Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 76. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Höfnum lokað á fisk frá Noregi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frctta- ritara Morgunblaðsins. NÆSTUM allur fiskút- flutningur Norðmanna til meginlands Evrópu hefur stöðvast vegna aðgerða sjómanna í Danmörku og Þýskalandi. Hafa þeir hindrað flutningabíla með norskan fisk í að komast í land frá feijunum og það hefur aftur leitt til þess að feijurnar neita nú að flytja bílana. Allur danski fiskiflotinn og um 6.000 sjómenn hafa verið í höfn síðan á mánudag og koma þeir í veg fyrir fiskflutn- inga Norðmanna um Hirtshals og Fredrikshavn og þýskir sjó- menn um Kiel. Hefur norska utanríkisráðuneytið verið í sambandi við það danska vegna þessa máls, en norska stjórnin og fiskiðnaðurinn í Noregi hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Umdeildur kvóti Mótmælin í Danmörku og víðar stafa af óánægju sjó- manna með minnkandi kvóta og lækkandi fískverð, sem þeir kenna að nokkru miklu fisk- framboði frá Noregi um. Leif Skytte, formaður í útflutnings- samtökum danska fiskiðnaðar- ins, sagði í gær, að þá hefði sama og engan físk verið að fá á uppboðsmörkuðunum í landinu. „Innflutningsbannið mun hins vegar skaða fískút- flutning okkar sjálfra til ann- arra Evrópulanda verulega, ekki síst núna á föstunni,“ sagði hann. SÞ heimil- ar hervald í Bosníu New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gærkvöldi að framfylgja loftbanni yfir Bosníu með hervaldi. Verður flugvélum á vegum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) fengið það hlutverk. Ályktun um að beita hervaldi í Bosníu var samþykkt með atkvæð- um 14 ríkja af 15 sem sæti eiga í öryggisráðinu. Einungis Kínveijar sátu hjá. Ályktunin beinist einkum gegn Serbum en herflugvélar þeirra hafa margsinnis rofið loftferða- bannið í þá fimm mánuði sem það hefur verið í gildi. Henni er ætlað að þrýsta á deiluaðila í Bosníu að semja um frið sín í milli. Samþykkt- in kemur til framkvæmda að viku liðinni. Reuter Aðþrengdir flóttamenn SEX MANNS tróðust undir og biðu bana er þúsundir múslima reyndu að komast með bílum flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna frá Srebrenica, í austurhluta Bosníu, til Tuzla í gær. Miklu fleiri vildu komast með bílunum en pláss var fyrir. Var þröng á þingi á bílunum svo sem myndin gefur til kynna en þar má sjá ungan pilt í klemmu á palli eins flutningabílsins. Frekari fólksflutningum frá Srebrenica var frestað um sinn. Sjá „Sex deyja í troðningi . . .“ á bls. 31 Stjóm Bíldts kom- in að krossgötum Jafnaðarmenn andvígir lækkun atvinnuleysisbóta Stokkhólmi. Reuter. VIÐRÆÐUR minnihlutastjórnar Carls Bildts forsætisráð- herra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins um leiðir til að draga verulega úr greiðslu atvinnuleysisbóta fóru út um þúfur í gærkvöldi. Gert verður út um málið á þingi og töldu stjórnmálaskýrendur í gærkvöldi að dagar stjórnar Bildts væru senn taldir. Viðræður fulltrúa stjórnarinnar og Jafnaðarmannaflokksins höfðu staðið í nokkra daga en þegar á reyndi voru jafnaðarmenn ófáan- legir til að standa að aðgerðum sem leitt hefðu til lækkunar at- vinnuleysisbóta. Bildt sagðist í gær myndu beita sér fyrir því að þingið greiddi at- kvæði sem fyrst um frumvarp um lækkun bótanna, í þessari viku eða þeirri næstu. Framgangur málsins mun þá standa og falla með af- stöðu Nýs lýðræðis sem er í odda- aðstöðu á þingi. Fyrir hálfum mánuði komu þingmenn flokksins stjórninni til bjargar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um efnahagsstefnu hennar. Afstaða Nýs lýðræðis ókunn Afstaða Nýs lýðræðis til lækkunar atvinnuleysisbóta lá ekki fyrir í gær. Ian Wachtmeist- er, leiðtogi flokksins, sagði að af- staðan réðist af því hvort stjórnin yrði reiðubúin til samninga um málið.. Ósveigjanleiki af hennar hálfu yrði einungis til þess að flýta fyrir þingkosningum. Að óbreyttu ættu kosningar ekki að fara fram fyrr en í september 1994. Stefnir í allsheijar- verkfall í Færeyjum Þórshöfn. Frá Grækaris D. Magnus- sen, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT bendir til að alls- herjarverkfall hefjist í Færeyjum á miðnætti í kvöld, fimmtudag, þar sem landstjórnin hefur neitað að falla frá áformum um að skerða greiðslur til at- vinnulausra. Ákveðið hefur verið að skerða greiðslurnar, sem nú eru 70% af launum, niður í 61%. „Það eru einfaldlega ekki til peningar í landssjóði," sagði Márita Pet- ersen lögmaður. Ráðgert var að lækka hlut- fallið niður í 30-35%. Land- stjórnin ákvað að lokum að það yrði 61%. Verkalýðsfélög krefj- ast þess að það verði áfram 70%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.