Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 47 „Hér hefur lítil fjöður orðið að feitri hænu“ MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Davíð Stefáns- syni við bókun sex útvarpsráðs- manna sem lögð var fram á fundi útvarpsráðs þann 5. mars 1993 og send öllum fjölmiðlum sama dag: „í sérstakri yfírlýsingu sex full- trúa frá 5. mars sl. lýsa þeir furðu sinni á málflutningi mínum í fjöl- miðlum að undanförnu. Þar er sagt að af þeim fréttum hafi mátt ráða að ég sé einn um þá skoðun að nauðsynlegt sé að spamaðar og aðhalds sé gætt hjá Ríkisútvarpinu. Vegna þessa er rétt að eftirfarandi komi fram til að forðast frekari misskilning: I. Ríkisútvarpið er opinber stofnun, eign þjóðarinnar allrar. Mín skoðun er engu að síður sú að umræður i um fjárhagslega stöðu stofnunar- innar eigi ekki að hefja í fjölmiðlum nema menn telji mikla alvöru á ferð- | um. Því árétta ég það sem ég hef áður sagt á fundi útvarpsráðs: Skoðanir mínar um fjárhag Ríkisút- | varpsins hafa ekki verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum að mínu undirlagi eða frumkvæði. Nú hefur meirihluti útvarpsráðs hins vegar því miður kosið að senda frá sér ályktun um málfutning minn til allra helstu fjöl- miðla í landinu. Því hlýt ég að svara. Ég hygg reyndar að útvarpsmenn hafi í umræðum um málið talað sig upp í hita líkt og stundum getur gerst á mannamótum. Það nægir að segja að hér hafi lítil fjöður orð- ið að feitri hænu. II. Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgj- unnar hafði samband við mig að I fyrra bragði og spurðist fyrir um bókun mína er ég lagði fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar RÚV. / Að sjálfsögðu svara ég þeim spum- ' ingum sem upp kunna að koma hennar vegna. Hins vegar tel ég , rétt að leiðrétta félaga mína í út- ' varpsráði: Ekki var um að ræða annan málflutning af minni hálfu í fjölmiðlum. Morgunblaðið greindi frá þessu máli en hafði þar bókun mína eingöngu til umfjöllunar. Lýsi menn því yfir að þeir séu ósáttir við málfutning minn í um- ræddu fréttaviðtali á Stöð 2 er væntanlega verið að vísa til ein- hvers sem ég á að hafa sagt um að ég telji mig einan um þá skoðun að meira aðhalds eigi að gæta í rekstrinum. Það sagði ég hins veg- ar aldrei né gaf í skyn í viðtali við fréttamenn Stöðvar 2. Hugsanlegt er að menn séu hér að vísa tii þess að ég hafi átt að 5 koma því að í fréttinni að fleiri væru mér sammála. En hvert erum við þá komin: Mér er fundið það til foráttu að hafa látið eitthvað ósagt um skoðanir annarra í frétta- viðtali þar sem ég var spurður um mína skoðun á málinu. Því er nú einu sinni þannig farið að undirrit- aður hefur lítið með fréttastjóm Stöðvar 2 að gera né annarra fjöl- miðla í landinu. Því ættu fulltrúar í útvarpsráði að gera sér grein fyr- ir. Fréttin um álit mitt tók rúmar tvær mínútur í flutningi. Þar af var viðtalið við mig um eina og hálfa mínútu. Það segir sig sjálft að ekki gefst tækifæri til að ræða fjármál RÚV ýtarlega í örstuttu viðtali. Ég harma ef fréttin hefur valdið mis- skilningi fyrir það sem ég sagði ekki, en þar virðist mér hundurinn grafinn. Fátt annað er hægt að segja um málið. Ég sagði í umræddu viðtali að meira aðhaldi ætti að beita