Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 28

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR T. APRÍL 1993 Vinir o g ættingjar Þórðar Kristleifssonar glöddust með honum í gær Hundrað ára heiðursmaður ÞÓRÐUR Kristleifsson frá Stóra-Kroppi, fyrr- um menntaskólakennari á Laugarvatni og í Reykjavík, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Fjölmargir heiðruðu hann í afmælisveislu á Droplaugarstöðum, bæði ættingjar og vinir. Á myndinni hér að ofan er barnakór úr A'ustur- bæjarskóla, sem flutti nokkur lög, en Þórður kenndi sjálfur söngfræði í mörg ár. Á mynd- inni til hægri tekur Þórður við blómvendi og heillaóskum frá ungum vini. ý'jKt*. Vextir á óverðtryggðum útlánum verða lækkaðir um V2-1% í dag Seðlabankastj óri býst við frekari lækkun síðar í apríl BANKAR og sparisjóðir lækka í dag vexti óverðtryggðra útlána almennt um Vi til 1%. Vextir verðtryggðra útlána lækka ekki. Vextir af innlánum lækka almennt um 0,25 til 0,5%. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri telur að þessi lækk- un sé full lítil miðað við aðgerðir Seðlabankans og lækk- andi verðbólgu og býst hann við frekari vaxtalækkun síðar í mánuðinum þegar bankarnir fá betri staðfestingu á ört lækkandi verðbólgu. íslandsbanki hefur nú breytt flokkun lántakenda, þannig að álag á vexti er breytilegt eftir þvi hvaða tryggingu lántakandinn býður. „Okkur finnst þetta vera í iægri kantinum og ég held að það stafí aðallega af því að bankamir séu ekki búnir að taka að fullu tillit til þeirrar lækkunar á verðbólgustigi sem að ojckar mati er framundan," sagði Jóhannes Nordal þegar hann var spurður hvort hann teldi að bankarnir hefðu lækkað vexti sína nægjanlega miðað við aðstæður. Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir 1-2% lækkun vaxta nú. „Það var aldrei gott að meta hvað myndi koma í þessum áfanga og má búast við frekari breytir.gum síðar í mánuðin- um,“ sagði Jóhannes. Hann sagði ekki gott að meta breytingamar vegna þeirra breytinga sem íslands- banki er að gera á vaxtakerfi sínu. Sagðist Jóhannes ekki enn hafa fengið fullkomið mat á því hvað kæmi að meðaltali út úr breyting- unni hjá Íslandsbanka. Bankastjóri Búnaðarbankans og fleiri bankamenn hafa sagt að yfir- lýsingar seðlabankamanna um vaxtalækkun í tengslum við aðgerð- ir bankans á dögunum stæðust ekki. Jóhannes sagði, þegar þetta var borið undir hann: „Við gerðum okk- ur grein fyrir því að áhrif aðgerða okkar á vaxtamun bankanna gætu aldrei orðið 1-2%. Til viðbótar teljum við að komi þó nokkur lækkun á vöxtum óverðtryggðra útlána vegna þess að verðbólgustig fer ört lækk- andi. Það töldum við aðaláhrifín. Þá teljum við að lækkun á ríkisvíxlum eigi að hafa meiri áhrif á vaxtastig bankanna en orðið er,“ sagði Jó- hannes. Ekki tilefni til lækkunar raunvaxta íslandsbanki lækkar vexti af óverðtryggðum útlánum um 0,75-1%, þannig að vextir yfirdrátt- arlána á tékkareikningum lækka um 1%, en allir aðrir vextir óverð- tryggðra útlána um 0,75%. Nokkrir flokkar vaxta óverðtryggðra innlána lækka um 0,25 til 0,75%. Valur Valsson bankastjóri sagði að bank- inn meti stöðuna svo að þessi lækk- un sé eðlileg, miðað við mat á verð- bólguþróun. Bankinn metur verð- bólguna nú 2,6% í stað 3,3% áður. íslandsbanki telur að aðgerðir Seðla- bankans í síðustu viku gefi svigrúm til 0,05% lækkunar vaxtamunar. Við þessar breytingar lækkar vaxtamun- ur bankans lítillega og verður 2,6%. íslandsbanki lækkar ekki raun- vexti verðtryggðra útlána, frekar en aðrir bankar. Valur sagði að það væri vegna þess að raunvextir í land- inu hefðu ekki farið lækkandi undan- fama daga, fremur hækkandi. Breytingar á vaxta- álagi íslandsbanka Jafnhliða vaxtabreytingum í dag breytir íslandsbanki vaxtaálagi á kjörvexti nýrra lána, til samræmis við nýju alþjóðlegu eiginíjárreglurn- ar, svokallaðar BlS-reglur. Þess vegna er erfitt að meta vaxtabreyt- ingar bankans nákvæmlega. Með þessu vill íslandsbanki láta þá njóta þess í lægri vöxtum sem bjóða betri tryggingar og draga úr áhættu bankans, að sögn Vals. Hann sagði að með þessu væri verið að beina lánveitingum til þeirra sem gætu boðið betri tryggingar en aðrir og ef það gengi eftir myndu vextir heldur Iækka. Við ákvörðun vaxtaá- lags hvers lánþega verður tekið tillit til þeirra trygginga sem hann leggur fram, auk hefðbundins mats á greiðsluhæfi, en hin sjálfvirka flokk- un lánþega verður aflögð. Eftir þessa breytingu, sem hefur engin áhrif á eldri lán, verður algengastu vaxtaálag nýrra fasteignaveðlána á bilinu 1,25 til 3%, en á bilinu 1,5 til 4% ef um lakari tryggingar er að ræða. Að sögn Vals getur þessi kerfís- breyting ein og sér leitt til þess að skilvís einstaklingur greiði 1% lægri vexti ef hann býður