Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 12
m. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 i.imi—:-Lu^-: ... ■ !—U^-Í : 1:: :■■■; c. ;i i:—i— Bókín um Hrein Friðfinnsson List og hðnnun Bragi Asgeirsson Komin er út bók um myndlistar- manninn Hrein Friðfmnsson, og standa að henni Listasafn íslands og Mál og menning, og er hún gefin út í tilefni yfirlitssýningar verka hans á safninu. Einnig mun vera um samvinnu við nýstofnað fyrirtæki í Amsterdam er ICA nefnist að ræða, en ekki er gerð nánari grein fyrir hvað sú skamm- stöfun merkir. Mál og menning stóð einnig að bókinni um Sigurð Guðmundsson í fyrra, sömuleiðis í sambandi við yfirlitssýningu verka hans á listasafninu, en þá í samvinnu við útgáfufyrirtækið Van Spijk, Venlo í Hollandi. Þó báðir listamennimir hafí dvalið í Hollandi um langt árabil og teljist öðru fremur af þarlendum skóla og vel metnir sem slíkir, leynir uppruni þeirra sér ekki í þeirri hugmyndafræði sem list þeirra sækir næringu til. Má segja að þeir hafi flenst í Hollandi er upp- gangur hugmyndafræðilegu listarinnar var að hefjast fýrir al- vöru, þannig að þeir komu beint í flasið á henni. Hugmyndafræðilega listin lagði undir sig heilan áratug, og var svo til allt annað útskúfað úr listhús- um samtímalistar á meðan, og þótt margt hafí gengið á í listheim- inum á þessari öld, t.d. tímabil strangflatarlistarinnar, eru hvorki fyrr né síðar dæmi um slíka ein- stefnu og annað eins harðræði. Jafnvel villta málverkið náði aldrei viðlíka fótfestu, nema kannski inn- an listaskóla, en það var öðru fremur vegna þess hve fráhvarfíð frá „konzeptinu" var algjört á tímabili og sull með liti auðvelt til miðlungsárangurs. Sem betur fer hefur þetta jafn- ast, bæði á listamarkaðnum og innan skólastofnana, en margt bendir til að sumum fínnist við- horfín eiga erindi inn á sviðið aft- ur, a.m.k. hefur naumast verið staðið jafn veglega að útgáfu lista- verkabóka í tilefni sýninga á lista- safninu og í þessum tilvikum. Báðar bækurnar eru í stóru broti og er bókin um Hrein herslumun stærri á langveginn en nokkuð á þverveginn og telst það ókostur að því Ieyti, að þá fer hún verr í bókaskáp við hlið hinnar. En í sjálfu sér er ekkert athugunarvert við stærðina og bókin hin myndar- legasta fyrir augað og vel formuð af Erlingi Páli Ingvarssyni. Munu þó vafalaust sumir fínna að því, hve miklar umbúðir eru um bókina á kostnað fleiri mynda og meira lesefnis. Bókin um Sigurð var t.d. ólíkt efnismeiri enda upp á heilar 300 síður og í hana var vel pakkað af myndum og lesefni, sem hefur ábyggilega skilað sér vel til þeirra, er vildu vita meira um eðli konz- eptlistarinnar. Sú bók sagði líka heilmikið um tímana og uppgang konzeptlistarinnar á Islandi, og má vera að það efni hafí verið tæmt í bili. í bókinni um Hrein Friðfinnsson eru einungis stuttar greinar og viðtöl og eru heildaráhrifin full snubbótt eftir lesturinn, en þess ber að gæta að ritið er einnig hugsað sem sýningarskrá, og um leið markaðssetning á listamann- inum. Hér skilur töluvert á millí, en augljóst má vera, að hér er verið að vegsama og halda stíft fram þessari ákveðnu tegund myndlistar, og má vera umdeilan- legt hvort það sé hiutverk