Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 24

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 Er og verður ísland hráefnisnýlenda? fyrir aflann sem fer í vinnsluna, enn ein mismununin sem vikið verður að. 4.2 Strangari hreinlætiskröfur á vinnslu í landi. Hreinlætiskröfur eru mun strangari gagnvart fiskvinnslu í landi en á sjó og fyrirhugaðar eru enn strangari skilyrði frá EB í því sambandi. 4.3 Ekkert álag á laun vegna yfirvinnu á verksmiðjutogurum. eftir Baldur Pétursson Fyrri hluti Kerfisbundin mismunun fiskvinnslu og útgerðar I greinum mínum 8. og 15. októ- ber, 19. nóvember og 5. mars sl. hefur verið fjallað um starfsskilyrði fískvinnslunnar, s.s. náttúruleg at- riði, efnahagsleg atriði og ríkistyrki erlendis. í þessari grein verður fjall- að um mismunun þá sem fískvinnsl- an býr við gagnvart útgerð. Þegar ráðstöfunarrétturinn (handhafa- rétturinn) á auðlind þjóðarinnar, fískinum í sjónum, var afhentur útgerðinni í formi kvóta var þess því miður ekki gætt að slíkt fram- sal til útgerðar hefði ekki skaðlega keðjuverkandi mismunun á físk- vinnslu og aðrar atvinnugreinar. Nokkur þessara hliðaráhrifa skulu nú nefnd. 1 Efnahagsleg og rekstrarleg mismunun. Með kvótanum bundnum við skip hækkuðu þau verulega í verði, sem nam verðgildi „ráðstöfunarréttar- ins“ á fískinum, sem aftur styrkti eignarstöðu útgerða og fískvinnslu- stöðva tengdri útgerð en ekki físk- vinnslustöðva án útgerðar. A með- an verðgildi skipa hækkaði vegna tengingar við kvóta lækkaði oft að sama skapi verðgildi fískvinnslu- húsa, þar sem þau voru orðin „rétt- laus“ gagnvart ráðstöfun eða vinnslu aflans í landi. Fiskvinnsla sem ekki rak útgerð fékk ekki slíka „milljónagjöf', eða „vinnslu- og ráðstöfunarrétt". Afleiðingar þessa koma fram hjá fískvinnslunni með ýmsu móti s.s. vaxandi og viðvar- andi hráefnaskorti og loks í verri rekstrarafkomu og loks gjaldþrot- um í mörgum tilfellum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Með þessu var ekki bara „ráðstöfunar- og vinnsluréttur" fískvinnslufyrir- tækja á auðlindum hafsins gerður að engu, heldur verkafólksins f landi einnig. í raun var þessi „ráð- stöfunarréttur" færður til fárra ein- staklinga, þ.e.a.s. eigenda útgerða- fyrirtækja, sjómenn hafa í raun engan „ráðstöfunarrétt", sá réttur er alfarið hjá eiganda útgerðarinn- ar. Eina afleiðingu þessarar mis- mununar má m.a. glöggt sjá í mun meiri veðum og framlögum sveitar- félaga til fiskvinnslu en útgerðar. Afleiðingamar má einnig sjá í því að sum sveitar-og bæjarfélög (allir viðkomandi íbúar) standa „rétt- laus“ varðandi vinnslu á auðlind- inni (fískinum) ef fáum einstakling- um sem eiga útgerðina dettur í hug að vinna allan fískinn út á sjó eða ef útgerðin verður gjaldþrota þá fer kvótinn annað nýleg dæmi eru hrópandi. Skiptir þá í engu að við- komandi staðir (íbúar) hafi byggt Nýbýlovegi 12, simi 44433. í árhundruð afkomuna á nýtingu auðlindarinnar. Formúlan í kerfínu miðast við „hagnað“ útgerðarinnar (ekki einu sinni sjómanna), tap eða hagnaður annarra s.s. fískvinnslu, verkafólks, einstaklinga, bæjarfé- laga, ríkisins eða hagkerfísins skiptir engu máli. Þetta er ekki bara spuming um efnahagslegt tjón og mismunun. Hvað með jafn- réttis- og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar varðandi nýt- ingu fisksins og hvað með sameign- arákvæði á auðlindinni í lögum um stjórn fiskveiða? Það ákvæði er merkingarlaust með öllu (brotið) þar sem handhafarétturinn (eignin) er alfarið hjá fáum einstaklingum. 