sem tryggingu mjög gott veð, til dæmis handveð í auðseljanlegum verðbréfum. Þeir sem legðu fram lökustu trygging- amar, til dæmis sjálfskuldarábyrgð í lakari hlutanum, gætu þurft að greiða 0,75% hærri vexti en ella. Einstaklingar með fasteignaveð myndu lenda þarna á milli, eftir því hvað þau teldust góðar tryggingar. Traust fyrirtæki sem byði ömgga tryggingu, til dæmis handveð í auð- seljanlegum verðbréfum eða mjög gott fasteignaveð, gæti lækkað vexti sína um 1,25%. Fyrirtæki með trygg- ingu í lakari kantinum, til dæmis í viðskiptavíxlum, gæti þurft að greiða 0,75% hærri vexti en nú. Valur tók fram að þetta væru tilbú- in dæmi sem hann setti fram með miklum fyrirvara. „Með þessu erum við að stíga stórt skref í aðlögun íslenskra banka að bankastarfsemi og vinnubrögðum í nágrannalöndum okkar. Reynslan verður að skera úr um hvemig til tekst en ég vona að þetta hafi já- kvæð áhrif þannig að hér verði minna um útlánatap," sagði Valur. Eins mikil lækkun og tilefni er til Sparisjóðimir lækka óverð- tryggða útlánsvexti um 0,7 til 1% og innlánsvexti, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra innlána, um 0,2 til 0,5%. Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, sagði að með þessu væm sparisjóðirnir að taka tillit tii að- gerða Seðlabankans og lækkandi verðbólgu. Hann sagðist telja að með þessari breytingu væri búið að lækka vexti eins mikið og aðstæður nú gæfu tilefni til. Sigurður sagði að vextir á eftir- markaði og í útboðum á ríkisverð- bréfum yrðu að lækka meira áður en sparisjóðirnir gengju lengra í vaxtalækkun. í þessu sambandi benti hann á að innlánsvextir rikisins í nýlegu útboði ríkisbréfa væm svip- aðir og útlánsvextir sparisjóðanna. Fyrirlestur menntamála- ráðherra við Harvard ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra hefur tekið boði Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum um að halda þar fyrir- lestur 6. apíl nk. Ásamt Ölafi fara Þórólfur Þórlindsson pró- fessor og Guðríður Sigurðar- dóttir ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. „í fyrirlestrinum fjalla ég um breytingar á samstarfi í Evrópu á sviði vísinda og menntamála, og velti fyrir mér hvaða áhrif þessar breyt- ingar kunna að hafa á æðri menntun og vísindi. Þá fjalla ég um stöðu Bandankjanna í þessu samhengi,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að það væri óvenjulegt að ráðhermm væri boðið að halda fyrirlestra við Harv- ard, en stofnunin hefði átt fmm- kvæði að boðinu. Hann sagðist vera þakklátur fyrir heiðurinn en líklega væri hann fysti íslenski ráðherrann sem héldi fyrirlestur við þessa þekktu menntastofnun. Fyrirlestur Ólafs nefnist á ensku: „Higher education and research in the new European contest — Is America being left out? -----»-4—»----- Skoðanakönnun DV Sjálfstæð- isflokkur eykur fylgi FYLGI Sjálfstæðisflokks hefur aukist verulega frá síðustu skoðanakönnun DV í janúar að því er fram kemur í skoð- anakönnun í blaðinu í gær. Fylgi Alþýðuflokks hefur minnkað töluvert sem og fylgi Alþýðubandalags, en fylgi Framsóknarflokks og Kvenna- lista hefur minnkað lítillega. í skoðanakönnun DV, sem blaðið birti í gær, mældist fylgi Sjálfstæðis- flokksins 37,3% en flokkurinn hlaut 38,6% atkvæða í síðustu þingkosn- ingum. í síðustu skoðanakönnun blaðsins fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26,6%. Fylgi Framsóknarflokks mældist 24,4%, flokkurinn hlaut 18,9% atkvæða í síðustu þingkosn- ingum en 25,7% í síðustu skoðana- könnun blaðsins. Kratar tapa fylgi Alþýðuflokkurinn tapar fylgi. Það mældist 9,9%, flokkurinn hlaut 15,5% í síðustu þingkosningum en 12,2% í síðustu skoðanakönnun blaðsins. Fylgi Kvennalistans mæld- ist 13,3%, flokkurinn hlaut 8,3% í síðustu þingkosningum en 14,1% í síðustu skoðanakönnun blaðsins. Fylgi Alþýðubandalagsins mældist 14,8% en flokkurinn hlaut 14,4% í síðustu kosningum en 21,4% í síð- ustu skoðanakönnun blaðsins. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. -----♦ ♦ ♦----- ■ TANGÓKL ÚBB UR Kram- hússins heldur sitt fyrsta Tangó- kvöld í Rósenbergkjallaranum v/Austurstræti í kvöld, 1. apríl, frá kl. 21 til 1. Markmið Tangóklúbbsins er að skapa Langóhefð á Islandi með því að halda tangókvöld einu sinni í mánuði. Tangókvöld gefa tangóá- hugafólki tækifæri til að hittast, hlusta á tónlist tangósins og dansa. Fjöldi Reykvíkinga hefur lært tangó, en fram að þessu hefur þeim ekki gefist tækifæri til þess að njóta kunnáttu sinnar. Tilgangur Tangó- klúbbs Kramhússins er að bæta úr því og ryðja braut fyrir suður-amer- ískri tangóhefð á íslandi. Reynir Jónsson harmonikuleikari spilar. Nánari upplýsingar eru veittar í Kramhúsinu frá kl. 13-20. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.