Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 46
46 — MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 MUSIKTILRAUNIR LOKA undanúrslitakvöld Músíktilrauna Tóna- bæjar verður haldið í kvöld, en undanfarnar vikur hefur á þriðja tug hljómsveita keppt um sæti í úrslitum, sem verða á morgun. Þegar hafa sex hljómsveitir tryggt sér sæti í úrslitum og tvær bætast við í kvöld. Keppt er um hljóð- verstíma nú eins og áður, en fyrstu verðlaun verða 25 tímar í Sýrlandi, fullkomnasta hljóð- veri landsins, önnur verðlaun 26 tímar í Grjót- námunni, þriðju verðlaun 20 tímar í Hljóðrita og fjórðu verðlaun 20 tímar í Hljóðhamri. Að auki fá sigurvegararnir ýmis önnur verðlaun sem Japis, Samspil og Paul Bernburg gefa, en Hljóðfæraverslun Steina gefur besta gítarleik- ara úrslitanna gítar. Stuðningsaðilar eru þó fleiri, því Hard Rock Café, Coca Cola, Jón Bakan og Pizzahúsið leggja hönd á plóginn. Að þessu sinni eru Músíktilraunir Tónabæjar í samvinnu við Rás 2, sem kynnt hefur tilraunirn- ar og sendir út úrslitakvöldið. Að venju er mikið um utanbæjarsveitir loka- kvöldið, enda hentar það betur ef þær ná úr- slitasæti. Athygli vekur að þrjár sveitir koma frá Neskaupstað, sem bendir til mikillar grósku þar í bæ. Einnig eru sjaldséðar sveitir af Vest- fjörðum en ein slik tekur þátt að þessu sinni. Árni Matthíasson tók saman Norðansveitina Tombstone skipa Baldur Ringsted og Jó- hannes Már Sigurðsson gítarleikarar, Jón Bjöm Ríkharðs- son trommuleikari, Þormóður Aðalbjömsson söngvari og Aðalsteinn Jóhansson bassaleikari. Sveitarmenn segjast leika „bara rokk“, en játa að það sé í þyngri kántinum er á þá er gengið. Meðalaldur er í kringum átján ár. 9 ;■ | > j Urmull Urmull kemur frá ísafírði, en þaðan hefur ekki komið til- raunasveit í áraraðir. Urmlar era Jakob Símon Jakobsson bassaleikari, Guðmundur Birgir Halldórsson og Stefán Baldursson gítarleikarar, Davíð Sveinsson trommuleikari og Hjalti Ágústsson söngvari. Meðalaldur þeirra félaga er rúm átján ár og þeir segjast leika þungt rokk, sem ekki sé þó rétt að kalla þungarokk. Burkni bláálfur Morgunblaðið/Kristinn Burkni bláálfur tók einnig þátt í síðustu Músíktilraunum, en þá undir nafninu Dyslexia. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í sveitinni, sem er hornfírsk, en hún er nú tríó þeirra Sigfúss Más Þorsteinssonar bassaleikara, Jóns Þórð- arsonar gítarleikara og Eymunds Ragnarssonar trommu- leikara. Bláálfamir leika þungarokk, eða bara þungt rokk, en meðalaldur sveitarmanna er rúm nítján ár. Fast á hæla sveitunganna í Allodimmug kemur Lilli gó frá sama stað. Lilla gó skipa Einar Björn Jónsson gítarleikari, Helgi Guðmundsson söngvari, Snorri Halldórsson bassaleik- ari og Pétur Hreiðar Freysteinsson trommuleikari. Meðal- aldur er tæp nítján ár, en sveitin leikur melódískt þunga- rokk. Unhuman Casualties Akureyrarsveitin Unhuman Casualties er skipuð þeim Hirti Halldórssyni og Ara Fannari Vilberssyni gítarleikuram, Gunnbirni Amljótssyni trommuleikara, Sigurði Pálmasyni bassaleikara og Áma Jökli Gunnarssyni rymjara. Sveitin leikur dauðarokk, en meðalaldur manna er rúm átján ár. Blekking Blekking heitir hljómsveit úr Vestmannaeyjum sem leikur dansrokk og státar af einu söngkonu kvöldsins. Sveitina skipa Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Unnþór Sveinbjömsson gítarleikari, Guðrún Á. Ágústsdóttir söngkona og Arnþór Henrysson bassaleik- ari. Meðalaldur þeirra er rúm sautján ár. Stjánar Stjánar koma frá Akureyri, en þeir era Rúnar Þór Snorra- son söngvari, Heimir Hlöðversson orgelleikari, Matthías Stefánsson gítarleikari, Orri Einarsson trommuleikari og Atli Ólafsson bassaleikari. Þeir eru allir á sautjánda árinu og leika gamaldags rokk, einfalt og gott. Allodimmug Allodimmug heitir ein þriggja sveita frá Neskaupstað sem þátt taka þetta kvöld. Sveitina skipa Jón H. Kárason gítar- leikari, Fjalar Jóhansson bassaleikari, Jón K. Ásmundsson trommuleikari, Einar S. Guðmundsson hljómborðsleikari og Hálfdán Steinþórsson söngvari. Meðalaldur er rúm sautj- án ár, en þeir félagar leika rokk sem á rætur í áttunda áratugnum. Ævintýri Hans og Grétars Ævintýri Hans og Grétars heitir þriðja sveitin frá Neskaup- stað sem tekur þátt þetta kvöld. Hljómsveitin dregur nafn sitt af bræðrunum Hans og Grétari Stephensen, og leikur Grétar á gítar og syngur, en Hans leikur á bassa. Með þeim í sveitinni era Pétur Freysteinsson trommuleikari og Hrafn- kell Ásmundsson gítarleikari. Meðalaldur þeirra félaga er nítján ár, en þeir leika hráa og hvassa nýbylgju. Aðalfundur Ættfræðifélagsins AÐALFUNDUR Ættfræðifélagsins 1993 var haldinn 25. febrúar sl. Starfsemi félagsins er mjög góð, félagsfundir eru einu sinni í mán- uði yfir veturinn og þá haldnir fyrirlestrar um ýmis ættfræðileg efni. í félaginu era á sjötta hundrað fræði, ættfræðirannsóknum og út- manns. Ættfræðifélagið er áhuga- gáfu frumheimilda og hjálpar- mannafélag og er hlutverk þess að gagna, svo sem manntal, fyrir þá stuðla að auknum áhuga á ætt- sem stunda þau þjóðlegu fræði sem ættfræðin er. Félagið hefur gefíð út manntölin 1801, 1816 og 1845 og þefur þau til sölu. Nú vinnur það að undirbún- ingi á útgáfu manntalsins 1910 í samvinnu við Erfðafræðinefnd og Þjóðskjalasafn. Það er alltaf að aukast áhugi á ættfræði, bæði í vísindaskyni og meðal einstaklinga. Fólk er farið að hugsa meira um hvaðan það er komið. Sést það best á því unga fólki, sem núna er að leita að upp- runa sínum erlendis. Ættfræðifélagið gefur út frétta- bréf og eru þar birtir fyrirlestrar og aðsent efni frá félögum. Þeir sem áhuga hafa á ættfræði og vilja ganga í félagið geta hringt í ein- hvern úr stjórninni, en hana skipa: Hólmfríður Gísladóttir formaður, Guðmar Magnússon varaformaður, Klara Kristjánsdóttir gjaldkeri, Guðfinna Ragnarsdóttir ritari og Kristín Guðmundsdóttir meðstjórn- andi. í varastjórn eru: Kristín H. Pétursdóttir og Ólafur G. Vigfús- son. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.