Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 Medúsa - minning Góðir hermenn klára af disknum sinum 2: Gjörningur í Fjölbrauta- skólanum i Breiðholti 20. október 1980. Myndlist Eiríkur Þorláksson Á hátíðarstundum er oft sagt sem svo, að framtíðin liggi í æsk- unni. En með slíkum orðum er einatt einnig gefið í skyn, að æsk- an eigi að þiggja það sem að henni er rétt, en ekki blanda sér í mál- efni hinna eldri og reyndari. Því vill brenna við, þegar æskan lætur í sér heyra, að þá veki slíkt meiri athygli og jafnvel hneykslan en ástæða er til, eingöngu vegna ald- urs þeirra sem hlut eiga að máli. Slík urðu örlög Medúsu, en svo nefndi sig hópur ungra manna við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, sem kom fram á menningarsviðið 1979. Nú stendur yfir í menning- armiðstöðinni Gerðubergi minn- ingarsýning um Medúsu, sem hlot- ið hefur nafnið „Líksneiðar og ald- inmauk". Félagamir vom við stofnun hópsins á aldrinum 17 til 19 ára, en áttu á næstu árum eft- ir að láta talsvert til sín taka við sýningarhald, gjörninga, útgáfu- starfsemi, tónlistarflutning og fleira. Það þarf vart að taka fram, að margt af því sem Medúsa stóð fyrir vakti mikla athygli og varð jafnvel tilefni leiðaraskrifa í dag- blöðum, þó að flestir hefðu notið þess græskulausa gamans, sem var undirtónninn í öllu saman. Medúsu-hópurinn hreifst mjög af súrrealistum þriðja áratugarins, og virðist m.a. hafa kynnt sér málflutning André Bretons og fé- laga nokkuð vel; um það vitna ýmsar kennisetningar Medúsu, („Hvernig em hendur elskaðar"; „Logandi fótspor prests á barmi mínum“) þýðingar á stefnuskrám súrrealista o.fl. Þó að þessi list- hreyfíng hafi áður notið nokkurrar athygli hér, þá hefur þessi fræðsla væntanlega verið nokkur opinber- un fyrir ungt fólk um 1980. Helstir Medúsu-manna vom þeir Einar A. Melax, Matthías Magnússon, Ólafur J. Engilberts- son, Sjón (Siguijón B. Sigurðsson) og Þór Eldon, þó fleiri hafi komið við sögu í einstökum framkvæmd- um hópsins. Af slíkum má nefna ýmsa gjörninga, t.d. „Góðir her- menn klára af disknum sínum 2“, sem fór fram í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti haustið 1980; þessi gjörningur er að nokkm endur- skapaður á sýningunni í Gerðu- bergi í undarlegri frystingu augnabliksins. Sýningin dreifist um ýmsa hluta Gerðubergs, og getur þar m.a. að líta sendibréf, ljósmyndir, bækur, klippimyndir, málverk, yfirlýsing- ar og skúlptúra, svo nokkuð sé nefnt. Það verður að játast að myndefnið ber æsku listamann- anna nokkurt vitni, og verktæknin er oft lítil og ófullkomin. Einnig er nokkur hluti myndmálsins bundinn við ýmsa kynóra, en slíkt var ekki síður tilvísun til fyrri súrrealista en áhuga ungra manna; framsetningin er hins veg- ar tæpast til þess fallin að hrífa jafnréttiskonur. Þó má fínna hér skemmtileg myndverk, svo sem „Tónverk í D-dúr“ eftir Einar Melax, „Bævax“ eftir Ólaf J. Eng- ilbertsson og þijár portrettljós- myndir eftir Matthías Magnússon. Það má segja að það séu einkum bókverkin, sem heilla á þessari sýningu, enda vom þau einn veiga- mesti þátturinn í starfi Medúsu um mörg ár. Þau em oft nostur- samlega unnin, full af kímni og hnitmiðuðum tilvísunum, sem höfða enn til lesenda. Hér má nefna verk Ólafs J. Engilbertsson- ar, „Taumlaus sæla“ og myndir úr Ijóðabókinni „Oh!