þjóð- listasafns á jafn afgerandi hátt, en hér er um þriðju stórsýninguna Hreinn Friðfinnsson að ræða á rúmu ári. Eftir iesturinn fínnur maður ósjálfrátt fyrir einhverri gloppu eða kannski réttara eyðu, sem er, að list Hreins sé krufín á skilvirk- an hátt, þannig að lesandinn nái að greina í gegnum þokumóðu lofsins, sem vinir hans bera á hann. Þá er minnst sagt frá þeim listamönnum, sem urðu á vegi Hreins í Hollandi og áhrifum frá þeim, en þeim mun meira kafað í fortíðina. Algjör óþarfí er að fela slík bein áhrif, sem eru jafn eðlileg og lífsloftið, en hér er um feluleik að ræða sem er íslenzkum mynd- listarmönnum til lítils sóma eins og ég hef iðulega drepið á. Auðvitað verða menn fyrir áhrifum, og t.d. leggst það á mig að Hreinn hafí tekið eftir hol- lenzka listamanninum Jan Dibbets (f.1941), sem snemma fór að nota ljósmyndina sem listmiðil og studdist mikið við tíma, hreyfingu, fjarvídd, Ijós og skuggaáhrif. Svo snemma sem árið 1972 var haldin sýning verka hans á Borgarlista- safninú í Amsterdam sem íslend- ingarnir hljóta að hafa séð. En auðvitað voru þeir miklu fleiri sem unnu á svipuðu sviði, enda mun nokkur hluti myndverkafjallsins hollenzka hafa orðið til á þessum tíma, þó Islendingarnir eigi vísast lítið í því, vegna þess að miðlar þeirra voru yfírleitt ekki fyrirferð- armiklir. Þetta voru ár hinna sjálfhverfu áhrifa, listamenn tóku sjálfa sig fyrir sem listmiðil, líf þeirra og hvunndagur var um stund nafli heimsins. Slik rannsókn sjálfsins er velþekkt úr listasögunni, en varð aldrei að líku hópefli og nú átti sér stað. Og eins og áður skeði kom margt athyglisvert út úr þeirri rannsókn, sem ég varð fyrst áþreifanlega var við í Hollandi nokkra sumardaga 1975, en þá bjó ég einmitt í góðu yfirlæti hjá Hreirii. Sá ljóðræni strengur, sem fljót- lega kom fram í túlkun Hreins á viðfangsefnum sínum, hefur fylgt honum æ síðar og er rauði þráður- inn í list hans. Hann hefur frekar eflst en hitt, og það kemur greini- lega fram í myndunum í bókinni. Kannski nær þessi ljóðræna há- marki í myndunum „Fyrsti gluggi“, og „Untitlet" (nr. 34), sem gerðar voru á síðasta ári, sem búa einnig yfir anga af þeirri myndrænu fegurð, sem listamað- urinn vildi þó forðast lengst af. Héf eru hlutirnir í senn áþreifan- legir sem fjarrænir og dúlúðugir. Það eru einmitt þessar myndir sem skapa vafalítið mesta orku- flæðið á milli skoðanda og þess skoðaða og hér gengur lista- maðurinn mjög hreint til verks. Myndhugsunin er hrein og bein og á greiðari aðgang að skoðand- anum en flest annað í bókinni (og sýningunni), án þess að tapa nokkru í listrænu gildi að mínu mati. Þó maður hefði óskað eftir miklu fleiri myndum í bókina og að hún væri svolítið minna hátíð- leg, þá telst þetta skilvirk kynning á myndheimi Hreins Friðfínnsson- ar og myndirnar eru ágætlega valdar að því ég fæ best dæmt um. Mig langar koma með eina at- hugasemd varðandi stofnun SÚM, sem nú er búið að skrá og skjal- festa í bókum að hafí skeð árið 1965, er nokkrir ungir listamenn tóku sig saman um sýningu á nýjum áhrifum að utan í Ás- mundarsal. Ég hef áður vakið máls á þessu og vil gera það enn einu sinni, en fyrsta sýningin und- ir samheitinu SÚM var