í rekstr- inum. Ég sagði aldrei né gaf í skyn að ekkert sparnaðarátak hefði átt sér stað. Ég játa að betra hefði verið að greina frá því, líkt og ég gat um í bókun minni. Þetta á sér- staklega við um hljóðvarpshlutann. Skiljanlega getur mönnum þar á bæ sámað eftir að hafa náð tals- verðum niðurskurði í rekstrinum. En í viðtalinu, sem og í bókun minni, var ég að ræða um Ríkisútvarpið í heild sinni. Það er mönnum full- kunnugt um. III. Það hefur aldrei hvarflað að mér að halda því fram að ég sé einn um þá skoðun að nauðsynlegt sé að sparnaðar og aðhalds sé gætt hjá Ríkisútvarpinu, eins og ýjað er að í ofangreindri bókun sexmenn- inganna. Þvert á móti hefur það komið fram á fundum útvarpsráðs síðustu vikur að flestir virðast þess- arar skoðunar. Þetta kemur skýrt fram í bókun minni er ég lagði fram við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1993, en þar segir m.a.: „Það er mat flestra sem um fjármál RÚV fjalla að nú sé ótíð í rekstrarum- hverfi stofnunarinnar vegna mikils samdráttar í öflun auglýsingatekna. Þess sér augljóslega merki í fjár- hagsáætlun Ríkisútvarpsins fyrir yfirstandandi ár. Hins vegar er það skoðun undirritaðs að við því verði að bregðast með enn frekari niður- skurði í rekstri." Á öðrum stað seg- ir einnig: „Fyrir nokkrum misserum lýstu menn því yfir hér í útvarps- ráði sem og í framkvæmdastjóm Ríkisútvarpsins að stefna bæri að lækkun á yfirdráttarskuld á við- skiptareikningi RÚV í Landsbanka Íslands." Þótt erfitt sé að tilgreina einn mann öðrum fremur í tengslum við umræðu um skuldastöðu RÚV hygg ég að flestir séu sammála um að nefna beri fjármálastjóra stofnun- arinnar, Hörð Vilhjálmsson. Hann hefur oft hin síðari ár minnt á hversu erfitt það er fyrir stofnunina til lengdar að bera þann bagga sem yfirdráttarskuldin er. IV. Ég vil nota þetta tækifæri og fagna ofangreindri bókun þeirra sexmenninga. Hún er afdráttarlaus um það að hætta beri skuldasöfnun Ríkisútvarpsins og aðlaga rekstur- inn tekjum stofnunarinnar, en ekki öfugt. Hins vegar hlýt ég að minna á enn aðra bókun sem þessi sömu aðilar lögðu fram á fundi útvarps- ráðs við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar fyrir árið 1993. Þar segir m.a. að útvarpsráð telji fjárveitingar til innlendrar dagskrárgerðar óviðun- andi. Því var ég sammála. Hins vegar segir jafnframt í bókuninni að útvarpsráð samþykki fyrirliggj- andi fjárhagsáæltun .....í trausti þess að verulegur hluti þess sparn- aðar sem að er stefnt í hinum ýmsu deildum Ríkisútvarpsins á árinu 1993 verði notaður til að 'iuka inn- lenda dagskrárgerð ..." Þessu var ég ósammála. Nær hefði verið að nota hugsanlegan sparnað til að grynnka á títtnefndum skuldum, eins og flestir virðast vera sammála um. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. y Ég stend fyllilega við það sem ég sagði í bókun minni við af- greiðslu fjárhagsáætlunar. Fjármál. RÚV eru ekki á ábyrgð útvarpsráðs nema það komi hugsanlega niður á dagskrárgerð. Vegna þess verður að beita meira aðhaldi í rekstrinum. Skuldir á yfirdrætti í árslok undan- farin ár segja sína sögu: Árið 1900 var skuldin sú um 213 milljónir króna, 230 milljónir króna í árslok 1991 og 167,6 milljónir króna um síðustu áramót. í ár var í fjárhags- áætluninni reiknað með því að auka þessa skuld énn um 10%. Reyndar hefur nú komið fram að breyta eigi yfirdrættinum í fast lán sem greitt yrði upp á þremur árum. Ég fagna því eins og aðrir útvarpsráðsmenn. Ég ítreka að ofangreint er fyrst og fremst sagt með hag Rikisút- varpsins í huga. Skuldasöfnun nú kemur niður á rekstri í framtíðinni og það hlýtur fjölmörgum vinum Ríkisútvarpsins að sáma. Sparnaður hjá RÚV verði að stærstum hluta nýttur til að auka innlenda dagskrárgerð VIÐ GERÐ fjárhagsáætlunar Rík- isútvarpsins vegna ársins 1993 hefur hagræðing og sparnaður verið leiðarljós. Á fundi Útvarps- ráðs föstudaginn 5. mars, var eft- irfarandi samþykkt: „Undirritaðir Útvarpsráðsmenn lýsa yfir furðu sinni vegna málflutn- ings Davíðs Stefánssonar í fjölmiðl- um að undanförnu. Af þeim fréttum mátti ráða að hann væri einn um þá skoðun að nauðsynlegt sé að sparnaðar og aðhalds sé gætt hjá Ríkisútvarpinu. Við undirbúning og afgreiðslu fjár- hagsáætlunar 1993 hefur þvert á móti komið fram að útgjöld verða skorin verulega niður og allur rekstur yfirfarinn með hagræðingu í huga. Útvarpsráð hefur itrekað fundið að því að viðskiptareikningur Ríkis- útvarpsins í Landsbanka sé yfirdreg- inn. Með þeirri rekstrarlegu úttekt sem nú er hafin er m.a. stefnt að því að grynnka á þessari skuld. Halldóra J. Rafnar, Guðni Guð- mundsson, Gissur Pétursson, Kristín A. Árnadóttir, Hjálmar Jónsson og Valþór Hlöðversson.“ A síðasta fundi Útvarpsráðs 26. febrúar sl. var eftirfarandi bókun samþykkt af Halldóru J. Rafnar, Guðna Guðmundssyni, Ástu R. Jó- hannesdóttur, Kristínu A. Árnadótt- ur, Hjálmari Jónssyni og Valþóri Hlöðverssyni en Davíð Stefánsson sat hjá: „Vönduð innlend dagskrárgerð á að vera metnaðarmál íslensks fjöl- miðils. Útvarsráð telur þær tillögur um ijárveitingar til innlendrar dag- skrárgerðar í Sjónvarpinu er fram koma í ijárhagsáætlun 1993 óvið- unandi. En í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu og í trausti þess að verulegur hluti þess sparnaðar sem að er stefnt í hinum ýmsu deildum Ríkisútvarps- ins á árinu 1993 verði notaður til að auka innlenda dagskrárgerð í Útvarpi og Sjónvarpi samþykkir Útvarpsráð fyrirliggjandi fjárhagsá- ætlun. Ráðið gerir þó fyrirvara og áskilur sér rétt til endurskoðunar við af- greiðslu sumarramma í apríl.“ (Fréttatilkynning) Erruívandræðum...O ... meö fermingargjöfina ! Stimpilpenni er glæsiieg gjöf! PDæsttqps Simi 47 1900 fótboltaskór Verð kr. 3.490 Rio Plus M st. 39-46 Verð kr. 4.490 Air Accolade M st.41-45 Verð kr. 8.980 ■r ÚTILÍFP GLÆSIBÆ . S/MIB12922 ORTILBOÐ AEG ttiais Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér nú þýsk gæða heimilistæki frá AEG á sérstöku tilboðsverði. AEG Þú hleypir ekki hverjum sem er í húsverkin. Uppýsingar um umboðsmenn hjá \m IIBB bræðurnir Í©T (miSSON HF Lágmúla 8 — 9 Gildir til 7. maf 1993. m |] AEG orbylgjuofn MC, 125 w, digitol, 850 w Verð óður kr. 34.180,- Tiiboð kr. 27.900,- stgr. AEG þvottavél lavamot, 645 w, 1200 sn/pr. min Verðóðurkr. 99.381,- Tilboðkr. 79.900,-stgr. j | - AEG kæiiskópur Sonto, 3200 kg., 170x60x60 Verðóðurkr. 73.303,- Tilboð kr. 61.900,- stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.