“ eftir Sjón. Merkilegur þáttur í starfí Med- Veflist er einn elsti sproti ís- lenskrar myndlistar og líklega sá eini sem hefur haldist í nokkuð samfelldri rækt allt frá landnáms- tíð. Í Þjóðminjasafni má finna ýmis dæmi listvefnaðar fyrri alda, og þó meginstarfið í vefnaði í gegnum aldirnar hafí falist í að sjá þjóðinni fyrir fatnaði og öðmm þörfum, var hinni listrænu hefð ávallt haldið til haga. Á þessari öld hefur veflistin öðlast traustan sess innan mynd- listarinnar, eins og sjá má á vefn- aðarverkum á söfnum og víða inn- an stórfyrirtækja og banka, og við höfum við eignast marga góða listamenn á þessu sviði. Guðrún Gunnarsdóttir er ein þeirra lista- kvenna sem hefur unnið dijúgt starf á vefnaðarsviðinu, en nú stendur yfír sjötta einkasýning hennar í Listasafni ASI við Grens- ásveg. Guðrún stundaði vefnaðarnám á verkstæði Kim Naver í Kaup- mannahöfn, auk þess að hafa sótt nám sumarlangt til Bandaríkj- anna. Hún hefur átt verk á fjölda samsýninga, og má nefna norræn- an textílþríæringinn og aðra sýn- inguna undir nafninu Form Island sem dæmi um slíkar. Guðrún hef- ur ekki haldið sig eingöngu við hefðbundinn vefnað, heldur hefur hún einnig unnið að hönnun og gert tilraunir með ýmis önnur efni; þannig vom verk úr pappír áberandi á sýningu hennar í Nor- ræna húsinu fyrir þremur ámm. úsu-hópsins og ein helsta tilraun hans til að láta taka sig alvarlega var rekstur myndlistargallerís 1982-83 á Suðurgötu 3a, sem þeir nefndu Skmggubúð; þar vom haldnar ýmsar sýningar, m.a. er- lendra súrrealista, en staðurinn lifði þó stutt. Eftirminnilegasta sýningin var ef til vill „Við étum ekki þetta brauð“ sem var alþjóð- leg sýning á guðlastsgripum, og var haldin sem andsvar við kirkju- listasýningu á Kjarvalsstöðum vorið 1983; slík sýning var auðvit- að mjög í anda súrrealismans! Þessi minningarsýning Medúsu er haldin í tilefni af tíu ára af- mæli menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, og tengir staðinn traustum böndum við það félags- starf æskunnar, sem þar fer fram. Sýningin í heild sinni gefur ágæt- an þverskurð af því ijölbreytta starfí sem hópurinn kom að; einn- ig sýnir hún Ijóslega, að starf hópsins fólst frekar í gleðilegum Að þessu sinni sýnir Guðrún bæði ofín veggteppi (úr ull, hör, hampi og basti) og nokkur verk unnin úr tágum. Þetta tvennt er að vissu leyti andstæður í því hversu ólíkar kenndir þessi verk vekja (tágaverkin veikbyggð, létt og svífandi, en veggteppin þétt og sterkleg), en þrátt fyrir það verður áhorfandanum fljótt ljóst að þau eiga einnig ýmislegt sam- eiginlegt, einkum hvað varðar til- vísun í rýmið, mikilvægi litanna og vefnaðinn sjálfan. Tágaverkin umlykja rýmið og marka það, þannig að þau virka nánast sem tilbriði við úmhverfi sitt. „FIug“ (nr. 13) er samsett úr láréttum hólkum, sem virkja loftstreymið og minna þannig sterklega á eðliseiginleika þess, sem felst í titlinum. „Græn ljóð“ (nr. 15) eru líkt og lausbeislaður spuni, þar sem hárfín litabrigðin njóta sín til fullnustu til aðgrein- ingar, auk þess sem lýsingin mót- ar verkin. Listaverk þarf hvorki