2 Mismunun í fiskverði Fiskvinnsla í tengslum við útgerð fékk/fær fískinn á lægra verði en fískvinnsla án útgerðar. Þannig getur útgerð sem einnig rekur físk- vinnslu selt eigin fískvinnslu físk- inn á lægsta mögulega kjarasamn- ingsverði, á meðan fískvinnsla án útgerðar þarf að kaupa físk á mörk- uðum eða með beinum samningum á u.þ.b. 20%-100% hærra verði. Þetta er t.d. gert á þann hátt að þeir sem fengu kvóta, láta útgerðir sem vantar kvóta (leiguliða) veiða fyrir sig (höfuðbólið) kvótann á nánast hvaða verði sem er (s.s. á 40 kr/kg þegar fískverð á mörkuð- um er á milli 90-100 kr/kg). Þann- ig láta útgerðir (höfuðbólið) veiða aflann (leiguliðann) fyrir lægra verð en eigin útgerð gæti vegna samninga um lágmarksverð við sjó- menn og fengið fískinn þar að auki fyrir tombóluverð til eigin físk- vinnslu eða selt hann úr landi óunn- inn. Til að magna misréttið enn frekar reiknar Þjóðhagsstofnun aðallega afkomu fískvinnslunnar á grunni fískvinnslu sem rekin er í tengslum við útgerð, en ekki sér- staklega afkomu fískvinnslu sem kaupir allt hráefni á mörkuðum. Séu slíkar upplýsingar nýttar á annað borð við efnahagsstjórn, er greinilega lítið (ef nokkuð) tillit tekið til fískvinnslu sem kaupir á mörkuðum. Þetta leiðir m.a. óbeint til þess að raungenginu er haldið hærra en ella, sem síðan kemur niður á fískvinnslu án útgerðar og öllu öðru atvinnulífí í þessu landi. En hvað kemur þessum greinum raungengið við? Þetta hefur jú ver- ið einkamál útgerðarinnar. Þannig er grófleg mismunun í gangi milli fiskvinnslu með og án útgerðar, þrátt fyrir jafnréttisákvæði stjórn- arskrár og nýsamþykktra sam- keppnislaga. Þessi mismunun er álíka því að einhver ákveðin verslun þyrfti alltaf að greiða 20%-100% hærra verð fyrir vörumar en sam- keppnisaðilinn vegna starfsskilyrða sem löggjafínn setur! Það myndi sennilega heyrast hávaði ef slíkt fyrirkomulag væri í gangi í versl- un, eða öðrum greinum s.s. olíufé- lögunum, skipafélögunum, blað- aútgáfu eða hveiju öðru sem er. Það yrði allt vitlaust! Til að afnema Vegurinn heldur fyrirbænakvöld VEGURINN efnir annað hvert fimmtudagskvöld til fyrirbæna- kvölds þar sem sérstaklega verður beðið fyrir sjúkum og kennt um guðlega lækningu. Kvöldin verða með samkomu- sniði og stefnt að því að þjóna til sem flestra. Fyrsta samkomán verður í kvöld, 1. apríl, og hefst kl. 20. Allir eru boðnir velkomnir. (Fréttatilkynning) Baldur Pétursson „Á meðan verðgildi skipa hækkaði vegna tengingar við kvóta lækkaði oft að sama skapi verðgildi fisk- vinnsluhúsa, þar sem þau voru orðin „rétt- laus“ gagnvart ráðstöf- un eða vinnslu aflans í landi.“ þetta misrétti verður að skylda þá fískvinnslu sem kaupir fiskinn af eigin útgerð að greiða sama verð fyrir fískinn og gildir að meðaltali á mörkúðum. 