haldin í marz 1968. Og þótt nokkrir lista- menn séu í slagtogi saman og haldi eina sýningu, er naumast hægt að miða stofnun samtaka við það og er hvergi gert. Lítum t.d. á Cobra, en þar er notuð önn- ur tegund sagnfræði, því að lista- mennirnir höfðu að hluta til verið félagar árum saman áður en sam- tökin fengu nafn sitt og hófu skipulagða sýningarstarfsemi. Myndirnar í bókunum um þá fé- laga Sigurð og Hrein sýna það einnig, að þeir verða fyrst fyrir alvöru virkir í listinni eftir 1968. Sannleikurinn er einnig sá, að menn höfðu meiri áhuga á að ýta undir ungt listafólk en hitt á þess- um árum, og þannig stóð FÍM fyrir eftirminnilegri sýningu ungra myndlistarmanna í Laugardalshöll 1967, er nefndist UM 1967 og átti að verða framhald á því eins og ártalið ber með sér. En er svo ungt fólk stóð að nýjum sýninga- samtökum árið eftir undir heitinu SÚM, og hafnaði þarmeð leiðsögn FÍM, var ekki grundvöllur fyrir slíku lengur. Þannig má segja það kímið að SÚM hafí orðið til 1965, en ekki fengið á sig mynd fyrr en 1968, en það er auðvitað allt annar hand- leggur og réttlætir ekki þessa misvísandi sagnfræði. Bókin um Hrein Friðfinnsson er 106 blaðsíður og fyrir utan les- mál, sem er eftir Beru Nordal, Halldór Bjöm Runólfsson, Kees van Gelder og Megan Ferrill, er í henni 41 mynd, sem Bera Nordal og listamaðurinn völdu í samein- ingu. Þýðingar textanna hafa þau Aðalsteinn Ingólfsson og Bernad- ette Bout annast. Hönnun er sem fyrr getur verk Erlings Páls Ing- varssonar. Umbrot, filmuvinnu og prentun, sem virðist með miklum ágætum, annaðist prentsmiðjan Oddi. Verð bókarinnar úr búð er 3.980 kr. Eva Evdokimova dans- ar tvívegis í Coppelíu Hamrahlíðarkórinn fyllir kór Húsavíkurkirkju. Morgunblaðið/Silli EVA Evdokimova, sem er hér á landi til að setja upp Coppelíu með Islenska dansflokknum, kemur til með að dansa aðalhlut- verkið á tveimur sýningum. Frumsýningin verður miðviku- daginn 7. apríl, en Evdokimova mun dansa á 3. og 4. sýningu, laugardaginn 10. apríl klukkan 16 og mánudaginn 12. april, ann- an í páskum klukkan 20. Eva Evdokimova er ein frægasta ballerína samtímans. Ferill hennar hófst með konunglega danska ball- ettinum 1966, en síðan var hun aðaldansari með Óperuballettinum i Berlin í mörg ár og var sæmd titl- inum „Prima Ballerina Assoluta“. Evdokimova var í 15 ár einn helsti mótdansari Rudolfs Nureyevs og dönsuðu þau saman víða um heim. Hér gefst íslenskum ballettáhorf- endum því einstakt tækifæri til að sjá þessa frægu ballerínu. Miðasala á sýningar Coppelíu er í Borgarleikhúsinu, sími 680680. Eva Evdokimova dansar á tveim- ur sýningum á Coppeliu. Tónlistarviðburður á Húsavík Húsavík. TÓNLISTARVIÐBURÐIR voru þrír um síðustu helgi á Húsavík þar sem til sín létu heyra Háskóla- kórinn, Kvartett Ingvars Jónas- sonar og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Þeir sem nutu þessara tónleika voru þakklátir komufólk- inu en of margir sátu heima og misstu af sérstökum tónlistarvið- burði. Háskólakórinn söng í sal Tónlist- arskólans á föstudagskvöldið undir stjóm Hákons Leifssonar. Það ein- kenndi skemmtilega efnisskrá hans að á henni voru eingöngu íslensk lög. Einnig lög eftir einn meðlim kórsins, Egil