að vera stórfenglegt né flókið til að ná svifi. Veggteppi Guðrúnar eru að þessu sinni hvert fyrir sig ofíð í einn grunnlit í ull, sem önnur efni fylgja síðan eftir. Eitt sterkasta einkenni þeirra að þessu sinni er hið þrívíða gildi. í öllum teppunum kemur fram ferli mynsturs eða tákna, sem rísa út úr fletinum að því er virðist á reglulegan hátt, en sú regla reynist ávallt brotin, í hverju verki fyrir sig, þannig að uppgötvunum ungra manna á ýmsum leyndardómum nútímalist- ar en persónulegu og frumlegu framlagi til listasögunnar. En með þeim uppgötvunum var lagður grunnur að frekara starfi margra þeirra á ólíkum sviðum menning- arinnar, um leið og þeir hneyksl- stöðug spenna býr í fletinum. Þetta sést glögglega í verkum eins og „Fljúgandi teppi“ (nr. 12) þar sem mynstrið virðist í fyrstu samhverft, sem reynist við nánari skoðun ekki rétt, auk þess sem fínna má þar kunnuglegar tilvís- anir í fornar mynsturgerðir. í verkunum „Jörð“ (nr. 8) og „Jarð- teikn“ (nr. 9) eru brúnir jarðlitir ríkjandi, en í hinu fyrmefnda felst fjölbreytnin í fjörugra litavali í láréttum línum, sem móta allt verkið. Sterkasti þáttur sýningarinnar felst í sex verkum, sem listakonan nefnir „Með köflum“ (nr. 1-6). í viðtali í tilefni sýningarinnar segir Guðrún, að verkin séu eins konar hughrif af landinu þegar flogið er yfír það, og þessi ímynd kemur vel heim og saman við þessi verk. Öll byggja þau á föstum lita- grunni og síðan reglulegu mynstri láréttra og lóðréttra lína eða punkta, sem er skyndilega rofíð þegar línu sleppir, punkt vantar, eða fyllist inn í reit á milli lína; allt slíkt verður til þess að augað hvarflar stöðugt um flötinn, þar sem alltaf vantar örlítið upp á að jafnvægi (og þar með hvíld) sé náð. Gott dæmi um þetta er verk- ið „Með köflum VI“, þar sem guli liturinn er lagður til grunns. Fyrir sýninguna hefur lista- konan látið vinna litla en smekk- lega sýningarskrá, þar sem fram koma fróðleiksmolar um feril hennar, og mætti framtak af uðu góðborgara, en skemmtu jafn- öldrum sínum og sjálfum sér. Margar listhreyfingar hafa vissu- lega skilið minna eftir sig en það. Sýningu Medúsu-hópsins, „Lík- sneiðar og aldinmauk", í menning- armiðstöðinni Gerðubergi lýkur mánudaginn 5. apríl. Guðrún Gunnarsdóttir: Með köflum VI (hluti). 1992. þessu tagi verða öðrum til eftir- breytni, því slíkt eykur vissulega á gildi góðra sýninga. Sýning Guðrúnar Gunnarsdótt- ur í Listasafni ASÍ við Grensásveg stendur til sunnudagsins 4. apríl, og eru listunnendur hvattir til að líta inn. Guðrún Gunnarsdóttir UM HELGINA Úr sýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum My fair lady. Tónlist Gospel-tónleikar í Hafnarfirði Kór Flensborgarskóla stendur fyrir tvennum gospel-tónleikum í Hafnarfírði í þessari viku. Fyrri tónleikarnir verða í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 1. apríl, en þeir síðari í menningarmiðstöðinni Hafnarborg föstudaginn 2. apn'I. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Auk kórsins koma fram sex hljóðfæraleikar- ar og dansarar frá Kramhúsinu í Reykjavík. Að sögn kórstjórans Mar- grétar Pálmadóttur, eru þetta afar ein- stakir tónleikar, þar sem sungið verður og dansað við tónlist með afró-ívafi. Undanfarnar vikur hefur kórinn æft af kappi undir stjóm danskennarans Orwells Pennants, en hann er ættaður frá karíbsku-eyjunum og alinn upp við gospel-söngva og dans. Lúðrablástur Lúðrasveitin Svanur verður með vor- tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugar- daginn 3. apríi klukkan 17. Endurvakin verður tónleikastemmning fyrri ára, og heiðursfélagi og stjómandi til margra ára, Snæbjörn Jónsson, heldur á tón- sprotanum á þessum tónleikum. Leikin verður létt tónlist og má þar nefna, Three Caprices for band eftir Henk van Lijnschooten, forleikinn Lustspiel eftir Kéler Béla, Orginial Dixieland Concerto, eftir John Warring- ton og The Typewriter eftir Leroy And- ersson, einleikari á ritvél er Jóhann Gunnarsson. Aðstandendur vonast til að sem flestir lúðrasveitaunnendur njóti dagstundar með þeim. Leiklist Lokasýning á „Heima er best“ í tengslum við sýninguna „Líksneiðar og aldinmauk" hefur Leiksmiðjan LAB unnið sérstaka leikdagskrá byggða á verkum Medúsuhópsins fyrir menning- armiðstöðina Gerðuberg. Leiksmiðjan LAB Jeikur leikritið „Heima er best“ og verður lokasýningin fimmtudaginn 1. apríl klukkan 20.30. Félagar í leiksmiðjunni eru Árni Pét- ur Guðjónsson, Rúnar Guðbrandsson, Björn Ingi Hilmarsson, Harpa Arnar- dóttir og Steiriunn Ólafsdóttir. Umsjón með dagskránni höfðu Árni Pétur Guð- jónsson og Rúnar Guðbrandsson. Sýn- ingunni „Líksneiðar og aldinmauk" lýk- ur mánudaginn 5. apríl. 30. sýning á May fair lady í dag, fimmtudag 1. apríl, verður 30. sýning á söngleiknum vinsæla May fair latiy sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir síðan á jólum. Á tólfta þúsund áhorfenda hafa séð sýninguna sem er sú viðamesta á fjölum Þjóðleikhússins f vetur. Rúmlega 30 manns koma fram, leikarar, söngvarar og dansarar ásamt 20 manna hljómsveit undir stjórn Jó- hanns Guðm. Jóhannssonar en leikstjóri er Stefán Baldursson. My fair lady er sannkölluð fjölskyldu- skemmtun til ánægju fyrir jafnt unga sem aldna og hefur aldursdreifingin vissulega verið mikil á sýningunum í vetur. Söngleikurinn fjallar um óheflaða og illa talandi alþýðustúlku, Elísu Doolittle, sem málvfsindaprófessorinn Henry Higgins hirðir upp af götunni. Hann veðjar við kunningja sinn að hann geti gert úr henni hefðarkonu á örskömmum tíma. Að sjálfsögðu trúir Higgins því að hann geti kennt Elísu heldri manna siði en Elísa litla er ekki öll þar sem hún er séð og von bráðar hefur hún rótað heldur betur upp í tilveru og til- finningalífi þessa forherta piparsveins. Það eru Jóhann Sigurðarson og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir sem leika Higgins og Elísu en í öðrum helstu hlut- verkum eru Helgi Skúlason, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Þóra Friðriks- dóttir, Bergþór Pálsson, Helga Bach- mann, Sigurður Siguijónsson, Margrét Guðmundsdóttir og Sigríður Þorvalds- dóttir. Myndlist Leirverk í Gallerí Úmbru Nú stendur yfir sýning á leirverkum eftir Bryndísi Jónsdóttur í Galleríi Úm- bru, Amtmannsstíg 1, Reykjavík. Sýn- ingin stendur til 7. apríl og er opin frá klukkan 13—18, alla virka daga nema mánudaga og klukkan 14-18 á sunnu- dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.