3 Yfirboð á fiskmörkuðum Þáð er ekki nóg með það að fisk- vinnsla án útgerðar þurfi að öllu jöfnu að kaupa fískinn á mun hærra verði en fískvinnsla sem rekin er í tengslum við útgerð, heldur getur fískvinnsla sem rekin er í tengslum við útgerð yfirboðið fískverð á mörkuðum á nánast hvaða verði sem er, þar sem meginhluti hráefn- is þessara fyrirtækja er keypt af eigin útgerð á mun lægra verði. Fiskvinnslufyrirtækjum sem ein- göngu hafa keypt á mörkuðum hefur fækkað ört á seinustu misser- um, m.a. með afleiðingum vaxandi atvinnuleysis. Fyrirtæki sem ekki fengu kvóta gefíns eru markvisst að þurrkast út vegna samkeppnis- mismununar á einn eða annan hátt, eigendur verða gjaldþrota og verkafólk atvinnulaust. Allt gerist þetta vegna stjórnvaldsaðgerða, þ.e. löggjafínn sjálfur mismunar kerfisbundið fyrirtækjum. Fisk- vinnslur án kvóta eru þannig með kerfislegri mismunun þvingaðar í gjaldþrot, einstaklingar gerðir eignalausir og fólk atvinnulaust. Ef þetta er ekki mismunun á milli fyrirtækja hvað er þá mismunun? Verði þetta ekki leiðrétt geta þol- endur þessa misréttis leitað réttar síns fyrir dómstólum m.a. með hlið- sjón af nýsamþykktum samkeppn- islögum auk jafnréttisákvæða stjómarskrár og ákvæða um at- vinnufrelsi, og þótt fyrr hefði verið. Ekki skal hér fjallað um eignarrétt- arákæði stjómarskrárinnar, en at- vinnuréttindi verkafólks s.s. til að vinna físk em ekkert síðri en réttur sjómanna til að veiða físk. Vonandi taka alþingismenn á þessu misrétti við meðferð laga um stjórnun físk- veiða, ef „nýlendunefndin" gerir ekkert í málinu, enda hafa alþingis- menn við komu á Alþingi svarið eið að því að halda stjórnarskrá íslands. 4 Aðstöðumunur fiskvinnsluhúsa í landi og sjófrystingar 4.1 Skattar Aðstöðumunur fiskvinnsluhúsa í landi og sjófrystingar er vemlegur s.s. hvað varðar atriði á sviði skatta. Þar má nefna m.a. fast- eignaskatta, sjómannaafslátt og gjaldfærslur vegna kvótakaupa. Þannig geta frystitogarar t.d. keypt sífellt meiri kvóta (sem ger- ist í meðaltalsárferði) og fært öll slík kvótakaup til gjalda í rekstri og komist þannig hjá öllum skatta- greiðslum! Þannig fá þeir dágóðan frádrátt og geta myndað yfírfæran- legt tap á milli ára, á sama tíma og fískvinnsla sem kaupir afla á mörkuðum fær engan slíkan frá- drátt vegna kvótakaupa! Kvóta- kaupendur s.s. á frystitogurum, hafa getað myndað svo mikið yfír- færanlegt tap að flestir greiða ör- ugglega enga skatta á næstu árum þó að mikill hagnaður yrði af starf- seminni að öðru leyti. Þessu til við- bótar greiðir verksmiðjuskip ekkert Ekkert aukaálag er á yfirvinnu- tíma í kjarasamningum í sjófryst- ingu eins og í vinnu í landi, þó að nýlegir kjarasamningar um vakta- fyrirkomulag í landi minnki þennan mun. 4.4 Verksmiðjutogari fær hráefnið ókeypis. Verksmiðjutogari á sjó þarf ekki að greiða neitt fyrir hráefnið í sjón- um og af þeim sökum er um veru- lega mismunun að ræða gagnvart vinnslu j. landi og reyndar öðrum iðnaði einnig. Afleiðing þessa mis- réttis er að raungengi íslensku krónunnar verður of hátt skráð. Þetta kemur reyndar vel fram í sífellt erfíðari samkeppnisstöðu út- flutnings- og samkeppnisgreina. Þetta atriði er í raun aðalrökin fyr- ir svokölluðu aflagjaldi á landaðan afla t.d. í % (gjald eftir löndun afl- ans, ekki fyrirfram). Væri lagt ákv. aflagjald á landaðan afla t.d. um 1% í fyrstu og gengið yrði látið síga að sama skapi (ekki gjald á fiskvinnsluna), myndi samkeppnis- staða fiskvinnslu og iðnaðar batna og afkomustaða útgerðar verða óbreytt. Afkoma útgerðar yrði því óbreytt eftir sem áður. Tekjur af þessu gjaldi mætti síðan nota til að auka vöruþróun í fískvinnslu og lækka virðisaukaskatt, þannig að gengislækkun kæmi