarhátíðin var haldin' í
London síðastliðið haust. íslenskar
sýningar eru fyrirhugaðar í Butl-
ers Wharf út árið. Við opnun
myndlistarsýningar þeirra Sigurð-
ar og Jóns Axels spilaði breskt
jassband nokkur lög. Meðfylgjandi
myndir eru teknar við opnunina.
Morgunblaðið/Amór
Þeir mættu sjö sem enn eru á lífi af fimmtán. Talið frá vinstri: Jóhann Þorsteinsson, Sigfús Magnús-
son, Reynir Guðbergsson, Guðmundur Guðmundsson, Þorvaldur Markússon, Unnar Már Magnússon og
Bárður Bragason.
HEIMAEYJARGOSIÐ
Fundu upp þaksköfu
Sigfús Magnússon afhendir
Hannesi Þ. Hafstein þakkargjöf
frá Björgunarsveitinni Ægi og
kvennadeildinni fyrir ánægjulegt
samstarf á liðnum áratugum.
Nýlega komu nokkrir Garðmenn
saman og rifjuðu upp vinnu-
ferð sem þeir höfðu farið til Vest-
mannaeyja á fyrstu dögum gossins
í Heimaey 23. janúar 1973. Það var
Björgunarsveitin Ægir og kvenna-
deild björgunarsveitarinnar sem
stóðu að þessari uppákomu.
Þeir voru 16 félagarnir sem fóru
í þessa ferð sem farin var á fyrstu
dögum gossins. Lýsing þeirra á at-
burðum var oft skemmtileg en auð-
heyrt á þeim félögum að þetta hafði
COSPER
Þú sagðist ekki koma heim fyrr en klukkan 6. Er ekki
hægt að treysta þér lengur?
verið erfið vinnuferð. Mikill vikur
lagðist yfir bæinn og var helzta starf
þeirra félaga að moka af húsþökum
allan liðlangan daginn eða eins lengi
og menn stóðu uppi. Þá er þeir félag-
ar köstuðu mæðinni einhvem tíma
kom upp sú hugmynd hvort ekki
væri hægt að nota einhvers konar
sköfu við þakmoksturinn. Fundu þeir
sér gafl af vörubílspalli sem fyrst var
hnýttur aftan við steypubíl og síðar
jarðýtu, en þessar græjur voru notað-
ar með góðum árangri allan tímann
meðan öskufallið var.
Guðrún Pétursdóttir sem hefir
búið í Garðinum frá því gosið hófst
þakkaði Garðmönnum fyrir hönd
Vestmanneyinga. Hún sagði frá
reynslu sinni gosnóttina en hún bjó
í Kirkjubæjarhverfinu sem fór fyrst
undir hraun.
Meðal gesta á samkomunni var
Hannes Þ. Hafstein forstjóri SVFÍ
en björgunarsveitarfólkið heiðraði
hann og þakkaði honum samstarfið
á liðnum áratugum. Hannes minntist
þessara annadaga en alls fóru á
fimmta hundrað manns til Eyja í
vinnuflokkum. Hannes lætur af
störfum hjá SVFÍ um næstu mánaða-
mót eftir giftusamt starf hjá samtök-
unum. Hannes Hafstein þekkja allir
landsmenn og leyfir fréttaritarinn í
Garði sér að senda honum kveðjur
frá öllum Garðmönnum.
Morgunblaðið/Börkur
Listarmennirnir Jón Axel og
Sigurður Örlygsson ásamt Jak-
obi Magnússyni menningarfull-
trúa Islands í Bretlandi og list-
gagnrýndanda The Times
standa fyrir framan eitt verka
Sigurðar.
Svanhildur Konráðsdóttir fyrr-
verandi ritstjóri Mannlífs, sem
nú er við nám í Cantenbury
rabbar hér við þá Jón Axel og
Sigurð.
DANMÖRK
Bangsi ársins
Fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, Uffe
Elleman Jensen, kom fram í danska sjón-
varpinu nýlega. Þar ræddi hann meðal annars
svo hjartnæmt um gamla bangsann sinn, að
forsvarsmenn Danska brúðusambandsins kom-
ust við og vorkenndu vesalings Uffe. Þeir drifu
í því að gefa honum stóran, mjúkan bangsa og
fór athöfnin fram á Kristjánsborg.
Ekki er nema
von að Uffe sé
kátur, því nú
hefur hann
eignast vin,
sem grípur
ekki fram í
þegar hann
þarf að létta á
hjarta sínu, né
fer með það í
blöðin.
POPPTONLIST
Kyirðardagar í Skálholti
í kyrruviku 1993
Nú erfullbókað á kyrrðardaga um bænadagana,
7.-10. apríl, en enn er rúm fyrir nokkra þátttakendur
á kyrrðardögum 3.-6. apríl.
Dvalargjald er kr. 10.550,-
Veittur er 15% afsláttur fyrir hjón.
Skráning til dvalar fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík
alla virka daga kl. 10-12 í síma 91-621500.
Einnig er rúm fyrir fleiri þátttakendur á
páskasamveru í Skálholti 10.-12. april.
Dvalargjald er kr. 7.000,- fyrir fullorðna.
Fyrir börn 7-14 ára greiðist hálft gjald.
Ekki er tekið gjald fyrir yngri börn.
Upplýsingar og skráning
i síma Skálholtsskóla: 98-68870.
Þrjátíu ár í rokkinu
Fólk heldur því fram að heimilis-
líf sé versti óvinur listarinnar,
en ég varð að ákveða hvort ég vildi
verða heimilisfaðir eða hanga á
næturklúbbunum í London. Ég tók
ákvörðun og er sáttur við hana.
Ballöður og börn, það er mitt líf,“
segir James Paul McCartney sem
bráðum verður 51 árs gamall.
Michael Philip Jagger, sem einnig
stendur á fimmtugu, segist hins veg-
ar vera alinn upp í stöðugu kapp-
hlaupi. „Það er aðeins sigur sem
gildir. Eina markmiðið er að verða
aldrei í öðru sæti.“
( Þessar tvær frægu rokkstjörnur
eiga nú þrjátíu ára feril að baki.
McCartney og Jagger eiga það sam-
eiginlegt að vera forríkir og hvorug-
ur er á þeim buxunum að gefa tón-
listina upp á bátinn. MeCartney býr
á búgarði í Sussex fyrir sunnan
London ásamt konu sinni Lindu, þar
sem kýr, kindur, hænsni og refir
hlaupa um jarðir. Hann
nærist á grænmeti því
sem Linda ræktar, er
hættur að borða kjöt, en
fær sér glas af viskí í
kók á hveiju kvöldi.
Jagger býr í villu í
vesturhluta New York-
borgar, les viðskipta-
blöðin, horfir á sportið í
sjónvarpinu, gætir barn-
anna þegar eiginkonan,
Jerry Hall, er að leika
eða sýna föt og fer
snemma í rúmið með
metsölubók af lista „The
New York Times“.
Svo lengi sem þeir
geta sannað aðdáendum
sínum að þeir séu ekki
menn frá „Yesterday“ og
geta hrifið þá með „Sat-
isfaction" finnst flestum
sjálfsagt að þeir haldi
áfram á sömu braut.
Paul McCartn-
ey býr á bú-
garði með
Lindu konu
sinni og borð-
ar ekki kjöt.
Mick Jagger
býr í villu í
New York
ásamt frúnni,
Jerry Hall, og
les viðskipta-
blöðin.