Gunnarsson, og féll heyrendum þau vel í geð, þar sem þau voru ekki í neinum framúrstefnustfl, heldur í hljómblíðum söng, sem allir höfðu gaman af að hlusta á. Það vekur eftirtekt að kórinn skuli ekki vera fjölmennari en hann er frá skóla sem telur hundruð nemenda, en þeir sem skipa kórinn skila sínu hlutverki vel undir öruggri söngstjóm. Kvartett Ingvars Jónassonar lék í Húsavíkurkirkju á laugardag, en hann skipa Kristján Þ. Stephensen, óbó, Bryndís Pálsdóttir, fíðla, Ingvar Jónasson, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Þetta er allt vel þekkt tónlistarfólk og meðlimir í Sinfóníuhljómsveit íslands og mikils- vert að fá að heyra til þess öðmvísi en í gegnum útvarp eða sjónvarp. Þessir tónleikar vom á vegum Tón- listarfélags Húsavíkur sem gert hef- ur mikið að því að gefa Húsvíkingum kost á að heyra til okkar fæmstu tónlistarmanna á hinum ýmsu svið- um. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng svo í Húsavíkurkirkju á sunnu- dag og hann náði til flestra, enda orðinn vel þekktur og ávallt sérstök ánægja á að hlýða. Söngstjórinn Þorgerður Ingólfsdóttir vekur sér- staka undrun með því að geta ávallt verið með svo góðan kór, þar sem kórfélagamir eru aðeins á aldrinum 16-20 ára og eðlilega verða árlega miklar breytingar á kómum þegar nemendur ljúka námi. En Hamra- hlíðarkórinn hefur í 25 ár verið í hóp bestu blandaðra kóra landsins. Eftir þann frábæra árangur sem hinir 79 kórfélagar sýna nú ætti Háskólakór- inn að eflast og stækka á næstu ámm þá þetta söngglaða og góða söngfólk fyllir hóp háskólanema. Kórinn hefur áður heimsótt Húsavík og vonandi verður þess ekki langt að bíða að þar ómi aftur hinir fögm hljómar hans. Ég get ekki lokið þessum hugleið- ingum mínum um þessa tónlistarvið- burði án þess að geta þess, sem mér er efst í huga eftir komu þessa fjöl- menna listafólks. Hér er og hefur verið starfandi tónlistarskóli, en telj- andi vom þeir nemendur hans, sem sóttu þá tónlistarviðburði, sem hér áttu sér stað og var þeim þó boðinn ókeypis aðgangur að þeim. Er hér aðeins um áhuga foreldra að ræða en ekki nemenda. Ef svo er kemur þá ekki til athugunar að því fé sem til tónlistarfræðslunnar er varið þurfí endurskoðunar við. - Fréttaritari. Morgunblaðið/Alfons Frá sýningu Leikfélags Ólafsvikur á leikritinu Frú Alvís. Góð aðsókn á Frú Alvís Ólafsvík. LEIKFÉLAG Ólafsvíkur hefur að undanförnu sýnt í félagsheim- ilinu Klifi í Ólafsvík leikritið Frú Alvís eftir Jack Popplewell við ágætar undirtektir. Aðsókn á leikritinu var allgóð og komu nokkur hundruð manns á sýningarnar. Leikstjórn er í höndum Ragnhildar Steingrímsdóttur en hún er búsett hér. Ragnhiidur er eins og alþjóð veit reynslumikill leikstjóri og hefur starfað jafnt inn- anlands sem utan. Er leikfélaginu mikill fengur að kröftum hennai og velvilja. Aðalhlutverk í Frú Alvís léku Gústaf G. Egilsson og Kolbrún Bjömsdóttir en aðrir leikendur voru Guðmundur Þórðarson, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, Sjöfn Sölvadóttir, Sigurður Gunnarsson. Ingi Fróði Helgason og Aðalheiðui Jóhannesdóttir. Formaður Leikfé- lags Ólafsvíkur er Sigurlaug Jó- hannsdóttir. - Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.