ekki launþeg- um í koll. Á þann hátt batnaði sam- keppnisstaða allra einnig útgerðar þegar horft er til lengri tíma. Þetta væri heppileg útfærsla á tekjum fyrir væntanlegan Þróunarsjóð. Vandamál vegna hás raungengis til lengri tíma, má víða sjá í þeim löndum sem fyrrum voru olíuauð- ug. Þar hefur gengið verið yfirleitt svo hátt skráð, vegna olíuauðlind- arinnar (ekkert auðlindargjald á hráefnið, olíuna) að aðrar atvinnu- greinar hafa vart þrifíst, allra síst útflutningsiðnaður. Þegar svo olía hefur tekið að þverra hafa sum þessara landa lent í miklum vand- ræðum þar sem að engu öðru var að hverfa, þar sem forréttindi ol- íunnar (hráefnisstjórnun) höfðu komið í veg fyrir möguleika ann- arra atvinnugreina. Síðar verður frekar fjallað um fleiri atriði sam- keppnismunar fískvinnslu og út- gerðar. Höfundur er viðskiptafræðingur. AÐ GEFNU TILEFNI Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sverri Hermannssyni, banka- stjóra Landsbanka íslands: Kristján Ragnarsson, fulltrúi ríkisins í stjóm íslandsbanka og formaður stjómar, vék að því í ræðu sinni á aðalfundinum að sótt væri nú að skattgreiðendum vegna ákvörðunar Alþingis um bætta eig- infiárstöðu Landsbanka íslands. Eðli þess máls er eftirfarandi: Landsbanki íslands tekur víkjandi lán að Qárhæð samtals 2,25 millj- arðar kr. Auk þess afhendir ríkið bankanum skuldabréf að fjárhæð 2 milljarðar til 20 ára, afborgun- arlaust í 5 ár. Það er eindreginn ásetningur Landsbankans að sjá sjálfur fyrir greiðslu þessa bréfs þegar þar að kemur. Enn sem komið er hefir því ekki verið farið ofan í vasa skattborgaranna. Kristjáni Ragnarssyni hlýtur hins vegar að vera fullkunnugt um þann heimanmund sem reidd- ur var af hendi af hálfu hins opin- bera við stofnun íslandsbanka. Nákunnugur maður málinu full- yrðir við undirritaðan að sú fjár- hæð hafi numið rúmum 3,5 millj- örðum kr. Nær 3 milljörðum kr. vegna gjaldþrots Útvegsbankans og tapaðra útlána hans og 700 milljónum kr. vegna yfirtöku rík- isins á lífeyrisskuldbindingum Útvegsbankans. Það hefír enginn haldið því fram að þetta hafí verið óþörf aðgerð eða röng. Allt að einu var kostnaður greiddur að fullu með fé skattgreiðenda. Hvað ætli þeir séu annars margir milljarðatugirnir, sem þessi sami Kristján krefst að færðir séu til umbjóðenda hans í sjávarútvegi með þeirri gengisfell- ingarkröfu, sem hann klifar á? Milljarðatugir úr vasa almenn- ings, líka þeirra, sem ekki hafa efni á að gréiða skatta. Það er einkennilegur holhljóm- ur í stefnu ríkisstjórnarmanna í einkavæðingarmálum og ekki^síð- ur gömlu flokksbræðra undirrit- aðs. Á meðan þeir strita við að einkavæða ríkisbankana lauma þeir fulltrúa sínum inn í stjórn eina einkabankans og gera hann meira að segja að formanni. Og inn í stjóm Islandsbanka er Krist- jáni fleytt á doríu frá móðurskip- inu ríkissjóði, sem ber nafnið Fisk- veiðasjóður Islands. Af hverju sel- ur ríkið ekki hlut sinn í íslands- banka og lætur einkabankann í friði? Varla geta erfiðar mark- aðsástæður ráðið, þar sem fjár- málaráðherra hefír verið með i takinu fram á síðustu daga sölu heils Búnaðarbanka. Ef málið snýst um bitling til handa Kristjáni Ragnarssyni má minna á, að í árslok verður kosið upp á nýtt í bankaráði ríkisbank- anna. Reykjavik 3. mars 1993, Sverrir Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.